21.Mars.Það er fátt fegurra en blómið í eyðimörkinni.Í blómagarði myndi það hverfa í fjöldann.

Þessi hugleiðing í fyrirsögninni kemur úr dagatalinu mínu góða.Mér finnst hún segja mér að við erum öll einstök og sem slík getum við blómstrað,við þurfum ekki alltaf að hverfa í fjöldann,okkur leyfist að hafa skoðanir og tjá þær,okkur leyfist að vera öðruvísi og við getum leift okkur að skapa hluti sem okkur þykja fallegir alveg burtséð frá hvað öðrum finnst.Fyrir mig er þetta mjög góð hugleiðing þar sem ég þjáðist af minnimáttarkennd þegar ég var yngri og var alveg ofboðsleg já manneskja.Ég veit svosem ekkert af hverju ég varð svona,vildi endalaust þóknast fólki og hafa alla góða.Mér finnst það ekkert skipta máli af hverju,heldur frekar að mér hefur tekist að vinna bug á þessum ósið.Ég var auðvitað alveg tilbúin í hlutverkið þegar ég svo giftist virkum alka og í mörg ár viðhélt ég ástandinu á mínu heimili vegna þess hvað ég var meðvirk.Mitt lán var að kynnast AL-ANON og SÁÁ....það gjörbreytti lífi mínu,ég var tekin úr þessum ofurþrönga blómagarði þar sem ég var að visna upp og gróðursett aftur,kannski ekki í eyðimörkinni,en í blómabeði þar sem var rúmt um mig og ég fékk að blómstra og njóta mín.Ég mun alla æfi vera þakklát SÁÁ og samtökunum fyrir það sem þau gerðu fyrir mig,en ég má heldur aldrei gleyma að það hefði ekki virkað ef ég hefði ekki verið tilbúin að taka við fræðslunni og tileinka mér hana.

Þetta var nú bara svona smá hugleiðing í tilefni af orði dagsins.Þessa helgi er Victoria litla prinsessan mín hjá okkur,hún er nú frekar í dekurhelgi hjá Laeilu frænku,það er búið að standa lengi til,en svo veiktist Laeila svo það varð ekkert dekur,bara venjuleg helgi hjá ömmu og afa,svo nú á að bæta úr því.Hún fékk að sofa uppí hjá Laeilu sinni í nótt,svo þegar hún var búin að búa til bústið með mér,fór Laeila með hana upp á vallarheiði,til að leika við Kolbrúnu frænku sína.Þetta er bara gaman hjá þeim báðum trúi ég og gott fyrir mömmu hennar að fá frí,hún var í nýrnasteinbrjót í gær,sem aldrei þessu vant gekk nú bara vel,en hún er auðvitað alltaf eftir sig á eftir.

Ég hef verið að hamast við að vera jákvæð undanfarið,maður er engu bættari með því að leggjast í eymd og volæði.Eitt af því sem við hjónin urðum að skera niður hjá okkur í kreppunni eru afmælisgjafir.Við ákváðum að eftir tvítugt yrði bara gjafir á stórafmælum,semsagt tug og svo 25 og 75,finnst þau vera merkileg líka.Auðvitað eru öll afmæli stórmerkileg,við fáum að eldast um eitt ár enn og það er kraftaverk,því engin hefur lofað okkur að við eigum nema andartakið sem er að líða.En allavega,þetta er búið að vera stórt vandamál fyrir mig að sætta mig við,ég vildi svo geta gefið í fimm ára afmælin líka,en þetta ákváðum við og maður verður að standa við það.Þetta er einstaklega erfitt þetta árið vegna þess að við erum svo mörg í fjölskyldunni sem eigum fimm ára afmæli í ár,en er þetta ekki partur af að aga sjálfan sig.Málið er bara að einhver staðar verður maður að draga mörkin,þegar minnkar í buddunni þá  verður ekki umflúið að skera niður,alveg eins og hjá ríkinu!!!

Ég finn að ég er orðin latari að blogga eftir að ég fór á facebook,ekki vegna þess að ég hafi ekki gaman af blogginu,fer alltaf blogghring einu sinni á dag,það fer bara svo mikill tími á bókinni,það er svo gaman þar,alltaf að hitt nýtt og skemmtilegt fólk.En bloggið er mér ekki síður nauðsynlegt,hér hef ég eignast góða vini sem ég vil ekki undir neinum kringumstæðum missa samband við.Ég vildi auðvitað fá að hitta þau öll í eigin persónu og vonandi tekst það einhvern tíma.Það væri gaman ef það væri hægt að blása til allsherjar blogghittings einhvertíma,spáum í það.En nú er nóg komið í bili,er eitthvað andlaus og veit ekki alveg hvað ég á að skrifa meira,ég ætla að enda þetta með hugvekju úr dagatalinu fyrir morgundaginn 22 Mars:Kærleikur er allt sem þú þarft hafa til að hafa áhrif á umhverfi þitt-kærleikurinn breytir öllu sem hann snertir.

Takk fyrir innlitið kæru vinir og endilega skiljið eftir kvitt,megi dagurinn vera ykkur góður og helgin ljúf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Yndisleg færsla hjá þér Sigga min. Það þurfa allir að skera niður i kreppunni en það verður bara að hafa það, vonandi lagast þetta á næsta ári, sennilega ekki fyrr.

Yndislegt dagatal sem þú átt greinilega, er það islenskt. Eigðu góða helgi elsku Sigga min. Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 21.3.2009 kl. 15:34

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Rose Glitters

"Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.

Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.

Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.

Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.

Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.

Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.

Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.

Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.

En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum.

Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.

Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.

En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur." 1. Kor. 13: 1.-13.

Takk fyrir frábæra færslu. Sendi þér fallega rós sem er útsprungin. 

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.3.2009 kl. 15:45

3 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Takk Stína mín,þetta dagatal er svona margnota eftir Maria Fontaine,þýtt á Íslensku,alveg dásamleg speki inn í hvern einasta dag

Takk fyrir dásamlegt orð Rósa mín og auðvitað rósina líka,veistu þetta er uppáhalds versið mitt í allri biblíunni og það er svo skrítið að ég er alltaf að fá það frá ótrúlegasta fólki,var meira að segja sett inn í mynd sem var máluð fyrir mig einu sinni

Elsku Helga mín,ég held að það sé ekki síður mitt að þakka ,ég held við lærum mest og best af þeim sem eru manni samferða og ég er glöð að vera vinur þinntakk fyrir innlitið elsku vinkonur eigið ljúfa helgi

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 21.3.2009 kl. 16:38

4 Smámynd: sur

Elsku Sigga mín. Ég segi sama og hinar hérna á undan þetta er frábær færsla hjá þér. Þakka þér fyrir að vera að vera þú.

Knús og kram til þín

sur, 23.3.2009 kl. 11:34

5 Smámynd: sur

einum of mikið af "að vera" haha tók eftir því þegar ég var búin að vista þetta. Knús

sur, 23.3.2009 kl. 11:36

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir góda færslu.med kvedju

Gudrún Hauksdótttir, 23.3.2009 kl. 14:06

7 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Elsku Sur ,takk fyrir innlitið elskan og takk fyrir að vera vinur minn,knús á þig vinkona

Kæra Guðrún takk fyrir að líta hér inn,vildi gjarnan kynnast þér betur knús á þig ljúfan

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 23.3.2009 kl. 22:29

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Leit aftur hérna inn og las færsluna aftur.Gerir manni bara gott.

Takk fyrir komuna á síduna hjá mér.Vid gætum hæglega verid í sambandi á mail og svo á fesinu engin spurning.adressan mín er    gudanm@hotmail.com

kvedja frá Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 24.3.2009 kl. 07:41

9 Smámynd: sur

Knús til þín Sigga mín

sur, 24.3.2009 kl. 10:38

10 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Bara að skilja eftir mig smá spor og þakka fyrir stelpuna um helgina hún var allveg í skýonum eins og alltaf . Elska ykkur knúss og klemm

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 26.3.2009 kl. 08:34

11 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Takk aftur fyrir kíkkið,er komin á facebook hjá þér Guðrún mín og ef þú ákveður að vera áfram á blogginu þætti mér vænt um að komast í vinahópinn þar

Knús til baka Sur mín

Ánægjan var ekki síður okkar eins og þú veist Heiða mín,hlakka til að sjá ykkur á eftir.

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 26.3.2009 kl. 14:27

12 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Takk fyrir innlitið Steinunn mín,dásamleg setning hjá Skarphéðni,hann hefur orðhittnina frá mömmu sinni sjáumst hressar um helgina elskan

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 30.3.2009 kl. 23:43

13 Smámynd: Dóra

Bara að skilja eftir spor ... þú ert svo frábær penni elskan... knús í húsið þitt Dóra

Dóra, 1.4.2009 kl. 15:14

14 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Takk Dóra mín,eigum við ekki að hittast á meðan þú ert á klakanum elskan

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 3.4.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband