21.2.2009 | 18:35
Hugleiðingar um bloggið og fleira....
Úr dagatalinu mínu góða,fyrir daginn í dag 21.Febrúar.Kærleikur Guðs getur umbreytt lífi þínu á undraverðan hátt.
Þessi orð eru svo sönn og á ég margar sögur því til staðfestingar,það er dásamlegt að hafa Guð með sér í gegn um lífið.
Það sem ég hef hugsað mikið um undanfarið er hvernig óþverskapur og einelti fær þrifist á síðum bloggsins.Það er alveg með ólíkindum að fullorðið fólk,sem kannski út á við,lítur út fyrir að vera virðingarvert,getur svo í skjóli nafnleyndar ausið annað fólk skít og svívirðingum án þess að blikna.Ég sá nú bara núna í vikunni,þvílíkt óþvera orðbragð á bloggsíðu hjá vinkonu minni ,ég hefði ekki trúað að svona sóðaskapur kæmi frá kvenmanni,varla trúað þessu upp á nokkurn mann!!! Ég velti fyrir mér hvað fær fólk til að hatast svona rosalega út í annað fólk að það verður sjálfu sér til skammar á netinu.Þetta fólk er eflaust sjúkt og eina sem hægt er að gera er að biðja fyrir þeim. Ég lenti sjálf, svona næstum því á milli, í svona heiftar áróðri.Svoleiðis var að þegar ég stofnaði til vináttu við þessa vinkonu mína var ég þegar í sambandi við tvær aðrar sem ég taldi mig þekkja sæmilega.Önnur þeirra kom til mín og varaði mig við henni,en þar sem ég læt mjög illa að stjórn í svoleiðis málum,sagði ég henni að ég dæmdi sjálf hvernig mér líkaði við fólk og þar við sat.Ég vissi svo ekki annað en að allt væri í lagi,ég fór á facebook og þar gerðust þær allar þrjár vinkonur mínar.Svo líður tíminn og þessi vinkona sem verður fyrir þessu einelti,fær á sig lokun á bloggið,ég kommentaði á það,því mér eins og svo mörgum öðrum fannst þetta ómaklegt (enda var búið að opna daginn eftir)jæja nema það að daginn eftir eru þessar tvær sem ég þekkti búnar að taka sig út hjá mér af facebook og bloggi!!!!!Það í sjálfu sér er hverjum manni í sjálfsvald sett hvers vinur hann vill vera og svo sannarlega vil ég ekki neyða neinn til vináttu við mig,því maður spyr sig,hversu djúpt nær svona vinátta.Ég kýs að eiga fáa en góða vini,það hefur reynst mér best og einhvernvegin hristast þeir af mér,sem eru ekki vinir heldur viðhlæjendur!!!Ég vil bara að þær viti,mínar gömlu vinkonur,ef þær lesa þetta,að ég er ekkert sár,en kannski svolítið hissa en ég bið þeim bara Guðsblessunar og þakka liðið,svo langt sem það nær.
Þetta voru svona hugleiðingar um bloggheima.Mér finnst mjög gaman að blogga og hef ekki hugsað mér að hætta því í bráð.Ég er kannski ekki sú duglegasta,nenni ekki að skrifa daglega,heldur safna í sarpinn og læt svo flæða þegar ég fer í stuð!!!Ég er líka að safna að mér vinum sem mér sýnist hafa svipaðar væntingar og ég um þessa netheima,mér finnst líka gaman að lesa skemmtileg og jákvæð blogg en nenni ekki að leita uppi þessi sem manni er sagt að séu full af skít.Svo er ég komin á kaf á facebokk og það er sko mikið gaman.Ég er nú bara rétt að byrja að læra á apparatið en er samt búin að kynnast fullt af fólki sem er bæði skylt og ekki.
Mér finnst svo skondið að ég,sem hvorki hef lært að skrifa á ritvél eða á tölvu yfirleitt,skuli samt geta allt þetta.Ég kláraði ekki gagnfræðaskólann á sínum tíma,ekki vegna þess ég gæti ekki lært,hafði bara lent í einelti í skóla og vildi bara fara að vinna.En ég er þannig gerð að ef mig langar að læra eitthvað þá bara geri ég það.Ég lærði t.d. bara einn vetur ensku í skóla,svo eignaðist ég ameríska vinkonu,svo ég lærði bara ensku með því að lesa amerískar ástarsögurog æfði mig svo á skriftinni og kann bara góða ensku í dag.Eins var með tölvuna,ég var skíthrædd við tölvur fyrst,viss um að ég myndi eyðileggja hana ef ég kæmi við hanaSvo kom tölva í vinnuna hjá mér,ég fór að þreifa mig áfram og kann þó það sem ég kann í dag og hef bara lært með því að prófa mig áfram.Mig langaði rosalega á grunn tölvunámskeið,en hef ekki haft efni á því,þá gerir maður bara svona og er ánægður með það ekki sattÞað er svo mikils virði að geta verið í tölvusambandi við fjölskylduna sína.Ein dóttir mín býr í Noregi og það er svo gaman að fylgjast með þeim í gegn um netið,þó við mættum svosem tala meira saman þannig en bara myndirnar og spjallið á fésinu og msn er gaman, eins á ég son í Vestmannaeyjum og aðra dóttir á Hafnafirði,það er líka svo svakalega gaman að fara á barnaland og bara svo margt sem hægt er að gera,þessi heimur hefur breyst alveg ótrúlega og skroppið saman bara síðustu tíu árin.Ég man þegar dóttir mín flutti til Hollands um tíma fyrir svona 10 árum,þá gáfu þau okkur faxtæki til þess við gætum verið í betra og ódýrara sambandi og það var æðislegt Ég skil svo vel núna foreldra mína,þegar þau voru að tala um hvað heimurinn hafði breyst á þeirra æfi,kannski er þetta merki um að maður sé orðinn gamall
Jæja vinir mínir,ég ætla nú að fara að hætta þessu í dag,vikan framundan full af gleði og ánægju,konudagur á sunnudag,er þegar búin að fá blómvönd svo er bolludagurinn,ég var svo sniðug um daginn þegar ég hélt upp á afmælið hjá Lilju að ég bakaði bollur og frysti svo afganginn svo ég á nóg af þeimog svo er sprengidagurinn á þriðjudag,þá ætla ég að elda stóran fullan pott af saltkjöti og baunum og fá börn tengda og barnabörn í mat,því þó ég megi ekki borða þetta góðgæti út af blóðþrýstingnum,þá er svo gaman að elda þetta og bjóða í mat en á morgun bíst ég við að vera í letikasti í tilefni dagsins.Það er hálfleiðinlegt veður,sonur minn var að fara á sjó í dag,það er alltaf hálf ónotalegt að vita af ástvini á sjó í kolvitlausu veðri,en þá er einmitt trúin það eina sem hjálpar,það er svo got að geta beðið Guð að gæta síns fólks,þegar maður finnur vanmát sinn hvort sem það eru veikindi eða annað
22.Febrúar,úr dagatalinu góða:Vegferðin gegnum lífið getur stundum verið þreytandi og erfið en góður félagsskapur gerir ferðina miklu ánægjulegri.Réttu samferðafólki þínu hönd vináttunnar.
Svo mörg voru þau orð,kæru vinir, ég bið þess að þið eigið góða viku framundan og kærar þakkir fyrir vináttu ykkar.Guð blessi ykkur.
Athugasemdir
Hæ Sigga mín,jú þau eru búin að vera skítleg skítköstin á blogginu,en við tökum ekki þátt í því vinkonurnar Flott færsla hjá þér esskan...knússss og kossar og jú auðvitað faðmlög
Berglind Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 21:08
Sæl og blessuð
Á eftir storminum kemur logn. Þú ert aldeilis rík, nóg af börnum og barnabörnum og nóg að gera.
Til lukku með morgundaginn
Megi almáttugur Guð vera með þér.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.2.2009 kl. 02:10
Elsku mamma og Laeila innilega til hamingju með daginn :) frábræt blogg hjá þér eins og alltaf þú ert dásamlega , knúss og kossar hlakka til að koma í salkjöt og baunir ummmm
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 22.2.2009 kl. 12:58
Já Berglind mín,en við ætlum EKKI að taka þátt í þessu vinkona og takk takk fyrir síðast,þetta var æðislegur hittingur ljúfan mín og til hamingju með konudaginn.
Já Rósa mín,við erum svo sannarlega blessuð, við eigum dásamlega fjölskyldu og þá skiptir annað ekki máli,ekki rétt vinkona,og já til hamingju með konudaginn ljúfan.
Heiða mín sömu leiðis til hamingju með daginn,ég hlakka líka óendanlega til að fá ykkur öll í baunirnar,knústu litlu prinsessuna mína frá mér,elska þig dúllan mín.
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 22.2.2009 kl. 13:54
Sæl aftur ..já systir góð slúður og neikvæðni er mannskemmandi og ég held að þeyr sem ástunda það geti ekki liðið vel í sálinni og eigi að leyta sér hjálpar.
En það sem ég vildi segja ,að eins og þú þá hef ég ekkert lært hvorki á ritvél ,né tölfu nema ég fór á 6 tima námskeið fyri algjöra byrjendur fyri svona 10 árum fyrir austan.og hef síðan verið að þreyfa mig áfram,en alltaf langað og verið að hugsa um að fara á námskeið.
Nú er svo komið að ég er að byrja á morguná námskeiði sem er 30 tímar og er á
mánudögum og miðvikudögum k.l.13 til 16 og líkur 19 mars.það kostar 20.500 k.r ég veit svo sem ekki hvort það er svo dýrt en það er fyrir 60+bæði fyrir algjöra byrjendur og þá sem eru aðeins konir inn í og farnir að bjarga sér eitthvað.
Gaman hefði nú verið ef þú hefðir tækifæri á að koma líka .Við værum örugglega góðar þar saman.Skólinn heitir Tölvuskólinn isoft-þekking,og er í Skeifunni 11b .síminn þar er 511-3080.Verðum í sambandi Knús og kærleikur til þín og þinna.Rósa systir.
Rósa Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:04
Vá flott færsla hjá þér og takk fyrir commentin,ég er líka með facebook þú getur fundið mig olofj007@torg.is ég vissi um þessar deilur,sem komu mér á óvart,ég lenti í einelti hérna en ekki sama og þær hérna,þannig að ég þurfti að breyta að ég get valið um hver sendir mér línur skiluru,ég er frekar viðkvæm kona og má við svo litlu eins og er,,en allt er að birta til takk aftur fyrir mig elsku blogvinkona
lady, 22.2.2009 kl. 16:28
já til hamingju með konudagin
lady, 22.2.2009 kl. 16:28
Rósa mín,alltaf gaman að fá koment frá þér elskan,gott hjá þér að fara á þetta námskeið og já vissulega hefði verið gaman að vera með þér,en því miður ekki til aukakróna fyrir einhverju svona,en það er sko í lagi,bara gaman að baksa við þetta sjálf og svo er Laeila mín dugleg að hjálpa mömmu sinni.
Lady mín rosa gaman að fá koment frá þér vinkona,mér finnst þú svakalega dugleg og gott hjá þér að hætta ekki að blogga þrátt fyrir alt,gangi þér vel ljúfan og ég mun leita þín á facebook.
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 22.2.2009 kl. 18:26
Mikið rosalega ertu góður penni.. og frábært bloggið þitt ´.. þú kemst svo skemmtileg að orði þegar þú ert að segja frá samma mín..
Já neikvæðni og niðurrif hefur svo neikvæð áhrif á sálina.. Ég held að það séu manneskjur sem hafa það svona slæmt sem geta gert svona eins og með orðbragðið á síðunni hjá vinkonu þinni.. Ég sá þetta og varð bara kjaftstopp.. Hef bara aldrei séð svona... Já svona fólk er sko verst sjálfum sér..
En annað vildi ég segja þér að þú ert svo dugleg að prófa þig áfram að þú átt stóra RÓS skilið hvað þú ert dugleg ...
En kannski kanntu bara allt sem er á þessum námskeiðum.. Hver veit duglega kona.. Annars ættirðu að tékka á þínu verkalýðsfélagi hvort þeir borga ekki svona námskeið... Það sakar ekki að tékka á því..
Og enn og aftur til hamingju með daginn.. Hér voru engin blóm .. ég fékk blóm á síðasta sunnudag.. og læt það bara duga...
Haltu svo áfram að vera svona dugleg elskan...
Risaknús frá mér dúllan mín Dóra
Dóra, 22.2.2009 kl. 22:50
Takk Dóra mín,það er nú alltaf gott þegar einhver er ánægður með það sem maður er að gera,ég er bara svo óvön svona miklu hrósi,er að reyna að læra að taka því.Þetta með veraklíðsfélagið...ég er búin að vera öryrki of lengi,þeir gera ekkert fyrir mig.Risaknús til baka á þig duglega kona og hafðu það sem best.
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 22.2.2009 kl. 23:55
Þú ert svo yndisleg kona. Þetta er svo rett sem þú ert að tala um í sambandi við bloggvini, svona skítsháttur á ekki að eiga sér stað en það er bara svo mikið til af svona fólki, ég seigi að þeim liði þvílíkt illa í sálinni.
Mér finnst frábært að þú skulir vera svona dugleg að koma þér i enskuna og tölfuna, ég er enn hálfhrædd við hana, v ar eins og þú, helt að ég mundi eiðileggja hana og held það enn, en ég veit lika að við eiðileggjum ekkert en svona er maður bara en þetta kemur alt saman.
Kærleiksknus til þín elsku Sigga
Kristín Gunnarsdóttir, 24.2.2009 kl. 09:43
Mér líkar við konu eins og þig segir hlutina eins og þeir eru.
Þakkaðu fyrir að vera þú.
Átt þú góðan dag vina.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 24.2.2009 kl. 11:36
Æi takk elskurnarKristín mín,ég held að við séum ekkert ólíkar,þess vegna sóttist ég eftir þér vinkona.
Takk sömu leiðis Anna Ragna mín eins og þú veist er alltaf best að segja hlutina eins og þeir eru,vonanadi eru tásurnar að skána.
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 24.2.2009 kl. 16:01
Öll að koma til takk.
Kv
Anna Ragna Alexandersdóttir, 25.2.2009 kl. 22:57
Hæ Sigga mín.....góða helgi,vona að þú hafir það gott luv Batnaðarkveðjur til Laeilu
Knús og kram....
Berglind Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 11:20
Berglind mín takk fyrir addið og kveðjurnar,hafðu líka góða helgi ljúfan mín.
Helga mín við vitum manna best hvernig þessi mál eru og ég held að við séum menn að meiri að taka ekki þátt í þessari vitleysu allri,eigðu góða helgi ljúfan og takk fyrir kveðjurnar.
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 27.2.2009 kl. 15:27
Sæl.
Einelti í hvaða mynd sem er algerlega ólíðandi.Gott hjá þér að opna umræðu það.
Flott að drífa sig áfram og læra það sem læra þarf.
Solla Guðjóns, 1.3.2009 kl. 21:48
Þakka þér fyrir komentið Solla mín,og svo sannarlega er aldrei of mikið talað um einelti,það þarf bara að ÚTRÝMA því.
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 1.3.2009 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.