30.9.2008 | 01:02
Fallegur haustdagur
Við mæðgur vorum alveg súper duglegar í dag,ég byrjaði nú á að rífa af rúmunum og viðra og þvo,loksins þegar þornaði upp og sá til sólar síðan skruppum við upp á spítala og ég var svo heppin að hitta á tvo lækna sem voru komnir til að tala við bóndann.Hann er nú aðeins hressari,ekki alveg eins út úr heiminum,man reyndar lítið,en það er komin glampi í augun og þegar ég geng á hann með eitthvað,þá kemur það,tekur bara lengri tíma,svona í flestum tilfellum.Læknarnir sögðu mér að svona mikil þornun,eins og varð hjá honum gæti haft þessi áhrif og einnig þetta máttleysi niður í fótinn,hann getur sáralítið hreyft sig,nema í göngugrind og með fylgd.Þeir sögðu mér einnig að hann yrði rannsakaður áfram og ef ekkert breyttist fljótlega yrði fenginn taugasérfræðingur til að skoða hann.Annars sefur hann bara mjög mikið,gat samt hringt í mig úr gemsanum í kvöld,það er reyndar mjög einfalt,ýtir bara á sama takkan tvisvar,því númerið mitt er oftast efst,ef það er það ekki,fer allt í flækju
Jæja síðan fórum við mæðgur og settum niður krókuslaukana í kirkjugörðunum,bæði í þeim gamla og nýja,það var rosalega góð tilfinning að vera búin að því
og svona til að slútta góðum degi,eftir að ég var búin að kíkja aðeins á kallinn minn,þá grilluðum viðekki nokkur leið að láta svona dásamlegan haustdag framhjá sér fara Svona að lokum langar mig aðeins að spjalla um sjúkrahúsið hér og heilsugæsluna.Mér finnst alltaf vera verið að hnjóða í þessa stofnun,en get bara ekki verið sammál,allavega fæ ég alltaf frábæra þjónustu þegar ég og mínir þurfa að leita þangað eins og núna í veikindunum hjá bóndanum,ég hringdi niðureftir og vildi fá að tala við sykursýkislæknirinn okkar,en hann tekur ekki síman,ég lýsti fyrir stúlkunni ástandinu,hélt jafnvel að þetta væri tengt einu lyfi sem hann var á,við sykursýkinni.Þessi tiltekni læknir hringdi svo í mig og sagði mér að koma með hann niðureftir hann yrði búin að tala við ákveðinn lækni til að taka á móti okkur,það gekk svo eftir og var ákveðið að senda hann á bráðamóttökuna í bænum.Til að flýta fyrir innfrá prentaði þessi læknir út nokkrar sjúkraskírslur og beiðni um heila sneiðmynd og lét fylgja með og þetta flýtti ekkert smá fyrir svo þegar hann var komin hingað á sjúkrahúsið,er þjónustan og hlýlegheitin slík að það er yndislegt,alveg sama hvað er brjálað að gera,alltaf eru þessar elskur boðnar og búnar brosandi og almennilegar Hafi allt starfslið sjúkrahússins mínar hjartans þakkir fyrir það óeigingjarna og erfiða starf sem það vinnur Ég var líka að fá þær frábæru fréttir ,af bestu vinkonu minni,sem fór í hjarta aðgerð í dag,að allt hafi gengið vel og líti vel út,Guði sé lof.Svo nú er komin tími til að skríða upp í tandurhreint og ilmandi rúm,leggja aftur augun og þakka Guði fyrir góðan dag
Athugasemdir
Ólöf Karlsdóttir, 1.10.2008 kl. 00:09
Hei frú Sigríður hættu að snúast svona mig er farið að svima :-)
Ólöf Karlsdóttir, 2.10.2008 kl. 20:30
hæ amma mín.. ég er svooo happy að hann afi sé komin heim en herna er soldið sem þú sendir mer einu sinni..
Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein og blómskrýddir blómstígar alla leið heim
é get ekki lofað þér gleði án sorgar á göngunni með mér til himinsins borgar,
en ég get lofað þér aðstoð og styrk og ljós þó að brautin sé myrk og leiddu að því
hugan að lofað eg hef að leiða þig sjálfur hvert einasta skref..
ástin er yndisleg með þer að eiga, augu þin eru falleg, vil eg þer að segja, að eg ELSKA ÞIG
bara smá svona i lokin.. lol
Lilja rós Jensen, 3.10.2008 kl. 11:00
Hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 3.10.2008 kl. 11:28
Þú ert hetja elsku mamma mín !!!
Elska þig og ykkur bæði
Sigrún Friðriksdóttir, 3.10.2008 kl. 21:30
Ekki frú Sigríður það má ekki sorrí ,svo það er bara Samma mín góða nótt og knúsRugludalladós hér suður með snjó
Ólöf Karlsdóttir, 4.10.2008 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.