52 ára brúðkaupsafmæli hrærir upp í minnigunum .

Í dag eigum við Frikki 52.ára hjúskaparafmæli.Ég gleymi aldrei þessum degi,við vorum ný búin að eignast frumburðinn okkar hann Gunna,sem var bara 2 mánaða og við ákváðum að láta skíra hann í leiðinni.Ég hafði búið heima hjá foreldrum Frikka alla meðgönguna,því foreldrar mínir voru að byggja og voru í bráðabyrgaðar húsnæði á meðan með tvær yngri systur mínar.

Við vildum hvorugt stóra veislu,en vorum með smá kaffiboð heima hjá tengdó,ég lét samt saumma á mig kjól ljósbláann blúdukjól og slör í sama lit og fékk meira að segja háa hanska í sama litnum hjá Báru sem var svona aðal tískubúðin í Reykjavík á þeim tíma,og svo klikti mágur minn,tvíburabróðir Frikka út með að gefa mér fallega sumarkápu í sama lit,mér fannst ég vera eins og prinsessa þegar ég var komin í skrúðan,en hvaða brúði finnst það ekki á þessum degi,ég var samt alveg hrikalega stressuð,mér var oft strítt á því að þegar pabbi minn leiddi mig inn kirkjugólfið þá skalf brúðarvöndurinn svo að það var heppni að blómin voru ekki dottin af haha,ég man bara hvað ég var ástfangin þennan dag og þegar ég gekk inn gólfið og horfði á Frikka standa þarna með tvíburabróðir sínum sem var hans svaramaður,þá trúði ég því að við yrðum hamingjusöm til æviloka alveg eins og í ævintýrunum,,,,við vorum gefin saman áður en sonurinn var skírður það var nefnilega þannig að ef hann hefði verið skírður á undan hefði hann verið skráður óskilgetin í kirkjubókum þó við foreldrarnir byggjum saman svona var nú margt skrítið í þá daga og við ætluðum sko ekki að láta son okkar og frumburð ganga í gegn um lífið með þann stimpil á sér!!!

Eftir athöfnin sem var á Útskálum og framkvæmd af séra Guðmundi ( sem mér fanst nú frekar ópersónulegur) og þar að auki ýtti hann svo fast á höfuðið á mér þegar hann var að blessa okkur að ég hélt að brúðarkórónan mundi skerast inn í höfuðleðrið á mér!!! en kansk fann hann hvað ég var stressuð og var að reyna að róa mig kallgreyið ..allaveg tókst þetta allt saman en þegar strákurinn var borinn til skírnar og kórinn var að syngja skírnarsálminn þá rak hann upp rammakvein og pabbi hans sagði að það hefði verið vegna þess hvað kórinn var falskur,en ég hef ekki gott tóneyra svo ég get ekki sagt um það!!

Svo var haldið í kaffiveislu heim til tengdó við höfðum bara boðið ömmum og afa foreldrum og systkinum og því allara nánasta og svo fengum við ljósmyndara heim sem tók af okkur brúðarmyndirnar við vorum nú frekar stíf á þeim myndum en samt gaman að eiga þær,en ég man hvað ég var dauðþreytt eftir þennan dag og svo daginn eftir fluttum við á okkar fyrsta heimili sem við leigðum í Njarðvík fram á haust,þá tók við ný lífsreynsla hjá ungu frúnni að fara að elda mat og sjá um ekki bara barn heldur heimili líka,allt hafðist þetta enda frúin húsmæðraskólagengin og mátti nú ekki láta um sig spyrjast að hún kynni ekki að elda nú ef ég var ekki viss var gott að eiga mömmu að það voru ófáar hringingarnar mínar til hennar þegar ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera.

Þegar ég sit hér og skrifa þetta sé ég þetta allt fyrir mér eins og bíómynd,mig langar til að börnin okkar eigi þessa mynd af brúðkaupsdegi okkar svo látlaus sem hann var,sem betur fer hafði hvorugt okkar grænan grun um allt það sem lífið átti eftir að skamta okkur,en ég er svo innilega þakklát fyrir að þrátt fyrir stundum nánast óyfirstíganlega erfiðleika þá þraukuðum við saman við gáfumst ekki upp þó oft hafi munað litlu,í dag skiptir það ekki nokkru máli heldur að okkur tókst að ala upp börnin okkar SAMAN og koma þeim til manns,njóta banabarnanna og núna 5 barnabarnabarna þó Frikki minn sé orðinn sjúklingur og geti ekki lengur búið heima þá er hann sami maðurinn sem ég giftist fyrir 52 árum og ég elska hann ekki minna núna en þá ástin er svo skrítin nefnilega manni finnst kanski þegar mestu erfiðleikarni ganga yfir mann að maður geti þetta ekki lengur og geti frakar bara verið einn með börnin en ef manni tekst að þrauka gegn um erfiðleikana saman og sigrast á þeim þá finnur maður að ástin er þarna enn og núna finn ég hvað við erum miklir sigurvegarar að hafa komist í gegn um brimrótið og á eins lygnan sjó og hægt er að tala um eins og aðstæður okkar eru og þó við búum ekki í sama húsi þá er ég búin að segja honum að við séum í fjarbúð og það finnst honum bara svolítið sniðugt.

Ég fann þörf hjá mér að skrifa þetta á bloggið mitt kanski hafa afkomendur okkar gott af því að sjá að það er ekki alltaf besta lausnin að gefast upp,ég er Guði svo þakklát fyrir að við erum hjón og að ég er fær um að sýna honum hvað hann er mér kær og það sem er yndislegast við þetta allt saman er að maðurinn minn sem var nú ekki mikið að tjá sig um að hann elskaði mig á okkar yngri árum tjáir mér ást sína oft á dag núna þegar hann er orðin heilabilaður og ég get sagt ykkur að það er dásamlegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband