Skemtileg helgi í faðmi fjölskyldunnar.

 Family Portrait Þessi helgi er svo sannarlega búin að vera ljúf og góð,sonur okkar og fjölskylda frá Vestmannaeyjum kom og var hjá okkur,það ver mikið spjallað og hlegið,svo átti hann pabbi minn afmæli,elsku kallin,  ekki leiðinlegt að geta státað sig af því að eiga 94 ára gamlan pabba,ekki það,ég held það sé nú ekki gaman að verða svona gamall,horfa á eftir konunni sinni og hverjum vininum á fætur öðrum fara yfir,vera orðin mynnislaus og upp á aðra komin með alltFrown það hlýtur að vera ömurlegt.Hann pabbi minn var svo svakalega félagslyndur maður og þangað til í hitteðfyrra söng hann í tveim kórum og fór og spilaði einu sinni í viku,fór á allar samkomur á vegum eldri borgara og var alls staðar hrókur alls fagnaðar Too Happy 1 þessvegna segi ég það,ég vil ekki verða SVONA gömul Aging Man 

 En aftur að fjölskyldunni í Vestmannaeyjum,þau eru fimm í fjölskyldunni,strákurinn minn er kallaður Gunni og konan hans Siddý,hann er skipstjóra mentaður og hún er kennari,þau eiga þrjá krakka,Guðlaug er 18 er í fjölbraut og vinnur með skólanum,rosa dugleg og sæt stelpa stutt síðan hún spilaða fótbolta líka Soccer strákarnir eru tveir Ásgeir sem er 15ára,og spilar á rafmagnsgítar  Firehead og Kristberg 12 ára æfir körfubolta og er að læra á trommur Drums ,þetta eru auðvitað frábærir strákar Homey þetta er semsagt algjör súper fjölskylda,sem ég er alveg svakalega stolt af In Love .Ég er oft að hugsa,vegna þess að ég veit hvernig þetta er í Eyjum,hvað er misskipt mannanna gæðum,líka hérna á Íslandi.Ef þú býrð í Vestmannaeyjum og til dæmis veikist,þá auðvitað ferðu fyrst  til heimilislæknis,síðan þarftu hugsanlega að fara til sérfræðings,þá þarf að koma sér upp á land og það er sko ekkert gefið,ef svo er brjálað veður þegar þú átt að fara,þá missir þú af tímanum vegna þess að það er ófært Crying þetta er bara eitt annað er að allur matur og annað er svo miklu dýrara þar en upp á landi,engin Bónus jú það er Króna en þar er frekar lítið úrvalGasp ein Húsasmiðja ekkert Býkó semsagt engin samkeppni, ekkert OB eða Orka eða hvað þetta nú heitir allt Baring Teeth svo þegar börn eru í íþróttum,kostar enn þá meira fyrir þau að fara í keppnisferðir,því það þarf að koma sér upp á land fyrstCrying Fólk segir stundum,það er val hjá fólki að búa þarna,en stundum áttu ekkert val,þarna frekar en á vestfjörðum og öðrum strjálbýlum stöðum á landinu,þú ert kannski búin að koma þér upp góðu húsi,sem ekki fengist blokkaríbúð fyrir upp á landi,börnin eiga sína vini og eru í sínum hópi,svo þá er bara að þrauka og reyna að vera útsjónasamur og nota ferðirnar upp á land til eð gera sem flest í einu og hamstra svo í Bónus áður en maður fer heim  School Supplies  Mér finnst svo skrítið þegar maður hugsar um það,að í svona litlu landi,skuli ekki vera fyrir löngu búið að koma upp svona dreifbýlis styrk,því svo er alltaf verið að býsnast yfir þessum fólksflótta á suðvestur hornið á landinu,kannski við sporðreisumst bara einhvern daginn,þegar allir eru komnir á sama staðinn Lol Æi þetta eru bara svona smá hugleiðingar,ég held manni sé nefnilega hollt að skoða hvernig aðrir hafa það til að sjá að maður hefur það bara skolli gott,ekki satt Thumbs Up Talandi um að hafa gott í þessu "kreppu" tali,er ekki ráðið að skoða aðeins í hvað er maður að eiða krúnkonum,ég er nú svo heppin að ég tapaði engu í þessum látum undanfarið,vegna þess ég átti ekkert,þess vegna er kannski auðveldara fyrir mig að spara og reyna að vera útsjónarsöm,vegna þess ég hef alltaf þurft þess Rolling Eyes alavega er ákveðið á þessum bæ að kaupa fár jólagjafir reyna frekar að búa þær til sjálf,sem er rosalega gaman og þarf sko ekki að kosta mikla peninga Dumb svo hef ég verið að kaupa svona smá saman í jólamatin ef ég hef rekist á eitthvað á tilboði,svo ég er langt komin þar,svo það verða kannski bara róleg og ljúf jól þetta árið,ef öll útgjöld verða búin í Desember Lol ekki lleiðinlegt og eitthvað til að hlakka til Mistletoe Kiss Jæja ég held ég hætti nú þessu bloggi í bili,fannst bara vera kominn tími á blogg og eins og ég sagði var helgin frábær með meiripartinn af fjölskyldunni í kringum sig og þeir sem ekki komu voru í símasambandi,svo það er sko ekki yfir neinu að kvarta Thumbs Up 

Í lokin það berast alltaf góðar fréttir af henni Láru minni,hún er farin að fá meiri mátt og þetta er allt að koma,þökk sé öllum þeim bænum sem voru beðnar fyrir henni,ég veit að það voru hópar út um allan heim að biðja og það virkaði sko Prayer Kæru bloggvinir og aðrir sem lesið þetta,verið nú dugleg að kvitta,það er svo gaman að fá koment Have A Nice Day  





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Samma mín til hamingju með Pabba þinn og alla fjöskylduna þín gott að þið áttuð góða helgi Konni minn  byður  að heilsa ,en hann sagði ég þekki enga Siggu eða Sömmu og við Stína syndum honum mynd þína þá sagði hann júuuuuuuuuu ég þekki hana Kvitt og knús Rugludósin þín

Ólöf Karlsdóttir, 20.10.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Það var frábært að hitta ykkur um helgian í afmæli hjá afa . Frábærar fréttir af Láru .

Knúss of klemm elska ykkur 

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 21.10.2008 kl. 12:04

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ólöf Karlsdóttir, 21.10.2008 kl. 14:51

4 identicon

Takk fyrir helgina þetta var voða gaman og þægileg helgi og gaman að sjá hvað pabba fer mikið fram.

Þetta voru fínir punktar hjá þér með að búa úti á landi og væri kanski ráð að gera eithvað til að jafna kjör í landinu til að við getum nýtt mannauð og fjármuni í hinum strjálu bigðum landsins.

Kærar kveðjur úr Eyjum Gunni og fjölsk.

Gunni (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:48

5 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með pabba þinn og þetta hefur verið skemmtileg helgi hjá ykkur ekkert sem toppar það að fá að vera með sínu fólki Hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 21.10.2008 kl. 22:27

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Rosalega lítur dóttir þín flott útSá hana í byko í dagKveðja og knús

Ólöf Karlsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:06

7 identicon

Hæ hæ elsku mamma min, og til hamingju med hann pabba tinn og afa minn :) Hefdi sko alveg viljad vera med ykkur :) En eg sa myndir hja Victoriu :) Godur pistill hja ter og gott væri nu ef ad blessada efnahagskerfinu a Islandi (sem tilheyrir nu fortidinni) yrdi snuid vid og farid ad gera hlutia a rettan hatt. Tad er alveg fullt af flottu folki og tækifærum um allt land, ef tad bara væri ytt undir og nytt a rettan hatt. Annars er eg i skolanum nuna og er a fullu ad læra. Frabært ad heyra af Laru, tu skilar audvitad kvedju til hennar fra mer. Gaman ad sja ad broi er svona duglegur ad kommenta :)

Love U all kiss kiss og klemmur fra skolastelpuni :)

P.S var ad fa ad vita ad eg fæ ad taka auka stærdfrædi og edlisfrædi. Mer fynst svo rosalega gaman i teim føgum ad eg var ad bydja um ad fa ad prufa tyngri føg :P hihi svo sjaum vid bara til hvad verdur ur stelpuskrattanum a endanum :P 

Sigrun (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 11:40

8 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Samma mín takk fyrir comentið við eigum bestu og flottustu börnin ég þú og allar hinarLæla er svaka skutla Ég var líka að vinna með þessari elsku Kveðja og knús rugludósin

Ólöf Karlsdóttir, 23.10.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband