11.10.2008 | 01:09
Mánuður bleiku slaufunnar.
Mig langar aðeins að tala um bleiku slaufuna og þessa fjáröflun hér á landi fyrir nýjum og ennþá næmari tækjum.Ég held að allir þekki einhverja konu sem hefur greinst með brjóstakrabba og annaðhvort lifað af eða ekki.Ég á góða vinkonu,sem greindist í gamla tækinu,það þurfti að fjarlægja brjóstið en hún lifir þess vegna finnst mér ekki spurning ,að kaupa bleiku slaufuna,maður er jafn dauður fyrir þúsund kall,en kannski bjargar svona tæki lífi mínu eða minna einhveratíma
Talandi um fjáraflanir,á þessum tímum,núna um mánaðarmótin ætla björgunarsveitirnar um allt land að selja neyðarkallinn,í þetta skiptið verður hann sjómaður Þetta er í þriðja skiptið sem við seljum neyðarkallinn,þetta eru lyklakippur,fyrsti var kall,næsti kona,bæði í fullum björgunarskrúða,gaman að safna þeim og aldrei of seint að byrja Það vita allir hvaða hlutverki björgunarsveitirnar spila hér á Íslandi,hvort heldur sem er í leit að fólki í óbyggðum og á hálendinu og ekki síður,í vondum veðrum bæði á sjó og landi.Öll þessi vinn er í sjálfboðavinnu en það þarf að reka þessar sveitir,það þarf að hafa vel útbúna bíla með öllum skyndihjálparbúnaði,það þarf sömuleiðis að eiga fullkomna björgunarbáta og það þarf hlífðargalla á þetta vaska fólk sem leggur líf sitt í hættu oft og tíðum við að bjarga mannslífum og eignum okkar þetta fólk er svo miklar hetjur í mínum huga og ég er svo STOLT ef því að vera partur af þessu teymi,sem er kvennasveitin Dagbjörg,sem var stofnuð til að styðja við bakið á Björgunarsveitinni Suðurnes og svo sannarlega höfum við gert það þessi ár sem við höfum starfað.Við söfnuðum fyrir sjógöllum og talstöðvum og höfum látið setja upp eldhúsinnréttingu í björgunarsveitar húsinu,því það þarf að vera hægt að elda ofan í þessar elskur þegar þau koma þreytt og köld inn,smástund í erfiðum útköllum,eins og voru svo sannarlega oft í fyrra En þó við séum duglegar að safna og þau líka með flugelda sölunni sinni,sem er eina fjáröflun þeirra og því miður allt allt of margir eru farnir að seilast inn á,þá dugir það ekki til.Svo nú þarf að biðla til almennings eina ferðina enn,og bjóða ykkur sjómanninn á þúsund kall,ekkert hækkað síðan í fyrraog ég er alveg sannfærð um að fólk tekur okkur vel,því öll þekkjum við einhvern eða höfum jafnvel sjálf,lent í einhverju þar sem hefur þurfta á björgunarfólkinu okkar að halda og eins og vanalega,þegar mikið liggur við,alveg sama hvernig efnahagsástandið hefur verið,þá hafa Íslendingar alltaf brugðist vel við svona hjálparbeiðni og ég á ekki von á að það verð neitt öðruvísi núna,ég hlakka svo til að selja núna,komst ekki í fyrra,var í smá beuty aðgerð
Ég fékk góðar fréttir af Láru vinkonu minni í kvöld,mettunin alltaf að batna og hún sjálf virðist vera að koma meira til baka,vonandi verða næstu fréttir þær að hún sé vöknuð og allt á batavegi,ég bið þá sem vilja að biðja fyrir henni áfram,ég veit af reynslu að bænin gerir kraftaverk
Jæja ég er að hugsa um að fara að koma mér í og vona að ég sofi í alla nótt
en áður en ég geri það vil ég benda ykkur á nýja bloggvininn minn,hann á áreiðanlega eftir að koma okkur öllum í gott skap með bröndurunum sínum Góða nótt vinir mínir sem nennið að lesa þetta og endilega skiljið eftir ykkur fingrafar
Athugasemdir
Sælar amma Lú,
jæja loksins gaf ég mér tíma til að setjast við tölvuna og lesa blogg, til hamingju með síðuna þína fullt af skemmtilegum brosköllum... já maður styrkir sko björgunarsveitirnar enda er manni málið náskylt, pabbi, afi, eiginmaðurinn, bróðirinn, mágur...........allir sjómenn og maður vill hafa öryggismálin í góðu lagi. BLeika slaufan seldist upp hérna í eyjum en er nú komin aftur til sölu. Ég vona að kærri vinkonu þinni fari að batna.
Bestu kveðjur úr Vestmannaeyjum Siddý
Siddý tengdadóttir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 14:47
Hvar fæst þessi næla langar í eitt stk Þær eru sagðar uppseldar hér Góðar fréttir af vinkonu þinni held áfram að hugsa stíftRugluspiladósin
Ólöf Karlsdóttir, 12.10.2008 kl. 14:50
gott framtak hjá þér Sigga gaman að lesa bloggið þitt
kv Jóhanna
Jóhanna (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 16:13
Ætla sko að ná mér í næluRugluspiladósin
Ólöf Karlsdóttir, 13.10.2008 kl. 13:40
Knús á þig Samma mín Rugludósin
Ólöf Karlsdóttir, 14.10.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.