Yfirlit yfir sumarið

Kæru vinir,nú er haustið komið með öllum sínum fallegu litum,en líka öllum sínum hræðilegu lægðum,sem ætla mann lifandi að drepa ,ef maður er gigtarskrokkur.GetLostEn það er ekki á allt kosið,maður verður bara að sætta sig við allt sem lífið færir manni gott og vont.Ég hef fengið góðan skammt af hvorutveggja,stundum var ferlega sárt að sætta sig við það sem manni var úthlutað,en svo komu líka tímar það sem hamingjan réði ríkjum og maður trúði varla hvað maður væri lánsamur.Í mínu lífi eru nokkur svona tilvik,þar sem ég tel að ég hafi verið mjög heppin.

Fyrst af öllu,fyrst það þurfti að gefa mig á annað borð,þá var ég auðvitað ofboðslega heppin að hafa fengið að fæðast ,og að hafa fengið þá fjölskyldu sem ég fékk.Ég held ég hafi einu sinni áður,sagt frá því hér á blogginu,að þegar kom að því að velja mig,þá tók mamma mín,mömmu sína með sér á fæðingardeildina á Landspítalanum,þar sem barnavöggurnar voru í röðum (þetta var á skíðsárunum og nóg úrval) amma mín gekk um með mömmu,þangað til hún stoppaði allt í einu og sagði"þú tekur þessa, hún hefur svo fallegan hnakka" og mamma fór að hennar ráðum og það var gæfa mín.InLove

Að hitta manninn minn og eignast öll þessi börn með honum var gæfuspor,ekki spurning.Auðvitað var oft erfitt,en við yfirstigum það og urðum sterkari fyrir vikið og ég get sagt ungu kynslóðinni,sem heldur að lausnin á vandamálinu sé að skilja og byrja upp á nýtt , er í flestum tilfellum rangt,fyrst við gátum yfirstigið okkar erfiðleika,þá geta það allir,því þeir voru svo sannarlega miklir,en ég er svo stolt af því í dag að hafa yfirsigið þá og það veit engin nema sá sem hefur gert það,hversu mikill sigur það er.

 Auðvitað var rosalega erfitt að kljást við alkahólisma Friðriks,vinnuslysin hans,sem gerðu það að verkum að smá saman dró úr getu hans til að vera virkur í þessu samfélagi sem við búum í,en við áttum fjögur dásamleg börn,sem ég elska út fyrir allt og svo sannarlega var ég tilbúin að berjast fyrir tilveru okkar,það var ekkert alltaf auðvelt,en það hefur svo sannarlega skilað sér,í dásamlegum börnum,tengdabörnum(þau tvö gætu svo sannarlega verið fædd  í þessa fjölskyldu) og ekki síst barna, barnabarna og barnabarnabarna,við erum svo ofboðslega rík að engin kreppa gæti nokkurntíma rýrt þaðInLove.

Í dag eru auðvitað erfiðleikar,rosalega erfitt að láta enda ná saman og nánast ómögulegt,það hafa komið tímar þar sem ég hef orðið að leita til fjölskylduhjálparinnar,það er nokkuð sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég þyrfti að gera,en stundum verður maður bara,og þá verður maður að geta þakkað fyrir að það skuli vera til svona öryggisnet og það geri ég svo sannarlega.Það er engin skömm af því að þiggja hjálp,það er ekki mér að kenna að ég get ekki lifað í þessu samfélagi án þess.Ég fór í apótekið um daginn að sækja blóðþrýstingslyfið mitt,sem ég verð að taka,mér var sagt að næst þegar ég sæki það verður það 15000 kr,er að undra þó manni blöskri og ég get sagt ykkur að það er MJÖG erfitt að vera jákvæður í þessu hlutverkiPinch

Ennnn ég ætla að vera jákvæð,við vorum svo ofboðslega heppin í sumar að vera boðin ný íbúð í félagslega kerfinu,það frábæra er,í fyrsta lagi,þá var íbúðin sem við vorum í,svo svakaleg,að hún var ekki einu sinni íbúðahæf,ég var bara svo hræðilega mikil Polyanna að ég sætti mig við hana(svona getur maður gengið langt í Pollýönnu leiknum)það var svo rosalega mikill raki í henni að við vorum öll orðin meira og minna veik.En svona grípa forlaugin stundum í tauamana,og þau gerðu það svo sannarlega hjá okkur.Fyrir 6 árum síðan áttum við dásamlega íbúð hérna í Heiðarholti 36,við urðum því miður að selja hana og sækja um íbúð hjá félagsþjónustunni,við fengum úthlutað íbúð og eins og ég sagði áðan var ég í FEITUM Pollýönnuleik,en alavega um mánaðarmótin Maí, Júní,var ég svo heppin að hitt á hana Sigurbjörgu hjá félagsþjónustunni og hún bauð mér þessa íbúð sem við erum í núna,og það fyndna er að þegar við bjuggum hér í Heiðarholtinu,áttum við heima í hinum endanum á þessari sömu blokk,það var eins og að koma heim að koma hingað,og ég get sagt ykkur að í raun skiptir kannski engu að vera stoltur eigandi að íbúð(sem maður á bara að hluta)eða að vera leigjandi og vera öruggur um að fá að vera á sama stað!!! 

Þetta semsagt gerðist í sumar,þar að auki eignuðumst við alveg splunkunýtt barnabarnbarn í bland við þau tvö sem við áttum fyrir,Svo í dag eigum við Guðrúnu Kolbrúnu og Aðalheiði Maríu, Lindu og Gabríelsdætur og Kristnu Sigrúnu,Guðnýjar og Ólafsdóttir,semsagt Heiðu barnabörn,en þar sem Sigrún dóttir mín á helling í Guðný og litli engillinn var skírður  í höfuðið á henni þá er hún líka amma,svo það sé á hreinu.

Þetta yfirlit mitt spannar sumarið svona að mestu,við höfum haft það fínt,þó við höfum ekki enn haft efni á að fara til Vestmannaeyja,en það stendur til bóta,ætlum síðustu helgina í þessum mánuði.

Ég vona að ég verði dugleg að skrifa um það sem mér liggur á hjarta,vegna þess að maður getur ekki sagt allt á facebook,en ég hef ríkulega þörf fyrir að tjá mig og mér finnst að bloggið sé rétti vetvangurinn fyrir það ,kæru vinir þið sem nennið að lesa þetta,endilega skiljið eftir fingrafar,ég elska ykkurInLove

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Sigga min , gaman að lesa bloggið þitt , og þú ert frábær , væri gaman að sjá ykkur bráðlega

það er alltaf svo mikið að gera hjá þeim sem eru hættir að vinna!!!,skilaðu kveðju til Friðriks ,,

Maddý (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 09:17

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Elsku vinkona.Takk fyrir ad deila tessum verkefnum tínum med mér og okkur öllum sem heimsækja tína sídu.

Tímarnir eru ekki audveldir fyrir flesta og held ég ad margir taki Pollíönnu framfyrir neikvædnina eins og tú gerir.Hjartanlega til hamingju med nýju íbúdina tína.Tú ert bara svo frábær kona.

Ég bjó einu sinni í Heidarholti nr. 5 í parhúsunum.Yndislegur stadur.

Hjartanskvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 21.10.2009 kl. 11:08

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Sigga mín

Mikið hefði verið gaman að hitta þig þegar ég var í Keflavík nýlega en það hlýtur að koma tækifæri aftur síðar.

Takk fyrir greinina. Þú ert jákvæð og flott kona og ég veit að þú treystir á almættið og mátt bænarinnar.

Vertu Guði falin og allt þitt hús.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.10.2009 kl. 17:42

4 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 2.11.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband