45 ár það er ekki lítið!!!!

14.Mai:Hugleiddu hvað heimurinn væri miklu betri ef allir verðu fimm mínútum á hverjum degi til bæta líf annara.

Þetta var hugleiðingin á dagatalinu mínu á giftingardaginn okkar Frikka.Mér finnst hún svolítið mögnuð!!!Við vitum að jákvæðar hugsanir virka,það er ekki spurning.Af hverju í ósköpunum notum við ekki aðeins meiri tíma til að senda jákvæðar bylgjur til allir þeirra sem eru að reyna að gera eitthvað gott fyrir okkur hin,sem engu ráða en vitum auðvitað hvernig á að leysa málin,málið er bara að engin hefur spurt okkurTounge

Annars ætlaði ég aðeins að líta yfir farin veg,þessi 45 ár sem ég er búin að vera í hjónabandi,ef einhver heldur að ég ætli að fara að skrifa einhvern fagurgala um hjónabandið,þá misskilur hann málið.....Guð hefur aldrei lofað okkur að lífið væri dans á rósum,einhver sagði reyndar við mig um daginn að engin rós væri án þyrna,svo kannski er það málið.Allavega langar mig að skoða þessi ár svona í stuttu máli.Þegar ég kynntist Frikka var ég ný komin úr þriggja ára sambandi,sem reyndi ansi vel á taugkerfið,þó hann væri dásamlegur drengur og það væri ég sem sliti því sambandi.Samband okkar Frikka var frekar stormasamt í byrjun,sem var eitthvað sem ég hafði ekki kynnst,við vorum sundur og saman fyrsta árið,inn í það spilaði að hann var eineggja tvíburi sem var mjög nátengdur bróður sínum.Ég var líka meðvirk frá mínu uppeldi svo ég var tilbúin í slaginn.Fyrstu tvö árin voru ansi erfið,við bróðir hans vorum að berjast um athygli hans og hann vissi ekki alveg hvar hans tryggð var,svo sem ekki öfunds verður,þegar ég hugsa um það,þeir voru búnir að vera saman ALLTAF,svo kom ég og eyðilagði allt og þar sem þeir voru virkir alkar var ekki við því að búast að þeir eða ég,sem kem frá alkahólísku heimili,vissum hvernig ætti að höndla þetta ástand Pinch En sem betur fer tókst okkur að lifa saman í nokkurn vegin sátt og samlyndi,við Frikki eignuðumst 3 börn,bróðir hans varð góður heimilisvinur sem börnin okkar dýrkuðu,,,,en drykkjan jókst hjá þeim báðum og lífið varð svolítið töff W00t svo gerðist það á 17 Júní 1971 að tvíbura bróði mannsins míns framdi sjálfsmorð.þetta setti tilveru okkar á hvolf og meira en það,ég held að engin geti skilið það sem við gengum í gegn um næstu árin,nema að hafa  upplifað það á eigin skinni.Friðrik lenti í einhverju ástandi þar sem engin var nema hann og sú kvöl sem hann var að ganga í gegn um,á sama tíma,af því ég var svo svakalega meðvirk,reyndi ég að hlífa honum,fór meira að segja í yfirheyrslu hjá löggunni,vegna þess að þetta var sjálfsmorð var það rannsakað sem sakamál og þess var krafist að hann mætti á löggustöðinni,ég veit ekki enn þann dag í dag hvers vagna,en með hjálp prestsins fékk ég það í gegn að fá að mæta í staðin fyrir hann,var ekki alveg að sjá fyrir mér að hann myndi lifa það af að fara þangað.Allavaga það var erfitt ,næstu þrjú árin voru skelfileg,ég reyndi meira að segja að fara frá honum,en fékk samt prestinn til að sitja hjá honum fyrstu nóttina,því ég var svo hrædd um að hann myndi gera það sama og bróðir hans.En hann gerði það ekki,ég kom heim aftur og varð svo ófrísk af fjórða barninu okkar og það dásamlega var að hún fæddist á 17 Júní árið 1974,nákvæmlega þrem árum eftir að Níels framdi sjálfsmorðið.Þessi dagur hafði í þrjú ár verið okkar versta martröð,en við fæðingu Laeilu breyttist þetta,við vorum aftur fjölskylda og svo sannarlega höfum við veri samheldin fjölskylda eftir þaðInLove Ástæðan fyrir því að ég er að rifja þetta upp núna er auðvitað fyrst og fremst það að við höfum haft það af að vera saman þrátt fyrir allt sem við höfum gengið í gegn um og treystið mér,þó þetta hafi verið það erfiðasta kannski,þá auðvitað voru miklir erfiðleikar eftir það,Frikki þurfti að fá hjálp við sínum alkahólisma,ég þurfti að læra að vera ekki svona meðvirk(hef ekki enn náð tökum á því) en hef samt lært helling.Í dag erum við kannski ekki svona hoppandi hamingjusöm eins og er alltaf verið að reyna að segja manni að lífið sé,það er oft ansi töff,hann er mikill sjúklingur,hefur tvisvar hálsbrotnað,búin að fara í tvær stórar bakaðgerðir,mun aldrei fá fullan mátt í fótinn,þarf hjálp við að fara í bað,klæða sig í sokkana,klæða sig í skóna,ég þarf að skammta honum lyfin hans og get ekki með góðu móti skilið hann eftir í langan tíma,því hann er svo gleyminn.En þrátt fyrir allt þetta elska ég þennan mann,hann er sá sem hjálpaði mér að eignast þessi dásamlegu börn og þar af leiðandi alla þá sem af okkur eru komin og það er ekki lítið é er svo þakklát fyrir að hafa hitt hann og að líf okkar tvinnaðist svona saman.Ég er Guði svo þakklát fyrir að vera fær um að hjálpa honum í gegn um þennan erfiða tíma sem hann er að ganga í gegn um með heilsuna,auðvitað væri ég ekki mannleg ef mér þætti þetta ekki erfitt,ferlega fúlt og óréttlátt,en sem betur fer tekst mér að vinna bug á sjálfsvorkunni og það er mjög auðvelt,ég þarf bara að hugsa að ég vildi ekki vera að ganga í gegn um það sem hann er að ganga í gegn um,svo ég þakka fyrir að geta stutt hann og þurfa ekki sjálf að þiggja þennan stuðning.Ég er svo þakklát fyrir fjölskylduna okkar. Ég er alveg ofboðslega þakklát fyrir alla afkomendur okkar,það er eitthvað sem ég gat ekki ímyndað mér þegar ég var bara ættleidd stelpa,sem var samt rosalega heppin að lenda hjá dásamlegri fjölskyldu,en þráði alltaf að eignast fjölskyldu sem var bara MÍN,það í raun breyttist ekki þó ég hitti mína blóðfjölskyldu,ég hafði samt þessa rosalega djúpu þörf fyrir að eiga eitthvað sem tilheyrði MÉR.Þetta er örugglega eitthvað sem bara tökubörn og einstæðingar upplifa.Allavega þegar ég varð ásfanginn af manninum mínum, þá bara breyttist allt mitt líf og þó það hafi oft verið ferlega töff,þá er ég rosalega þakklát fyrir að við höfum hangið saman öll þessi ár og ég veit að hann er það líka,við munum þakka fyrir hvert ár sem við eigum saman héðan í fráInLove'Ég á bara eina ósk og hún er sú að afkomendur mínir eigi eftir að öðlast þann skilning að ástin er ekki bara dans á rósum,hún er fórnfús,hún er vinátta,hún er að vera til staða hvernig sem þér sjálfum líður,hún er ólýsanleg í sjálfri sér og ég vona og bið að börn mín og  aðrir afkomendur finni hana, læri að meta hana og hlúa að henni því hún er ekki sjálfsögðHeart

16.Maí.Skilirðislaus ást er besta gjöfin sem hægt er að þiggja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Vá mamma þetta er bara frábært og dásamlegt að lesa , ég vona að ég verði einhver tíman svo heppin að eignast þó ekki væri nema part af því sem þú átt . Elska ykkur svo mikið knúss klemm þú ert Hetjan mín

CD160267-9C22-78CC-3DC9-CA18E159F91F
1.02.28

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 17.5.2009 kl. 07:55

2 identicon

Veistu bara hvað Sigga mín, þetta er sú ínnilegasta lesning sem ég hef lesið og þú kemur til dyranna einsog þú ert klædd. Ég á ekki nógu sterk orð eða finn ekki réttu orðin,en mig langar til að segja svo margt við þig Sigga mín en en... Tárin velta niður kinnarnar hjá mér.Þú ert ein af þeim manneskjum sem ég ber mikla virðingu fyrir. Mikið væri gaman að fá að hitta þig í næstu suðurferð.

Megi Guð og gæfan fylgja þér alla tíð kæra vinkona, og vertu ávallt ÞÚ SJÁLF

Knús til þín mín kæra

Þín vinkona Ragna

RBP (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 12:15

3 identicon

Já systir góð. Þvílík hetja þú ert .það er margt líkt með skyldum .Þettað er svo fallega framsett og enginn beyskur broddur .það gætu margir margt af þér lært .Það er kærleikurinn sem öllu máli skiftir. Knús á þig og Frikka kæra systir .

                                                      Rósa.

Rósa Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 12:24

4 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Takk fyrir Sigga mín að miðla þessari færslu með okkur. 'Oska þér og þínum eiginmanni margra góðra ára saman. Einu sinni var einhver sem sagði að lífinu væri ekki ætlað að ver létt. En misþunga skammta af eriðleikum fáum við að berjast við. Þú ert heta, hetja sem er nú að uppskera eins og sáð var. Góður guð haldi verndar hendi yfir þér og þínum kæra vina. Kv Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 17.5.2009 kl. 21:21

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Elsku vinkona.

Þakka þér fyrir að segja okkur sögu þína. Mikið getum við öll lært af þessu. Ég þurfti að stoppa í miðjum lestri, sá ekkert fyrir tárum og svo fór ég fram á bað að ná mér í pappír.

Þú ert hetjan mín.

Það er satt að Rósir hafa þyrna og þú átt nú sjálf systir sem heitir Rósa og svo er ég að troða mér inní lífið þitt.

Megi almáttugur Guð varðveita ykkur og sambandið ykkar og varðveita allan hópinn ykkar.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.5.2009 kl. 22:35

8 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Elsku Heiða mín,þú átt miklu meira en bara part af því sem ég á,þú ert hetja dúllan mín og ég er stolt af þér og elska þig óendanlega mikið

Elsku Ragna mín,ekki finnst mér ég nú vera hetja öðru nær,maður reynir bara að leysa þau verkefni sem Guð leggur fyrir mann,það er nú bara þannig ,,en takk fyrir elskan og vissulega verðum við að hittast þegar þú kemur suður það er ekki spurning knús á þig til baka vinkona og takk fyrir mig

Elsku Rósa systir,ég hef nú einhvernvegin á tilfinningunni að þín æfi hafi verið meira töff heldur en nokkurntíma mín,kannski liggur bara svona seigla í ættinni við gefumst ekki svo auðveldlega upp,kærleiksnús og takk fyrir góðar kveðjur elskan

Elsku Sirrý mín takk fyrir hólið,eins og ég sagði er það ekki ég sem er hetjan í þessari sögu og svo satt hjá þér að okkur er skammtaðir erfiðleikar sem við verðum að glíma við,svona er það bara,kærleiksknús á þig ljúfan

Elsku Rósa vinkona,ekki ert þú nú að troða þér inn í mitt líf,heldur var það öfugt elskan,ég gerði mér alls ekki grein fyrir að þessi saga mín væri svona sorglega að hún kallaði fram tár hjá ykkur,það var sko ekki meiningin,þakka þér fyrir bænir þínar vinkona og megir þú njót þeirrar blessunar sem þú átt skilið kærleiksknús á þig vinan

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 18.5.2009 kl. 00:07

9 Smámynd: Brynja skordal

yndisleg færsla ætla að fara vera aðeins virk hérna á blogginu og fylgjast með ykkur

Brynja skordal, 24.5.2009 kl. 11:18

10 Smámynd: dittan

Góðan dag Sigríður og eiginnmaður þinn til hamingju með þennan áfanga í lífinu.Þessi  færsla er falleg saga og yndisleg í alla staði þú ert frábær og þakka ég Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér það eru forréttindi.Knús á ykkur bæði.Vona að sé ekki mikið af villum óvanur að blogga en Helga má ekki blogga eins og þú veist svo ég fór að blogga í staðinn og langar að komast að hvað varð til þess að þessar þrjár konur voru reknar af blogginu.Kv HS

dittan, 26.5.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband