22.4.2009 | 23:38
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!
23.Aprí,Sumardagurinn fyrsti:Láttu ekki mistökin fanga þig.Biddu Guð um leiðsögn og vængi trúarinnar svo þú megir rísa yfir þau.
Mikið væri nú gott ef allir gætu tileinkað sér þetta hugarfar,ég segi fyrir mig að þegar ég bið um leiðsögn Guðs og hlusta eftir svari,þá svo sannarlega hef ég fundið að ég hef getað risið yfir vandamálið.Málið er bara að þetta gerist allt of sjaldan.En ég ætlaði nú ekki að fara að predika neitt,þetta verður held ég bara stutt í kvöld,fannst asnalegt að vera með páskakveðjuna ennþá uppi Það er nú svolítið skrítið þegar maður hugsar um það (og það hef ég gert ótal sinnum)að við hér á hjara veraldar skulum halda upp á sumardaginn fyrsta í apríl,það er ALDREI komið vor þá og heillangt í sumarið.Hvaða snillingur skyldi hafa ákveðið þetta?Kannski settist hann niður eftir erfiðan vetur,smá sólarglæta inn um gluggann hans og þá hefur hann hugsað,já einmitt það sem við ræflarnir hér á norðurhjara þurfum,SUMARDAGINN FYRSTA,þá verða allir glaðir Bara svona smá pælingallavega höldum við upp á þennan dag,í gamla daga klæddi ég börnin mín í fínu sumarfötin sín (þó það væri frost og snjór)og þrammaði með þeim í skáta skrúðgönguna Maður var svo grænn svei mér þá.Ég veit að ungar mæður í dag láta sér ekki detta þetta í hug,allavega í vondu veðri,en auðvitað, þessi dagur gengur fyrst og fremst út á það að gleðja börnin og vera með þeim.Ég vandist ekki sumargjöfum og þar af leiðandi ekki börnin mín og enn gef ég ekki sumargjöf,hef einhvernvegin aldrei getað vanist því,ég er svo skrítin.
Jæja eins og ég sagði,ekki ætla ég að hafa þetta langt í kvöld,vil bara nota tækifærið og óska öllum þeim sem þetta lesa GLEÐILEGS SUMARS og takk fyrir veturinn vinir mínir nær og fjær,hafið það alltaf sem best og endilega skiljið eftir ykkur fingrafar ef þið kíkið hérna inn
24.apríl:Ef þú gengur með Guði muntu ætíð hafa félagsskap og kærleika.
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl og blessuð vinkona
Skemmtilegur Pistill og orð Drottins hrífur.
Gleðilegt sumar og takk fyrir kynnin í vetur.
Ég er sammála að það hljóti einhver grínisti að hafa ákveðið að hafa Sumardaginn Fyrsta í apríl. Mætti kalla þennan dag Vordaginn Fyrsta og eftir þrjár vikur Sumardaginn Fyrsta allavega hér á hjara veraldar.
Blessuð börnin þín að vera í sumarfötum í kulda og trekk en þessi dagur hefur nú ekki alltaf minnt mann á sumar.
Ég dró orð fyrir þig og setti á bloggið mitt. Það var meiriháttar.
"Ekkert brást af öllum fyrirheitum þeim, er Drottinn hafði gefið húsi Ísraels. þau rættust öll." Jós. 21:45.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 23:50
Gleðilegt sumar elsku Sigga mín og þakk fyrir veturinn
Já þetta með skrúðgöngurnar á sumardaginn fyrsta, þá lá við að maður væri álitin slæm móðir ef það var ekki farið með börnin í sínu fínasta pússi. Allir skjálfandi úr kulda Ég er ekki vön þessu með sumargöf og ég gef ekki sumargjafir, en ég held að það sé þannig í dag að börn fái sumargjafir enda er það auglýst mikið t.d. hjól sem kosta tuttuguþúsund ég hugsaði bara " HVAÐ ER Í GANGI" æi þetta er bara svona tímarnir breytast.
Kæra vinkona meigir þú eiga frábært sumar. Knús til þínþín vinkona Ragna
RBP (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 09:25
Gleðilegt sumar Sigga mín. 'Eg vona svo ynnilega að sumarið verði gott hjá ykkur heima ..Ekki ólst ég upp við neinar sumargjafir og gaf aldrei mínum börnum það. En að klæða sig upp og fara í skrúðgöngu, það var vani ..Verð að viðurkenna að eftir að ég flutti til Noregs hef ég haldið upp á þennan dag. Svona með pönsum og blóm í vasa. Hafðu það sem allra best og kærar kv.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 23.4.2009 kl. 19:25
Elsku Rósa mín,takk kærlega fyrir orðið og einnig fyrir vináttuna í vetur vinkona,hafðu það sem allra best ,knús ljúfan. Elsku Ragna mín,takk fyrir innlitið,kvittið og kveðjuna,ég sakna ykkar "þríeykiskvenna"mjög mikið vinkona og vona að þið komið til baka sem allra fyrst.megir þú einnig eiga frábært sumar ljúfan mín. Elsku Sirrý mín,takk fyrir innlitið og kveðjuna vinkona alltaf svo gaman þegar einhver nennir að kvitta hjá manni,mér varð hugsað til þín í dag þegar ég talaði við dóttir mína í Noregi og hún sagði mér að það væri 18°stiga hiti,hafðu það sem allra best í sumar ljúfan.
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 23.4.2009 kl. 23:52
Takk fyrir skrifin tín .Skrúdganga var algjört möst en stutt pils og hnésokkar voru tad sem var tó kannski væri snjór.
Óska ykkur gledislegs sumars og takk fyrir stutta en góda bloggvináttu í vetur.Ég hugsa oft um kærleikann og tad gefur engin spurning.
Hjartanskvedja frá Hyggestuen.
Gudrún Hauksdótttir, 24.4.2009 kl. 07:03
Takk fyrir innlitið Guðrún mín og nýtilkomna bloggvináttu,hafðu það sem best ljúfan
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 28.4.2009 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.