Hugleiðingar um það sem gefur gott í hjartað.

1.Mars:Því skemmtilegra sem þér finnst lífið þeim mun meiri gleði muntu finna í því.

Þessi tilvitnun kemur svo sem vel á vondan,ég hef ekki gefið mér mikinn tíma undanfarið til að finna það sem gleður mig,búin að vera mikil veikindi og áhyggjur af Sigrúnu minni í Noregi,veikindi þar,Heiðu minn sama þar, Laeilu minni,hún er búin að vera ofboðslega mikið veik seinnipart vikunnar,erfitt að fá hana til að leita læknis....tókst þó að lokum og um leið og það var gert var hún lögð inn og er núna að fá rétta meðhöndlun á sjúkrahúsinu hérnaJoyfulEn hún var búin að lofa Victoriu litlu hennar Heiðu systir sinnar að taka hana og dekra við hana um helgina.Þegar svo var komið var ekki hægt að svíkja litlu dúlluna,ég var nú ekki alveg upp á það besta,dauðþreytt og áhyggjufull,ég ákvað að láta slag standa,þar sem ég vissi að hún fengi að heimsækja systur sínar á vallarheiðinni,svo ég yrði ekki ein að sjá um hana. Jæja litla dúllan mín kom til afa og ömmu og í stuttu máli þá var hún algjör blessunHalo auðvitað var ég dauðþreytt en það var bara svo gamanLoLvið vöknuðum klukkan níu á morgnana,það er fastur liður hjá prinsessunni minni að á hverjum morgni búum við til búst saman,það er gert þannig að í blandarann minn setur Victoria klaka,frosna ávexti,skyrdrykk,djús og skyr,svo set ég blandarann í gang,en verð að halda um eyrunn hennar á meðan,hún er nefnilega hrædd við hávaða,svo stoppar hún,fær smá í glas,ekki mikið,hún er ekki mjög hrifin af þessu bara að búa þetta til!!!!en Guð hvað gefur mér mikið að gera þetta með henni....við förum saman út í Samkaup....ekki til að versla,það eru svona bílar sem er hægt að setja 100 kall í og hún keyri með Bubba byggir í nokkrar mínútur og er alsæl,hana langaði að prófa slökkvibíl sem var kominn þarna líka,nýbúin að læra allt um þá!auðvitað fór amma með hana,en viti menn slökkvibíllinn fór ekkert af stað þó við settum 100 kall,svo við fórum bara í Bubba og hún var bara alsæl með það....hugsa sér hvað þarf lítið til að gleðja svona lítil hjörtuHeartog lítið til að gleðja svona ömmu hjörtuInLoveÞegar ég sótti hana sagði hún við mig:amma þegar ég fer heim ætla ég að kaupa rós handa mömmu,Kissingþetta var á föstudag og við vissum í raun ekki hvað Laeila var veik,allavega þegar ég skilaði henni í dag hringdi mamma hennar í mig og bað mig að kaupa blóm handa Laeilu og leyfa stelpunni að færa henni,þegar ég var búin að kaupa rósirnar sagði sú stutta,nú get ég gefið mömmu eina rós,svo við tókum eina úr vendinum og hún var alsæl að geta bæði glatt Laeilu og mömmuHaloHún er algjör engill.Það er búin að vera þvílík blessun að fá þessa litlu stelpu inn í þessa fjölskyldu,við segjum stundum að hún sé fjögurra að verða fimmtugWhistlinghún er svo fullorðinsleg,en á sama tíma svo dásamlega saklaus,eins og ég segi hún er engill sendur til okkar til að hjálpa okkur á erfiðum tímumHalo Til að ljúka þessum sögum um helgina okkar Victoriu verð ég að nefna að í kvöld hringdi mamma hennar í i mig og sagði að það væri manneskja sem vildi tala við mig, prinsessan kom í símann og sagði "amma ég elska þig"í sjálfu sér er það ekki sérstakt að hún segði þetta við mig,hún gerir það öllum stundum,það sem var sérstakt og gladdi mig óendanlega,var að hún talar ekki í síma,þetta er svona tímabil þar sem hún talar ekki við mömmu,pabba,Lilju,Laeilu okkur eða bara nokkurn annan,ég get sko sagt ykkur að ef eitthvað gat bjargað erfiðri helgi,þá var það nákvæmlega þetta,þessi elsku saklausu dásamlegu börn,sem tala eingöngu frá hjartanu,þau eru það sem halda okkur gangandi,ekki sattKissingInLove

Ég er að hugsa hvort ég eigi að hafa þetta nokkuð lengra,ég ætla að vakna í fyrramálið og passa litlu langömmu stelpurnar mínar á meðan mamma þeirra fer í próf,því miður treysti ég mér ekki til að passa þær báðar allan morguninn,en Linda sagði að það væri nóg ef hún kæmist í prófið sem hún á að taka.Mig langar rosalega til að vera fær um að passa þær fyrir hana ,en ég treysti mér ekki alveg til þess og það er eitt af mörgu sem ég hef lært í gegn um árin,að segja til þegar maður getur ekki,læra að segja nei.Ekki það Linda mín er ekkert að ætlast til neins af mér,það er frekar ég sjálf,alltaf tilbúin að keyra mig aðeins lengra en takmörk mín eru og það er það sem ég verð að læra á,hvar mín takmörk liggja Wink

Jæja kæru vinir,sem nenna að lesa þetta,það er mér mjög mikils virði að geta bloggað,mér þykir mjög vænt um komentin sem ég fæ,ég væri ekki heiðarleg ef ég segði ekki að mér þykir mjög vænt um að einhver les bloggið mitt,til þess er maður að þessu,ekki sattWinkog svo sannarlega er ég alsæl þegar ég sé að einhver hefur kvittað,athyglissjúk,ekki sattTounge þess vegna segi ég,um leið og ég óska ykkur kæru vinir,alls hins besta,skiljið eftir kvittToungekærleiksknús og góðar óskir til ykkar allra inn í nýja vikuKissing

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Sigga min, þú hefur átt yndislegan tíma með barnabarninu, það er heldur ekkert yndislegra en að hafa þau. Þau eru svo ljuf og hreinskilin þessar elskur. Vonandi fer Laeilu að batna sendi henni hvitt ljós. Hafðu það sem allra best elsku vinkona. Við hittumst svo á fésinu. Kærleikur til þín vinan

Kristín Gunnarsdóttir, 2.3.2009 kl. 07:57

2 identicon

    Blessuð systir góð ,ekki skemmtilegar fréttir hjá þér elsku systir,og ekki nema eðlilegt að þú sért þreytt og eftir þig,en blessuð börnin létta lund og rífa mann upp úr volaæðinu þegar það grípur mann.   Vona að heilsufarið fari að battna hjá þér og þinu fólki, var ekki gerð nein aðgerð á Laeilu eða bara látið jafna sig. Skilaðu kveðju til stelpnana þinna með ósk um góðan bata og líka til Frikka .Knús og kossar á alla .

                                 Þín Systir Rósa

Rósa Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 13:00

3 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Elsku Stína,Helga og Rósa,þakka ykkur kærlega fyrir komentin og góðar kveðjur Til Laeilu,hún er komin heim,ennþá voða drusluleg sem eðlilegt er,það var ekkert gert nema bara dæla í hana vökva,tvennslags fúkkalyfjum og insúlíni,nú er semsagt komið út úr þessu hún komin á rétt lyf og fer vonandi að hressasteigið ljúfa viku framundan dúllurnar mínar kærleiksknús á ykkur og kveðja frá Laeilu

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 2.3.2009 kl. 16:22

4 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Elsku mamma , pabbi og Laeila , Victoría skemti sér endalaust vel um helgina þó að hún hafi ekki verið nákvæmlega eins og upp var farið með , en það er alltaf gaman að vera hjá ömmu og afa og gat ég notið þess að hvíla mig eins og efni stóðu til og þakka ég innilega fyrir mig . ÞETTA VAR 'OMETANLEG TAKK TAKK KNÚSS OG KLEMM 'A ALLA ELSKA YKKUR

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 2.3.2009 kl. 20:06

5 Smámynd: Dóra

Já Samma mín. Það gefur sko manni mikið að eiga börn og barnabörn.. Tala nú ekki um ef maður á barnabarnabörn.. en svo langt er ég nú ekki komin ennþá.

Já ég trúi að Viktoría gefi ykkur mikið. Það er svo ótrúlegt þegar það kemur svona síðasta barn og elst upp með okkur sem eldri eru hvað þau eru með sjálfstæðar og góðar skoðanir.. Bara ótrúlegt og elskulegt sem kemur frá þeim.   

Þú ert bara svo dugleg vinkona ,verst hvað eru mikil veikindi í kringum þig.. Þú hefðir ekki tíma til að verða veik sjálf..Sem ég vona nú að þú veðrir ekki.. Þú ert bara svo mikið að gera fyrir aðra.

Já það er gott að geta sagt það sem manni finnst svo maður þurfi ekki bara að segja NEI það er sko góður kostur að geta tjáð sig á þann hátt og hann er meira metin en þetta hreina NEI  NEI er svo kalt en að tjá sig er svo hlýtt

Yndislegt að lesa bloggið þitt eins og alltaf vinkona.. Kærleikur og knús á þig og vona að dætur þínar fari nú að ná heilsunni.

kærleikur og eigðu góða viku  Dóra

Dóra, 4.3.2009 kl. 08:35

6 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Takk Heiða mín þú veist að það er okkur ekki síður mikils virði að fá að hafa þennan litla engil sem Guð var svo góður að senda okkur elskan....Og Dóra mín takk kærlega fyrir hlýleg orð elskan,sem betur fer hef ég verið mjög heppin hvað veikindi á sjálfri mér varðar,fyrir utan gigtina,svo að ég er bara mjög fegin að vera fær um að hjálpa fólkinu mínu sem er ekki eins heppið og égKærleiksknús á þig Dóra mín og hafðu góða viku

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 4.3.2009 kl. 09:07

7 identicon

AWWW!!!

var ad lesa og gat ekki annad en ad brádna pinu a sumum stødum ^^ tá ad eg hlo ju smá lika :P
er egilega ikke buina ad lesa neim blog hjá ter, er svo sjaldan her ^-^' an verd ad seigja ad eg er glód ad eg akvad ad lesa nuna.
OG HEPPIN ERTU sem fær ad tala vid victoriu i sima! hun tala ekki mikid i mikrofonin a msn einusinni! :D
linkin til videoid sem eg let tig vita um er :
http://www.youtube.com/watch?v=GcDmRYK-RmY

Luv u SOOOOOOOOOOO <----------------------------------------------> much ^-^

xxxxxx Sigga litla ^^

Sigga Litla ^^ (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 09:49

8 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Elsku stelpan mín,skemmtilegt myndband hjá þér,greinilega mjög gaman veistu hún Victoria erSVOOOOO lík þér þegar þú varst lítil....lítil kelling...takk fyrir að kíkja á bloggið mitt ástin mín luv u 2

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 4.3.2009 kl. 15:49

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Mikið um veikindi og áhyggjur. Ég skora á þig að hringja fyrir hálf ellefu í fyrramáli á Lindina sem er kristileg útvarpsstöð. Síminn er 5671818. Þú leggur fram bænarefni fyrir Sigrúnu, Heiðu, Laeilu og þér. Segðu hvað er að og þú getur treyst því að það er engin nafngreindur. Ég nota þennan bænasíma mjög mikið. Einnig er bænastund kl 16:30 og 22:30.

Það hefur verið yndislegt að hafa litlu prinsessuna sem er sólargeislinn þinn ásamt mörgum öðrum því þú átt nóg af blómum og getur blómum við þig bætt.

Guð veri með þér og fjölskyldunni allri.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2009 kl. 23:21

10 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Þakka þér innilega fyrir Rósa mín,ég mun hringja,ég hef líka mikið notað bænasíðuna hans Júlla og eins Krossinn og bara allt sem ég næ í ,auk þess að biðja sjálf auðvitað.Það gleður mig að segja ykkur að bænirnar eru farnar að virka,heilsan er að koma hjá stelpunum mínumJá ég er svo sannarlega rík kona þessir litlu englar sem eru sendir til okkar,eru dásamleg gjöf,sem okkur ber að gæta vel.Þakka þér fyrir falleg orð og bænir Rósa mín,Guð veri með þér og þínum

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 5.3.2009 kl. 23:53

11 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Við vitum öll , það besta sem til er að varðveit barnið í okkur, þannig komum við fram við aðra af heilum hug.

Átt þú góðan dag vina.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.3.2009 kl. 14:04

12 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Satt segir þú Anna Ragna mín,ekkert er dýrmætara, eigðu góðan dag sömuleiðis vinkona

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 11.3.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband