20.11.2008 | 00:04
Búin að vera fínn þessi dagur.
Ég ákvað allt í einu að blogga smá,þó ég sé dauð þreytt.Ég er búin að vera ótrúlega dugleg í dag og má til að monta mig svolítið.Ég er nefnilega búin að vera lasin síðan á sunnudag en í dag fór ég að hressast,svo ég gat farið í nuddið mitt niður í Átak,síðan keyrði ég pabba gamla, sem er 94 ára og á elliheimili,til að fara í bankann og svo að lotta og þá var minn maður ánægður.Síðan fórum við mæðgur út í Sandgerði,þar sem tvær dætur hennar Heiðu minnar búa.Það var fyrir löngu búið að ákveða að við myndum reyna að baka saman í þessari viku,þar sem ég er að fara í aðgerð með öxlina á mér á mánudaginn og á ekki von á að gera mikið eftir það.
Ég hef nú ekki bakað margar sortir fyrir jól,síðan ég bara man ekki hvenær,yfirleitt látið Jóhannes minn í Bónus sjá um það síðan við hjónakornin urðum tvö í kotinu.En semsagt nú var búið að ákveða að við skyldum hjálpast að,amma og ungdómurinn svo okkur var ekki til setunnar boðið,hnoðað uppí 5 sortir og bakaða 3 í dag,það var nú aldeilis afrek hjá þeirri gömlu og er ég bara pínu ánægð með mig.Stelpurnar leigja rosa flott einbýlishús þarna,eldhúsið er alveg æðislegt og ofninn draumur hverrar húsmóður,en Guð minn góður,það eru flísar á öllum gólfum og fæturnir mínir og bakið veina svo sannarlega í kvöld,en það var þess virði og ég ætla aftur á morgun að klára,þó ég eigi bæði æfingar og sundleikfimi ,það gerir ekkert til að verða þreytt ,ég fæ nógan tíma til að hvíla mig eftir helgi.
Ég ætla svo að setja upp jólaseríurnar um helgina,svo bara fæ ég hjálp við jólalandið mitt,sem er nú frekar stórt í sniðum,einhvertíma þegar ég treysti mér til,eða nú bara sleppi að setja það upp,ekki hundrað í hættunni.
Jæja vinir nú er ég hætt ætla að horfa á dagvaktina í endursýningu.Eigið góða nótt vinir skiljið eftir spor og kvitt.
Athugasemdir
Hvað umm fáum við þá smákökur eftir púlið á morgun hehe Af hverju ertu hætt að horfa á dagvagtina Svar óskast Óla
Ólöf Karlsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:16
Mér er alveg sama hvað þú segir en það eru 7
Já ég endurtek SJÖ sortir á myndunum frá bakstrinum á barnalandi
Ekkert skrítið að fólk verði þreytt hihihi
Knús og klemmur á línuna og þráðinn
Sigrún Friðriksdóttir, 20.11.2008 kl. 22:32
Takk stelpur mínar,já ég er bara búin að vera skolli dugleg Dóra mín,þetta er að ganga á blogginu æi Óla mín gleymdi alveg að koma með smakk í sundið,þú verður bara að kíkja í kaffi til mín og smakka,og nei ég er ekki HÆTT að horfa á dagvaktina,var að horfa á endursýningu missti af á sunnudaginn já Ruslana mín fer í Orkuhúsið og kem heim sama dag,kanski sjáumst við á föstudaginn Sigrún mín kíktu aftur og þá sérðu að þær voru BARA 6ein sortin er á tveim stöðum,samt alveg dauð líka bæði búin að æfa og synda í dag,farðu vel með þig stelpan mín og knús og klem á ykkur allar
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 20.11.2008 kl. 22:51
Sigga mín við fórum lítin labbi rúnt í kvöld er komin í náttfötin fyrir löngu Horfum á dagvaktina á sunnudagin sko ég og þau you noNótt Óla
Ólöf Karlsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:19
Góða nótt, og ég er þreitt svona hálf söppKnús Óla
Ólöf Karlsdóttir, 22.11.2008 kl. 00:36
Já Sígga mín var slöpp og mikið fyrir að sofa Knús Óla .Er að skríða saman
Ólöf Karlsdóttir, 23.11.2008 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.