Hugleiðingar um lífið......

Það er svo margt sem gerist í lífi mans á heilli mansæfi og þegar maður er ungur þá hugsar maður aldrei um hvað framtíðin geti borið í skauti sér,maður lifir í núinu og heldur að lífið sé leikur,auðvitað verður maður fyrir skakkaföllum, þá líka ,en maður tekur þau ekki mjög alvarlega,en svo gerist það einn góðan veðurdag að maður verður að fara að axla ábyrgð og svo heldur lífið áfram og alltaf verður ábyrgðin meiri og meiri og maður tekur ekki einu sinni eftir því að hún hafi aukist.

Ég er búin að vera að hugsa um hvernig líf mans virðist skyptist í kafla,fyrst er maður bara barn og einhverjir aðrir bera ábyrgð á manni,svo smá saman eykst ábyrgð mans á sjálfum sér,svo áður en maður veit af er maður komin með ábyrgð á öðru lífi og svo öðru og öðru,maður er komin með fjölskyldu sem maður verður að hugsa um,gæta þess að allt sé í lagi og öllum líði vel.

Ég er víst ein af þeim manneskjum sem hefur ofvirka meðvirkni ef hægt er að orða það þannig,ég varð ofurábyrg strax þegar við Friðrik byrjuðum saman og þessi ábyrgð jókst svo með hverju barni sem við áttum,ég setti mig strax í annað sætið og leið bara rosa vel með það,eftir því sem drykkjan óx hjá honum,því ábyrgari varð ég,og þó hann færi svo í meðferð og hæti að drekka,þá minkaði ábyrgðin ekki neitt,mér hefur ekki tekist nógu vel að vinna úr meðvirkninni,kannski vegna þess að þó hann hætti að drekka,var hann mjög mikill sjúklingur,hann hafði hálsbrotnað tvisvar,var undirlagður af gigt og svo fékk hann blöðruhálskyrtils krabbamein,svo ég gat alveg einbeitt mér að því að vera ávalt til staðar fyrir hann,þó krakkarnir færu að heiman.Í dag stend ég frammi fyrir því að hann er sennilega komin með elliglöp,orðin rosalega gleyminn og á köflum ruglar hann bara.

Það er svakalega erfitt að upplifa það,á þeim tíma sem hjón eiga loksins að fara að geta notið ávaxta erfiðisins,notið þess að sjá fjölskylduna vaxa,notið þess að gera hluti saman sem við gátum ekki áður ,notið þess að styðja hvort annað,þá er annar aðilinn ekki með,hann er ekki að fúnkera í þessu umhverfi,hann verður utan við sig,hann verður pirraður og jafnvel öskureiður yfir minnsta áreiti,maður verður hundfúll í fyrstu,skilur ekki alveg hvað er eiginlega í gangi,verður píslavottur og langar mest að labba í burtu frá þessu öllu saman,en þá allt í einu rennur upp fyrir manni ljós,það er eitthvað að,þetta er ennþá maðurinn sem þú elskar,hann er bara eitthvað veikur,hann er einhverra hluta vegna ekki að fúnkera eins og hann gerði,hann er ekki lengur sterki aðilinn í sambandinu og vitið þið,það er það sárasta af öllu,þessi maður sem þú gast stólað á hundrað prósent,þið gátuð alltaf tekið ákvarðanir saman,en í dag þarf ég að vera að segja honum sama hlutinn oft og hann gleymir jafn óðum hvað ég var að segja.

En vitið þið að ekkert er alslæmt,maður fær bænheyrslu ef maður bara biður og hlustar.Í mínu tilfelli var ég bara búin að gefast upp,ég gat ekki horft á manninn minn verða svona út úr heiminum og geta ekkert gert fyrir hann,ég gekk svo langt að biðja Guð að taka hann frekar til sín,heldur en að ekkert væri hægt að gera til að honum liði betur,viti menn daginn eftir fer ég með hann til læknis,sem sendir hann í sneiðmynd af heila,hann er ekki með heilablæðingu og læknirinn segir honum að hann verði að komast í dagvist ef hann eigi ekki að verslast upp,nokkuð sem við vorum búin að vera að segja honum,nema hvað,hann samþykkir,við  förum að skoða Selið og hann kemst þar inn strax og er alsæll,bíður á hverjum morgni eftir að verða sóttur.

Svo nú er komið að mér,ég þarf að læra að eiga tíma fyrir mig og NOTA hann fyrir mig,ég nefnilega geri mér svo svakalega vel grein fyrir því að ég hef fórnað hverjum frítíma sem ég hef haft fyrir hann og fjölskylduna,svo nú kann ég ekki að gefa mér tíma,en Sigrún og Ruud gáfu mér kort í frístundarstarfi aldraðra svo ég ætla svo sannarlega að finna eitthvað við mitt hæfi þar nú þegar ég hef nógan tíma,svo ég segi bara svo lengi lærir sem lifir ekki satt!!!

Þetta eru svona smá hugleiðingar frá mér,hef ekki bloggað lengi,en ef maður þarf að koma einhverju fá sér,þá er þetta ekki verri vetvangur en  hver annar,allavega hjálpar þetta mér .

Kæru vinir ég bið ykkur öllum Guðsblessunar,vona að ef þið lesið þetta þá kvittið þið líka altaf gott fyrir egóið að einhver sýni litHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku systir.ég sit hér um hánótt,vegna þess að ég er búin að vakna þrisvar sinnum ,till að sinna minum manni.sem ekki kemst hjálparlaust fram úr á nóttunni og fyrri part morguns.Það er greinilega margt lýkt með skyldum,en vonandi að við höldum þettað út,en það verður alltaf erfiðar og erfiðara.Hann var settur alltof snemma í vistun og með svo miklu veikara fólki,þannig að nú má ekki minnast á það.En vonandi að það komi að því.Ég er að reyna að koma okkur inn í endurhæfingu í hjarta og lungnahóp á Neskaupstað,en það er veik von i október..mér finnst erfitt að hugsa til þess að fara inn í veturinn í því ástandi sem hann er og ég er orðin alveg orkulaus,og alltaf þreytt,og er ekki alveg sátt við það.Honum hefur farið mikið aftur á þessu ári og svo er hann áhugalaus og kemur út í þunglyndi og pirringi ,og fæst ekki til að fara neitt,en er svo hress ef einhver kemur .Já systir góð fyrirgefðu að ég skuli vera að demba þessu á þig ,en mér finnst gotta að koma þessu fra´mér og finnst við eiga svo mikið sameigin legt,í þessu sem öðru.Guð gefi þér kjark og þor til að takas á við það sem framundan er og Hittumst hressar á laugardaginn .knús á þig elskan .ættla að reyna að sofna aftur Kveðja.

Rósa Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 04:50

2 identicon

Vá elsku mamma mín ég vissi að aðstæður væru slæmar en ekki svona slæmar, ég fékk bara tár í augun þegar ég las þetta en þú veist að ég er alltaf til staðar fyrir ykkur, elska þig elsku mamma mín þú ert algjör hetja

Laeila Jensen Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 12:24

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Sigga mín.

Lífið er ekki alltaf "dans á rósum." Þú hefur staðið þig eins og hetja. Ég vona að þú njótir þín að föndra og finna fleiri áhugamál sem fylla uppí tómarúmið.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.8.2010 kl. 19:12

4 Smámynd: Dóra

Elsku Sigga mín. Guð hvað ég skil þig vel.. Bara sorglegt að lesa þetta hér hjá þér . En það er líka til eitt sem heitir Al-anon og það hjálpaði mér rosalega.. 

Líst rosalega vel á ferð þina til Noregs bara gangi þér rosalega vel knús hér frá Dk Dóra

Dóra, 27.8.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband