Það býr hjá mér hálf leiðinleg kelling......en ég er að læra að.........

Ég er ein af þeim ólánsama fólki sem er með sambýlismanneskju,sem ég er ekkert hrifin af,hún er búin að gjörbylta,ekki bara mínu lífi,heldu og ekki síður allra á heimilinu,það vill nefnilega svo til,að við þrjú sem búum hér,erum með sitthvora sambýlismanneskjuna,svo það er orðið ansi þröngt á þingi á þessum bænumW00t En þar sem ég þarf að takast á við mína "vinkonu" læt ég þau hin um sínarCrying Þessi "vinkona" mín kallast vefjagigt,hún er ansi lúmsk,hún læðist að mér þegar ég á síst von á og stundum hættir hún ekki að djöflast í mér fyrr en ég er lögst í rúmið og get ekki meirCrying ég get sagt ykkur að það gerist mjög sjaldanDevil ég er nefnilega alveg ferlega þrjósk og læt ekki svona gamla kellingarskrukku,sem neyðir mig til að taka við sér,ráða ferðinniDevil í mesta lagi læt ég suma daga líða án þess að  gera mikið,ég kalla það letiUndecided svo þegar kellingaálkan slakar aðeins á klónni,þá fer ég á fullt og geri allt sem mig langaði að gera í "letikastinu".,En auðvitað hefnir það sín,þegar ég er búin að vera óþekk kemur kelling og refsar mér,svo þetta er eltingaleikur hjá okkur og bara spurning um að sjá hver vinnur að lokum.ÉG ÆTLA BARA AÐ LÁTA YKKUR VITA AÐ ÞESSI SKRUKKA RÆÐUR EKKI YFIR MÉR,hún er kannski búin að neyða sig inn á mig en ALDREI skal hún stjórna mér OG HANA NÚTounge

Mér datt þessi líking í hug þegar ég var að velta fyrir mér þessari "leti"minni undanfari.Ég er nefnilega búin að vera í afar svæsnu gigtarkasti og gat ekki gert mjög mikið,þurfti að taka inn auka verkjalyf,sleppti báðum æfingartímunum sem ég er búin að hlakka til í tvo mánuði að komast í,kallaði það "leti"var með bullandi samviskubit yfir að sleppa þeim,ég held ég sé svona svakalega meðvirk með sjálfri mér, að ég neiti að sjá og viðurkenna að ég er orðin hálfgerður "eymingi" og get ekki allt sem ég gat áður ,þetta er fjandi aumt,en ég held líka að maður megi aldrei gefast upp og leifa kellu að taka völdinAngry ég ætla allavega að berjast um völdin við skrukkuna,hún er alls ekki velkomin,en þar sem hún er mætt á svæðið verð ég víst að taka á móti henni,reyna að vera kurteis,en svo sannarlega fer ég mínu fram og geri allt sem ég get,hún fær ekki að stjórna mér þessi kellingDevil Eigið ljúfa helgi vinir mínir og vonandi hafið þið ekki öll svona "leigjanda" innanborðs hjá ykkur...Knús og klem á ykkur öll og endilega kvittiðInLoveKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra

Rosalega kemur þú þessu vel frá þér...

Værir öruggleg góð ef þú mundir snúa þér að ritstörfum Sigríður mín..

 Já þú lætur þessa kellingar skrukku ekki ganga alla leið.. eina er að berjast á móti..  og láta hana ekki valta yfir þig... Svona ef þú hefur tök á því...

Svo er það kuldinn og myrkrið sem fer svo illa ... og þá læðist hún bara aftan af þér... Ferlegt bara... auðvita hefur þetta áhrif á alla í kringum mann það er sko ekki spurning og við kerlurnar erum svo vanar að kalla þetta bara leti..

En ef við værum kallar þá værum við veinandi af kvölum...

Ég vona að þú getir sagt henni að taka pokann sinn og koma sér út og láta ekki sjá sig aftur..

Annars er víst voðalegt að fá þessa heimsókn... Og ég þakka hverjum deginum sem líður að fá ekki þessa í heimsókn til mín...

Eigðu góða helgi Sigríður mín... og hlakka til að lesa næstu færslu þína. kærleikur til þín Dóra

Dóra, 10.1.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Þakka þér fyrir Dóra mín,maður verður að reina að fara þetta á húmornum annars verður maður alveg ga ga,hafðu það sem best ljúfan.Sigga

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 11.1.2009 kl. 00:10

3 identicon

ég samþykkti þá á facebook sem vin

Brynhildur (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 01:10

4 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Ladý  Vallý þú verður nú annað slagið að láta fylgja með að þú ert sú EINA sem mátt kalla mig Frú Sigríði,annars er ég bara Sigga ekki satt,eða samma

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 11.1.2009 kl. 23:14

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Kvitt og góða nótt vina

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.1.2009 kl. 23:49

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Berjumst við kerlingar fjandann.kom hún kannski frá þértil mín svei þér góða mín.hehe

Ólöf Karlsdóttir, 11.1.2009 kl. 23:49

7 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Þú ert laveg frábær að segja þetta svona upp , haha það er ömurlegt að berjast við þessa gigt sem aðra en svona er þetta líf eilíf baráta um eithvað en svo kemur eithvað gott inn á milli eins og barnabönr og barnabarnabörn og maður gleymir í smá tíma öllu öðru . Takk fyrir allar kveðjur til mín meðan ég var á sjúkrahúsinu , þetta er allt að koma hægt og rólega .. Ég ætla ekki að fara að blogga hjá mömmu minni heheh

knúss og klemm mamma þú ert æði elska þig meyra meyra og mest

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 12.1.2009 kl. 12:36

8 identicon

Já Systir góð ,mér tóks að komast inn á bloggið þitt fyrir rest.   það má segja það að við eigum ymislegt sameiginlegt .Hún sennilega flakkar á milli okkar þessi gamla frænka,og gerir okkur lífið leitt. en við bjóðum hana ekki velkommna heldur reynum að umbera hana ´þá þegar henni þóknast að heiðra okkur með nærveru sinni sem er nú mislangt stopp,en þá mætum við tvíelfdar til leiks,sem síðan hefnir sín með annari heimsókn .En uppgjöf er ekki til ,eða kanski er það þrjóskan sem fleytir okkur áfram.Hafði það af að taka niður jólaskrautið á tveimur döhum að mestu,á eftir að skipta um gardínur og smáræði .Er að strauja í áföngum og hvíli mig á milli ,því það er eitt það erfiðsta sem ég geri,en það klárast ,nogur er tíminn. Jæ vinkona  gaman að geta verið í tölfusambandi hver veit nema ég fari að opna bloggsíðu,aldrei að vita .Bið að heilsa þinu fólki.k.v. Rósa systir

Rósa Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 20:15

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 14.1.2009 kl. 18:01

10 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Takk fyrir alla hjálpina undafarið , veit ekki hver ég væri án ykkar Þið eruð mér og stelponum ómetanleg , elska ykkur í sætt og krútt . Knúss og klemm

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 23.1.2009 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband