23.12.2008 | 14:46
GLEÐILEG JÓL :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.12.2008 | 13:08
Smá hugleiðingar í aðdraganda jóla
Smá færsla til að láta vita af mér,hér er allt á rólegu nótunum þessa dagana,þar sem heilsan hefur oft verið betri,þá gerir maður takmarkað af hreingerningu og slíku,það kemur alfarið á Laeilu mína og þar sem peningaráðin eru svona í minni kantinum,þá eru gjafirnar í ár frekar smáar,en ástin og umhyggjan fylgir hverri gjöf og það er auðvitað það sem gildir.
Allavega ætla ég ekki að hafa móral yfir peningaleysi,það er ekki mér að kenna að þetta þjóðfélag er farið á hausinn og öryrkjar ellilífeyrisþegar og barnafólk þessa lands eiga að borga sukk útrásavíkinganna á meðan þeir fá að leika sér í sínum höllum áfram.
Ég hefði aldrei trúað að svona yrði komið fyrir Íslensku þjóðinni árið 2009,ég hef alla tíð verið stolt af að vera Íslendingur og er það auðvitað enn,það tekur engin frá mér,ég er bara sorgmædd yfir að það skuli fá að grassera svona ofboðsleg spilling og græðgi í þessu litla þjóðfélagi,sem til skamms tíma,var samfélag þar sem allir hugsuðu um náungan.Ef eitthvað var að,voru allir boðnir og búnir að hjálpa.
Ég man fyrir svona 12-15 árum síðan,þegar kviknaði í stóru blokkinni hér í Keflavík,Heiða dóttir mín bjó þar á efstu hæð ásamt þrem ungum dætrum.Þetta var skelfilegt ,börnin björguðust út fyrir atgervi Heiðrúnar löggu og annarra ágætra manna,en þær misstu allt sitt.Það sem kom okkur á óvart var hvað ólíklegasta fólk sýndi þeim umhyggju og sendu þeim gjafir ýmist peninga eða föt,fólk sem við þekktum ekki neitt og það var ekki einu sinni verið að safna fyrir þær eða nokkuð slíkt,ekki einu sinni sérstaklega minnst á það í blöðunum að þær fóru verst út úr þessu.
Það sem ég er að reina að segja er að á ekki lengri tíma,hefur samhugur okkar og umhyggja fyrir náunganum minkað og nánast horfið hjá þorra þjóðarinnar.Þetta er virkilega sorglegt,vegna þess að þetta var eitt af aðalsmerkjum Íslendinga og það sem maður var stoltastur af.Í dag er of mikið um að fólk hírist eitt heima í sinni vanlíðan og öllum virðist vera sama.Ég er samt ekki að tala um alla sem betur fer,enn eigum við mæðrastyrksnefnd,fjölskylduhjálpina,rauða krossinn og kirkjuna,sem hafa svo sannarlega hjálpað mörgum þessi jól og auðvitað verður það aldrei fullþakkað.Það sem ég á við með þessari hugleiðingu er,hvert er náungakærleikurinn farinn,þessi umhyggja sem maður fann fyrir hér áður þegar illa áraði hjá fólki og það átti erfitt,eins og Heiða mín,fyrir öllum þessum árum.Það er orðið allt of algengt að einstæðingar,ekki einu sinni svo gamalt fólk,er að finnast látið heima hjá sér,eftir jafnvel margar vikur,engin saknaði þess eða leit inn til þeirra.Þetta heyrði maður aldrei þegar ég var að alast upp,þetta held ég að komi með græðginni fólk hefur ekki tíma fyrir mannkærleika,það þarf að vinna til að eignast dauða hluti sem skipta engu máli þegar upp er staðið.Auðvitað verður ástandið í þjóðfélaginu breytt núna í kjölfar þessa peningahruns,allir þurfa örugglega að vinna enn meira ef þeir geta og nú ekki fyrir dauðum hlutum,heldur skuldum og aftur skuldum.Ég vildi svo sannarlega óska okkur öllum þess,að við lærum af þessu,snúum til baka,til þess tíma þegar náungakærleikurinn og umhyggja fyrir náunganum var einhver,þegar fjölskyldugildin voru mikils metin,þegar fólk þurfti að vinna fyrir því sem það eignaðist og kunni því að meta það sem það átti.Ég vona og bið að þessar hörmungar verði samt sem áður unga fólkinu til góðs,sem var farið að halda að það væri allt í lagi að kaupa hús,bíl og bússlóð á 100% láni og borga sem minnst!!!Að unga fólkið okkar fái að læra hvað það er sem skiptir máli í lífinu.Ef það gerist þá höfum við lært eitthvað og okkar verður kannski minnst sem þjóðarinnar sem komst út úr kreppunni á kærleika og réttsýni.
Þetta eru svona smá hugleiðingar hjá mér,það er kannski ekki gott að hafa nógan tíma til að hugsa svona fyrir jólin,þá dettur maður bara í heimspekiEn það er betra að hugsa svona held ég,heldur en að hella sér út í reiði,það fer svo svakalega mikil neikvæð orka út í samfélagið,með allri þessari reiði sem fólk sendir frá sér og það bitnar mest á þeim sem reiður er.
Nú ætla ég að hætta þessu rausi og fara að snúa mér að því sem skiptir mig mestu máli,að hlúa að mér og mínum.Ég var að koma úr blóðþrýstingsmælingu sem var nokkuð skelfileg,199-100,ætti sennilega að vera rúmliggjandi,en það gerist nú ekki.Þetta er nú svolítið skondið að núna þegar ég er ekki að stressa mig fyrir blessuð jólin,mér finnst ég bara afslöppuð,það er búið að vera að breyta lyfjunum mínum og alltaf hækka ég,svo nú var ég sett á nýjar töflur,sjáum hvað það gerir,en nú ætla ég að fara að slappa af,hlakka til jólanna með þeim börnum og barnabörnum sem eru nálægt okkur,hin verða hjá okkur í anda og við hjá þeim.Kannski blogga ég meira fyrir jól,svo nú segi ég bara bless í bili vinir mínir og vonandi hef ég ekki kaffært neinn með bullinu í mér(sem mér finnst auðvitað ekkert bull)munið að skilja eftir spor og fingrafar vinir mínir og ekki kafna í jólastressi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.12.2008 | 23:44
Montnasta mamma í heimi!!!!!!!
Hver segir að mömmur geti ekki verið montnar af krökkunum sínum þó þau séu fullorðin.
Sigrún dóttir mín er fertug,semsagt kona á besta aldri,hún flutti til Noregs fyrir að ég held bráðum 9 árum.Hún á dásamlegan mann og tvö frábær börn,sem eru orðin 19 og 16 ára.
Ég ætla sko ekkert að fara að segja ævisöguna hennar,heldur monta mig af henni.Eftir að hún er búin að koma krökkunum sínum farsælega í framhaldskóla,ákvað hún að drífa sig sjálf í skóla.Hún byrjaði í haust og það vita allir sem byrja nám eftir langan tíma,að það er meira en að segja það,en þessi stelpa gerir allt með glans sem hún gerir og í kvöld hringdi hún í mig,sagðist hafa verið í munnlegu samfélagsfræði prófi í morgun og hún fékk það hæsta sem hægt er að fá 6.Í Noregi er ekki gefið hærra.Fyrir stelpu sem kunni ekki orð í Norsku fyrir nokkrum árum að takast þetta,ásamt öllu öðru sem hún hefur afrekað,sem við sem þekkjum hana vitum um,er bara frábært,
Elsku Sigrún mín ,við fjölskyldan gætum ekki verið stoltari,þetta var sko flott jólagjöf,hjartanlega til hamingju ástin mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.12.2008 | 01:39
Bara smá blogg,búin að vera svolítið óþekk :(
Mig langar svo að blogga smá,þó ég sé búin að skrifa nóg í kvöld,er að útbúa jólagjöf,sem krefst mikillar texta vinnu.Svo ég hef þetta bara stutt.
Það voru sorglegar fréttir sem biðu mans í morgun,Rúnni Júll allur.Ég var einmitt að hugsa ,þegar ég sá tónleikana hans auglýsta,að það gæti verið gaman að fara,en fór í jólamat hjá björgunnar og kvennasveitunum.Þetta fékk mig til að hugsa enn og aftur,maður á bara augnablikið,þessi "strákur" var ári yngri en ég,búin að þekkja bæði hann og Maríu alla tíð,eins og gerist í litlum bæjum,eins og Keflavík var,þegar við vorum að alast upp.Ég bið Guð að gefa fjölskyldunni styrk í þessari miklu sorg.
Annars ofgerði ég mér eitthvað í gær,var frekar slæm í matnum í gærkvöldi,fór snemma heim og gat svo ekkert sofið í nótt,ekki gaman.Varð bara að segja ykkur frá dásamlegu fólki,sem ég þekki og gladdi okkur hjónin svo sannarlega í gær.Það var hringt í mig,um miðjan dag,var þar vinkona Heiðu dóttur minnar,hún var að bjóða okkur hjónunum á tónleikana með Bjögga kl 16 á morgun og ekki bara einhverstaðar,heldur á besta stað tíuþúsund kall miðinn.Ég bara trúði þessu ekki,hún og maðurinn hennar ætluðu að fara,en hann missti mömmu sína og á að jarða hana á morgun,svo fyrst þau gátu ekki skipt miðunum,ákváðu þau að gefa þá einhverju "góðu" fólki,hefði auðveldlega getað selt þá,en svona fólk er til,ótrúlegt,svo einu sinni enn,TAKK TAKK HALLA OG MUMMI.varð bara að deila þessu með ykkur,vinir mínir,það er svo ofboðslega sjaldgæft að hitta svona fólk í dag.
Að lokum,ég gleymdi að segja frá því í síðasta bloggi að Victoria prinsessa,heimsótti ömmu og afa um síðustu helgi og hjálpaði mér að setja upp jólalandið mitt,það er náttúrulega ófyrirgefanlegt að gleyma svona löguðu.Fyrirgefðu ömmustelpan mín.
Eigið svo ljúfa helgi vinir mínir og munið að kvitta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
1.12.2008 | 22:44
Viðburðaríkur dagur
Jæja þá er ég búin að fara og hitta doksa,hann var bara ánægður með mig,en virðist hafa gert meira en ég bjóst við.Ég má fara í léttar æfingar hjá sjúkraþjálfaranum mínum,eftir hálfan mánuð,en ekki í hópinn eða sundleikfimina fyrr en eftir 4-6 vikur en ég er alveg sátt við það,ég á alveg að ná góðri hreyfigetu í handleggnum og svo sagði hann í lokinn að ef ég ofgerði hinum handleggnum á meðan ég væri að jafna mig,þá væri ég alltaf velkomin til hanns aftur.Hann er algjör dúlla þessi maður,hann heitir Ágúst Kárason,þetta er í annað skiptið sem hann gerir við mig,þessi elska,líka búin að gera við Sigrúnu dóttir mína og kallinn minn,svo við höfum alveg rosa góða reynslu af honum,vona samt að ég þurfi ekki að fara til hans aftur,þó hann sé frábær.
Annars byrjaði dagurinn ekki vel hjá mér í dag.Fór í sparisjóðinn í morgun,að ganga frá þessu mánaðarlega þar.Þegar ég var búin að því,ætlaði ég að taka út tíu þúsund,til að hafa í Reykjavíkinni,þá fékk ég bara synjun á kortið.Ég vissi ekki betur en við ættum rúm hundraðþúsund á reikningnum,en nú var bara sexþúsund á honum.Ég rauk í þjónustufulltrúann minn og þá kom í ljós að örorkubæturnar mínar komu aldrei innÉg er ekki að djóka,ég hringdi í tryggingarstofnun,sú sem talaði við mig þar,sagði að þetta væri farið frá þeim og sagði alveg rétt reikningsnúmer,svo ég hringdi í þjónustufulltrúan og hún fann þetta ekki Svo í fyrramálið verð ég að fara á fullt að finna út úr þessu,eins gott að þessir aurar finnist,þetta eru einu krúnkurnar sem við eigum fyrir jólin En ég er bara bjartsýn,það er allt búið að ganga svo vel undanfarið,við fengum tildæmis þetta flotta 32 tommu sjónvarp með breiðskjá og þriggja ára gamalt,fyrir sautjánþúsund kall
Jæja vinir mínir,ég get ekki bloggað mikið lengur,farin að þreytast í öxlinni,gaman væri að sjá sporin ykkar sem flestra á síðunni minni,ég fer svo blogghring og kvitta á morgun er orðin þreytt kona.Guð veri með ykkur vinir mínir og eigið góða viku framundan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
25.11.2008 | 13:57
Örblogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.11.2008 | 00:04
Búin að vera fínn þessi dagur.
Ég ákvað allt í einu að blogga smá,þó ég sé dauð þreytt.Ég er búin að vera ótrúlega dugleg í dag og má til að monta mig svolítið.Ég er nefnilega búin að vera lasin síðan á sunnudag en í dag fór ég að hressast,svo ég gat farið í nuddið mitt niður í Átak,síðan keyrði ég pabba gamla, sem er 94 ára og á elliheimili,til að fara í bankann og svo að lotta og þá var minn maður ánægður.Síðan fórum við mæðgur út í Sandgerði,þar sem tvær dætur hennar Heiðu minnar búa.Það var fyrir löngu búið að ákveða að við myndum reyna að baka saman í þessari viku,þar sem ég er að fara í aðgerð með öxlina á mér á mánudaginn og á ekki von á að gera mikið eftir það.
Ég hef nú ekki bakað margar sortir fyrir jól,síðan ég bara man ekki hvenær,yfirleitt látið Jóhannes minn í Bónus sjá um það síðan við hjónakornin urðum tvö í kotinu.En semsagt nú var búið að ákveða að við skyldum hjálpast að,amma og ungdómurinn svo okkur var ekki til setunnar boðið,hnoðað uppí 5 sortir og bakaða 3 í dag,það var nú aldeilis afrek hjá þeirri gömlu og er ég bara pínu ánægð með mig.Stelpurnar leigja rosa flott einbýlishús þarna,eldhúsið er alveg æðislegt og ofninn draumur hverrar húsmóður,en Guð minn góður,það eru flísar á öllum gólfum og fæturnir mínir og bakið veina svo sannarlega í kvöld,en það var þess virði og ég ætla aftur á morgun að klára,þó ég eigi bæði æfingar og sundleikfimi ,það gerir ekkert til að verða þreytt ,ég fæ nógan tíma til að hvíla mig eftir helgi.
Ég ætla svo að setja upp jólaseríurnar um helgina,svo bara fæ ég hjálp við jólalandið mitt,sem er nú frekar stórt í sniðum,einhvertíma þegar ég treysti mér til,eða nú bara sleppi að setja það upp,ekki hundrað í hættunni.
Jæja vinir nú er ég hætt ætla að horfa á dagvaktina í endursýningu.Eigið góða nótt vinir skiljið eftir spor og kvitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.11.2008 | 21:48
LOKSINS LOKSINS :D
Bara smá gleði blogg til að láta alla mína vini að tölvan mín er komin úr viðgerð og ég er sko búin að fara einn hring til að heilsa upp á ykkur,ég hefði bara aldrei trúað því að ég myndi sakna bloggsins svona mikið,vonandi lendi ég ekki í svona hremmingum í bráð Hafið þið einhvertíma gengið í gegn um að bókstaflega allt bilar sem bilað getur í kringum ykkur???Allavega ég er sko búin að ganga í gegn um svona tímabil núna held samt að þessu fari að linna,því þetta er sko ekki tími til að endurnýja eitt né neitt
Þetta byrjaði með því að ísskápurinn minn fór að frysta,ég er svo heppin að dóttir mín býr hjá okkur núna svo hún gat lánað mér sinn ísskáp
Næst bilaði myndavélardruslan mín,en ég var svo ljónheppin að hún Heiða mín fékk myndavél í jólagjöf svo hún gaf mér sína gömlu
Bíllinn bilaði um daginn,en þar sem hann er í ábyrgð,var hann lagaður án þess að kosta krónu
Sjónvarpið hrundi,eins og ég var búin að skrifa um,þá vorum við svo heppin að vinkona Laeilu,lánaði okkur sjónvarp sem hún var ekki að nota,ég er svo sannarlega þakklát fyrir það,því ekki höfum við efni á að kaupa nýtt eins og ástandið er
Svo eins og allir vita hrundi tölvan um daginn,ég var svo heppin að það var harði diskurinn og hún var í ábyrgð,svo ég þurfti ekki að borga neitt þurfti samt að reka svolítið á eftir henni,þar sem þessir ungu tölvustrákar virðast halda að ef þú ert kona,komin yfir miðjan aldur,þá liggji manni ekkert á tölvunni sinni,en ég var fljót að koma piltinum í skilning um að mig vantaði gripinn og viti menn ,þá gekk þetta eins og í sögu ´
Við áttum von á vinahóp í heimsókn í gærkvöldi,ekki í frásögu færandi nema kaffikannan mín fór að láta eitthvað leiðinlega,ég ætlaði nú bara að hella upp á á gamla mátan,en Heiða mín sendi mér sína könnu til láns fyrir kvöldið
Svo til að kóróna vitleysuna,þá eyðilagðist klósetsetan hjá mér í gær já enga aulabrandara Vallý Kallinn minn gat nú gert við hana til bráðabirgða,áður en gestirnir komuen þar sem við búum í leiguíbúð hjá bænum og reynsla okkar af svona bilunum í íbúðinni eða húsinu,hafa ekki fengið hraða afgreiðslu á þeim bænum,gæti skrifað langa ritgerð um lekar útihurðir raka og ýmislegt ógeð og engin hlustar en í morgun hringdi semsagt bóndi minn og sagði okkar farir ekki sléttar,þurfti reyndar að hringja í þrjá staði,en viti menn,um hádegið birtist hér viðgerðarmaður,skoðaði aðstæður og eftir smá tíma var hann komin með þessa líka flottu setu,varla maður þori að nota hana en semsagt þarna ver ég svo sannarlega alveg ljónheppin,hugsið ykkur ef ég hefði nú þurft að bíða eins lengi og eftir útihurðinni(5 ár)
Svo þegar ég var að kvarta yfir þessu við Laeilu í gær,sagði hún,en mamma hugsaðu þér hvað þú ert heppin að þekkja svona margt fólk sem er tilbúið að lána þér,og þar sem það er auðvitað alveg satt,og ég er alveg forfalin Pollýanna,þá er ég alveg ótrúlega þakklát fjölskyldu vinum og svo auðvitað Hyrti hjá bænum fyrir alla greiðvirknina
Ég ætla að láta þetta nægja í bili elsku vinir,nenni sko alls ekki að blogga um þjóðmálin eða ástandið þar,hlakka til að sjá sporin ykkar vinir mínir,eigið góða nótt og ljúfa drauma
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
8.11.2008 | 00:50
Bara smá fréttir á lánstölvu.
Mér skilst að það sé farið að slá í gamla bloggið mitt svo að til að ég missi nú ekki alla bloggvini þori ég ekki annað en að blogga smá Fór loksins með tölvuna mína í viðgerð í dag,þegar ég loksins fattaði að hún var bara eins og hálfs árs og það var möguleiki að þetta væri harði diskurinn ætli megi ekki bara kenna aldrinum um svona fattleysi Allavega ég er með tölvu að láni sem er æðislegt,ótrúlegt hvað maður húkkast á bloggið,ég er virkilega búin að sakna allra minna bloggvina og hef notið þess að kíkja við og kommenta hjá þeim
Ég vil láta alla vita sem voru að fylgjast með henni Láru vinkonu minni,að hún hefur náð ótrúlegum bata og er komin heim Hún á auðvitað langt í land,en hún er seig og ég hef enga trú á öðru en hún rúlli þessu upp þessi elska,hún er algjör hetja til ykkar allra sem báðu fyrir henni með mér,hafið innilega þökk fyrir
Við gamla settið erum með ömmu og afa helgi,það er sko ekki leiðinlegt,fórum í Hafnarfjörðinn í dag og sóttum prinsessu Victoriu á leikskólann og hún ætlar náðsamlegast að leifa okkur að dekra við sig þessa helgi dásamlegt Mér finnst alveg ómetanlegt að hafa svona lítið kríli (hún verður fjögra á jóladag)það er svo gaman að spjalla við hana hún er svo mikill spekingur,svo kann hún þvílíkan helling af lögum og vísum sem hún þylur upp úr sér eins og ekkert séeins og þið heyrið er ég MJÖG montin amma,var eiginlega búin að ákveða að við fengjum líklega ekki fleiri ömmubörn,þegar hún fæddist síðan þá eru komnar tvær langömmu stelpur og það er ekki síðra svo til að verða svolítið væmin í lokin ætla ég bara að segja,mér finnst ég alveg óskaplega rík kona að eiga svona dásamleg börn,tengdabörn,barna og barnabarnabörn,það tekur engin frá mér nema Guð almáttugur.Hugsið ykkur bara,að geta notið samvista við fjölskyldu og vini,elska og vera elskaður,hvers virði eru verðbréf í samanburði við það,ég veit það svosem ekki,hef aldrei átt verðbréf og gæti ekki verið meira samaMeð þessum hugleiðingum kveð ég ykkur kæru bloggvinir,vonandi líður ekki svona langt á milli næst,eigið ljúfa helgi og endilega kvittið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
25.10.2008 | 00:21
Gott að kúra inni í vondu veðri .......
Mikið óskaplega erum við flestir Íslendingar heppnir að hafa hlýjar íbúðir og nóg að bíta og brenna,þrátt fyrir krepputal.Ég segi fyrir mig,þó bæði ég og maðurinn minn séum öryrkjar og eigum ekki einu sinni íbúðina sem við búum í tel ég okkur mjög lánsöm að geta látið fara vel um okkur,við sveltum ekki,eins og kannski sést á okkur við eigum hlý rúm að skríða upp í á kvöldin,en fyrst og síðast eigum við svo dásamlega krakka og þeirra fjölskyldur,sem vilja bókstaflega allt fyrir okkur gera.Í gærkvöldi þegar ég var að koma mér í rúmið,heyrði vindinn gnauða úti og sá ekki út úr augum,þegar maður leit út,varð mér hugsað til aumingja mannsins sem var að tjalda í Laugardalnum sjöunda veturinn hvernig í veröldinni getur þetta gerst á Íslandi og hann er svo sannarlega ekki einn,það eru mýmörg dæmi um allt niður unga krakka og unglinga,eru einhverjir búnir að gleyma umræðunni sem varð fyrir nokkrum árum um götubörnin á Íslandi???Ég man bara hvað mér brá þegar þessi ljóti sannleikur kom í ljós,hefði aldrei nokkurn tíma trúað því að svona lagað gæti þrifist í Reykjavík,nema hvað það söfnuðust einhverjir peningar,síðan hefur maður heyrt ósköp lítið um hvað varð um þessi börn einhvernvegin held ég að þarna hafi bara ósköp lítið breyst,leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.Það sem ég er að pæla með þessu er kannski,verum ekki allt of upptekin af því þó einhverjir peningar tapist,það er alltaf hægt að bjarga sér,maður þarf kannski bara að breyta kröfunum sínum,spyrja sig,verð ég að fá ný föt fyrir jólin,verðum við að kaupa stóra flatskjáinn sem ég sá í gær og verð ég að keyra um á flottum jeppa,semsagt kannski bara að forgangsraða upp á nýtt ,það eru svo margir sem hafa það svo mikklu ver heldur en við,svo hvað er maður að kvarta Voðalega er ég farin að vera leiðinleg,best að hætta áður en allir sofna Svona pælingar hellast stundum yfir mig og þá er nefnilega svo gott að koma þeim frá sér í bloggi ekki satt Kannski núna út af efnahagsástandinu og svo var 10 ára sjónvarpið okkar að gefa upp öndina,á þriðjudagskvöld og langþráður Grey's Anatomy þáttur loksins að byrja á miðvikudagskvöldi nú voru sko góð ráð dýr,þurfti að fara á miðvikudagsmorgninum og skipta um dekk á bílnum,spáð vitlausu veðri,svo það voru auðvitað engir afgangs peningar fyrir sjónvarpi,hefðu hvort sem er ekki verið það,þrátt fyrir dekkin jæja við eigum eitt 14 tommu tæki sem við mæðgur ætluðum bara að láta okkur nægja,en vorum þá svo heppnar að vinkona Laeilu átti 20 tommu tæki sem hún lánaði okkur,svo við misstum ekki af Gey's,þvílíkur léttir
Í dag smitaðist ég held ég bara af henni ladyvally,sem er búin að vera í þvílíku banastuði að fylla kistuna sína af góðgæti,svo ég ákvað að byrja á að rifja upp hvernig var að baka ofninn í þessari íbúð sem ég bý í núna er búinn að vera hálf leiðinlegur og ég var eiginlega búinn að afskrifa hann,ágætis afsökun fyrir að baka ekki jæja allavega ákvað ég í morgun að vera dugleg gróf upp brauðvélina sem Sigrún og Ruud gáfu okkur í jólagjöf fyrir nokkrum árum,ég var alveg rosalega dugleg að nota hana í nokkur ár,var reyndar farin að nota hana til að hnoða,tók svo við og hnoðaði betur og bakaði í ofni,finnst það koma betur út,brauðið ekki eins laust í sér.En aftur að deginum í dag,gróf upp brauðvélina,fór út í búð og keypti í bakstur,fann fullt af uppskriftum og svo var bara byrjað.Ég var reyndar búin að gleyma að blessuð vélin er svolítið mikið lengi að bara að hnoða og ég sem ætlaði að hafa nýbakað brauð og grjónagraut í kvöldmat (á maður ekki að herða sultarólina)en sá fram á að kvöldmaturinn yrði um kl.tíu í kvöld,svo ég breytti því snarlega í pizzu,en bakað svo þetta líka ljómandi góða kúmenbrauð og kúmenbollur svo nú er ég búin að prófa brauðvélina og ofninn og viti menn hann virkaði bara ágætlega,allavega á brauð,ekki mjög góður á fínar tertur en nú sem sagt ætla ég að verða hagsýnni húsmóðir,og það er bara gaman að takast á við það (eins og ég sé búin að vera svo óhagsýn)
Jæja er ekki komið nóg af þessu bulli,en mikið rosalega er gott að bulla svona,ég vona að ég hafi ekki svæft neinn,en ef svo er sofið þá vært vinir mínir en skiljið samt eftir smá kvitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)