4.10.2008 | 00:33
FYRIRBÆN
Mig langar svo að biðja alla bloggvini mína og bara alla sem lesa þessa færslu,að biðja fyrir bestu vinkonu minni.Hún fór í hjartaaðgerð á mánudaginn var,allt gekk mjög vel,það þurfti að skipta um tvær æðar og allt leit bara mjög vel út,hún var komin af gjörgæslu á miðvikudag og á fimtudaginn ætlaði ég að heimsækja hana,en komst ekki.Við vorum öll svo alsæl með hvað þetta leit vel út,en þá kom reiðarslagið,hún fékk blóðtappa í hægra lungað og mögulega smá í það vinstra.Nú er henni haldið sofandi og útlitið er ekki gott,en ég trúi því að ef fólk biður af öllu hjarta til Guðs síns,þá bænheyri hann mann.Svo vinir mínir,ég yrði ykkur svo óendanlega þakklát ef þið hefðuð hana í bænum ykkar,hún heitir Lára Halldórsdóttir og er á gjörgæslunni við Hringbaut,þessi elska er búin að vera vinkona mín síðan við vorum 16 ára,hún er algjör perla og heimurinn yrði fátækari ef við misstum hana.Kærleikur til ykkar allra
Athugasemdir
Þetta hristir hún af sér !!! Ég er búin að þekkja hana alla mína ævi og ákveðnari einstakling hef ég ekki oft hitt !! Ég verð að trúa því og bið um að hún komi til með að ná sér af þessu, það er Lára !! Kannski er þetta mín bæn
Love U
Sigrún Friðriksdóttir, 4.10.2008 kl. 00:37
Samma mín hún verður í mínum bænum kveðja Óla
Ólöf Karlsdóttir, 4.10.2008 kl. 00:49
Elsku Sigga amma. Ætli við séum ekki tvær undir sömu stjörnunum þetta haustið. Þetta er eiginlega upp á dag hvað haustið varð allt í einu ekki eins æðislegt og það gaf fyrirheit um að verða . Þetta tekur allt svo á og maður á enga orku. Hugsa til þín. Bið englana mína að kíkja við hjá þér . Knús á þig. Kv. Inga Sveina og co
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, 4.10.2008 kl. 09:15
kveiki á kerti og hef hanna alla daga í bænum mínum . Veit og trúi að þetta verður í lagi .
Elska ykkur svo mikið mamma og pabbi knússog klemm
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 4.10.2008 kl. 23:30
Kæru vinir þakka ykkur kærlega fyrir hlý orð og bænir,af vinkonu minni er það að frétta að þetta var skásti dagurinn,hún var farin að anda betur og maðurinn hennar var bjartsýnn þegar ég talaði við hann áðanég vil því biðja ykkur að hafa hana Láru mína áfram í bænum ykkar Góða nótt
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 4.10.2008 kl. 23:58
Góða nótt Samma mín Rugludalldósin
Ólöf Karlsdóttir, 5.10.2008 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.