Smá hugleiðingar í aðdraganda jóla

Smá færsla til að láta vita af mér,hér er allt á rólegu nótunum þessa dagana,þar sem heilsan hefur oft verið betri,þá gerir maður takmarkað af hreingerningu og slíku,það kemur alfarið á Laeilu mína og þar sem peningaráðin eru svona í minni kantinum,þá eru gjafirnar í ár frekar smáar,en ástin og umhyggjan fylgir hverri gjöf og það er auðvitað það sem gildir.Puckering SmileInLoveGift 2

Allavega ætla ég ekki að hafa móral yfir peningaleysi,það er ekki mér að kenna að þetta þjóðfélag er farið á hausinn og öryrkjar ellilífeyrisþegar og barnafólk  þessa lands eiga að borga sukk útrásavíkinganna á meðan þeir fá að leika sér í sínum höllum áfram.Thumbs DownHouse

Ég hefði aldrei trúað að svona yrði komið fyrir Íslensku þjóðinni árið 2009,ég hef alla tíð verið stolt af að vera Íslendingur og er það auðvitað enn,það tekur engin frá mér,ég er bara sorgmædd yfir að það skuli fá að grassera svona ofboðsleg spilling og græðgi í þessu litla þjóðfélagi,sem til skamms tíma,var samfélag þar sem allir hugsuðu um náungan.Ef eitthvað var að,voru allir boðnir og búnir að hjálpa.WhoaNeed A Hug

Ég man fyrir svona 12-15 árum síðan,þegar kviknaði í stóru blokkinni hér í Keflavík,Heiða dóttir mín bjó þar á efstu hæð ásamt þrem ungum dætrum.Þetta var skelfilegt ,börnin björguðust út fyrir atgervi Heiðrúnar löggu og annarra ágætra manna,en þær misstu allt sitt.Það sem kom okkur á óvart var hvað ólíklegasta fólk sýndi þeim umhyggju og sendu þeim gjafir ýmist peninga eða föt,fólk sem við þekktum ekki neitt og það var ekki einu sinni verið að safna fyrir þær eða nokkuð slíkt,ekki einu sinni sérstaklega minnst á það í blöðunum að þær fóru verst út úr þessu.Way To GoKissing

Það sem ég er að reina að segja er að á ekki lengri tíma,hefur samhugur okkar og umhyggja fyrir náunganum minkað og nánast horfið hjá þorra þjóðarinnar.Þetta er virkilega sorglegt,vegna þess að þetta var eitt af aðalsmerkjum Íslendinga og það sem maður var stoltastur af.Í dag er of mikið um að fólk hírist eitt heima í sinni vanlíðan og öllum virðist vera sama.Ég er samt ekki að tala um alla sem betur fer,enn eigum við mæðrastyrksnefnd,fjölskylduhjálpina,rauða krossinn og kirkjuna,sem hafa svo sannarlega hjálpað mörgum þessi jól og auðvitað verður það aldrei fullþakkað.Það sem ég á við með þessari hugleiðingu er,hvert er náungakærleikurinn farinn,þessi umhyggja sem maður fann fyrir hér áður þegar illa áraði hjá fólki og það átti erfitt,eins og Heiða mín,fyrir öllum þessum árum.Það er orðið allt of algengt að einstæðingar,ekki einu sinni svo gamalt fólk,er að finnast látið heima hjá sér,eftir jafnvel margar vikur,engin saknaði þess eða leit inn til þeirraCrying 1.Þetta heyrði maður aldrei  þegar ég var að alast upp,þetta held ég að komi með græðginni fólk hefur ekki tíma fyrir mannkærleika,það þarf að vinna til að eignast dauða hluti sem skipta engu máli þegar upp er staðið.Auðvitað verður ástandið í þjóðfélaginu breytt núna í kjölfar þessa peningahruns,allir þurfa örugglega að vinna enn meira ef þeir geta og nú  ekki fyrir dauðum hlutum,heldur skuldum og aftur skuldum.Ég vildi svo sannarlega óska okkur öllum þess,að við lærum af þessu,snúum til baka,til þess tíma þegar náungakærleikurinn og umhyggja fyrir náunganum var einhver,þegar fjölskyldugildin voru mikils metin,þegar fólk þurfti að vinna fyrir því sem það eignaðist og kunni því að meta það sem það átti.Ég vona og bið að þessar hörmungar verði samt sem áður unga fólkinu til góðs,sem var farið að halda að það væri allt í lagi að kaupa hús,bíl og bússlóð á 100% láni og borga sem minnst!!!Að unga fólkið okkar fái að læra hvað það er sem skiptir máli í lífinu.Ef það gerist þá höfum við lært eitthvað og okkar verður kannski minnst sem þjóðarinnar sem komst út úr kreppunni á kærleika og réttsýni.Hippie 1

Þetta eru svona smá hugleiðingar hjá mér,það er kannski ekki gott að hafa nógan tíma til að hugsa svona fyrir jólin,þá dettur maður bara í heimspekiToungeEn það er betra að hugsa svona held ég,heldur en að hella sér út í reiði,það fer svo svakalega mikil neikvæð orka út í samfélagið,með allri þessari reiði sem fólk sendir frá sér og það bitnar mest á þeim sem reiður er.Devil

Nú ætla ég að hætta þessu rausi og fara að snúa mér að því sem skiptir mig mestu máli,að hlúa að mér og mínum.Ég var að koma úr blóðþrýstingsmælingu sem var nokkuð skelfileg,199-100W00t,ætti sennilega að vera rúmliggjandiHospital Bed,en það gerist nú ekki.Þetta er nú svolítið skondið að núna þegar ég er ekki að stressa mig fyrir blessuð jólin,mér finnst ég bara afslöppuð,það er búið að vera að breyta lyfjunum mínum og alltaf hækka ég,svo nú var ég sett á nýjar töflur,sjáum hvað það gerir,en nú ætla ég að fara að slappa af,hlakka til jólanna með þeim börnum og barnabörnum sem eru nálægt okkur,hin verða hjá okkur í anda og við hjá þeimMistletoe Kiss.Kannski blogga ég meira fyrir jól,svo nú segi ég bara bless í bili vinir mínir og vonandi hef ég ekki kaffært neinn með bullinu í mér(sem mér finnst auðvitað ekkert bull)munið að skilja eftir spor og fingrafar vinir mínir og ekki kafna í jólastressi ReindeerCookies


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

199/100 ert þú ekki rúmliggjandi góða mín !!!!

Sigrún Friðriksdóttir, 20.12.2008 kl. 00:55

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Sigrún Friðriksdóttir, 20.12.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Brynja skordal

smá innlitskvitt...En vá svakalega er blóðþrýsingurinn hár farðu vel með þig kona og hvíldu þig bara þó það sé erfitt núna en vonandi hefur hann lækkað síðan þessi færsla var sett inn!! hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 21.12.2008 kl. 12:12

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Alveg ómögulegt að skilja bara eftir sig fótspor hér

Love U hátt og lágt

Farðu nú vel með þig mamma mín !!!!!

Sigrún Friðriksdóttir, 22.12.2008 kl. 00:32

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Gleðileg jól til þín og fjölskyldu þinnar elsku Sigga mín .Óla og vala

Ólöf Karlsdóttir, 23.12.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband