8.11.2008 | 00:50
Bara smá fréttir á lánstölvu.
Mér skilst að það sé farið að slá í gamla bloggið mitt svo að til að ég missi nú ekki alla bloggvini þori ég ekki annað en að blogga smá
Fór loksins með tölvuna mína í viðgerð í dag,þegar ég loksins fattaði að hún var bara eins og hálfs árs og það var möguleiki að þetta væri harði diskurinn
ætli megi ekki bara kenna aldrinum um svona fattleysi
Allavega ég er með tölvu að láni sem er æðislegt,ótrúlegt hvað maður húkkast á bloggið,ég er virkilega búin að sakna allra minna bloggvina og hef notið þess að kíkja við og kommenta hjá þeim
Ég vil láta alla vita sem voru að fylgjast með henni Láru vinkonu minni,að hún hefur náð ótrúlegum bata og er komin heim Hún á auðvitað langt í land,en hún er seig og ég hef enga trú á öðru en hún rúlli þessu upp þessi elska,hún er algjör hetja
til ykkar allra sem báðu fyrir henni með mér,hafið innilega þökk fyrir
Við gamla settið erum með ömmu og afa helgi,það er sko ekki leiðinlegt,fórum í Hafnarfjörðinn í dag og sóttum prinsessu Victoriu á leikskólann og hún ætlar náðsamlegast að leifa okkur að dekra við sig þessa helgi dásamlegt
Mér finnst alveg ómetanlegt að hafa svona lítið kríli (hún verður fjögra á jóladag)það er svo gaman að spjalla við hana hún er svo mikill spekingur,svo kann hún þvílíkan helling af lögum og vísum sem hún þylur upp úr sér eins og ekkert sé
eins og þið heyrið er ég MJÖG montin amma,var eiginlega búin að ákveða að við fengjum líklega ekki fleiri ömmubörn,þegar hún fæddist
síðan þá eru komnar tvær langömmu stelpur og það er ekki síðra
svo til að verða svolítið væmin í lokin ætla ég bara að segja,mér finnst ég alveg óskaplega rík kona að eiga svona dásamleg börn,tengdabörn,barna og barnabarnabörn,það tekur engin frá mér nema Guð almáttugur.Hugsið ykkur bara,að geta notið samvista við fjölskyldu og vini,elska og vera elskaður,hvers virði eru verðbréf í samanburði við það,ég veit það svosem ekki,hef aldrei átt verðbréf og gæti ekki verið meira sama
Með þessum hugleiðingum kveð ég ykkur kæru bloggvinir,vonandi líður ekki svona langt á milli næst,eigið ljúfa helgi og endilega kvittið
Athugasemdir
Samma mín ég fór í Reykjavík í dag að mótmæla
Ólöf Karlsdóttir, 8.11.2008 kl. 20:59
Veit sko að hú Victoría Rut PRINSESSA hefur notið þess að vera hjá ömmu og afa og láta stjana við sig , og ef ég voga mér að hringja og a.t.h hvernig gengur þá er bara sagt kondu sæl Móðir mín og maður má hafa sig allan við að bara springa ekki úr hlátri . Hún er sko Guðs gjöf þessi snót enda valdi hún afmælisdagin sinn sjálf 25 des mánuði fyrir tíman veit hvað hún vill þessi stelpa , en líka gaman að ræða við hana um heima og geyma . Takk elsku mamma og pabbi fyir að gefa mér smá frí og Pabbi til hamingju með Pabba dagin þó svo að hann sé nú ekkert haldin sérstaklega á Íslandi .
Knúss og klemm hlakka til að sjá ykkur á eftir
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 9.11.2008 kl. 13:07
Samma mín ef þú bakar handa Dóru þá vil ég líka
Góða nótt mín kæra
Óla málari
Ólöf Karlsdóttir, 9.11.2008 kl. 23:36
Takk fyrir samveruna í sundinu í dag ,og við stuðkonur fórum á labbið í kvöld var smá kallt
Málarinn
Ólöf Karlsdóttir, 10.11.2008 kl. 23:27
yndislegt að eiga svona ömmu og afa helgi ekkert sem toppar blessuð börnin okkar
hafðu það ljúft Elskuleg
og góða nóttina
Brynja skordal, 11.11.2008 kl. 00:00
Sigga mín fór í skólan í morgun og var svo bara heima, að gera ekki neitt nema liggja undir sæng var svo kallt,knús Óla

Ólöf Karlsdóttir, 11.11.2008 kl. 23:45
Sjáumst á morgun knús
Óla
Ólöf Karlsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:29
Sigga mín sjáumst á eftir í sundi þú þekkir mig á nýjum sundbol
Óla sundkella
Ólöf Karlsdóttir, 13.11.2008 kl. 14:01
Bara láta bloggvini mína vita að nú er ástand með láns tölvuna,svo ef bloggið er farið að lykta þá verður bara að hafa það,vona samt að ég fái mína fljótlega
knús og klem á ykkur öll
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 14.11.2008 kl. 16:50
Ha lykta það er orðið
Knús á þig og þína Sigga mín
Óla sundfélgi
Ólöf Karlsdóttir, 16.11.2008 kl. 00:36
Sigga mín það er eitthvað að versna veðrið hér suður með sjó
Ég er búin að loka öllum gluggum .Það blæs svo inn um þá
Knús á þig og þína
Óla
Ólöf Karlsdóttir, 16.11.2008 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.