Nýtt ár,ný tækifæri.

Viljirðu lifa hamingjuríku lífi skaltu byrja hvern dag á að minnast einhvers sem þú ert þakklátur fyrir.

Þetta kemur úr dagatalinu mínu góða,sem ég fékk í jólagjöf í fyrra,það er svo mikil speki í þessu dagatali og oft undanfarið ár,hefur það huggað mig og hughreyst,gefið mér kjark og hjálpað mér að sjá birtuna,þó mér hafi fundist allt vonlaust.Svona getur ritað mál hjálpað manni,ef maður er opin fyrir því sem maður les og nú er komið nýtt ár,með nýjum uppákomum og ég er sannfærð um að ég á eftir að finna huggun í orðum þessarar gjafar,sem heitir Vegur til farsældar og er alveg frábær lesning,ég held reyndar að ég hafi skrifað um það áður,en það sýnir bara  hversu mikils ég met það.

Mig langar kannski að gera upp árið 2009,árið sem ég varð 65 ára og það sem meira er elsti sonur minn 45 Crying það getur bara ekki verið,að ég eigi svona gamalt barn Gasp haha,ein að þykjast vera svo ungWink.En í alvöru,það er nú ekki svo gamalt að vera 65,ég á pabba sem er 95 og það kallast að vera komin á virðulegan aldur,annars er ég ekkert að velta fyrir mér hvað ég er gömul,ég veit að ég er miklu yngri en skrokkurinn minn sýnir og það er það sem skiptir máli,ekki einhver talning á árum.Ég varð líka langamma í þriðja sinn á árinu,en það segir heldur ekkert um hvað ég er gömul,ég varð nefnilega svo ung amma,bara 38 ára sem er auðvitað enginn aldur,svo þið sjáið að ég er enn kornung og ætla mér að halda mér þannig eins lengi og ég lifi Tounge

Fyrripartur ársins var frekar slappur heilsufarslega fyrir okkur,mikið slen og slappleiki.Ég lét mér ekki einu sinni detta í hug að það tengdist eitthvað íbúðinni sem við bjuggum í,sem var full af raka og sveppum,ég bara skrúbbaði og þreif alla sveppi jafnóðum og tengdi ekkert hvað var í gangi.En þá greip almættið inn í,sá auðvitað að ég ætlaði bara að gera gott úr öllu og sætta mig við þetta Halo Okkur bauðst ný íbúð,á besta stað í bænum að mínu mati,mér fannst ég vera komin heim og það var eins og við manninn mælt að heilsufarið tók stóran kipp hjá okkur öllum,ég varð full af orku og fór að geta gert hluti sem ég hef ekki gert í mörg ár,Friðrik fór að ganga út nánast á hverjum degi,enda staðsetningin frábær til slíks og veðrið dásamlegt í allt sumar,Laeila losnaði við nýrnaverkina og aðra kvilla sem voru búnir að hrjá hana,hún fékk herbergi með sér inngangi og baði í sömu blokk og íbúðin okkar er,svo ég segi að þetta hafi svo sannarlega verið bænasvar,jafnvel þó ég hafi ekkert endilega verið að biðja um ÞETTA,þá var það nákvæmlega það sem við þurftumInLove

Heilsufarinu á Frikka hefur nú hrakað smávegis í haust,hann þurfti að leggjast tvisvar inn á sjúkrahús út af hjartaveseni,en það er allt í áttina,vona ég.Hann hefur þjáðst af svokölluðum kransæðarkrampa í mörg ár,svo fór hjartað að taka upp á því að slá í vitlausum takti og þurfti að koma því í réttan takt aftur,það er enn verið að vinna með þetta,en mér finnst hann hressari og vona að þetta taki bara smá tíma,er að vonast til að heyra í hjartalækninum hans á miðvikudaginn og fæ þá vonandi einhverjar skíringar.

Nú fer að koma að því að báðar mömmur langömmubarnanna minna flytji,önnur fer með stelpurnar sínar austur á firði,þar sem maðurinn hennar er búin að fá vinnu í álverinu á Reyðarfirði og systir hennar flytur til Noregs með litlu snúlluna sína og mann,þau ætla að búa hjá Sigrúnu og Ruud til að byrja með sem er auðvitað hellings öryggi,en mikið svakalega eigum við eftir að sakna þeirra,þær eru báðar búnar að búa hér í Keflavík og hafa verið rosalega duglegar að koma til okkar með stelpurnar,en ég skil  þær vel,það er bara því miður ekki hægt að bjóða ungu fólki upp á það sem er í boði hér á suðurnesjum,engin vinna,allt hækkar nema framfærslan,auðvitað reynir fólk að bjarga sér,ég myndi gera það líka ef ég væri ung og heilsuhraust.

Svo það er bara að bíta á jaxlinn og böðlast áfram,við höfum auðvitað Victoriu litlu,en hún missir líka rosalega mikið,þær eru svo miklar vinkonur eldri hennar Lindu og hún,en við verðum bara að vera dugleg að gera eitthvað með henni þegar hún kemur í ömmu og afa helgi,það er bara ekkert öðruvísi.

En áfram með uppgjörið á árinu.Það að flytja var náttúrulega hápunkturinn á árinu fyrir okkur,en við gátum ekkert leyft okkur að fara neitt í sumar.Það var í sjálfu sér allt í fína,við vorum svo ánægð að vera komin hingað og svo var veðrið svo dásamlegt að maður þurfti bara að fara aðeins út fyrir dyrnar til að njóta sumarsins.En peningaleysið var ansi slæmt,ég held ég hafi talað um það áður,hvað var rosalega erfitt þessi skipti sem við urðum að leita til fjölskylduhjálpar,mér hefur aldrei nokkurn tíma liðið eins ömurlega,hélt reyndar að sá dagur ætti aldrei eftir að koma,sem ég þyrfti að betla mér til bjargar,en það var nákvæmlega tilfinningin sem ég hafði,ég hef skammast mín svo fyrir þetta að hvorki börnin mín né systur hafa vitað af þessu,en það er kannski bara komin tími til að viðurkenna að maður er orðin ölmussumanneskja Frown Við tilheyrum þeim hópi fólks hér á landi,sem töldumst miðstéttar fólk,höfðum það alveg þokkalegt,áttum íbúð og bíl,en fórum ekki mikið til útlanda,ferðuðumst meira innanlands og vorum bara sátt við það.Svo missti Frikki heilsuna og stuttu seinna lenti ég í árekstri og missti líka heilsuna,þannig að við enduðum með að selja íbúðina okkar,fara að leigja hjá bænum og fyrr en varði var andvirði íbúðarinnar,sem átti að vera varasjóðurinn okkar farinn og við höfðum bara bæturnar okkar,sem eru svosem ekkert til að hrópa húrra fyrir,en við skrimtum alveg og allt í lagi með það.En síðasta ár fór allt rass yfir haus,lyfin okkar hækkuðu upp úr öllu valdi,lækniskostnaður,matvara og þjónusta hækkaði og allt í einu voru peningarnir búnir um miðjan mánuð og þá voru góð ráð dýr.Ég vil ekki að nokkur maður misskilji hvað ég er að segja,ég er ofboðslega þakklát fyrir fjölskylduhjálpina og alla þá hjálp sem er í boði fyrir fólk eins og okkur,það er bara ég sem á svo svakalega erfitt með að sætta mig við að vera komin svona langt niður að þurfa að þiggja þessa hjálp,hélt alltaf að það væri bara "fátæka" fólkið sem "var á bænum" sem þyrfti svona hjálp,kannski er Guð að kenna mér auðmýkt,hvað veit ég,allavega held ég að við eigum að læra eitthvað mikið af þessu.

Svo að þessu leiti hefur árið verið alveg ferlega töff,það var líka rosalega erfitt að sætta sig við að við gætum ekkert komist til að heimsækja Sigrúnu og Ruud í Noregi,en æðislegt að hún og krakkarnir komu í sumar,sakna þess samt að hafa ekki hitt uppáhalds tengdasoninn minn þetta árið,en svona er þetta bara.Við fórum heldur ekkert til Vestmannaeyja í allt sumar,en þau voru dugleg að koma til okkar,bæði að hjálpa okkur að flytja og svo á Ljósanótt eins og Sigrún,en það er samt ekki eins og að fara til þeirra,mér finnst ég vera að missa af krökkunum,bæði í Eyjum og Noregi,en svona er lífið,börnin mans ákveða sína vegferð og við verðum að sætta okkur við hana og reyna að gera eins gott úr henni og hægt er

En svo ákváðum við bara að hætta þessu volæði,skella okkur til Eyja um jólin og njóta þess að vera með fjölskyldunni þar.Það var dásamlegur tími,við nutum hverar mínútu,það var svo gaman og yndislegt hvað þau voru ánægð að hafa okkur,vildi svo sannarlega óska að við ættum eftir að eiga jól í Noregi einhveratíma líka og hver veit kannski verður það ef Guð lofar.Síðan komum við heim á þriðja í jólum og virkilega búin að njóta jólarestarinnar með Laeilu,Heiðu og dætrum,við héldum áramótin saman,það verður allt svo miklu léttara þegar allir hjálpast að og kaupa inn saman og njóta samvista hvert með öðru.

Í samræmi við orðin á dagatalin mínu góða ætla ég að íhuga hvað það er sem ég get verið þakklát fyrir og það er sko ekkert smáræði.Ég er svo heppin að eiga tvær dásamlegar fjölskyldur,þá sem ég fæddist í og þá sem ól mig upp og til að kóróna allt saman er ég í frábæru sambandi við þær báðar.Ég á góðan mann og dásamleg afkomendur,ég er í þeim skilningi mjög rík kona og þegar svo er hvað er maður þá að væla yfir einhverjum peningum,það er ekkert meiri auður en mannauðurinn og þó ég segi sjálf frá,þá erum við alveg óskaplega heppin með börnin,tengdabörnin,barnabörnin og nú síðast barnabarnabörnin.Mér er full ljóst að það er ekkert sjálfgefið að heppnin fylgi manni þegar kemur að afkomendunum,en ég get sagt með sanni að þau eru öll svo góð við okkur og umhyggjusöm að á betra er ekki kosið,þetta er mannvænlegt og gott fólk og ég er ekki bara að segja þetta af því ég á þau,þetta er bara satt og hvað er maður þá að kvarta þó mann vanti pening og geti ekki veitt sér það sem mann langar í,hei skammastu þín Sigga og þakkaðu fyrir það sem þú áttCrying og já ég geri það svo sannarlega.Ég vona að síðasta ár hafi kennt mér þá auðmýkt sem ég þarfnast,ég vona að ég hafi styrk til að taka á móti,ef á móti blæs og ég vona að mér auðnist að sýna hversu ofboðslega ég er þakklát fyrir fjölskyldurnar mínar,afkomendur mína og að ég skuli þrátt fyrir allt vera fær um að hugsa um og hlúa að þeim sem ég elskaInLove

Elsku vinir mínir,sem nennið að lesa þetta,endilega skiljið eftir kvitt,það er svo gott fyrir egóið að vita að einhver nennir að lesa það sem maður er að koma frá sér,ég bið þess að þið eigið gleðilegt og gæfuríkt ár og þakka ykkur fyrir bloggvináttu undanfarinna ára,Guð veri með ykkurHeart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Elsku vinkona.Tad er ekki létt ad missa heilsuna.Ad missa heilsuna dregur svo margt á eftir sér.Nú eru tid tvö heilsilaus en tvö sem ég dáist af .Ég dáist af dugnadi tínum vid vinnu ad félagsmálum,Tú gefur börnunum tínum barnabörnum og barnabörnum svo mikkla hlýju og gledi ad yndi er ad lesa um tad á FB.

Audmýktin er gulls i verd.Tar ert tú í fararbroddi tykjist ég vita .Tad kemur ad tví ad tú haldir jól eda adra daga í Noregi hjá ömmudóttirinni og langömmubarninu tínu,mikid verdur tad skemmtilegt.

Ég á tá ósk heitasta ad börnin mín ,tengdabörn og barnabörnin öll komi  hingad út og haldi jól eda páska med okkur.Sá tími kemur og gled ég mig til tess tíma.Annars eru tau dugleg ad koma tarf ekki ad kvarta yfir tví.En jólin eru tími sem svo gott er ad vera öll saman.

Megi árid  2010 leika betur vid ykkur elsku Sigga.

Hjartanskvedja til ykkar frá okkur í Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2010 kl. 08:03

2 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Elsku mamma ég er svo stolt af þér , þú ert ótrúleg , bæði sterk , gjafmild og um fram allt altaf til staðar þegar maður þarf á að halda . Ég get sagt það með sanni , veit ekki hvar ég væri ef ég ætti ykkur ekki að . Þú ert hetjan min elska ykkur pabba endalaust mikið meyra en orð geta lýst . Flott blogg hjá þér eins og allta

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 3.1.2010 kl. 11:07

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Lestrar kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.1.2010 kl. 23:58

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð kæra vinkona.

Það er ekkert að skammast sín fyrir að biðja um hjálp. Ekki myndum við vilja fá fréttir af að það hafi fundist fólk hér á Íslandi sem hafi dáið heima hjá sér af hungri og vosbúð.

Við verðum að standa saman og fyrst og fremst verðum við að setja traust okkar á Jesú Krist og það veit ég svo sannarlega að þú hefur gert.

Gleðilegt nýtt ár. Þakka samfylgdina á blogginu og takk fyrir vináttuna.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.1.2010 kl. 01:46

5 identicon

                                     Elsku systir takk fyrir síðast,það var notaleg kvöldstund.

                                       Ég er svo stolt af þér og þú ert svo dugleg og það er ekkert

                                       til   skammast sín fyir að leyta eftir hjáp er þannig aðstæður

                                      koma upp.Mér segir svo hugur um að þeim eigi eftir að fjölga

                                      ,ef framm heldur sem horfir á landinu okkar,með niðurskurði 

                                       hjá þeim sem minnst hafa og geta þarafleiðandi ekki framfært sér

                                        og sínum.En það er bara nauðsynlegt að reyna að vera bjartsyn og   

                                         og horfa fram á veginn og sætta sig við stöðu sín og gera það besta úr

                                     henni,sem þú  kæra systir gerir svovel.

                                            Koss og knúas á þig og þína fjölskyldu

                                                             Guð veri með ykkur á nýju ári.

                                                    þín systir Rósa.

Rósa Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 19:32

6 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Sæl og blessud nafna min..  Takk fyrir thessa færslu og hreinskilni thina.  Eg segji oft vid  sjalfa mig ad lifid er ekki ætlad okkur ad vera lett.. enn af motlætinu lærum vid mest..   Eg er ekki heimsins bjartsynasta kona enn af kynnum minum vid thig og fleyri afbragsmannesskjur sem eg hef kynnst her a blogginu hef eg lært ad bjartsyni borgar sig..     Eg oska ther elsku Sigga min gjæfurikt komandi ar bædi ther og fjølskyldu thinni til handa...  Vona ad du hafir thad sem best og ad vid  høldum okkar goda sambandi.   Takk fyrir ad vera vinur minn og mer tykir svo vænt um thig.   Gud veri med ther kæra vinkona.    Kvedjur fra Noreg..

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 5.1.2010 kl. 21:32

7 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Kæru vinir og ástvinir,kærar þakkir fyrir innlitið og kvittin,þið eruð öll æðisleg og mér þykir svoooo vænt um ykkur elskurnar

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 5.1.2010 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband