Mig langar að tala um ást umhyggju og kærleika og kanski að læra að takast á við erfiðleika .

Ég var að lesa yfir nokkrar af síðustu færslum hjá mér og sá þá að það eru að verða komin 7 ár síðan Frikki minn greindist með Levy Body sjúkdómin það sem tíminn flýgur frá manni.mér fannst þetta vera miklu styttra en auðvitað eru búin að vera ýmis áföll sem hafa gengið yfir á þessum árum og bara nóg að ger hjá mér.

þessi ár hafa auðvitað ekki verið neitt auðveld en ég finn svo vel að þau hafa verið auðveldari eftir því sem maður hefur getað sætt sig við áföllin,hann er á yndislegu heimili hjá Hrafnistu á Nesvöllum í Reykjanesbæ þar sem er dásamlegt starfsfólk sem tekur mér líka svo vel og er svo dásamlegt við okkur öll þó að vinnan hjá þeim sé að sliga þau oft á tíðum því það er því miður undirmannað miðað við hvað eru margir eru mikið veikir á deildunum.

 Það gerðist um daginn að hann gleymdi að hann átti að hringja á hjálp ef hann þurfti að fara framm úr hann komst einhvernveginn einn fram úr rúminu og inn á bað þar sem hann datt illa henn fékk samfall í hryggnum en það sem ég var þakklát fyrir var að hann braut ekki á sér hálsinn í þriðja sinn því hann er svo mikið spengdur þar,en þetta fall hafði slæmar afleiðingar eins og öll áföll fyrir heilabilaða honum hefur hrakað hann er meira ruglaður og parkinsonið hefur versnað helling ég hef verið að spá í hvort við ættum að fá viðtal við lækni til að ræða um það vegna þess að hún Helga Hansdóttir sem var læknirinn hans áður en hann lagðist inn var búin að vara okkur við að þegar þyrfti að bæta við þau lyf þá hefði það óhjákvæmilega áhrif á heilabilunina þannig að honum myndi hraka,en hann er farinn að finna svo til í handleggjunum þegar skjálftinn verður mikillog hefur litla stjórn á þeim þegar hann er að borða.

En vitið þið það þetta er sko ekki tómt volæði langt frá því þrátt fyrir veikindin heldur þessi elska enn í húmorin og stríðnina hann elskar að stríð stelpunum sem eru að annast hann og ég held að þær elski hann líka þær eru allar upp til hópa svo yndislegar við okkur að það gæti ekki verið betra.

En auðvitað snýst líf mitt ekki bara um hann Frikka minn þó ég elski hann út af lífinu alveg eins og þegar ég var 18 haha,´þið sem hafið lesið bloggið mitt hafið eflaust séð að við mistum dóttir okkar fyrir tæpum 4 árum,hún var 48 ára með 8 ára stelpu hana Victoriu mína sem ég bókstaflega elska út af lífinu,ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið forræðið yfir henni,hún gefur mér ástæðu til að vakna á morgnana halda í húmorinn og bara ver saman hérna,ég hef oft hugsað að Guð leggur alltaf líkn með þraut,það var að sjálfsögðu gífulegt áffall að missa elsku Heiðu okkar á besta aldri og ég þurfti að sjálfsögðu að ganga í gegn um mitt sorgarferli og vinna úr því,en það var ómetanlegt að fá að ala upp stelpuna hennar og fá að berjast með henni í gegn um sárustu sorgina og horfa á hana þroskast og blómstra í skólanum og píanónáminu horfa á breytinguna á henni að komast út úr þeim skelfilega sársauka sem dauði mömmu hennar var og ekki síst áfallið við að koma að henni,hún varð að sofa inni hjá mér fyrstu tvö og hálfa árið en eins og ég hef áður sagt ef við hefðum ekki fengið þá frábæru sálfæðiaðstoð fyrir hana á HSS hjá frábærri konu sem svo sannarlega kom henni út úr þeim mikla aðskilnaðarkvíða sem hún var glíma við gagnvart mér og stóri sigurinn var þegar þessi gullmoli minn gat farið með skólanum sínum á Reyki í Hrútafirði í 6 daga og notið sín allan tíman og þá loksins gat hún farið og gist hjá vinkonu og hefur breist í káta og fjöruga stelpu sem elskar að vara með vinum sínum ýmist að sparka bolta eða kasta í körfu þó hún vilji ekki fara að æfa það en það er alveg hennar mál hún á góða vini er lífsglöð og skemtileg stelpa en jafnframt yndislega ljúf og góð við ömmu og afa.

Það sem ég er að reyna að segja og ég hef sjálf upplifað svo ótal sinnum er að þegar eithvað skelfilegt gerist í mans lífi þá gefur Guð manni eithvað til að létta manni sorgina.eitt sterkasta dæmið í okkar lífi var þegar tvíburabróðir Frikka tók sitt eigið líf á 17 Júní þeir voru eineggja tvíburar og voru svo nánir að ef annar meiddi sig gerði hinn það líka þó þeir væru á sitt hvorum staðnum,í þrjú ár var þessi dagur sorgardagur við vorum með 3 börn sem auðvitað vildu halda upp á 17. Júní en í 2 ár fór ég ein með þau í skrúðgarðinn og reyndi að skemta þeim á meðan hann sat heima og drakk og grét bróðir sinn,en til að gera langa sögu stutta þá varð ég ófrísk af yngstu stelpunni okkar og hún fæddist á 17. Júní og þar með breyttist 17.Júní í þvílíkann gleði dag ég reyndi allt sem ég gat til að gera hann að gleði degi og það var ekki erfitt því Friiki minn dýrkaði þessa litlu stelpu sem var skírð í höfuðið á elsku systir hans sem dó ung úr skralatsótt.

þannig að ég hef upplifað það í eiginn skinni hvernig góður Guð gefur manni líkn í hjartað ekki bara einu sinni heldur tvisvar svona sterkt þegar sorgin ætlar að rífa mann í tætlur.

Núna held ég að sé tími til að hætta eins og bloggvinir mínir vita elska ég að bloga ég elska að geta losað um það sem er að hrjá mig en mest af öllu elska ég að deila með ykkur vinir mínir því sem ég er að ganga í gegn um og kanski sýna einhvejum að það er hægt að ganga í gegn um mikla erfiðleika og sorgir með jákvæðni,ég nota trúna og bænina en eins og ein vinkona mín í Al-anon sagði einu sinni ég trúi ekki á Guð en ég get bara dýrkað klettana og fjöllin og ef það hjálpar einhvrjum þá er það gott mál.

Kærleikur og ást til ykkar vinir mínir sem nenna að lesa þetta og þið vitið auðvitað að ég ELSKA að þið kvittið því þá er ég ekki BARA að skrifa fyrir mig <3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

GÓÐAN DAG SYSTIR GÓÐ OG TAKK FYRIR BLOGGIÐ ÞITT ALLTAF JAFN GAMAN AÐ LESA ÞAР

JÁ TÍMINN LÍÐUR HRATT ÞEGAR ÞAÐ ER NÓG AÐ GERA, EN ÞAÐ HEFUR ÞÚ SVO SANNARLEGA 

SIGGA MÍN OG KANSKI BARA GOTT Í ÞEIM AÐSTÆÐUM SEM ÞÚ ERT EN ´ÞÚ VERÐUR AÐ HUGSA UM SJÁLFAN ÞIG OG GERA EITTHVAÐ FYRIR ÞIG, ÉG SKIL EKKI HVAÐ YALVAN ER AÐ STRÍÐA MÉR ÉG GET EKKI STÆKKAÐ LETRIÐ Á HENNI,EN VONANDI GETUR ÞÚ LESIÐ ÞETTAÐ,,KANSKI MEÐ YVENNUM GLERAUGUM HA  HA .EN BARA TIL AÐ SEGJA ETTHVAÐ ÞÁ ER ÆEG AÐ FARA Í ENDURHÆFINGU Á 

LAANDAKOT Á MORGUN 2.MAÍ .LOKSINS EFTIR 3 VIKUR .5  DAGA VISTUN OG KEM HEIM UM HELGAR .

 TAKK FYRI BLOGGIÐ OG GANGI YKKUR VEL ÞÍN SYSTIR RÓSA 

RÓSA SKARPHÉÐINSDÓTIR (IP-tala skráð) 1.5.2017 kl. 08:09

2 identicon

Eg elska tig og pabba ut af lifinu og elska bloggin tin

Sigrun Fridriksdottir (IP-tala skráð) 1.5.2017 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband