9.4.2009 | 00:07
Gleðilega páska allir vinir nær og fjær!!!!!
7 Apríl:Auðmjúk manneskja laðar að sér góð ráð og visku annarra.Hroki stuðlar að einmannaleika.
Svona segir dagatalið mitt í gær,mér fannst það passa svo vel við að ég ákvað að byrja færsluna á þessu.Ég veit svosem ekki hvort ég er nógu auðmjúk,svo sannarlega er maður það sjálfsagt aldrei og stundum hef ég rekið mig á að það bryddir í hroka,sérstaklega ef mér finnst einhver beita mig órétti!!!En kannski er það ekki beint hroki heldur bara réttlát reiði,þegar einhver leyfir sér að fara yfir landamæri mín og skiptir sér af því sem honum kemur ekkert við!!!Þegar ég hugsa til baka,sé ég að það er nú bara orðið ansi langt síðan nokkur hefur leyft sér að vaða yfir mig á skítugum skónum!!!Ég held að það hafi hætt fljótlega eftir að ég fór að bera virðingu fyrir sjálfri mér,því málið er það að ef þú virðir ekki sjálfa þig,þá getur þú ekki ætlast til að aðrir beri virðingu fyrir þér og ef þú trúir ekki á sjálfa þig þá gerir það enginn annar,svona er þetta nú einfalt í sjálfu sér.Samt þurfti ég að ganga í gegn um vansæld,eymd og volæði,þangað til ég skyldi þennan einfalda sannleika,ég hef reynt að troða þessum sannleik inn í börnin mín og barnabörn með misjöfnum árangri,en ég hef engar áhyggjur,við getum ekki forðað ungviðinu frá að gera mistök,við getum leiðbeint þeim og verið til staðar og einn góðan veðurdag,ef Guð lofar,situr eitthvað eftir af því sem mamma eða amma var að tuða um og þá er tilganginum náð Jæja þetta var nú ansi djúpt,var það ekki,ég á það til að detta ofan í svona pælingar stundum og það er bara af hinu góða,ég held maður verði vera duglegur að minna sig á hvaða framförum maður hefur náð og gefa sér klapp á bakið,þegar vel gengur
Annars erum við á fullu að undirbúa ferðalag til Eyja á morgun,við hlökkum mikið til að eyða Páskunum með fjölskyldunni okkar þar.Ég hef talað um það áður hvað mér finnst erfitt að geta ekki verið með öllum barnabörnunum mínum jafnt.Þar sem ég er voða dugleg að búa mér til sektarkennd þá hefur mér stundum fundist ég vera að gera upp á milli þeirra sem eru nær mér og þeirra sem búa fjær.Auðvitað er þetta vitleysa,ég reyni að gera þeim öllum jafnt undir höfði,en ég þarf að vera dugleg að minna mig á að það voru ekki við sem ákváðum þessa fjarlægð,svo ég þarf ekki að hafa sektarkennd yfir því.Svo nú ætla ég að fara og njóta þess að vera í faðmi dásamlegu fjölskyldunnar hans sonar míns og hætta allri vitleysu
Við fengum að vita að litla langömmubarnið sem er á leiðinni í Ágúst er stúlka.Þetta verður þrettánda stúlkan af sautján börnum,fjórir eðal drengir,svo við erum lánsöm.Ekki hefði hvarflað að mér fyrir 45 árum,þegar ég hélt á litla drengnum mínum í fanginu og undraðist þetta kraftaverk,að öllum þessum árum seinna yrðum við orðin svona mörg.Og ég sem þráði það eitt að eignast barn sem ég gæti kallað MITT og svo sannarlega hefur Guð blessað mig með dásamlegri fjölskyldu Við vorum nú reyndar að frétta að Guðný og Óli voru að lenda í árekstri í kvöld,keyrt aftan á þau á 90 km.hraða,Guðný er búin að fara á sjúkrahús og það er allt í lagi með bæði hana og barnið,vonandi verður allt í lagi með þau öll,maður getur ekki annað en beðið til Guðs að þetta fari allt vel
Ég get ekki sleppt því að tala um þessi eilífu leiðindi sem eiga sér stað hér á blogginu.Mér finnst alveg með ólíkindum að fullorðið fólk skuli leggja sig í framakróka með að úthúða og skemma mannorð annarrar manneskju.Ef henni er svona illa við manneskjuna,af hverju ekki bara að hundsa hana,þetta er bara sjúkt og svo er verið að tala um blessuð börnin.Það gekk nú alveg fram af mér þegar var byrjað að djöflast í Guðsmanneskjunni henni Rósu vinkonu minni,hversu lágt er hægt að leggjast,fyrst er allt gert til að mannorðsmyrða Helgu,Kristínu og Sur og svo þetta.Ég vona svo sannarlega að fólk fari að þroskast og hætta þessum óþverraskap,það hæfir ekki fullorðnu fólki að haga sér svona
Jæja vinir mínir sem nennið að lesa þetta ég ætla að ljúka þessu með tilvitnun úr dagatalinu mínu : 9.Apríl:Finndu einhvern til að gleðja og gleðin mun finna þig.Svo mörg voru þau orð,ég ætla nú að slá botninn í þetta blogg,ég bið þá sem nenna að lesa að skilja eftir sig spor,svo bið ég ykkur öllum Guðsblessunar og megi Páskahátíðin vera ykkur ánægjuleg.
Athugasemdir
Sæl og blessuð kæra vinkona
Sólin skín og þá er allt svo fallegt. Mikið er gaman að sjá skrif þín um fjölskylduna þína. Þú ert moldrík. Guð hefur svo sannarlega blessað þig.
"7. Apríl: Auðmjúk manneskja laðar að sér góð ráð og visku annarra.Hroki stuðlar að einmannaleika."
Mikill sannleikur þarna og textinn í dag er svo fallegur. Passar við hina heilögu bók. Gefið og yður mun gefið verða.
"9. Apríl: Finndu einhvern til að gleðja og gleðin mun finna þig."
Endilega kíktu á Kaffi Kró í Vestmannaeyjum og skilaðu kveðju til Unnar og Simma vina minna. Kannski bara að skella sér í siglingu með Simma. Njóttu dvalarinnar í Vestmannaeyjum. Hef komið þangað svo oft og þar er svo fallegt.
Allt sem Guð hefur skapað er fallegt en við mennirnir gerum í því að skemma sköpunarverk Guðs t.d. með því að lítillækka aðra sem bendir til að innrætti þess sem er verið að lítillækka sé ljótt. Ég lenti í einelti og kynferðislegri áreitni í tugi ára. Ég hafði ekki kraft til að stöðva þennan gjörning því mér fannst ég eiga þetta skilið því ég væri einskis virði. Sem betur fer þá kæmist enginn upp með svona framkomu við mig í dag og er ég keik þó að það hafi blásið hér á blogginu. Ég er þreytt því ég hef þurft að eyða miklum tíma í þetta vesen en hef ekki tekið þetta inní hjartað mitt né sál. Ég ætla ekki að láta meiða mig svo ekki hafa áhyggjur af mér. Ég ber engan kala til þeirra sem tóku þátt í þessu og hef bæði verið í bréfasambandi og símasambandi við persónur sem eru ekki sáttar við "Þríeykið mitt"
Ég vona að það verði sátt eftir páska og þá geta allir bloggað. Nú ef fólk vill ekki lesa færslurnar mínar þá er það í lagi mín vegna.
GLEÐILEGA PÁSKA
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 11:51
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 11:51
elsku Rósa mín,eins og ég segi þá átt þú nú síst skilið að lenda í þessu misveika fólki,ég veit líka ef einhver kann að fyrirgefa svona framkomu þá ert það þú,þú mátt vita að við sem erum vinir þínir stöndum með þér elskan.Já við erum svo sannarlega blessuð af barnaláni og hvað þarf maður þá að kvarta.Eigðu dásamlega páskahátíð og ég skila kveðjunni ef ég fer á kaffi kró,kærleiksnús á þig ljúfan mín
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 9.4.2009 kl. 13:40
Ég kom hingað í gegnum síðuna hennar Rósu, við vorum að smellast saman sem bloggvinir. Ég rak augun í að þú vildir að þeir sem læsu kvittuðu og ég ákvað að gera það.
Svo rámar mig í (er ekki sérlega minnug) að þú eigir þér alveg magnaða sögu sem þú hefur skrifað hér á síðuna, ég man að ég las hana fyrir nokkru og hugsaði mikið um þetta allt.
En þetta átti að verða innlitskvitt og varð óvart miklu lengra.
(en ég held að hellingur af þessum leiðindum sem við allar höfum orðið varar við sé misskilningur...nema auðvitað sur og audurproppe...það er eitthvað sem við bloggarar getum ekki hjálpað neitt með. Hitt held ég að hafi verið allskonar misskilningur meira og minna, fólk les eitthvað út úr orðum annarra sem ekki er kannski þannig meint og svoleiðis..þið vitið að þegar fólk talar saman og horfir á hvert annað þá sjást svipbrigði, á bloggi sér maður ekki svipbrigði.
Ég er ekkert heilög með þetta, ég hef orðið að fá skýringar á færslum vina minna, haldið að þar væri annað á ferð en svo var)
Æj ég er enn farin að rausa...afsakið.
Mig langaði bara að kvitta, það er gaman þegar það er kvittað hjá manni..
Farin, Gleðilega Páska
Ragnheiður , 9.4.2009 kl. 16:32
Blessuð og sæl nafna mín. 'Eg las færsluna þína og ég þakka þér fyrir hana. Svo orð í tíma töluð um við verðum að virða okkur sjálf ef við viljum virðingu frá öðrum. 'Eg sjálf þurfti einnig að reka mig illa í vegginn til að vakna upp. Frábær þessu visku orð sem þú hefur hjá þér. Eins og" finndu einhvern til að gleðja og gleðin mun finna þig". 'Eg vil svo óska þér og fjölsk þinni gleðilegrar páskahátíðar með óskum um að þið hafið það sem best Kv Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 9.4.2009 kl. 19:22
Ragga mín, öll él birta upp um síðir og við vonum að nú komi betri tíð með blóm í haga. við erum fullorðnar konur og við verðum að gæta orða okkar. Hugsa sér ef börn og barnabörn lesa sumt sem mamma eða pabbi, amma eða afi þeirra skrifar. Margt virkilega ljótt.
Ég trúi því ef allir leggjast á eitt þá muni allt fara vel.
Vertu Guði falin.
Elsku Sigga vinkona. Guð verndi þig og varðveiti.
Friðarkveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 19:32
Já eða eins og í mínu tilviki um daginn, börn lesa það sem skrifað er um foreldra þeirra..það vildi til að málið var bara rætt og því lokað strax án nokkurra eftirmála. Enda þekkir mitt fólk mig og veit hvað passar og hvað ekki.
Páskakveðjur
Ég fór í messu og skildi eftir 100 kíló af andlegri þreytu, bað Guð að passa þá sem þyrfti og bæta það sem best væri.
Ragnheiður , 9.4.2009 kl. 23:27
Komdu sæl Ragnheiður og takk fyrir innlitið.alltaf gaman þegar einhver nennir að lesa bloggið mans,já það eru auðvitað skiptar skoðanir á þessu rifrildi á blogginu,ég persónulega þekki Helgu best af þessum fjórum sem ég nefndi,kann mjög vel við þær allar,en finnst alveg skelfilegt hvernig er búið að fara með Helgu,ég hef séð hrikalega færslu á blogginu hennar,sem ég roðna hreinlega að hugsa um,þetta er virðingarverð kona sem er formaður kvenfélagsins hérna og sem ég hef bara aldrei heyrt neitt misjafnt um nema hér,þetta gekk svo langt að tvær "bloggvinkonur" mínar hættu hjá mér bæði hér og á facebook af því ég var ekki tilbúin að klippa á hana,hún hefur aldrei gert mér neitt nema gott svo þess vegna vil ég taka upp hanskann fyrir hana,hún á þetta einfaldlega ekki skilið að mínu mati.En auðvitað er auðvelt að miskilja koment og annað ég er alveg sammála því.Þetta átti nú ekki að verða svona langt svar vinan en hafðu það ávalt sem best.
Takk kærlega fyrir kvittið Sirrý mín,já eins og ég segi ef við stöndum ekki með okkur sjálfar,þá gerir það engin,eigðu ljúfan dag vinkona.
Rósa mín takk fyrir innlitið aftur vinkona.
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 13.4.2009 kl. 14:34
Takk elskuleg fyrir svarið, ég er alveg sammála orðum þínum. Ég hef ekki séð þetta sem þú talar um.
Kær kveðja
Ragnheiður , 13.4.2009 kl. 16:53
Sæl Sigrídur og takk fyrir gódann pistil og heimsóknina á mína sídu.
Vonandi taka einhverjir hann til sín .
Hjartanskvedja til tín og tinna frá Hyggestuen,Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 16.4.2009 kl. 09:03
Takk fyrir innlitið og comentið ljúfan og hafðu það sem allra best í Hyggestuen,kærleiksknús á þig og þína
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 17.4.2009 kl. 00:01
Þú ert bara best og myndi ég ekki vilja eiga NEINA aðra mömmu en þig KNÚSSS OG KLEEMM
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 21.4.2009 kl. 12:26
Heiða mín þú ert ekki hlutlaus elskan en takk takk elska þig líka óhemju mikið
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 22.4.2009 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.