Hvað er hamingja?

Þarftu að fá þér andlitslyftingu?Ein er sú andlitslyfting sem kostar ekkert,er alltaf til staðar,yngir þig upp og hefur engar óæskilegar aukaverkanir,Hún kallast bros.Grin

Þetta er fyrir 1.Maí í dagatalinu mínu góða,1.Maí er góður dagur í mínu lífi.Ég hef áður sagt ykkur frá því þegar ég var ættleidd og hvað ég er þakklát fyrir fjölskylduna sem ég var ættleidd í,en ég hef ekki sagt ykkur að ég var einbirni í næstum 10 ár og að ég þráði svo að eignast systkini að ég og vinur minn hann Lúlli Kalli fórum með jöfnu millibili að heimsækja ljósmóðurina hana Rakel,sem átti heima rétt hjá okkur og báðum hana að fara nú að koma með lítið barn heim til okkar,svo kom að því að Lúlli fékk lítinn bróðir,en ég ekki neitt Crying Mér fannst ég hafa verið svikin og ég er ekki frá því að ég hafi verið pínu abbó út í Lúlla vin minn,vegna heppni hans.En viti menn,þann fyrsta Maí árið 1954 eignaðist ég pínu litla systir,hún var bara 8 merkur,fæddist heima og ég elskaði hana óendanlega mikið,hún heitir Petrea og á afmæli í dag,til hamingju elsku systirInLove

Fyrir 20 árum eignaðist frumburður okkar hann Gunnar Þór sitt fyrsta barn,hana Guðlaugu Sigríði,hún á því líka afmæli í dag,til hamingju ástin mín,við erum óendanlega stolt af þér elskan og elskum þig óendanlega mikið,við biðjum þess að framtíð þín verði björt og falleg eins og þú ert yndið okkar InLove

Svo að ég hef mikið að vera þakklát fyrir,það vefst ekkert fyrir mér,Guðlaug er númer 5 af 10 barnabörnum,hún er dásamlega falleg og vel af Guði gerð,eins og allir okkar afkomendur eru,ég sit stundum agndofa og horfi á myndir af öllu þessu fallega og góða fólki sem af okkur eru komnir og ég á bara ekki orð,ég er Guði svo þakklát fyrir þessa afkomendur og vona svo sannarlega að mér hafi tekist að koma einhverju góðu til þeirra,mér finnst stundum ég ekki verðug þessarar blessunar,ég hef ekkert gert til að hljóta þessa náð,en ég er svo sannarlega þakklát og vona að mér takist að sýna það í verki.Heart

Þess vegna finnst mér við svo rík,af þeim auð sem ekki eyðist ekkert fær grandað,það er mannauðurinn,engin getur nokkurn tíma tekið það frá okkur,við eigum dásamleg börn,barnabörn og barnabarnabörn,meira að segja tengdabörnin eru dásamleg,eins og ég segi ég veit ekki hvað við höfum gert til að verðskulda þetta Heart

Svo að niðurstaða mín af þessum pælingum er,að þó að það sé þröngt í búi og lífeyririnn endist ekki nema rúmlega hálfan mánuð,þá finnum við alltaf lausn,við stöndum saman,við elskum hvort annað og þetta hlýtur að lagast það getur ekki versnað mikið úr þessu,svo brosum framan í heiminn,þá brosir heimurinn framan í okkur,til hamingju með daginn ÍslendingarInLove

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Gleymdi að taka fram að elskuleg mamma mín,sú sem ættleiddi mig, Guðrún Valgerður Sigurðardóttir,átti afmæli 2 Maí,svo það er ekki síðri dagur í minni fjölskyldu,elsku mamma mín,hvar sem þú ert,til hamingju með afmælið og takk fyrir mig,án ykkar væri ég ekkert

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 1.5.2010 kl. 03:25

2 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Flott blogg hjá þér elsku mamma mín Þú og pabbi eruð hetjurar mínar , elska ykkur endalaust mikið knúss kossar

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 1.5.2010 kl. 08:59

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Sigga mín.

Ég er svo löt að koma inná bloggið en nú sá ég að þú varst með nýja grein. Já Sigga mín þú ert rík af börnum, tengdabörnum og barnabörnum.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.5.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband