LOKSINS LOKSINS :D

Bara smá gleði blogg til að láta alla mína vini að tölvan mín er komin úr viðgerð og ég er sko búin að fara einn hring til að heilsa upp á ykkur,ég hefði bara aldrei trúað því að ég myndi sakna bloggsins svona mikið,vonandi lendi ég ekki í svona hremmingum í bráðCrying Hafið þið einhvertíma gengið í gegn um að bókstaflega allt bilar sem bilað getur í kringum ykkur???Allavega ég er sko búin að ganga í gegn um svona tímabil núnaDevil held samt að þessu fari að linna,því þetta er sko ekki tími til að endurnýja eitt né neittCrying

Þetta byrjaði með því að ísskápurinn minn fór að frysta,ég er svo heppin að dóttir mín býr hjá okkur núna svo hún gat lánað mér sinn ísskápKissing

Næst bilaði myndavélardruslan mín,en ég var svo ljónheppin að hún Heiða mín fékk myndavél í jólagjöf svo hún gaf mér sína gömluKissing

Bíllinn bilaði um daginn,en þar sem hann er í ábyrgð,var hann lagaður án þess að kosta krónuKissing

Sjónvarpið hrundi,eins og ég var búin að skrifa um,þá vorum við svo heppin að vinkona Laeilu,lánaði okkur sjónvarp sem hún var ekki að nota,ég er svo sannarlega þakklát fyrir það,því ekki höfum við efni á að kaupa nýtt eins og ástandið erJoyful

Svo eins og allir vita hrundi tölvan um daginn,ég var svo heppin að það var harði diskurinn og hún var í ábyrgð,svo ég þurfti ekki að borga neittKissing þurfti samt að reka svolítið á eftir henni,þar sem þessir ungu tölvustrákar virðast halda að ef þú ert kona,komin yfir miðjan aldur,þá liggji manni ekkert á tölvunni sinni,en ég var fljót að koma piltinum í skilning um að mig vantaði gripinn og viti menn ,þá gekk þetta eins og í sögu Kissing´

Við áttum von á vinahóp í heimsókn í gærkvöldi,ekki í frásögu færandi nema kaffikannan mín fór að láta eitthvað leiðinlega,ég ætlaði nú bara að hella upp á á gamla mátan,en Heiða mín sendi mér sína könnu til láns fyrir kvöldiðKissing

Svo til að kóróna vitleysuna,þá eyðilagðist klósetsetan hjá mér í gærLoL já enga aulabrandara VallýTounge Kallinn minn gat nú gert við hana til bráðabirgða,áður en gestirnir komuPinchen þar sem við búum í leiguíbúð hjá bænum og reynsla okkar af svona bilunum í íbúðinni eða húsinu,hafa ekki fengið hraða afgreiðslu á þeim bænum,gæti skrifað langa ritgerð um lekar útihurðir raka og ýmislegt ógeð og engin hlustarPinch en í morgun hringdi semsagt bóndi minn og sagði okkar farir ekki sléttar,þurfti reyndar að hringja í þrjá staði,en viti menn,um hádegið birtist hér viðgerðarmaður,skoðaði aðstæður og eftir smá tíma var hann komin með þessa líka flottu setu,varla maður þori að nota hanaJoyful en semsagt þarna ver ég svo sannarlega alveg ljónheppin,hugsið ykkur ef ég hefði nú þurft að bíða eins lengi og eftir útihurðinni(5 ár)LoLGrin

Svo þegar ég var að kvarta yfir þessu við Laeilu í gær,sagði hún,en mamma hugsaðu þér hvað þú ert heppin að þekkja svona margt fólk sem er tilbúið að lána þér,og þar sem það er auðvitað alveg satt,og ég er alveg forfalin Pollýanna,þá er ég alveg ótrúlega þakklát  fjölskyldu vinum og svo auðvitað Hyrti hjá bænum fyrir alla greiðvirkninaInLove 

Ég ætla að láta þetta nægja í bili elsku vinir,nenni sko alls ekki að blogga um þjóðmálin eða ástandið þar,hlakka til að sjá sporin ykkar vinir mínir,eigið  góða nótt og ljúfa draumaInLoveSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Nei Dóra mín við alveg þokkalega geðheilsu takk fyrir innlitið

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Gleymdi að gemsinn dó á mig í gærmorgun en var svo heppin að Laeila átti aukasíma sem hún lánaði mér

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:13

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Siggamín saknaði þín í sundinu í dag  ,er alveg eftir mig þar sem ég æfði fyrir ykkur mæðgur hehehehehe.knús á ykkur Óla sundgarpur

Ólöf Karlsdóttir, 17.11.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Sigga mín hélt að það væri allt er þegar 3 er , en þú tekur þetta á allt þegar 10 er ,heheheÓla

Ólöf Karlsdóttir, 17.11.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Þakka ykkur öllum innlitið,það er æðislegt að vera komin í samband við ykkur aftur Ruslana mín það kemur að því að hittast Óla mín þú ert svo mikill dugnaðarforkur þig munar sko ekki um að æfa fyrir okkur mæðgur líka,vonandi þarf þess ekki á FimmtudaginnVallý mín ég á góðan kall og furðu seigan,annars saknaði ég ykkar Ólu í gærDóra mín allt í góðu standi í dag nema kellingin,með einhvern flensuskít

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 18.11.2008 kl. 18:27

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ég ætla sko að láta ykkur Sigga og Ladývallý vita það að það er banað að smita húsgögnin mín stór eða smá .Ég á ekki fyrir viðgerðarkostnaði ,og hana nú og ekki orð um það meirKnús á ykkur Óla sundfrík , fór ekki út að labba í kvöld Ákvað að hvíla mig

Ólöf Karlsdóttir, 18.11.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband