DÁSAMLEGUR DAGUR

Elfþessi jól eru búin að vera dásamleg eins og vanalega en dagurinn í dag er samt sá sem stendur upp úr ekki vegna veisluhalda eða gestagangs,heldur vegna þess að við hjónin og Laeila fórum í kirkjugarðinn og áttum þar dásamlega friðsæla stund með þeim ástvinum sem farnir eru.Við höfum gert þetta á hverju ári frá því ég man eftir mér,síðan bjuggum við nánast við kirkjugarðshliðið í um 30 ár,svo krakkarnir ólust upp við ljósin og friðinn þar og ég held að þau öll hafi á einhverjum tímapunkti í sínu lífi sótt þangað til að upplifa friðinn og kærleikann sem manni finnst taka á móti manni þar.Ég er að tala um gamla garðinn,það er svo skrítið þó hann sé kominn inn í miðjan bæ þá er samt alveg ótrúleg kyrrð þarna,því miður finn ég ekki þessa sömu tilfinningu í nýja garðinum þar sem ástkær móðir mín hvílir og aðrir ættingjar,það kemur kannski þegar hann fer að verða meira gróinn,það þyrfti að gróðursetja tré meðfram honum öllum til að mynda skjól,það er alltaf rok þarna og erfitt að láta ljósin loga,það er svo mikil synd vegna þess að allir hafa þörf fyrir að hlúa að leiðum ástvina sinna og það er svo erfitt þar sem er alltaf næðingur og kuldi.Við byrjuðum í gamla garðinum þar sem tengdaforeldra mínir og tvíburabróðir Frikka hvíla saman,svo er litli engillinn hennar Laeilu minnar hún Silvía Lind,þar er hlúð að af mikilli ást og umhyggju og svo eru amma mín og afi sem ég heiti í höfuðið á.Það var svo ljúft að fara í dag veðrið var svo fallegt föl yfir öllu aðeins farið að skyggja og ljósin í garðinum sendu marglita birtu yfir allt.Blessuð sé minning þeirra sem farnir eru,en ég varð bara að deila þessu með ykkur.Christmas Angel

Núna sit ég hér með heitt súkkulaði og brúna tertu og rifja upp þessi dásamlegu jól.Á aðfangadag fórum við upp á vallarheiði til Guðnýjar og Óla,Heiða,Lilja og Victoria komu frá Hafnafirði og svo við gamla settið og Laeila.Það ver eldaður hamborgarahryggur með öllu hugsanlegu meðlæti og allir stóðu auðvitað á blístri.Ég var nú samt rosalega stillt,þar sem ég má ekki borða reykt og saltað,út af blóðþrýstingnum,þá borðaði ég bara þeim mun meira af meðlæti SpaghettiSíðan tókum við upp gjafirnar,það er ómetanlegt að vera með Victoriu litlu,hún var svo stillt og prúð,beið bara róleg eftir sínum pökkum og horfði á þegar hinir tóku upp sína.Við fengum þvílíkt af gjöfum að ég á bara ekki orð yfir þessi börn og barnabörn.Á Jóladag á hún Victoria mín afmæli og nú varð hún fjögurra ára,það var búið að halda upp á það fyrr í Desember,en hún vildi sko koma til ömmu og afa og fá afmælis ísinn sinn sem hún var búin að hjálpa mér að búa til.Við vorum 9 í mat hjá mér um kvöldið,pabbi minn bættist í hópinn sem var fyrir,elsku kallinn minn,hann er orðin 94 ára gamall og ansi leiður og hrumur,maður hugsar alltaf,kannski eru þetta síðustu jólin hans,það er svo sárt að sjá hvað hann er orðin utan við sig og hefur enga ánægju af nokkrum sköpuðum hlut,ég vona bara að Guð gefi mér að ég verði ekki svona gömul,það hlýtur að vera ömurlegt.

Vissulega hugsa ég mikið til barnanna minna og þeirra fjölskyldna,sem eru ekki með okkur á jólunum.Ég sakana þeirra óendanlega mikið,en þökk sé símum og tölvum þá er maður í góðu sambandi,bæði við Gunna,Siddý,Guðlaugu,Ásgeir og Kristberg í Vestmannaeyjum,sem við höfum nú sem betur fer getað verið hjá tvisvar á jólum og svo þau hjá okkur þegar fjölskyldan var minni og svo eru það Sigrún,Ruud,Friðrik og Sigga í Noregi,það er svolítið lengra að fara og ekki höfum við enn látið verða að því að eiða jólum þar,þó mig hafi svo sannarlega langað til þess,það kostar bara svo mikið eins og ástandið er núna,en hver veit,ég á vonandi eftir að upplifa Norsk jól. Reindeer

Jæja nú er bara rólegheit framundan,nema á sunnudaginn,þá verður fjölskylduboð hjá "hinni" fjölskyldunni minni,ég á við blóðfjölskyldunni minni,við hittumst alltaf einu sinn á ári um jólin og það er bara alveg frábært,þannig geta þau af mínum afkomendum sem eru hérna náð að kynnast þessum parti fjölskyldunnar,hafi hún Rósa systir mín þökk fyrir að koma þessu á,hún er dugnaðarforkur,en nú er búið að koma þessu yfir á næstu kynslóð að sjá um og er það bar hið besta mál,ég hlakka mikið til að hitta þau öll.

Fireworks þann sama dag byrjar björgunarsveitin að selja flugeldana sína og þá erum við kvennasveitar konur á fullu bæði að aðstoða við söluna og eins að deila út heitu súkkulaði eftir flugeldasýninguna.Ég vona svo sannarlega að þeir sem á annað borð hafa efni á flugeldum láti björgunarsveitirnar njóta þess,en ekki þá einstaklinga sem eru eingöngu að reyna að græða sjálfir,en eins og allir vita er þetta ein aðal fjáröflun sveitanna og veitir ekki af. Jæja ég ætla nú að fara að hætta þessu pári,varð bara að deila þessu með ykkur vinir mínir um leið og ég sendi ykkur bestu óskir um farsælt komandi ár og þakka ykkur bloggvináttu ykkar á árinu sem er að líða2009 glasses.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Það var yndislegt að vera með ykkur um jólahátíðina eins og alltaf , hefði alveg viljað vera með ykkur í dag og fara í kyrkjugarðana og kvekja á kertum og eiga ljúfa stund með förnum ætingjum . Maður gefur sér allt of sjaldan tíma til að stoppa í gamla garðinum eins og mér fynst gott að koma þar . En svona er þetta bara , en og aftur takk fyrir allt þetta var dásamleg jól elska ykkur svo mikið .

Knúss og klemm

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 27.12.2008 kl. 00:32

2 identicon

Já mamma mín þetta var yndislegur dagur að fara í kirkjugarðinn og labba um og skoða öll fallegu ljósin, ég er svo innilega þakklát að litli engillinn minn fékk að hvíla beinin sín í þessum garði sem ég ólst upp við í 20 ár.. Þarna byrjuðu jólin hjá mér að fara í garðin og tendra ljós með þér og pabba.Christmas Angel

Kveðja og knús fyrir yndislegan tíma saman 

Laeila

Laeila Jensen Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Dóra

Sé að þú hefur átt góð jól ..bara yndislegt . Hvað er betra en að eiga góða fjölskyldu að.

Mikið hvað ég sakna þess að geta ekki heimsótt mína í garðinn yfir jólin.. Hér verð ég að láta mér næga að kveikja á kerti og senda góða hugsanir fyrir liðin tíma.

Eigðu góðan dag

kærleikskveðjur Dóra

Dóra, 28.12.2008 kl. 08:07

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Hæhæ Sigga mín gaman að hitta ykkur (dúlla) í dag Búin að ná í völu mína hún er ánægð með mig 

Óla og vala ,sjáumst  

Ólöf Karlsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband