Sorgarferli

Mig langar að deila með ykkur því ferli sem ég er að ganga í gegn um,ekki til að þið vorkennið okkur,frekar ef okkar reynsla getur hjálpað einhverjum,ég hef upplifað það að bloggið mitt um ættleiðinguna mína hefur allavega hjálpað einni manneskju og því skyldi maður þá ekki deila meira með ykkur ef það hjálpar.

Ég skrifaði um það síðast hvernig væri að upplifa að maki mans gengur í gegn um eins mikla breytingu og minnistap er og hvernig er að vera makinn í því sambandi.Síðan þá bauðst mér að fara í þriggja daga frí að heiman,það var skrítið að kúpla sig svona frá aðstæðum,ég þurfti ekki að vakna til að koma honum í dagvist,ég þurfti ekki að vera heima þegar hann kom og ég þurfti ekki að passa upp á að hann tæki lyfin sín á kvöldin,ég þurfti ekki að hjálpa honum að baða sig.Ég var ekki á staðnum,en alltaf annað slagið með hugan heima,ég held að það sé ekki hægt að kúpla sig frá svona ástandi algjörlega,þó maður viti að allt sé í besta lagi,en þessir dagar gerðu mér gott að mörgu leiti,en að sama skapi hef ég upplifað,kannski vegna þess að ég fór frá aðstæðunum sem ég var föst í,að ég er að upplifa sorgarferli,ég sakna þess sem við áttum,ég syrgi það sem við fáum aldrei að njóta ég kvíði því sem framundan er,ég held ég hafi þurft að fara frá aðstæðunum til að skynja þær á raunhæfan hátt.Ég ætla ekkert að láta eins og þetta sé auðvelt,ég finn svo hræðilega mikið til með honum,þessi elska,hann finnur vanmátt sinn á hverjum degi,ég hef tekið þann pól í hæðina að tala við hann um hvað er að gerast,reyna að fá hann til að tjá sig um hvernig honum líður,ég skynja svo kvíða hans og vanmátt og mig langar svo að taka það frá honum,en ekki frekar en maður getur tekið sársauka sem börnin mans ganga í gegn um get ég tekið þetta frá honum,ég get verið til staðar fyrir hann,í dag veit ég ekki hvort við eigum eftir að upplifa það að hann hverfi inn í annan heim sem við hin höfum ekki aðgang að,en allavega ætla ég ekki að sitja bara og bíða eftir því,ég ætla að reyna að njót þess tíma sem ég á með honum núna,það er eini tíminn sem við eigum,við getum kannski ekki ferðast mikið en því meiri ástæða að njóta þess sem við getum gert saman.Núna um helgina ætlar kærleikshópurinn okkar að hittast,sem betur fer hérna hjá okkur,því ég finn að hann er svolítið kvíðinn fyrir hvort hann geti verið með okkur,hann getur þá bara farið inn og lagt sig ef hann getur ekki meðtekið þetta.Þessi hjónahópur samanstendur af fernum hjónum,við vorum saman á hjónahelgi fyrir bráðum11 árum síðan og höfum hittst með jöfnu millibili allar götur síðan,við höfum aldrei eignast kærari vini sem við höfum bæði átt og það hefur verið okkur mjög mikils virði að hitta þau,ég kvíði því vissulega ef að því kemur að við getum ekki hittist en það er seinni tíma vandamál.

Í dag tók ég stórt skref fyrir mig sjálfa,ég fór á kynningu hjá félagi eldri borgara sem var að bjóða upp á allskonar afþreyingu fyrir fólk í minni stöðu,Sigrún dóttir mín gaf mér gjafakort í þessari þjónustu,annars hefði ég sennilega falið mig á bak við það að ég hefði ekki efni á þessu,allavega skráði ég mig í tvennt sem mig langar alveg ofboðslega mikið að prófa,það er skartgripagerð og listmálun,ég er mjög spennt að byrja,svo sér maður bara til hvort maður hefur einhverja hæfileika.

Nú er ég búin að úthella hjarta mínu fyrir ykkur einu sinni enn elskurnar,sumum kann kannski að finnast þetta væl og það verður þá bara að hafa það,því ég finn hvað þetta hjálpar mér ofboðslega mikið,ég vil segja það enn og aftur,okkur er engin vorkunn,frekar ef einhver getur fundið  sig í okkar aðstæðum og ef svo er þá er minnsta mál að hafa samband við mig hér eða í gegn um facebook,ég fagna svo sannarlega ef einhver vill deila með mér sinni reynslu,þakka ykkur elskurnar  sem lesið þetta,eins og þið vitið,þá elska ég að þið kvittið,það er svo svakalega gott fyrir egóið.KÆRLEIKSKNÚS Á YKKUR ÖLL

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég las þessa og síðustu færslu og mér þykir mikið til þín koma, elskan og tryggðin við makann þinn. Þú ert afar gott og vandað eintak af manneskju.

Guð styðji þig áfram þinn veg duglega kona

Ragnheiður , 11.9.2010 kl. 01:53

2 identicon

Takk fyrir að leyfa mér að lesa ...

Gangi ykkur vel, ég er með kveikt á kertum fyrir ykkur.

Kveðja,

(ókunnug)

Kolbrún (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 02:04

3 identicon

           Elsku Sigga  systir mín . takk fyrir síðast og takk fyrir að deila þessu með okkur hinum ,sem ekki erum svo dugleg að deila okkar reynslu.En enn og aftur margt er líkt með skildum ,eins og ég hef áður sagt. Mér líst svo á að minn maður sé að fara inn í sama ferli og Frikki þinn. Við vorum hjá Parkinsonlækninum hans á miðvikudag,og var hann ekki ánægður með hvað honum hefur farið aftur bæði með minnið og parkinsonsjúkdóminn. Nú er svo komið að hann getur ekki staðið upp hjálparlaus ,þegar hann vaknar á nóttunni og varla úr stólnum sínum þegar líður á daginn.Hann man ekki hvernig á að taka inn pústin sín,sem hann er búin að vera með í mörg ár.Haukur Læknir fékk flýtt tímanum hans inn á Landarkoti ,um 6,vikur. en hann á að koma á þangað20.sept,og vona ég að læknirinn hans þar finni einhverja lausn,allvega með hjálpartæki.og jafn vel tímabundna hvíldarinnlögn og þálfun ,en hún er víst mjög góð á Landarkoti.Þettað er bara viðbótapakki sem okkur er ættlað að vinna framúr og vonandi að okkur takist það sæmilega,þett að væri kanski minna mál ef við værum sjálfar þokkalega hraustar..Ég segi eins og þú ég er ekki að segja frá þessu til að láta vorkenna mér ,eða okkur ,heldur til að deila reynslu ,í þeyrri von að aðrir hafi gagn af. Mér finnst mjög gott ð geta tjáð mig  um þettað ástand á þessum vettfangi .Knús á ykkur elsku Sigga mín og knúsaðu Frikka frá okku. Þín systir Rósa S

Rósa Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 12:21

4 Smámynd: Ragnheiður

Þið eruð hetjur - systur.

Guð geymi, styðji og blessi ykkar daglegu störf.

Mér finnst gott að fá að sjá við hvað fólk er að kljást þannig að endilega haldið áfram að deila þessu með okkur hinum. Við höfum gott af því !

Ragnheiður , 11.9.2010 kl. 12:53

5 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Hjartans þakkir fyrir þetta kær konur,elsku Rósa mín,þú ert svo ótrúlega dugleg og jákvæð kæra systir því erfiðleikar þínir eru svo miklu meiri en hjá mér,Nonni bæði með parkinson og minnisleysi og fæst ekki einu sinni til að fara í dagdvöl,ég bið Guð að styrkja ykkur í þessu ferli elskan mín.

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 11.9.2010 kl. 13:44

6 identicon

    Takk fyrir þettað yndislegu konur. 'Eg held ekki að hægt sé að bera sama erfið leika

     Sigga mín. Það fer bara eftir því hversu jákvætt við tökumst á við það sem okkur       er   skammtað.ég held að forlögin hafi ættlað okkur þettað verk ,í viðbót við allt  annað sem við höfum tekist á við og klárað okkur frá því með bjartsýni að leiðar ljósi.

EN að öðru .Ég fékk skemmtilega heimsókn í dag,það voru þær systur Hilda og Rósa dætur Steina frænda,en Hilda býr í Brussel og er stödd  hér í viku.Ég fékk lánuð albúmin hjá Steinunni til að sýna þeim ,og voru þær mjög hrifnar og vildu fá svona albúm .Það var mikið spjallað og rifjað upp bæði gott og slæmt eins og gerist .Ella og Jón voru líka og voru þau hér á 4 klukkutíma .og mjög ánægjuleg stund.'Eg hef ekki hitt Hildu sennilega í15-20 ár. .Ættlar þú ekki að fá myndaalbúm hjá Steinunni. Ástarkveðja Rósa

Rósa Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband