Viðburðaríkur dagur

Jæja þá er ég búin að fara og hitta doksa,hann var bara ánægður með mig,en virðist hafa gert meira en ég bjóst við.Ég má fara í léttar æfingar hjá sjúkraþjálfaranum mínum,eftir hálfan mánuð,en ekki í hópinn eða sundleikfimina fyrr en eftir 4-6 vikurFrown en ég er alveg sátt við það,ég á alveg að ná góðri hreyfigetu í handleggnum og svo sagði hann í lokinn að ef ég ofgerði hinum handleggnum á meðan ég væri að jafna mig,þá væri ég alltaf velkomin til hanns aftur.Hann er algjör dúlla þessi maður,hann heitir Ágúst Kárason,þetta er í annað skiptið sem hann gerir við mig,þessi elska,líka búin að gera við Sigrúnu dóttir mína og kallinn minn,svo við höfum alveg rosa góða reynslu af honum,vona samt að ég þurfi ekki að fara til hans aftur,þó hann sé frábær.Doctor

Annars byrjaði dagurinn ekki vel hjá mér í dag.Fór í sparisjóðinn í morgun,að ganga frá þessu mánaðarlega þar.Þegar ég var búin að því,ætlaði ég að taka út tíu þúsund,til að hafa í Reykjavíkinni,þá fékk ég bara synjun á kortið.Ég vissi ekki betur en við ættum rúm hundraðþúsund á reikningnum,en nú var bara sexþúsund á honum.Ég rauk í þjónustufulltrúann minn og þá kom í ljós að örorkubæturnar mínar komu aldrei innW00tÉg er ekki að djóka,ég hringdi í tryggingarstofnun,sú sem talaði við mig þar,sagði að þetta væri farið frá þeim og sagði alveg rétt reikningsnúmer,svo ég hringdi í þjónustufulltrúan og hún fann þetta ekkiGasp Svo í fyrramálið verð ég að fara á fullt að finna út úr þessu,eins gott að þessir aurar finnist,þetta eru einu krúnkurnar sem við eigum fyrir jólinGold Coins En ég er bara bjartsýn,það er allt búið að ganga svo vel undanfarið,við fengum tildæmis þetta flotta 32 tommu sjónvarp með breiðskjá og þriggja ára gamalt,fyrir sautjánþúsund kallToungeTV

Jæja vinir mínir,ég get ekki bloggað mikið lengur,farin að þreytast í öxlinni,gaman væri að sjá sporin ykkar sem flestra á síðunni minni,ég fer svo blogghring og kvitta á morgun er orðin þreytt kona.Guð veri með ykkur vinir mínir og eigið góða viku framundanGingerbread


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ekki ofgera þér við verðum að mæta á FimmtudaginnKnús

Ólöf Karlsdóttir, 3.12.2008 kl. 01:16

2 Smámynd: Brynja skordal

vona að þú sér búinn að fá peningana pirrandi að þurfa eltast við svona hluti sem eiga að vera í lagi! Farðu vel með þig og hafðu það gott ljúfust:* Ps broskalla dæmið eitthvað bilað hjá mér núna! góða nóttina:*

Brynja skordal, 4.12.2008 kl. 01:30

3 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Þú ert best , en farðu samt vel með þig elska þig endalaust

knúss og klemm 

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 4.12.2008 kl. 06:51

4 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Takk stelpur mínar,ég er alveg rosalega stillt og passa að ofgera engu,enda hef ég frábæra hjálp af henni Laeilu minni ég fann peningana daginn eftir,eftir andvökunótt og áhyggjur,sama hvað maður þykist bjartsýnn,þeir höfðu verið settir á annan bankareikning,í öðrum banka,en sem betur fer á mínu nafni svo þetta fór allt vel að lokum við Laeila erum að fara á jólafund hjá kvenna og björgunarsveitinni í kvöld,það verður gaman hafið það sem allra best vinir mínir og takk fyrir innlitið

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 4.12.2008 kl. 10:48

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Takk fyrir samveruna í kvöld  ,það var góð stundKnús Óla

Ólöf Karlsdóttir, 5.12.2008 kl. 01:31

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Takk fyrir innlitið á síðuna mína Sigga mín við Vallý sáum að þér leið ekki nógu vel En Sigga mín farðu varlega og hvíldu þig vel .Þetta tekur allt tíma ,lofaðu að slaka á Laeila er góð við þig ,sé hvað þið eruð nánar sem er gott Stórt knús á ykkur Óla 

Ólöf Karlsdóttir, 5.12.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband