Allt þetta óvænta sem við eigum eftir að gaga í gegn um <3 <3

Elsku ættingjar mínir og vinir sem nenna að lesa blogið mitt,ég ætla að reyna að koma frá mér því sem hvílir á mér akkúrat núna,það eru komnir 5 mánuðir síðan ég bloggaði síðast,þá var Frikki minn bara þó nokkuð með á nótunum þessi elska,síðan gerðist það að hann fór að verða skapstirður mjög kvalinn í skrokknum og bara leið alment mjög illa.Ég ræddi bæði við Þuru sem er yfir öllum deildum á báðum hrafnistuheimilunum og einnig við hana Siggu Rós sem er yfir hjúkrunnarforstjóri þær eru báðar eins og bestu vinkonur mínar ég get sagt allt við þær sem mér liggur á hjarta.Þeim fannst eins og okkur að það væri alveg kominn tími til að athuga lyfin hvort þau væru að vinna nógu vel á móti öllum þessum kvölum sem hann var að ganga í gegn um.

Það var ákveðið að gefa houm miklu sterkari verkjalyf og að ég held að minka aðeins við heilabilunnarlyfir því þau eru svo lítið eða ekkert að hjálpa sjúkdómurinn er komin á annað stig sem er því miður miklu grimmara,elsku Frikki minn vill helst bara liggja upp í rúmi og móka kanski eru alskonar myndir á fleigiferð í hausnum á honum en oftast nær þegar ég kem veit hann ekki hvar hann er,hann er hissa á hverig ég fann hann,en það sem ég þakka fyrir þekkir hann mig,Laeilu og Victoriu þar sem við komum oftast til hans.

Og nú ætla ég að tala um hvernig þetta allt hefur áhrif á mig,ég er að horfa upp á manninn minn til 53 ára við höfum gengið í gegn um alls konar hremminga en líka margar gleði stundir,okkur hefur tekist,þrátt fyrir mörg mjög slæm áföll,(sem ég hélt á tímabili að myndi rústa þessu hjónabandi)en einhvernvegin tókst okkur með Guðs hjálp og kanski okkar eigin styrk til að vinna rétt úr erfiðleikunum,og ég er svo endalaust stolt og þakklát fyrir það. Mig langar svo að segja við börnin mín og afkomendur að fyrst við gátum lagað okkar vandamál þá geta allir það fólk þarf bara að geta talað saman og treyst hvort öðru og það er það sem ég svo sannarlega bið fyrir mínum afkomendum sem kanski lesa þetta einhverntíma að tala saman leysa málin og finna ástina og traustið, í óljósri  framtíð á ég kanski einhvertíma eftir að horfa á ykkur gullin mín frá þeim stað sem ég fer eftir dauðan og sjá að þið getið notað eithvað af þessum hugleiðingum mínum sem svo sannarlega myndu gleðja mitt hjart.

Ég get alveg viðurkent að þegar þessi breiting skall á var ég svo gjörsamlega óviðbúin,ég vissi þetta allt saman er búin að lesa um allt sem ég hef náð í, geri mér mjög góða mynd af því hvert þessi sjúkdómur leiðir EN samt sem áður þurfti ég nokkra daga til að átta mig á að maðurinn minn er að fjara út frá okkur,ég hef ekki hugmynd um hvað langan tíma það tekur ég veit bara að ég get tekið eitt í einu og þegar þorf er á því þá mun ég svo sannarlega standa keik í stafni og fylgja elskunni minni síðast spölin hvenær sem hann fer þessi elska mín 3 3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband