Kvennasveitin,björgunarsveitin og unglingasveitin.

Fyrir nokkrum árum missti ég vinnuna þegar fyrirtækið sem ég vann hjá lokaði,ég var komin á sexstgs aldur og ekki mjög heilsuhraust,svo það var ekki um auðugan garð að gresja með vinnu,enda fór svo að ég fékk enga vinnu og er bara á bótum.Um svipað leiti hafði vinkona Sigrúnar dóttur minnar samband við mig og bauð mér að ganga í kvennasveit,sem tengdist björgunarsveitinni Suðurnes,hún sagði mér að þetta væri nokkurskonar slysavarnafélag og ég þyrfti í raun ekki að gera nokkurn skapaðan hlut,annað en að vera félagi,það væri jú alltaf gaman að vera stofnfélagi!!!Ég var nú frekar efins í fyrstu,þar sem ég hafði tvisvar brennt mig á því að félög sem ég var í höfðu í raun gleypt mig og ég endaði með því að hafa engan tíma fyrir migGetLost En á endanum ákvað ég að prófa og fékk Laeilu dóttur mína til að koma með mér og ég get sko sagt ykkur það að ég sé ekki eftir því.Fyrir utan að þetta er frábær félagsskapur,þá bara gefur þetta manni svo svakalega mikið.Ég er ein af þeim sem hef tekið björgunarsveitirnar sem sjálfsagðan hlut,einhvern vegin var maður bara ekkert að pæla í því,að fjöldi manns var að setja sig í hættu,fá frí í vinnu og bara allt sem tengist því að vera virkur í björgunarsveit.En þetta álit mitt átti svo sannarlega eftir að breytast,auðvitað var ég ekki óvirkur félagi í kvennasveitinni,það er bara ekki égJoyful svo fljótlega sá ég hvað þetta starf sem björgunarsveitirnar vinna er ótrúlegt!!!!Bara í gegn um það sem við í kvennasveitinni gerum,hef ég fengið að sjá hversu ótrúlega óeigingjarnt starf þetta er.Það sem við gerum er allskonar sjálfboðastarf líka,til að safna peningum til að styrkja þaug,við höfum verið með kaffisölu og fleira á ljósanótt,við höfum tekið að okkur pökkun fyrir jólin fyrir fyrirtæki,við höfum líka séð um mat fyrir þá þegar hafa verið útköll og við höfum selt neyðarkallinn með þeim öll þessi fjögur ár sem hann hefur verið seldur.Með alls konar fjáröflunum hefur okkur tekist að gefa þeim sjógalla,talstöðvar,björgunartöskur og hjálpa þeim að kaupa síðasta bílinn þeirra.En nú er stærsta verkefnið hjá okkur,því haust varð sveitin fyrir því stóra áfalli að tapa björgunarbátnum sínum í ofsaveðri.Báturinn var tryggður fyrir þrjár miljónir,en annar bátur fengist ekki fyrir minna en 11- 15 millur,svo að í ár fer öll okkar vinna í að hjálpa þeim að fjármagna það.Þau geta ekki skuldsett sig,þess vegna verður að safna fyrir öllu sem þarf að kaupa og þess vegna er nauðsynlegt fyrir alla suðurnesjamenn að kaupa af okkur neyðarkallinn í ár.Reykjanesbær hefur ekki efni á því að hafa ekki björgunarbát á svæðinu.það er marg búið að sanna sig,svo allir vinir mínir sem lesið þetta blogg,KAUPIÐ NEYÐARKALLINN!!!!Að lokum langar mig líka að segja öllum konum sem lesa þetta að ganga í kvennasveitina,það er svo ótrúlega gefandi starf og það fær mann til að leggja sitt af mörkum 100% það er bara ekkert annað hægt og það er bara svo ótrúlegt,að þegar maður gefur sig í þetta getur maður svo miklu meira en maður heldur að maður geti,til dæmis í dag,stóð ég inn í Bónus í 6 klukkutíma og seldi neyðarkallinn,ég er öryrki,mjög slæm í fótum og mjöðmum,á meðan ég var þarna var allt í lagi,þegar ég kom heim var ég frekar slæm,fór í heitt og gott bað og líður frábærlega núna,Ég gæti samt ekki selt á morgun,en ég er búin að leggja mitt á vogarskálarnar til að hægt sé að kaupa þennan bát og þegar fleiri gera það verður þetta ekkert málGrin Ég vil líka segja ykkur,að þrátt fyrir allt það mótlæti sem við Íslendingar höfum gengið í gegn um ,fengum við ótrúlega jákvæðar mótökur,fólk var almennt jákvætt,sumir gáfu pening en vildu ekki kallinn ,sögðu okkur að selja hann aftur,meira að segja ein útlensk kona,sem talaði bjagaða íslenski,sagðist vilja styrkja okkur og að við skyldum selja kallinn aftur,ótrúlegt!!!

Svo kæru vinir sem nennið að lesa þetta og hafið tök á,endilega styrkið ykkar björgunarsveit,því þær eru allar að vinna frábært starf og það eru kvennasveitirnar og unglingasveitirnar að gera líka.Ég varð bara að deila þessu með ykkur elskurnar,endilega kvittið ef þið lesið þetta.

 Dagatalið mitt í dag sagði:Viltu fá lykilinn að hverju hjarta?Reyndu kærleikann!!Guð veri með ykkur vinir mínir.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Frábært blogg hjá þér elsku mamma mín , ég er svo stolt af þér fyrir hvað þú ert dugleg alltaf  knúss og klemm

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 7.11.2009 kl. 09:57

2 identicon

   J´a systir góð ,þettað er frábært blogg hjá þér og þú ert örugglega að leggja þitt af mörkum .Ég þekki þeyyað félag mjög vel ,gekk í Kvennadeild slyó á Norðfirði 17.ára gömul og var virk í henni þar til að ég flutti.Ég var varformaður ,umdæmistjóri og Formaður síðustu sex árin.þettað er mjög gefandi starf og finnst mér soglegt ,hvað konur í dag vilja l+itið koma nálægt þessu,t.d.deildin heima hefur ekki verið starfhæf síða ég hætti sem formaður,og undir það síðasta voru það alltaf sömu konurna sem voru tilbúnar að vinna. Ég sakna þess solfið að vera ekki með, en ég ákvað það þegar ég flutti að ´eg væri búin að skila mínu,en stið þettað féag eins og ég get og munalltf gera.Gangi ykkur vel systir góð .er að fara í Hafnafjörðinn að horfa á Lottókeppnina. Knús á þig .    þín systir Rósa S.

Rósa Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 13:01

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Sigga mín

Frábært starf hjá ykkur.

Megi almáttugur Guð launa ykkur öllum fyrir vel unnin störf í þágu okkar allra.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.11.2009 kl. 22:47

4 Smámynd: Dóra

Knús á þig vinkona..

Dóra, 12.11.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband