Lífið og tilveran.

Ég er mikið búin að vera að skoða tilgang lífsins,af hverju fæðumst við,hvað skiljum við eftir og hvenær deyjum við????.Þegar stórt er spurt,þá er fátt um svör.

Ég til dæmis fæddist fyrir rúmu 65 árum,engum til gleði,til að byrja með,en svo fengu foreldrar mínir að ættleiða mig og þá breyttist tilvera mín í gleði.Ef ég hefði komið undir einhversstaðar annarstaðar á hnettinum,þá hefði tilvera mín eflaust orðið erfið,en ég var heppin og afkomendur mínir voru heppnir,því í dag,þó stundum blási á móti,þá eigum við hvort annað og það er ómetanlegt.InLove

Ég er búin að koma upp vegg,sem er með myndum af þeim stúlkubörnum,sem eru afkomendur mínir,og hafa verið skírðir í skírnakjólnum,sem móðir mín saumaði á mig árið 1944 og er enn heill,á þessum vegg hangir líka þessi fallegi kjóll,sem ég er svo óendanlega stolt afHeart.Hann er því miður bleikur,þannig að drengirnir í fjölskyldunni hafa ekki fengið að skírast í honum og þrjár elstu stelpurnar hennar Heiðu minnar ekki heldur,því þá héldum við að hann væri orðin ónýtur,en svo kom annað í ljós,þegar mamma hafði farið höndum um hann.Ég þreytist ekki á því að segja,hvað það undrar mig,að efnið í þessum kjól,sem var keypt á stríðs áunum skuli enn halda sér svona vel,en mikið svakalega er ég glöð með það.Grin

Ég horfi á þessar myndir af þeim 9 afkomendum mínum,sem hafa verið skírðir í þessum kjól,fyrir utan mig auðvitað og hugsa til þeirra 8 sem voru það ekki,þetta er stór og frábær hópur.Þessir krakkar hafa staðið sig vel,þau sem hafa verið fær um það.Sum þeirra haf auðvitað verið betur í stakk búin að bjarga sér,en öll höfum við staðið saman,á hverju sem gangur og ég held að það sé tákn fyrir fjölskyldu og kærleika sem nær út fyrir allt. InLove

Mín æðsta ósk er sú,að þessir afkomendur mínir,minnist þess,hvað við erum lánsöm að vera fjölskylda,hvað við erum lánsöm,að hafa hvort annað og að þegar við Friðrik erum fallin frá,takist þeim ÖLLUM að halda í þau tengsl sem blóðböndin tengja þau,ekkert annað er sterkaraHeart

Ég ætla ekkert að hafa þetta lengra,ég hafði bara þörf fyrir að koma þessu frá mér,kannski frekast til afkomenda minna,en ekki síður til ykkar vinir mínir,vegna þess að okkur hættir til að taka fjölskylduna sem sjálfsagðan hlut,sem hún er alls ekki,höldum því hvort um annað og verum ófeimin við að segja hvort öðru hvað við elskum þauInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er svo heppin að hafa fæðst í þessa fjölskyldu, ég gæti ekki beðið um betri ömmu og afa hvað þá mömmu bara öll mín fjölskylda er eins og klettur fyrir mig og hefur alltaf verið þegar eithvað bjátar á og líka á góðum stundum... og ég elska ykkur svo óendanlega mikið.. þið eru best..

Lilja Rós Jensen (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 12:38

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

En gaman ad tessu med kjólinn og mikilsvirdi ad halda í tengslin.Já tad er eitt tad mikilvægasta Sigga ad halda utan um fjölskylduna sína.Tetta er tad sem vid eigum og tad skulum vid vermda.Hvad er yndislegra en  ad fá börnin og barnabörnin til sín.Ég á ekkert dásamlegra  ,svo eru tad systkinin og foreldrar.Ég er svo heppin ad eiga mömmu medal vor sem er mér svo dásamlega dýrmæt og spjöllum vid saman á hverjum drottinsdegi.

Hjartanskvedja til ykkar vinkona

Gudrún Hauksdótttir, 5.3.2010 kl. 06:04

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Sigga mín

Gaman af þessu. Þú ert svo lánsöm með hópinn þinn.

Megi almáttugur Guð blessa ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2010 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband