25.10.2008 | 00:21
Gott að kúra inni í vondu veðri .......
Mikið óskaplega erum við flestir Íslendingar heppnir að hafa hlýjar íbúðir og nóg að bíta og brenna,þrátt fyrir krepputal.Ég segi fyrir mig,þó bæði ég og maðurinn minn séum öryrkjar og eigum ekki einu sinni íbúðina sem við búum í tel ég okkur mjög lánsöm að geta látið fara vel um okkur,við sveltum ekki,eins og kannski sést á okkur
við eigum hlý rúm að skríða upp í á kvöldin,en fyrst og síðast eigum við svo dásamlega krakka og þeirra fjölskyldur,sem vilja bókstaflega allt fyrir okkur gera.Í gærkvöldi þegar ég var að koma mér í rúmið,heyrði vindinn gnauða úti og sá ekki út úr augum,þegar maður leit út,varð mér hugsað til aumingja mannsins sem var að tjalda í Laugardalnum sjöunda veturinn
hvernig í veröldinni getur þetta gerst á Íslandi og hann er svo sannarlega ekki einn,það eru mýmörg dæmi um allt niður unga krakka og unglinga,eru einhverjir búnir að gleyma umræðunni sem varð fyrir nokkrum árum um götubörnin á Íslandi???Ég man bara hvað mér brá þegar þessi ljóti sannleikur kom í ljós,hefði aldrei nokkurn tíma trúað því að svona lagað gæti þrifist í Reykjavík,nema hvað það söfnuðust einhverjir peningar,síðan hefur maður heyrt ósköp lítið um hvað varð um þessi börn
einhvernvegin held ég að þarna hafi bara ósköp lítið breyst,leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.Það sem ég er að pæla með þessu er kannski,verum ekki allt of upptekin af því þó einhverjir peningar tapist,það er alltaf hægt að bjarga sér,maður þarf kannski bara að breyta kröfunum sínum,spyrja sig,verð ég að fá ný föt fyrir jólin,verðum við að kaupa stóra flatskjáinn sem ég sá í gær og verð ég að keyra um á flottum jeppa,semsagt kannski bara að forgangsraða upp á nýtt ,það eru svo margir sem hafa það svo mikklu ver heldur en við,svo hvað er maður að kvarta
Voðalega er ég farin að vera leiðinleg,best að hætta áður en allir sofna
Svona pælingar hellast stundum yfir mig og þá er nefnilega svo gott að koma þeim frá sér í bloggi ekki satt
Kannski núna út af efnahagsástandinu og svo var 10 ára sjónvarpið okkar að gefa upp öndina,á þriðjudagskvöld og langþráður Grey's Anatomy þáttur loksins að byrja á miðvikudagskvöldi
nú voru sko góð ráð dýr,þurfti að fara á miðvikudagsmorgninum og skipta um dekk á bílnum,spáð vitlausu veðri,svo það voru auðvitað engir afgangs peningar fyrir sjónvarpi,hefðu hvort sem er ekki verið það,þrátt fyrir dekkin
jæja við eigum eitt 14 tommu tæki sem við mæðgur ætluðum bara að láta okkur nægja,en vorum þá svo heppnar að vinkona Laeilu átti 20 tommu tæki sem hún lánaði okkur,svo við misstum ekki af Gey's,þvílíkur léttir
Í dag smitaðist ég held ég bara af henni ladyvally,sem er búin að vera í þvílíku banastuði að fylla kistuna sína af góðgæti,svo ég ákvað að byrja á að rifja upp hvernig var að baka ofninn í þessari íbúð sem ég bý í núna er búinn að vera hálf leiðinlegur og ég var eiginlega búinn að afskrifa hann,ágætis afsökun fyrir að baka ekki
jæja allavega ákvað ég í morgun að vera dugleg gróf upp brauðvélina sem Sigrún og Ruud gáfu okkur í jólagjöf fyrir nokkrum árum,ég var alveg rosalega dugleg að nota hana í nokkur ár,var reyndar farin að nota hana til að hnoða,tók svo við og hnoðaði betur og bakaði í ofni,finnst það koma betur út,brauðið ekki eins laust í sér.En aftur að deginum í dag,gróf upp brauðvélina,fór út í búð og keypti í bakstur,fann fullt af uppskriftum og svo var bara byrjað.Ég var reyndar búin að gleyma að blessuð vélin er svolítið mikið lengi að bara að hnoða og ég sem ætlaði að hafa nýbakað brauð og grjónagraut í kvöldmat (á maður ekki að herða sultarólina)en sá fram á að kvöldmaturinn yrði um kl.tíu í kvöld,svo ég breytti því snarlega í pizzu,en bakað svo þetta líka ljómandi góða kúmenbrauð og kúmenbollur
svo nú er ég búin að prófa brauðvélina og ofninn og viti menn hann virkaði bara ágætlega,allavega á brauð,ekki mjög góður á fínar tertur
en nú sem sagt ætla ég að verða hagsýnni húsmóðir,og það er bara gaman að takast á við það
(eins og ég sé búin að vera svo óhagsýn)
Jæja er ekki komið nóg af þessu bulli,en mikið rosalega er gott að bulla svona,ég vona að ég hafi ekki svæft neinn,en ef svo er sofið þá vært vinir mínir en skiljið samt eftir smá kvitt
Athugasemdir
Hæ Sigga mín.
Takk fyrir að senda mér svona fallega kveðju. Sjáumst fljótlega
Kveðja
Dísa vinkona þín
Hjördís Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 21:50
Já samma mín það er gott að liggja inni í svona veðri
En ég er að springa er alltaf í matarboði líka í dag og aftur á morgun 
Kveðja og knús rugludósiní veturbænum
Ólöf Karlsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:35
Góða nótt Sigga mín
Kveðja og knús rugludósin í vesturbænu
m
Ólöf Karlsdóttir, 28.10.2008 kl. 22:30
Góða nótt
Rugludósin
Ólöf Karlsdóttir, 30.10.2008 kl. 00:27
Elsku dúllurnar mínar,takk fyrir innlitið,ég er ekki búin að tína tölvunni,heldur krassaði hún og er biluð ennþá
ekki mjög gaman en vonandi kemst hún í lag um helgina og já ladývally við verðum að vera úber duglegar að selja björgunarkallinn okkar á morgun
vonandi get ég bloggað eitthvað um það eftir helgi,þangað til stelpur mínar hafið það sem allra best,knús á línuna


Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 30.10.2008 kl. 15:37
ið sko rétt ráðið ef þið geimið ekki einn kall handa mér .Þ .er leiðinlegt hjá mér hér .Verð að fá kall harðan sko .Rugludósin í vesturbænum
Ólöf Karlsdóttir, 30.10.2008 kl. 21:57
vonandi kemst talvan í lag sem fyrst góða nótt Elskuleg

Brynja skordal, 30.10.2008 kl. 23:57
Munið eftir mér sko
Kærleikskveðja rugludósin í fjöleignarhúsinu í vesturbænum
Ólöf Karlsdóttir, 31.10.2008 kl. 16:34
Sigga mín hvar varst þú í dag fór í samkaup og bónus og fann þig ekki .En fann hana Berglindi mína og keypti af henni kallana mína
Kveðjuknús rugludósin í vesturbænum
Ólöf Karlsdóttir, 1.11.2008 kl. 23:58
Ólöf Karlsdóttir, 2.11.2008 kl. 22:27
Halló halló halló Sigga hvar ertu
Knús Óla
Ólöf Karlsdóttir, 3.11.2008 kl. 14:36
Oj það er ýldufíla hér,eruð þið ekki samála það er orðið
Ólöf Karlsdóttir, 4.11.2008 kl. 20:25
Sæl
Ég er barnabarnið hennar Siggu og vildi bara láta ykkur vita að talvan hennar er ennþá biluð.
Linda María (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 01:14
Góða nótt og vonandi fer tölvu óþekktin þín að hætta að vera lasinn

Brynja skordal, 7.11.2008 kl. 00:01
Bannk bannk einhver heima hér
Hér kemur maður alltaf að lokuðum dyrum
Óla og takk fyrir í kvöld
Ólöf Karlsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:35
Ruslana ég er alltaf til í að lemja trommur og slæ til heyri betur í þér seinna
Ég þakka ykkur umhyggjuna þið þarna sem finnst komið ýldulykt af blogginu mínu
Linda mín alltaf jafn hugulsöm við ömmu takk elskan
Brynja mín,ég fer með druslua á tölvuspítala á morgun,lofa löngu bloggi þegar hún fer að virka
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.