4.1.2009 | 14:59
Nýtt ár---hefði getað byrjað betur...og þó?
Gæfan liggur ekki á glámbekk og bíður þess að verða uppgötvuð.Þeir sem eiga trú og þolgæði munu finna hana líkt og falinn fjársjóð.
þessi hugvekja kemur ekki frá mér,ég er ekki svona djúp,heldur fengum við í jólagjöf frá Vestmannaeyingunum okkar,dásamlegt margnota dagatal,með svona hugleiðingum fyrir hvern dag.Mér finnst frábært að byrja daginn með því að kíkja á hvað hver dagur hefur fram að færa og hef hugsað mér að leifa ykkur sem bloggið mitt lesið að njóta með mér,þetta var semsagt dagurinn í dag 4.Janúar.
Kæru vinir nær og fjær ég óska ykkur enn og aftur gleðilegs árs og farsældar og vonandi áframhaldandi bloggvináttu á nýju ári.Áramótin voru frábær,ég eldaði stærðarinnar kalkún og voru áhöld um hvort hann kæmist inn ó ofninn minn,annars var plan B að fara með hann upp á vallarheiði til stelpnanna hennar Heiðu,þar eru þessi stóru amerísku heimilistæki,en semsagt þess þurfti ekki og tókst bara eldunin á kalla vel við vorum10 fullorðin og þrjú börn,horfðum saman á skaupið,skutum upp og svo bjó ég til heitt súkkulaði og var með brauðtertu og gúmmelaði með,þetta er orðin hefð hjá okkur og má ekki klikka.Á nýársdag tókum við hlutunum bara með ró,Heiða og stelpurnar fóru heim til Hafnafjarðar eftir kvöldmat,þá voru Lilja og Victoria búnar að vera hjá okkur í nokkra daga því Heiða var búin að vera svo lasin öll jólin,svo við vildum gefa henni frí í von um að hún myndi jafna sig.En það gerðist sko alls ekki,hún hefur þjáðst af nýrnasteinum í þó nokkurn tíma núna,búin að fara fjórum sinnum í steinbrjótinn á hægra nýrað og einu sinni á hitt og ekkert gengur.Læknarnir voru búnir að segja að sennilega þyrfti að gera aðgerð á því hægra,þar sem ekkert gekk að sprengja,en allavega var hún mjög slæm í gær svo við kallinn minn fórum með hana á bráðamóttökuna um hádegi,biðum þar allan daginn,alltaf átti að fara að ákveða hvað ætti að gera,um átta leitið var svo ákveðið að láta hana vera nótina og stefna á aðgerð í dag,til að ná steini sem var fastur í þvagleiðaranum.Í morgun var svo ákveðið að bíða til morguns og hafa samráð við læknirinn hennar með aðgerðina og er ég að vona að það þýði á mannamáli að þeir reyni þá að losa hana við allt þetta grjót.Svo að þó að gærdagurinn hafi verið strembin og kannski ekki óskabyrjun á nýju ári ætla ég að trúa því að þetta endi bara allt vel og Heiða mín hressist og þetta ár verði henni betra heilsufarslega heldur en það gamla. Annars er ég bara hress,ætla að hafa náttbuxnadag í dag,en get svo ekki beðið eftir að byrja í æfingunum mínum og sundleikfiminni,það verður æðislegt,ég er alveg búin að jafna mig í handleggnum og bara eins stálsleginn og gigtar skrokkur getur verið.
Ég held ég hafi þetta ekki lengra núna en enda þetta á spakmæli morgundagsins,sem mér finnst eiga mjög vel við akkúrat núna:Það er engin hamingja í líkingu við þá gleði sem fæst við að hlúa að lífi annarra.Með þessu kveð ég ykkur vinir mínir,eigið ljúfan dag.
Athugasemdir
Já gleðilegt árið enn og aftur .. vona að dóttirin hressistog að það veri eitthvað gert fyrir hana, það er alveg ferlegt að fá þessa nýrnasteina..
Þessi kalkúnn hefur vonandi ekki verið eins og í myndinni með Mr Bin... sé ykkur í anda troða honum inn í ofninn.
En nammi namm eitt súkkulaði og brauðterta.. hvað er hægt að hafa það betra...
Frábært dagatal sem þú hefur fengið...
kærleikknús til þín og þinna...
Dóra, 4.1.2009 kl. 18:16
Já Dóra mín það þurfti allavega tvo til að lyfta honum upp úr ofninum,held ég hafi aldrei eldað svona stórt kvikindi og er samt búin að vesenast með kalkún í þessu allavega í tæp fjörtíu ár
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 4.1.2009 kl. 21:59
Vona að Heiða nái sér þetta er sá kvalafyllsti steinn sem til erSem betur fer hefur alltaf skilað sér niður hjá mér ,
Hef fengið þennan fjanda 6 sinum .
Vona að hann skili sér niður hjá henni á þessum biðtíma svo Óska ég
Kveðja Óla og vala
Ólöf Karlsdóttir, 4.1.2009 kl. 23:40
Gleðilegt ár og hafðu það ljúft á nýju ári Elskulegt knús
Brynja skordal, 5.1.2009 kl. 14:29
Gott og gleðilegt ár elsku mamma mín og pabbi. Vonandi verður þetta árið heilsugott og gott á alla hátt, bara svona eins og við vonum um hver áramót. Það hlýtur nú að koma að einu svona ári bráðum dúllan mín. Vona að Heiðu fari að skána og hún fá nú líka hoppandi hamingju ár
Elska ykkur í ræmur og bita, ætla að setja síma í hleðslu og þá get ég hringt í þig á morgun
Sigrún Friðriksdóttir, 9.1.2009 kl. 00:42
Saknaði þín á Fimmtudagskvöld .Jú bara nóga leti og vera í faðmi sófusar .Það er eini faðmur sem ég hef
Og ég elska hann Knúsí knús Sigga mín Óla og Vala
Ólöf Karlsdóttir, 10.1.2009 kl. 01:11
Hvað er að frétta af dóttur þinni
Ólöf Karlsdóttir, 10.1.2009 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.