Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!

23.Aprí,Sumardagurinn fyrsti:Láttu ekki mistökin fanga þig.Biddu Guð um leiðsögn og vængi trúarinnar svo þú megir rísa yfir þau.

Mikið væri nú gott ef allir gætu tileinkað sér þetta hugarfar,ég segi fyrir mig að þegar ég bið um leiðsögn Guðs og hlusta eftir svari,þá svo sannarlega hef ég fundið að ég hef getað risið yfir vandamáliðHalo.Málið er bara að þetta gerist allt of sjaldan.En ég ætlaði nú ekki að fara að predika neitt,þetta verður held ég bara stutt í kvöld,fannst asnalegt að vera með páskakveðjuna ennþá uppi Tounge Það er nú svolítið skrítið þegar maður hugsar um það (og það hef ég gert ótal sinnum)að við hér á hjara veraldar skulum halda upp á sumardaginn fyrsta í apríl,það er ALDREI komið vor þá og heillangt í sumarið.Hvaða snillingur skyldi hafa ákveðið þetta?Kannski settist hann niður eftir erfiðan vetur,smá sólarglæta inn um gluggann hans og þá hefur hann hugsað,já einmitt það sem við ræflarnir hér á norðurhjara þurfum,SUMARDAGINN FYRSTA,þá verða allir glaðirGrin Bara svona smá pælingToungeallavega höldum við upp á þennan dag,í gamla daga klæddi ég börnin mín í fínu sumarfötin sín (þó það væri frost og snjór)og þrammaði með þeim í skáta skrúðgöngunaCrying Maður var svo grænn svei mér þá.Ég veit að ungar mæður í dag láta sér ekki detta þetta í hug,allavega í vondu veðri,en auðvitað, þessi dagur gengur fyrst og fremst út á það að gleðja börnin og vera með þeim.Ég vandist ekki sumargjöfum og þar af leiðandi ekki börnin mín og enn gef ég ekki sumargjöf,hef einhvernvegin aldrei getað vanist því,ég er svo skrítin.Joyful

Jæja eins og ég sagði,ekki ætla ég að hafa þetta langt í kvöld,vil bara nota tækifærið og óska öllum þeim sem þetta lesa GLEÐILEGS SUMARS  og takk fyrir veturinn vinir mínir nær og fjær,hafið það alltaf sem best og endilega skiljið eftir ykkur fingrafar ef þið kíkið hérna innInLove

24.apríl:Ef þú gengur með Guði muntu ætíð hafa félagsskap og kærleika.


Gleðilega páska allir vinir nær og fjær!!!!!

7 Apríl:Auðmjúk manneskja laðar að sér góð ráð og visku annarra.Hroki stuðlar að einmannaleika.

Svona segir dagatalið mitt í gær,mér fannst það passa svo vel við að ég ákvað að byrja færsluna á þessu.Ég veit svosem ekki hvort ég er nógu auðmjúk,svo sannarlega er maður það sjálfsagt aldrei og stundum hef ég rekið mig á að það bryddir í hroka,sérstaklega ef mér finnst einhver beita mig órétti!!!En kannski er það ekki beint hroki heldur bara réttlát reiði,þegar einhver leyfir sér að fara yfir landamæri mín og skiptir sér af því sem honum kemur ekkert við!!!Þegar ég hugsa til baka,sé ég að það er nú bara orðið ansi langt síðan nokkur hefur leyft sér að vaða yfir mig á skítugum skónum!!!Ég held að það hafi hætt fljótlega eftir að ég fór að bera virðingu fyrir sjálfri mér,því málið er það að ef þú virðir ekki sjálfa þig,þá getur þú ekki ætlast til að aðrir beri virðingu fyrir þér og ef þú trúir ekki á sjálfa þig þá gerir það enginn annar,svona er þetta nú einfalt í sjálfu sér.Samt þurfti ég að ganga í gegn um vansæld,eymd og volæði,þangað til ég skyldi þennan einfalda sannleika,ég hef reynt að troða þessum sannleik inn í börnin mín og barnabörn með misjöfnum árangri,en ég hef engar áhyggjur,við getum ekki forðað ungviðinu frá að gera mistök,við getum leiðbeint þeim og verið til staðar og einn góðan veðurdag,ef Guð lofar,situr eitthvað eftir af því sem mamma eða amma var að tuða um og þá er tilganginum náðHalo Jæja þetta var nú ansi djúpt,var það ekki,ég á það til að detta ofan í svona pælingar stundum og það er bara af hinu góða,ég held maður verði vera duglegur að minna sig á hvaða framförum maður hefur náð og gefa sér klapp á bakið,þegar vel gengurKissing

Annars erum við á fullu að undirbúa ferðalag til Eyja á morgun,við hlökkum mikið til að eyða Páskunum með fjölskyldunni okkar þar.Ég hef talað um það áður hvað mér finnst erfitt að geta ekki verið með öllum barnabörnunum mínum jafnt.Þar sem ég er voða dugleg að búa mér til sektarkennd þá hefur mér stundum fundist ég vera að gera upp á milli þeirra sem eru nær mér og þeirra sem búa fjær.Auðvitað er þetta vitleysa,ég reyni að gera þeim öllum jafnt undir höfði,en ég þarf að vera dugleg að minna mig á að það voru ekki við sem ákváðum þessa fjarlægð,svo ég þarf ekki að hafa sektarkennd yfir því.Svo nú ætla ég að fara og njóta þess að vera í faðmi dásamlegu fjölskyldunnar hans sonar míns og hætta allri vitleysuGrin

Við fengum að vita að litla langömmubarnið sem er á leiðinni í Ágúst er stúlka.Þetta verður þrettánda stúlkan af sautján börnum,fjórir eðal drengir,svo við erum lánsöm.Ekki hefði hvarflað að mér fyrir 45 árum,þegar ég hélt á litla drengnum mínum í fanginu og undraðist þetta kraftaverk,að öllum þessum árum seinna yrðum við orðin svona mörg.Og ég sem þráði það eitt að eignast barn sem ég gæti kallað MITT og svo sannarlega hefur Guð blessað mig með dásamlegri fjölskylduInLove Við vorum nú reyndar að frétta að Guðný og Óli voru að lenda í árekstri í kvöld,keyrt aftan á þau á 90 km.hraða,Guðný er búin að fara á sjúkrahús og það er allt í lagi með bæði hana og barnið,vonandi verður allt í lagi með þau öll,maður getur ekki annað en beðið til Guðs að þetta fari allt velHalo

Ég get ekki sleppt því að tala um þessi eilífu leiðindi sem eiga sér stað hér á blogginu.Mér finnst alveg með ólíkindum að fullorðið fólk skuli leggja sig í framakróka með að úthúða og skemma mannorð annarrar manneskju.Ef henni er svona illa við manneskjuna,af hverju ekki bara að hundsa hana,þetta er bara sjúkt og svo er verið að tala um blessuð börnin.Það gekk nú alveg fram af mér þegar var byrjað að djöflast í Guðsmanneskjunni henni Rósu vinkonu minni,hversu lágt er hægt að leggjast,fyrst er allt gert til að mannorðsmyrða Helgu,Kristínu og Sur og svo þetta.Ég vona svo sannarlega að fólk fari að þroskast og hætta þessum óþverraskap,það hæfir ekki fullorðnu fólki að haga sér svonaCrying

Jæja vinir mínir sem nennið að lesa þetta ég ætla að ljúka þessu með tilvitnun úr dagatalinu mínu : 9.Apríl:Finndu einhvern til að gleðja og gleðin mun finna þig.Svo mörg voru þau orð,ég ætla nú að slá botninn í þetta blogg,ég bið þá sem nenna að lesa að skilja eftir sig spor,svo bið ég ykkur öllum Guðsblessunar og megi Páskahátíðin vera ykkur ánægjuleg.Heart


21.Mars.Það er fátt fegurra en blómið í eyðimörkinni.Í blómagarði myndi það hverfa í fjöldann.

Þessi hugleiðing í fyrirsögninni kemur úr dagatalinu mínu góða.Mér finnst hún segja mér að við erum öll einstök og sem slík getum við blómstrað,við þurfum ekki alltaf að hverfa í fjöldann,okkur leyfist að hafa skoðanir og tjá þær,okkur leyfist að vera öðruvísi og við getum leift okkur að skapa hluti sem okkur þykja fallegir alveg burtséð frá hvað öðrum finnst.Fyrir mig er þetta mjög góð hugleiðing þar sem ég þjáðist af minnimáttarkennd þegar ég var yngri og var alveg ofboðsleg já manneskja.Ég veit svosem ekkert af hverju ég varð svona,vildi endalaust þóknast fólki og hafa alla góða.Mér finnst það ekkert skipta máli af hverju,heldur frekar að mér hefur tekist að vinna bug á þessum ósið.Ég var auðvitað alveg tilbúin í hlutverkið þegar ég svo giftist virkum alka og í mörg ár viðhélt ég ástandinu á mínu heimili vegna þess hvað ég var meðvirk.Mitt lán var að kynnast AL-ANON og SÁÁ....það gjörbreytti lífi mínu,ég var tekin úr þessum ofurþrönga blómagarði þar sem ég var að visna upp og gróðursett aftur,kannski ekki í eyðimörkinni,en í blómabeði þar sem var rúmt um mig og ég fékk að blómstra og njóta mín.Ég mun alla æfi vera þakklát SÁÁ og samtökunum fyrir það sem þau gerðu fyrir mig,en ég má heldur aldrei gleyma að það hefði ekki virkað ef ég hefði ekki verið tilbúin að taka við fræðslunni og tileinka mér hana.

Þetta var nú bara svona smá hugleiðing í tilefni af orði dagsins.Þessa helgi er Victoria litla prinsessan mín hjá okkur,hún er nú frekar í dekurhelgi hjá Laeilu frænku,það er búið að standa lengi til,en svo veiktist Laeila svo það varð ekkert dekur,bara venjuleg helgi hjá ömmu og afa,svo nú á að bæta úr því.Hún fékk að sofa uppí hjá Laeilu sinni í nótt,svo þegar hún var búin að búa til bústið með mér,fór Laeila með hana upp á vallarheiði,til að leika við Kolbrúnu frænku sína.Þetta er bara gaman hjá þeim báðum trúi ég og gott fyrir mömmu hennar að fá frí,hún var í nýrnasteinbrjót í gær,sem aldrei þessu vant gekk nú bara vel,en hún er auðvitað alltaf eftir sig á eftir.

Ég hef verið að hamast við að vera jákvæð undanfarið,maður er engu bættari með því að leggjast í eymd og volæði.Eitt af því sem við hjónin urðum að skera niður hjá okkur í kreppunni eru afmælisgjafir.Við ákváðum að eftir tvítugt yrði bara gjafir á stórafmælum,semsagt tug og svo 25 og 75,finnst þau vera merkileg líka.Auðvitað eru öll afmæli stórmerkileg,við fáum að eldast um eitt ár enn og það er kraftaverk,því engin hefur lofað okkur að við eigum nema andartakið sem er að líða.En allavega,þetta er búið að vera stórt vandamál fyrir mig að sætta mig við,ég vildi svo geta gefið í fimm ára afmælin líka,en þetta ákváðum við og maður verður að standa við það.Þetta er einstaklega erfitt þetta árið vegna þess að við erum svo mörg í fjölskyldunni sem eigum fimm ára afmæli í ár,en er þetta ekki partur af að aga sjálfan sig.Málið er bara að einhver staðar verður maður að draga mörkin,þegar minnkar í buddunni þá  verður ekki umflúið að skera niður,alveg eins og hjá ríkinu!!!

Ég finn að ég er orðin latari að blogga eftir að ég fór á facebook,ekki vegna þess að ég hafi ekki gaman af blogginu,fer alltaf blogghring einu sinni á dag,það fer bara svo mikill tími á bókinni,það er svo gaman þar,alltaf að hitt nýtt og skemmtilegt fólk.En bloggið er mér ekki síður nauðsynlegt,hér hef ég eignast góða vini sem ég vil ekki undir neinum kringumstæðum missa samband við.Ég vildi auðvitað fá að hitta þau öll í eigin persónu og vonandi tekst það einhvern tíma.Það væri gaman ef það væri hægt að blása til allsherjar blogghittings einhvertíma,spáum í það.En nú er nóg komið í bili,er eitthvað andlaus og veit ekki alveg hvað ég á að skrifa meira,ég ætla að enda þetta með hugvekju úr dagatalinu fyrir morgundaginn 22 Mars:Kærleikur er allt sem þú þarft hafa til að hafa áhrif á umhverfi þitt-kærleikurinn breytir öllu sem hann snertir.

Takk fyrir innlitið kæru vinir og endilega skiljið eftir kvitt,megi dagurinn vera ykkur góður og helgin ljúf.


Hugleiðingar um það sem gefur gott í hjartað.

1.Mars:Því skemmtilegra sem þér finnst lífið þeim mun meiri gleði muntu finna í því.

Þessi tilvitnun kemur svo sem vel á vondan,ég hef ekki gefið mér mikinn tíma undanfarið til að finna það sem gleður mig,búin að vera mikil veikindi og áhyggjur af Sigrúnu minni í Noregi,veikindi þar,Heiðu minn sama þar, Laeilu minni,hún er búin að vera ofboðslega mikið veik seinnipart vikunnar,erfitt að fá hana til að leita læknis....tókst þó að lokum og um leið og það var gert var hún lögð inn og er núna að fá rétta meðhöndlun á sjúkrahúsinu hérnaJoyfulEn hún var búin að lofa Victoriu litlu hennar Heiðu systir sinnar að taka hana og dekra við hana um helgina.Þegar svo var komið var ekki hægt að svíkja litlu dúlluna,ég var nú ekki alveg upp á það besta,dauðþreytt og áhyggjufull,ég ákvað að láta slag standa,þar sem ég vissi að hún fengi að heimsækja systur sínar á vallarheiðinni,svo ég yrði ekki ein að sjá um hana. Jæja litla dúllan mín kom til afa og ömmu og í stuttu máli þá var hún algjör blessunHalo auðvitað var ég dauðþreytt en það var bara svo gamanLoLvið vöknuðum klukkan níu á morgnana,það er fastur liður hjá prinsessunni minni að á hverjum morgni búum við til búst saman,það er gert þannig að í blandarann minn setur Victoria klaka,frosna ávexti,skyrdrykk,djús og skyr,svo set ég blandarann í gang,en verð að halda um eyrunn hennar á meðan,hún er nefnilega hrædd við hávaða,svo stoppar hún,fær smá í glas,ekki mikið,hún er ekki mjög hrifin af þessu bara að búa þetta til!!!!en Guð hvað gefur mér mikið að gera þetta með henni....við förum saman út í Samkaup....ekki til að versla,það eru svona bílar sem er hægt að setja 100 kall í og hún keyri með Bubba byggir í nokkrar mínútur og er alsæl,hana langaði að prófa slökkvibíl sem var kominn þarna líka,nýbúin að læra allt um þá!auðvitað fór amma með hana,en viti menn slökkvibíllinn fór ekkert af stað þó við settum 100 kall,svo við fórum bara í Bubba og hún var bara alsæl með það....hugsa sér hvað þarf lítið til að gleðja svona lítil hjörtuHeartog lítið til að gleðja svona ömmu hjörtuInLoveÞegar ég sótti hana sagði hún við mig:amma þegar ég fer heim ætla ég að kaupa rós handa mömmu,Kissingþetta var á föstudag og við vissum í raun ekki hvað Laeila var veik,allavega þegar ég skilaði henni í dag hringdi mamma hennar í mig og bað mig að kaupa blóm handa Laeilu og leyfa stelpunni að færa henni,þegar ég var búin að kaupa rósirnar sagði sú stutta,nú get ég gefið mömmu eina rós,svo við tókum eina úr vendinum og hún var alsæl að geta bæði glatt Laeilu og mömmuHaloHún er algjör engill.Það er búin að vera þvílík blessun að fá þessa litlu stelpu inn í þessa fjölskyldu,við segjum stundum að hún sé fjögurra að verða fimmtugWhistlinghún er svo fullorðinsleg,en á sama tíma svo dásamlega saklaus,eins og ég segi hún er engill sendur til okkar til að hjálpa okkur á erfiðum tímumHalo Til að ljúka þessum sögum um helgina okkar Victoriu verð ég að nefna að í kvöld hringdi mamma hennar í i mig og sagði að það væri manneskja sem vildi tala við mig, prinsessan kom í símann og sagði "amma ég elska þig"í sjálfu sér er það ekki sérstakt að hún segði þetta við mig,hún gerir það öllum stundum,það sem var sérstakt og gladdi mig óendanlega,var að hún talar ekki í síma,þetta er svona tímabil þar sem hún talar ekki við mömmu,pabba,Lilju,Laeilu okkur eða bara nokkurn annan,ég get sko sagt ykkur að ef eitthvað gat bjargað erfiðri helgi,þá var það nákvæmlega þetta,þessi elsku saklausu dásamlegu börn,sem tala eingöngu frá hjartanu,þau eru það sem halda okkur gangandi,ekki sattKissingInLove

Ég er að hugsa hvort ég eigi að hafa þetta nokkuð lengra,ég ætla að vakna í fyrramálið og passa litlu langömmu stelpurnar mínar á meðan mamma þeirra fer í próf,því miður treysti ég mér ekki til að passa þær báðar allan morguninn,en Linda sagði að það væri nóg ef hún kæmist í prófið sem hún á að taka.Mig langar rosalega til að vera fær um að passa þær fyrir hana ,en ég treysti mér ekki alveg til þess og það er eitt af mörgu sem ég hef lært í gegn um árin,að segja til þegar maður getur ekki,læra að segja nei.Ekki það Linda mín er ekkert að ætlast til neins af mér,það er frekar ég sjálf,alltaf tilbúin að keyra mig aðeins lengra en takmörk mín eru og það er það sem ég verð að læra á,hvar mín takmörk liggja Wink

Jæja kæru vinir,sem nenna að lesa þetta,það er mér mjög mikils virði að geta bloggað,mér þykir mjög vænt um komentin sem ég fæ,ég væri ekki heiðarleg ef ég segði ekki að mér þykir mjög vænt um að einhver les bloggið mitt,til þess er maður að þessu,ekki sattWinkog svo sannarlega er ég alsæl þegar ég sé að einhver hefur kvittað,athyglissjúk,ekki sattTounge þess vegna segi ég,um leið og ég óska ykkur kæru vinir,alls hins besta,skiljið eftir kvittToungekærleiksknús og góðar óskir til ykkar allra inn í nýja vikuKissing

 

 


Hugleiðingar um bloggið og fleira....

Úr dagatalinu mínu góða,fyrir daginn í dag 21.Febrúar.Kærleikur Guðs getur umbreytt lífi þínu á undraverðan hátt.

Þessi orð eru svo sönn og á ég margar sögur því til staðfestingar,það er dásamlegt að hafa Guð með sér í gegn um lífið.

Það sem ég hef hugsað mikið um undanfarið er hvernig óþverskapur og einelti fær þrifist á síðum bloggsins.Það er alveg með ólíkindum að fullorðið fólk,sem kannski út á við,lítur út fyrir að vera virðingarvert,getur svo í skjóli nafnleyndar ausið annað fólk skít og svívirðingum án þess að blikna.Ég sá nú bara núna í vikunni,þvílíkt óþvera orðbragð á bloggsíðu hjá vinkonu minni ,ég hefði ekki trúað að svona sóðaskapur kæmi frá kvenmanni,varla trúað þessu upp á nokkurn mann!!!Crying Ég velti fyrir mér hvað fær fólk til að hatast svona rosalega út í annað fólk að það verður sjálfu sér til skammar á netinu.Þetta fólk er eflaust sjúkt og eina sem hægt er að gera er að biðja fyrir þeim. Ég lenti sjálf, svona næstum því á milli, í svona heiftar áróðri.Svoleiðis var að þegar ég stofnaði til vináttu við þessa vinkonu mína var ég þegar í sambandi við tvær aðrar sem ég taldi mig þekkja sæmilega.Önnur þeirra kom til mín og varaði mig við henni,en þar sem ég læt mjög illa að stjórn í svoleiðis málum,sagði ég henni að ég dæmdi sjálf hvernig mér líkaði við fólk og þar við sat.Ég vissi svo ekki annað en að allt væri í lagi,ég fór á facebook og þar gerðust þær allar þrjár vinkonur mínar.Svo líður tíminn og þessi vinkona sem verður fyrir þessu einelti,fær á sig lokun á bloggið,ég kommentaði á það,því mér eins og svo mörgum öðrum fannst þetta ómaklegt (enda var búið að opna daginn eftir)jæja nema það að daginn eftir eru þessar tvær sem ég þekkti búnar að taka sig út hjá mér af facebook og bloggi!!!!!GaspÞað í sjálfu sér er hverjum manni í sjálfsvald sett hvers vinur hann vill vera og svo sannarlega vil ég ekki neyða neinn til vináttu við mig,því maður spyr sig,hversu djúpt nær svona vinátta.Ég kýs að eiga fáa en góða vini,það hefur reynst mér best og einhvernvegin hristast þeir af mér,sem eru ekki vinir heldur viðhlæjendur!!!WinkÉg vil bara að þær viti,mínar gömlu vinkonur,ef þær lesa þetta,að ég er ekkert sár,en kannski svolítið hissa en ég bið þeim bara Guðsblessunar og þakka liðið,svo langt sem það nær.

Þetta voru svona hugleiðingar um bloggheima.Mér finnst mjög gaman að blogga og hef ekki hugsað mér að hætta því í bráð.Ég er kannski ekki sú duglegasta,nenni ekki að skrifa daglega,heldur safna í sarpinn og læt svo flæða þegar ég fer í stuð!!!ToungeÉg er líka að safna að mér vinum sem mér sýnist hafa svipaðar væntingar og ég um þessa netheima,mér finnst líka gaman að lesa skemmtileg og jákvæð blogg en nenni ekki að leita uppi þessi sem manni er sagt að séu full af skít.Svo er ég komin á kaf á facebokk og það er sko mikið gaman.Ég er nú bara rétt að byrja að læra á apparatið en er samt búin að kynnast fullt af fólki sem er bæði skylt og ekki.Joyful

Mér finnst svo skondið að ég,sem hvorki hef lært að skrifa á ritvél eða á tölvu yfirleitt,skuli samt geta allt þetta.Ég kláraði ekki gagnfræðaskólann á sínum tíma,ekki vegna þess ég gæti ekki lært,hafði bara lent í einelti í skóla og vildi bara fara að vinna.En ég er þannig gerð að ef mig langar að læra eitthvað þá bara geri ég það.Ég lærði t.d. bara einn vetur ensku í skóla,svo eignaðist ég ameríska vinkonu,svo ég lærði bara ensku með því að lesa amerískar ástarsögurToungeog æfði mig svo á skriftinni og kann bara góða ensku í dag.Eins var með tölvuna,ég var skíthrædd við tölvur fyrstW00t,viss um að ég myndi eyðileggja hana ef ég kæmi við hanaCryingSvo kom tölva í vinnuna hjá mér,ég fór að þreifa mig áfram og kann þó það sem ég kann í dag og hef bara lært með því að prófa mig áfram.Mig langaði rosalega á grunn tölvunámskeið,en hef ekki haft efni á því,þá gerir maður bara svona og er ánægður með það ekki sattJoyfulÞað er svo mikils virði að geta verið í tölvusambandi við fjölskylduna sína.Ein dóttir mín býr í Noregi og það er svo gaman að fylgjast með þeim í gegn um netið,þó við mættum svosem tala meira saman þannig en bara myndirnar og spjallið  á fésinu og msn  er gaman, eins á ég son í Vestmannaeyjum og aðra dóttir á Hafnafirði,það er líka svo svakalega gaman að fara á barnaland og bara svo margt sem hægt er að gera,þessi heimur hefur breyst alveg ótrúlega og skroppið saman  bara síðustu tíu árin.Ég man þegar dóttir mín flutti til Hollands um tíma fyrir svona 10 árum,þá gáfu þau okkur faxtæki til þess við gætum verið í betra og ódýrara sambandi LoL og það var æðislegtJoyful Ég skil svo vel núna foreldra mína,þegar þau voru að tala um hvað heimurinn hafði breyst á þeirra æfi,kannski er þetta merki um að maður sé orðinn gamallWhistling

Jæja vinir mínir,ég ætla nú að fara að hætta þessu í dag,vikan framundan full af gleði og ánægju,konudagur á sunnudag,er þegar búin að fá blómvöndSmile svo er bolludagurinn,ég var svo sniðug um daginn þegar ég hélt upp á afmælið hjá Lilju að ég bakaði bollur og frysti svo afganginn svo ég á nóg af þeimSmileog svo er sprengidagurinn á þriðjudag,þá ætla ég að elda stóran fullan pott af saltkjöti og baunum og fá börn tengda og barnabörn í mat,því þó ég megi ekki borða þetta góðgæti út af blóðþrýstingnum,þá er svo gaman að elda þetta og bjóða í matWink en á morgun bíst ég við að vera í letikasti í tilefni dagsins.Það er hálfleiðinlegt veður,sonur minn var að fara á sjó í dag,það er alltaf hálf ónotalegt að vita af ástvini á sjó í kolvitlausu veðri,en þá er einmitt trúin það eina sem hjálpar,það er svo got að geta beðið Guð að gæta síns fólks,þegar maður finnur vanmát sinn hvort sem það eru veikindi eða annaðHalo

22.Febrúar,úr dagatalinu góða:Vegferðin gegnum lífið getur stundum verið þreytandi og erfið en góður félagsskapur gerir ferðina miklu ánægjulegri.Réttu samferðafólki þínu hönd vináttunnar.

Svo mörg voru þau orð,kæru vinir, ég bið þess að þið eigið góða viku framundan og kærar þakkir fyrir vináttu ykkar.Guð blessi ykkur.

 

 

 


Kominn tími á nýtt blogg segir Dóra.....og ég geri alltaf eins og mér er sagt!!!!!

9.Febrúar úr dagatalinu góða:Sólin kemur upp á hverjum degi og á hverri nóttu skína stjörnurnar.Ef þú hefur orðið fyrir vonbrigðum í dag,mundu að hringrás lífsins heldur stöðugt áfram.Það kemur dagur eftir þennan dag!

Mér finnst þetta alveg frábær áminning og svo rétt þegar maður hugsar um hana.Hver man ekki eftir atvikum,þar sem manni fannst veröldin hrynja,en einhvernvegin tókst manni að standa á fæturna aftur og halda áfram,semsagt ef maður gefst ekki upp þá er alltaf von Joyful Ég hef einmitt reynt að lifa eftir þessari speki og það er ekki spurning að hún hjálpar,ég er líka alveg rosalega mikil Pollýanna í mér og tekst alveg ótrúlega oft að sjá eitthvað jákvætt við margt sem gerist,auðvitað ekki allt,sumt er svo sárt að það tekur mann langan tíma að komast yfir það,en svona daglegt amstur og uppákomur koma mér sem betur fer ekki svo auðveldlega úr jafnvægiTounge Ég nenni til dæmis ekki að velta mér mikið upp úr því hvort þessi ríkisstjórn er góð eða vond,ég einfaldlega veit það ekki fyrr en hún hefur fengið að starfa eitthvað,skal hugsa málið eftir þessa 80 daga sem þau eiga að stjórnaWhistling

Ég er hinsvegar búin að vera að velta fyrir mér þessu einelti gagnvart Baugi,já ég leyfi mér að kalla það einelti,á sama tíma og allt er gert til að knésetja Baug fá hinir útrásarvíkingarnir að lauma öllu sínu í skjól og við eigum að borga þann brúsaCrying það sjá allir sem vilja sjá að það er ekki einleikið hvernig er djöflast á þessu fyrirtæki,fyrst þessi málaferli sem eru búin að kosta þjóðina offjár og hvað kom svo út úr þeim,jú gátu þeir ekki fundið einhver minniháttar skattsvik á Jón Ásgeri og ekkert annað.Það fær mig bara ekki nokkur maður  til að trúa því að hann Jóhannes í Bónus sé einhver glæpamaður,maður sem hefur komið heimilunum í landinu til bjargar,gefið ómælda peninga til barnaspítalans og fleira og fleira,hann ber það með sér þessi maður að hann er gæðablóð og til skammar hvernig er endalaust níðst á honum og hans fyrirtækiAngryég fullyrði ekkert um börnin hans,það getur meir en verið að þau hafi eitthvað plottað með peninga en eru þetta ekki þeirra peningar og hvað með alla hina "víkingana"sem engin nefnir einu einasta orði,hvar eru Björgúlfsfeðgar,mér sýnist vera svipuð tengsl í þeirri fjölskyldu,þeir settu nú heilan banka og skipafélag á hausinn ekkert talað um þá,þeir hafa hins vegar alltaf verið í náðinni hjá síðustu stjórnum og þar liggur munurinnPinch 

Jæja svona get ég nú æst mig stundum,ekkert alvarlegt,en maður má nú hafa skoðanir ekki sattWhistlingég hef líka verið að hugsa um Kompásmálið,sem er allt hið undarlegasta mál,skil ekki af hverju þeir meiga ekki halda nafninu.Ég er algjörlega fylgjandi því að þessi þáttur haldi áframhelst á annarri sjónvarpsstöð,en ekki á netinu,því það eru ekki allir með nettengingu og hann gæti sem best heitið Áttvitinn eða eitthvað álíka,nafnið er ekki aðalatriðið,heldur þetta flotta teymi sem vinnur vel saman og upplýsir hin undarlegustu mál.Kannski gæti fyrsti þátturinn gengið út á að skoða ofan í kjölinn þetta undarlega einelti gagnvart Bónusveldinu og svo kannski hins vegar hvað hefur orðið um Björgúlfsfeðga og fleiri sem virðast bara hafa gufað upp af yfirborði litla Íslands.W00t

JÆJA annars er bara allt í besta lagi hér,dásamlegt veður dag eftir dag.Ég stóðst ekki mátið að þvo og hengja út af rúmum og handklæði í dag,akkúrat ekta þurrkveður 1-2° hiti svo það fraus ekki í höndunum á manni og maður fær þessa líka dásamlegu útilykt í þvottinn ummmmmmmmGrin svo er ég bara búin að vafra um á Facebook,það er nú meira undrið,maður er að hitta gamla vini og fjölskyldumeðlimi sem maður hefur ekki þekkt nógu vel,mér finnst þetta frábært,sérstaklega gagnvart blóðfjölskyldunni minni,því eins og ég sagði frá í fyrstu bloggunum mínum,þá er ég ættleidd og kynntist ekki hinni fjölskyldunni minni fyrr en ég var orðin fullorðin.Þess vegna er svo mikils virði bæði fyrir mig og afkomendur mína að fá tækifæri til að kynnast ættinni sinni,svo er ég líka í sambandi við "hina"ættingja mína,búin að finna fullt af ungu fólki sem gaman er að kíkja áTounge          Ég held nú að þetta fari að verða gott í bili,þarf að fara að taka inn þvottinn áður en dimmir.Mér þykir rosalega vænt um hvað margir kíkja á bloggið hjá mér og ennþá vænna þykir mér um að fá smá koment,ekki endilega að fólk sé sammála,i bara láta vita af sér,svona eins og þegar maður kíkkar inn til einhvers vinar,maður heilsar og kveður,er það ekkiKissingeigið ljúfa daga framundan vinir mínir og hafið það sem allra best.InLove

 


Góð hugmynd,blogga jákvætt þessa viku......

HVAÐ ER ÞAÐ SEM ENGRI ANNARRI  LIFANDI VERU ER FÆRT AÐ GERA NEMA MANNINUM?AÐ BROSA.GUÐ GAF MANNINUM ÞÁ EINSTÖKU GJÖF AÐ GETA BROSAÐ.

þessi tilvitnun kemur úr dagatalinu mínu góða og er fyrir gærdaginn 26 janúar.Þegar ég fékk þessa tillögu frá Dóru bloggvinkonu að blogga (og hugsa) jákvætt þessa viku fannst mér þetta smellpassa við þá hugsunGrin Þar sem ég hef ekki hugsað mér að tala neitt um stjórnmál eða það sem er í gangi á þeim vettvangi þá er þetta bara auðvelt skal ég segja ykkurTounge

Gamla kellan sem býr hjá mér hefur bara verið þokkalega til friðs að undanförnu,bara einn dagur sem ég var frá í æfingunum mínum út af frekjuganginum í henni,annars fær hún ekki að komast upp með neitt múður greyið og verður bara að hýrast ein í sínu skoti,því hún veit hún er ekki velkomin núna þegar ég er á fullu að byggja mig uppJoyful

Ég er byrjuð í sundleikfiminni minni aftur,tvisvar í viku,,svo er ég tvisvar í viku í gigtarhóp sem æfir í tækjasal og svo er ég í nuddi einu sinni í viku. Allt þetta fæ ég nánast frítt!!!!!!já svo er verið að segja að það sé vont að vera öryrkji á Íslandi...allavega ekki að þessu leiti.Ég er hjá sjúkraþjálfuninni Átak í Reykjanesbæ,búin að vera þar í 8 ár,alveg frábært starfsfólk og aðstaðan eins og hún gerist best.Ég er búin að vera hjá þeim síðan þetta var bara lítil stöð með tveim sjúkraþjálfurum og til dagsins í dag.Þau eru orðin 6 að minnsta kosti komin í algjörlega frábæra aðstöðu í nýju húsnæði á Nesvöllum,húsnæði fyrir aldraða hér í bæ.Það er alltaf verið að finna upp á einhverjum nýungum hjá þeim og það nýjasta er semsagt sundleikfimin,sem er náttúrulega toppurinn á þessu öllu samanJoyful Ástæðan fyrir að ég þarf svona lítið að greiða fyrir þetta allt saman er að tryggingarnar taka við þegar ég hef borgað 20 skipti og núna er það þannig að með einu læknisvottorði getur maður fengið ALLA sjúkraþjálfun sem í boði er og maður þolir.Og fyrir þessi tuttugu skipti er maður að borga innan við 8000 kr og svo frítt í árLoL það væri bara bilun að notfæra sér þetta ekki fyrst maður þolir það,ekki sattWink Svo ég var í sundi í gær, æfingum í dag, nudd og sund á morgun og æfingar á fimmtudag,er þetta ekki bara dásamlegtJoyful

Jæja ég ætla nú ekki að hafa þetta blogg langt þarf að fara að vekja bóndann og koma okkur í æfinga,hann er nefnilega tvisvar í viku í sjúkraþjálfun líka,hann þolir nú ekki meira en það kallinn minn,en það er sko betra en ekkert.Samkvæmt öllu eðlilegu ætti hann nú ekki einu sinni að geta gengið,búin að hálsbrotna tvisvar plús mörg önnur slys og veikindiCryingen það er seigt í kallinum mínum enda kominn af sterku fólki úr Aðalvíkinni sem kallaði nú ekki allt ömmu sína,svo það hefur aldrei verið nein uppgjöf í hans huga frekar en mínum.Við erum líka lánsöm að eiga frábær börn tengdabörn og barnabörn sem eru alltaf boðin og búin að hjálpa okkur,þó þau hafi öll fengið sinn skerf af veikindumCrying En þau eru seig og gefast ekki heldur upp enda þíðir það ekki neitt,maður verður að berjast það gerir engin fyrir mann.

Um helgina verður fullt hús hjá mér sem er bara gaman,Heiða,Lilja og Victoria koma og verða helgina,ég ætla að vera með kynningu hérna heima á Volare vörum,sem eru algjörlega frábærar Aloa Vera vörur frá Ísrael,búin að nota þær lengi og var sjálf að kynna þær á tímabili.Wink 

Kæru vinir reynum að hugsa jákvætt og brosa,lífið verður svo miklu auðveldara þegar maður gerir það,mér finnst til dæmis alveg nauðsynlegt að fara yfir daginn í huganum og finna eitthvað jákvætt til að þakka fyrir áður en ég fer að sofa og það tekst yfirleitt.

27janúar:Til þess að gefa lífi þínu gildi skaltu verja því til þess sem skiptir máli.

Kærleiksnús á ykkur öll og endilega kvittið svo ég sjái hverjir lesa þessar hugleiðingar mínar.Kissing


Það býr hjá mér hálf leiðinleg kelling......en ég er að læra að.........

Ég er ein af þeim ólánsama fólki sem er með sambýlismanneskju,sem ég er ekkert hrifin af,hún er búin að gjörbylta,ekki bara mínu lífi,heldu og ekki síður allra á heimilinu,það vill nefnilega svo til,að við þrjú sem búum hér,erum með sitthvora sambýlismanneskjuna,svo það er orðið ansi þröngt á þingi á þessum bænumW00t En þar sem ég þarf að takast á við mína "vinkonu" læt ég þau hin um sínarCrying Þessi "vinkona" mín kallast vefjagigt,hún er ansi lúmsk,hún læðist að mér þegar ég á síst von á og stundum hættir hún ekki að djöflast í mér fyrr en ég er lögst í rúmið og get ekki meirCrying ég get sagt ykkur að það gerist mjög sjaldanDevil ég er nefnilega alveg ferlega þrjósk og læt ekki svona gamla kellingarskrukku,sem neyðir mig til að taka við sér,ráða ferðinniDevil í mesta lagi læt ég suma daga líða án þess að  gera mikið,ég kalla það letiUndecided svo þegar kellingaálkan slakar aðeins á klónni,þá fer ég á fullt og geri allt sem mig langaði að gera í "letikastinu".,En auðvitað hefnir það sín,þegar ég er búin að vera óþekk kemur kelling og refsar mér,svo þetta er eltingaleikur hjá okkur og bara spurning um að sjá hver vinnur að lokum.ÉG ÆTLA BARA AÐ LÁTA YKKUR VITA AÐ ÞESSI SKRUKKA RÆÐUR EKKI YFIR MÉR,hún er kannski búin að neyða sig inn á mig en ALDREI skal hún stjórna mér OG HANA NÚTounge

Mér datt þessi líking í hug þegar ég var að velta fyrir mér þessari "leti"minni undanfari.Ég er nefnilega búin að vera í afar svæsnu gigtarkasti og gat ekki gert mjög mikið,þurfti að taka inn auka verkjalyf,sleppti báðum æfingartímunum sem ég er búin að hlakka til í tvo mánuði að komast í,kallaði það "leti"var með bullandi samviskubit yfir að sleppa þeim,ég held ég sé svona svakalega meðvirk með sjálfri mér, að ég neiti að sjá og viðurkenna að ég er orðin hálfgerður "eymingi" og get ekki allt sem ég gat áður ,þetta er fjandi aumt,en ég held líka að maður megi aldrei gefast upp og leifa kellu að taka völdinAngry ég ætla allavega að berjast um völdin við skrukkuna,hún er alls ekki velkomin,en þar sem hún er mætt á svæðið verð ég víst að taka á móti henni,reyna að vera kurteis,en svo sannarlega fer ég mínu fram og geri allt sem ég get,hún fær ekki að stjórna mér þessi kellingDevil Eigið ljúfa helgi vinir mínir og vonandi hafið þið ekki öll svona "leigjanda" innanborðs hjá ykkur...Knús og klem á ykkur öll og endilega kvittiðInLoveKissing


Nýtt ár---hefði getað byrjað betur...og þó?

Gæfan liggur ekki á glámbekk og bíður þess að verða uppgötvuð.Þeir sem eiga trú og þolgæði munu finna hana líkt og falinn fjársjóð.Halo

þessi hugvekja kemur ekki frá mér,ég er ekki svona djúp,heldur fengum við í jólagjöf frá Vestmannaeyingunum okkar,dásamlegt margnota dagatal,með svona hugleiðingum fyrir hvern dag.Mér finnst frábært að byrja daginn með því að kíkja á hvað hver dagur hefur fram að færa og hef hugsað mér að leifa ykkur sem bloggið mitt lesið að njóta með mér,þetta var semsagt dagurinn í dag 4.Janúar.Joyful

Kæru vinir nær og fjær ég óska ykkur enn og aftur gleðilegs árs og farsældar og vonandi áframhaldandi bloggvináttu á nýju ári.Áramótin voru frábær,ég eldaði stærðarinnar kalkún og voru áhöld um hvort hann kæmist inn ó ofninn minn,annars var plan B að fara með hann upp á vallarheiði til stelpnanna hennar Heiðu,þar eru þessi stóru amerísku heimilistæki,en semsagt þess þurfti ekki og tókst bara eldunin á kalla  vel við vorum10 fullorðin og þrjú börn,horfðum saman á skaupið,skutum upp og svo bjó ég til heitt súkkulaði og var með brauðtertu og gúmmelaði með,þetta er orðin hefð hjá okkur og má ekki klikkaJoyful.Á nýársdag tókum við hlutunum bara með ró,Heiða og stelpurnar fóru heim til Hafnafjarðar eftir kvöldmat,þá voru Lilja og Victoria búnar að vera hjá okkur í nokkra daga því Heiða var búin að vera svo lasin öll jólin,svo við vildum gefa henni frí í von um að hún myndi jafna sig.En það gerðist sko alls ekki,hún hefur þjáðst af nýrnasteinum í þó nokkurn tíma núna,búin að fara fjórum sinnum í steinbrjótinn á hægra nýrað og einu sinni á hitt og ekkert gengur.Læknarnir voru búnir að segja að sennilega þyrfti að gera aðgerð á því hægra,þar sem ekkert gekk að sprengja,en allavega var hún mjög slæm í gær svo við kallinn minn fórum með hana á bráðamóttökuna um hádegi,biðum þar allan daginn,alltaf átti að fara að ákveða hvað ætti að gera,um átta leitið var svo ákveðið að láta hana vera nótina og stefna á aðgerð í dag,til að ná steini sem var fastur í þvagleiðaranum.Í morgun var svo ákveðið að bíða til morguns og hafa samráð við læknirinn hennar með aðgerðina og er ég að vona að það þýði á mannamáli að þeir reyni þá að losa hana við allt þetta grjótW00t.Svo að þó að gærdagurinn hafi verið strembin og kannski ekki óskabyrjun á nýju ári ætla ég að trúa því að þetta endi bara allt vel og Heiða mín hressist og þetta ár verði henni betra heilsufarslega heldur en það gamlaKissing. Annars er ég bara hress,ætla að hafa náttbuxnadag í dag,en get svo ekki beðið eftir að byrja í æfingunum mínum og sundleikfiminni,það verður æðislegt,ég er alveg búin að jafna mig í handleggnum og bara eins stálsleginn og gigtar skrokkur getur verið.LoL

Ég held ég hafi þetta ekki lengra núna en enda þetta á spakmæli morgundagsins,sem mér finnst eiga mjög vel við akkúrat núna:Það er engin hamingja í líkingu við þá gleði sem fæst við að hlúa að lífi annarra.Með þessu kveð ég ykkur vinir mínir,eigið ljúfan dag.InLoveHalo


DÁSAMLEGUR DAGUR

Elfþessi jól eru búin að vera dásamleg eins og vanalega en dagurinn í dag er samt sá sem stendur upp úr ekki vegna veisluhalda eða gestagangs,heldur vegna þess að við hjónin og Laeila fórum í kirkjugarðinn og áttum þar dásamlega friðsæla stund með þeim ástvinum sem farnir eru.Við höfum gert þetta á hverju ári frá því ég man eftir mér,síðan bjuggum við nánast við kirkjugarðshliðið í um 30 ár,svo krakkarnir ólust upp við ljósin og friðinn þar og ég held að þau öll hafi á einhverjum tímapunkti í sínu lífi sótt þangað til að upplifa friðinn og kærleikann sem manni finnst taka á móti manni þar.Ég er að tala um gamla garðinn,það er svo skrítið þó hann sé kominn inn í miðjan bæ þá er samt alveg ótrúleg kyrrð þarna,því miður finn ég ekki þessa sömu tilfinningu í nýja garðinum þar sem ástkær móðir mín hvílir og aðrir ættingjar,það kemur kannski þegar hann fer að verða meira gróinn,það þyrfti að gróðursetja tré meðfram honum öllum til að mynda skjól,það er alltaf rok þarna og erfitt að láta ljósin loga,það er svo mikil synd vegna þess að allir hafa þörf fyrir að hlúa að leiðum ástvina sinna og það er svo erfitt þar sem er alltaf næðingur og kuldi.Við byrjuðum í gamla garðinum þar sem tengdaforeldra mínir og tvíburabróðir Frikka hvíla saman,svo er litli engillinn hennar Laeilu minnar hún Silvía Lind,þar er hlúð að af mikilli ást og umhyggju og svo eru amma mín og afi sem ég heiti í höfuðið á.Það var svo ljúft að fara í dag veðrið var svo fallegt föl yfir öllu aðeins farið að skyggja og ljósin í garðinum sendu marglita birtu yfir allt.Blessuð sé minning þeirra sem farnir eru,en ég varð bara að deila þessu með ykkur.Christmas Angel

Núna sit ég hér með heitt súkkulaði og brúna tertu og rifja upp þessi dásamlegu jól.Á aðfangadag fórum við upp á vallarheiði til Guðnýjar og Óla,Heiða,Lilja og Victoria komu frá Hafnafirði og svo við gamla settið og Laeila.Það ver eldaður hamborgarahryggur með öllu hugsanlegu meðlæti og allir stóðu auðvitað á blístri.Ég var nú samt rosalega stillt,þar sem ég má ekki borða reykt og saltað,út af blóðþrýstingnum,þá borðaði ég bara þeim mun meira af meðlæti SpaghettiSíðan tókum við upp gjafirnar,það er ómetanlegt að vera með Victoriu litlu,hún var svo stillt og prúð,beið bara róleg eftir sínum pökkum og horfði á þegar hinir tóku upp sína.Við fengum þvílíkt af gjöfum að ég á bara ekki orð yfir þessi börn og barnabörn.Á Jóladag á hún Victoria mín afmæli og nú varð hún fjögurra ára,það var búið að halda upp á það fyrr í Desember,en hún vildi sko koma til ömmu og afa og fá afmælis ísinn sinn sem hún var búin að hjálpa mér að búa til.Við vorum 9 í mat hjá mér um kvöldið,pabbi minn bættist í hópinn sem var fyrir,elsku kallinn minn,hann er orðin 94 ára gamall og ansi leiður og hrumur,maður hugsar alltaf,kannski eru þetta síðustu jólin hans,það er svo sárt að sjá hvað hann er orðin utan við sig og hefur enga ánægju af nokkrum sköpuðum hlut,ég vona bara að Guð gefi mér að ég verði ekki svona gömul,það hlýtur að vera ömurlegt.

Vissulega hugsa ég mikið til barnanna minna og þeirra fjölskyldna,sem eru ekki með okkur á jólunum.Ég sakana þeirra óendanlega mikið,en þökk sé símum og tölvum þá er maður í góðu sambandi,bæði við Gunna,Siddý,Guðlaugu,Ásgeir og Kristberg í Vestmannaeyjum,sem við höfum nú sem betur fer getað verið hjá tvisvar á jólum og svo þau hjá okkur þegar fjölskyldan var minni og svo eru það Sigrún,Ruud,Friðrik og Sigga í Noregi,það er svolítið lengra að fara og ekki höfum við enn látið verða að því að eiða jólum þar,þó mig hafi svo sannarlega langað til þess,það kostar bara svo mikið eins og ástandið er núna,en hver veit,ég á vonandi eftir að upplifa Norsk jól. Reindeer

Jæja nú er bara rólegheit framundan,nema á sunnudaginn,þá verður fjölskylduboð hjá "hinni" fjölskyldunni minni,ég á við blóðfjölskyldunni minni,við hittumst alltaf einu sinn á ári um jólin og það er bara alveg frábært,þannig geta þau af mínum afkomendum sem eru hérna náð að kynnast þessum parti fjölskyldunnar,hafi hún Rósa systir mín þökk fyrir að koma þessu á,hún er dugnaðarforkur,en nú er búið að koma þessu yfir á næstu kynslóð að sjá um og er það bar hið besta mál,ég hlakka mikið til að hitta þau öll.

Fireworks þann sama dag byrjar björgunarsveitin að selja flugeldana sína og þá erum við kvennasveitar konur á fullu bæði að aðstoða við söluna og eins að deila út heitu súkkulaði eftir flugeldasýninguna.Ég vona svo sannarlega að þeir sem á annað borð hafa efni á flugeldum láti björgunarsveitirnar njóta þess,en ekki þá einstaklinga sem eru eingöngu að reyna að græða sjálfir,en eins og allir vita er þetta ein aðal fjáröflun sveitanna og veitir ekki af. Jæja ég ætla nú að fara að hætta þessu pári,varð bara að deila þessu með ykkur vinir mínir um leið og ég sendi ykkur bestu óskir um farsælt komandi ár og þakka ykkur bloggvináttu ykkar á árinu sem er að líða2009 glasses.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband