Góð hugmynd,blogga jákvætt þessa viku......

HVAÐ ER ÞAÐ SEM ENGRI ANNARRI  LIFANDI VERU ER FÆRT AÐ GERA NEMA MANNINUM?AÐ BROSA.GUÐ GAF MANNINUM ÞÁ EINSTÖKU GJÖF AÐ GETA BROSAÐ.

þessi tilvitnun kemur úr dagatalinu mínu góða og er fyrir gærdaginn 26 janúar.Þegar ég fékk þessa tillögu frá Dóru bloggvinkonu að blogga (og hugsa) jákvætt þessa viku fannst mér þetta smellpassa við þá hugsunGrin Þar sem ég hef ekki hugsað mér að tala neitt um stjórnmál eða það sem er í gangi á þeim vettvangi þá er þetta bara auðvelt skal ég segja ykkurTounge

Gamla kellan sem býr hjá mér hefur bara verið þokkalega til friðs að undanförnu,bara einn dagur sem ég var frá í æfingunum mínum út af frekjuganginum í henni,annars fær hún ekki að komast upp með neitt múður greyið og verður bara að hýrast ein í sínu skoti,því hún veit hún er ekki velkomin núna þegar ég er á fullu að byggja mig uppJoyful

Ég er byrjuð í sundleikfiminni minni aftur,tvisvar í viku,,svo er ég tvisvar í viku í gigtarhóp sem æfir í tækjasal og svo er ég í nuddi einu sinni í viku. Allt þetta fæ ég nánast frítt!!!!!!já svo er verið að segja að það sé vont að vera öryrkji á Íslandi...allavega ekki að þessu leiti.Ég er hjá sjúkraþjálfuninni Átak í Reykjanesbæ,búin að vera þar í 8 ár,alveg frábært starfsfólk og aðstaðan eins og hún gerist best.Ég er búin að vera hjá þeim síðan þetta var bara lítil stöð með tveim sjúkraþjálfurum og til dagsins í dag.Þau eru orðin 6 að minnsta kosti komin í algjörlega frábæra aðstöðu í nýju húsnæði á Nesvöllum,húsnæði fyrir aldraða hér í bæ.Það er alltaf verið að finna upp á einhverjum nýungum hjá þeim og það nýjasta er semsagt sundleikfimin,sem er náttúrulega toppurinn á þessu öllu samanJoyful Ástæðan fyrir að ég þarf svona lítið að greiða fyrir þetta allt saman er að tryggingarnar taka við þegar ég hef borgað 20 skipti og núna er það þannig að með einu læknisvottorði getur maður fengið ALLA sjúkraþjálfun sem í boði er og maður þolir.Og fyrir þessi tuttugu skipti er maður að borga innan við 8000 kr og svo frítt í árLoL það væri bara bilun að notfæra sér þetta ekki fyrst maður þolir það,ekki sattWink Svo ég var í sundi í gær, æfingum í dag, nudd og sund á morgun og æfingar á fimmtudag,er þetta ekki bara dásamlegtJoyful

Jæja ég ætla nú ekki að hafa þetta blogg langt þarf að fara að vekja bóndann og koma okkur í æfinga,hann er nefnilega tvisvar í viku í sjúkraþjálfun líka,hann þolir nú ekki meira en það kallinn minn,en það er sko betra en ekkert.Samkvæmt öllu eðlilegu ætti hann nú ekki einu sinni að geta gengið,búin að hálsbrotna tvisvar plús mörg önnur slys og veikindiCryingen það er seigt í kallinum mínum enda kominn af sterku fólki úr Aðalvíkinni sem kallaði nú ekki allt ömmu sína,svo það hefur aldrei verið nein uppgjöf í hans huga frekar en mínum.Við erum líka lánsöm að eiga frábær börn tengdabörn og barnabörn sem eru alltaf boðin og búin að hjálpa okkur,þó þau hafi öll fengið sinn skerf af veikindumCrying En þau eru seig og gefast ekki heldur upp enda þíðir það ekki neitt,maður verður að berjast það gerir engin fyrir mann.

Um helgina verður fullt hús hjá mér sem er bara gaman,Heiða,Lilja og Victoria koma og verða helgina,ég ætla að vera með kynningu hérna heima á Volare vörum,sem eru algjörlega frábærar Aloa Vera vörur frá Ísrael,búin að nota þær lengi og var sjálf að kynna þær á tímabili.Wink 

Kæru vinir reynum að hugsa jákvætt og brosa,lífið verður svo miklu auðveldara þegar maður gerir það,mér finnst til dæmis alveg nauðsynlegt að fara yfir daginn í huganum og finna eitthvað jákvætt til að þakka fyrir áður en ég fer að sofa og það tekst yfirleitt.

27janúar:Til þess að gefa lífi þínu gildi skaltu verja því til þess sem skiptir máli.

Kærleiksnús á ykkur öll og endilega kvittið svo ég sjái hverjir lesa þessar hugleiðingar mínar.Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ systir góð alltaf jafn skemmtilegt að lesa bloggið hjá þér.Við hjónakornin vorum að koma frá Neskaupstað ,þar sem við fórum við jarðaför systir hans Nonna.vorum í 5 daga.        þurftum að tæma og ganga frá íbúð sem hún var í hjá eldri borurum .Það var gott að koma heim aftur  því að alltaf er best að sofa í sínu rúmmi . Nonni var mjög slappur og þreyttur .Halltu áfram á jákvæðu nótonum kæra mín því manni líður mikið betur ,heldur en þegar maður er í neikvæðna gýrnum .

 Knús og kveðja til þín og þinna

Rósa Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:18

2 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Eins og allta mamma frábært blogg hjá þér , get ég alveg sagt með sanni að ef ég ætti ekki ykkur þessa dagana þá væri fátt sem fengi mig til að brosa . Hlakkar mjög til að koma í mömmu og pabba knús um helgina

Knúss og klemm elska ykkur

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 28.1.2009 kl. 06:51

3 Smámynd: Dóra

Samma mín þú ert frábær penni.... Ættir að skrifa oftar... Færð mann til að brosa af lífinu...

Kærleikur til þín og eigðu góðan dag  Dóra

Dóra, 28.1.2009 kl. 07:52

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Hæ Sigga mín er dottin út og dottin inn ,hel ég sé tínd ef þú finur mig láttu mig þá vita

Ólöf Karlsdóttir, 1.2.2009 kl. 23:47

5 Smámynd: Dóra

Heyrðu elskan ....ef ..ég væri að vinna hjá þér og vikan væri svona lengi  að líða ... þá fengi ég sára lítið útborgað..

 þessi vika hvað ? Ekki væru nú allir glaðir ef vinnuvikan væri svona löng *GG*

Nú vantar greinilega nýtt blogg ekki nema að þú ætlir að taka þér frí eins og ég .. í einhvern tíma.. kærleikur Dóra

Dóra, 7.2.2009 kl. 23:28

6 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Nehei Dóra mín ,það bara teygðist aðeins úr vikunni hvaaa sorry fer að blogga bráðum,en finnst fúlt að þú sést að hætta stelpa

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 8.2.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband