Aðventan,tími til að hlúa að kærleikanum í hjartanu.

Mig langar ekkert til að vera væmin,en akkúrat svona líður mér núna,mér finnst í fyrsta skipti í mörg ár,aðventan og jólaundirbúningurinn,sé eitthvað svo dásamlegt,að ég megi ekki missa af neinu.Wink

Það eru mörg ár síðan mér hefur liðið svona rosalega vel á þessum árstíma og það einkennilega er að ég hef aldrei á ævinni verið eins blönk,ég hef ekki hugmynd um hvort ég á fyrir jólagjöfum handa barna og barnabörnum,en vitið þið að það er ekki aðalatriðið hjá mér í dag.Það sem skiptir mig mestu máli er að vera MEÐ börnunum,barnabörnunum og barnabarnabörnunum,það er nefnilega ekki sjálfgefið.Bráðum flytja litlu langömmubörnin mín í burtu,en ég mun halda sambandi við þau eins og ég get,þrjú af börnunum mínum fjórum,búa ekki hér í Keflavík og þar af leiðandi sé ég hvorki þau eða fjölskyldur þeirra oft,nema Heiðu minnar,því hún er í Hafnafirði,en hin eru í Vestmannaeyjum og Noregi.InLove

Það urðu svo mikil þáttaskil í lífi okkar Frikka,þegar við fluttum úr rakabælinu sem við bjuggum í og var að gera útaf við heilsuna okkar,í þessa dásamlegu íbúðGrin.Það er ekki bara það,að ég er full af orku,flesta daga,það er helst ef ég er í slæmu gigtarkasti að ég geri ekki mikið,mér líður bara svo vel innra með mér,ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta,ég er bara miklu sáttari við tilveruna,þrátt fyrir kreppu og dýrtíð,maður verður bara að lifa í deginum og sætta sig við það sem maður getur ekki breytt,en breyta því sem hægt er að breyta og ég held að loksins eftir öll þessi ár hafi mér takist að tileinka mér þessi sannindi.

Það eru 30 ár síðan ég kynntist Al-anon samtökunum og loksins núna,þegar ég er löngu hætt að fara á fundi,tekst mér að lifa eftir þessum sannindum,sem sýnir að hafi maður kynnst þessu prógrammi,þá situr það í manni ævilangt.Tounge

En það sem ég vildi semsagt deila með ykkur í dag vinir mínir,er þessi gleði yfir því sem ég á,sem er alveg ofboðslega mikið,ég á fjögur börn,sem eru öll dásamleg (að sjálfsögðu)ég á10 barnabörn,eitt þeirra Sylvia Lind er engill hjá Guði og vakir yfir okkur öllum,en hin eru á aldrinum 5 ára til 27,svo það er öll flóran og rosalega gaman að fylgjast með þeim öllum,þau eru öll svo svakalega dugleg og eru endalaust að fást við einhverja áfanga í lífinu og óendanlega gaman að fylgjast með því.Svo eru litlu langömmu stelpurnar mínar þrjár,tvær eru að flytja til Egilstaða,en ein er að fara til Noregs,auðvitað er söknuður,en það er svo langt frá því að vera heimsendir,við höfum síma,tölvur,internet,skype og Guð má vita hvað,svo hvað þýðir að kvarta.Það er bara gott mál að unga fólkið hefur kjark til að prófa nýjar slóðir og láta reyna á að bjarga sér,ég myndi gera það sama ef ég væri ung og hraustGrin.

Svo niðurstaðan af þessari hugleiðingu er sú,að ég er sátt,auðvitað vildi ég hafa meira fjárhagsöryggi,en það er ekki í boði,þá gerir maður það besta úr því sem maður hefur.ég hef ekki hugmynd um hvernig Desembermánuður kemur út fjárhagslega,veit reyndar að það verður halli á fjárlögum,en geri mitt besta til að láta enda ná saman,nú ef það gengur ekki,verð ég að leita á náðir kirkjunnar eða Rauða krossins,eða fjölskylduhjálpar,það kemur bara í ljós,en ég veit að ég ætla að njóta þess að vera til,það er ekki sjálfgefið,við ætlum að reyna að komast il Eyja og vera hjá fólkinu okkar þar um þessi jól og vera svo um áramót með restinni að fjölskyldunni,en ef það gengur ekki einhverra hluta vegna,þá bara tekur maður því. InLove

Mig langaði bara að deila þessu með ykkur,ég hef ekki grænan grun um af hverju mér líður svona vel,en ég þakka Guði á hverjum degi,fyrir að gefa mér alla þessa orku sem ég hef,alla þessa hamingju í hjartanu og fyrir dásamlegu fjölskylduna mína,ég vona bara og bið að sem flestum skiljist að peningar skipta engu máli ef maður á ekki frið í hjartanu sínu.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   Góðan og blessaðan daginn systir góð. Mikið er yndislegt hvað þér liður vel,og það er ómetanlegt að eiga góða fjölskyldu og verður aldrei metið til fjár .Það er þó satt að peningar eru ekki allt þó að við komumst ekki hjá því að þurfa á þeim að halda,en þá er bara að reyna að gera gott úr því sem maður hefur,og þér hefur svo sannanlega tekst það á svo jákvæðan og fallegan hátt.

Ég veit ekki alveg hvernig verður með jólakaffið hjá okkur ,er að hugsa um annan janúar,sem er laugadagur,en ef stelpurnar eru ekki tilbúnar að koma að þessu ,þá er ég að hugsa um að vera með mat fyrir okkur systur,þann dag hjá mér.hvernig litist ykkur á það,en vonandi gerum við eitthvað í þessu.Knús á þig og þína og halltu áfram að vera svona jákvæð.Guð veri með ykkur.kveðja .Rósa

Rósa Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Sigga mín

Ég veit af hverju þér líður svona vel núna. Þú ert Guðsbarn og ert í hans örmum. Þú þakkar Guði fyrir hvern dag. Guð er með þér og bænheyrði þig að losna út rakabælinu eins og þú nefnir gamla heimilið þitt og þú fékkst flott heimili.

Ég trúi að allt samverki þér til góðs því þú elskar Jesú.

Guð blessi þig kæra vinkona

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2009 kl. 18:47

3 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Takk elsku Rósurnar mínar,fyrir falleg orð,Rósa systir við verðum bara í sambandi með kaffið eða matinn þegar jólin nálgast,planið er held ég að koma frá Eyjum á 3 í jólum,Rósa vinkona,þetta er mikið rétt hjá þér,ég er vön að leggja vandamálin mín í hendur Guðs og treyst því að hann hjálpi mér að leysa þau og það gerist.Guð blessi ykkur elskurnar.

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 27.11.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband