Búið að vera svolítið strembin vika.

  
 Question Mark Ég er orðin svolítið þreytt á læknum og sjúkrahúsum í augnablikinu,þetta er bara svo löng saga að ég nenni ekki að fara út í hana í nema  í stórum dráttum .Kallinn minn lenti inn á sjúkrahúsi í gær,eftir mikið rugl og vesen,læknarnir héldu jafnvel að hann væri með heilablæðingu,því hann var svo svakalega ruglaðurCrying Allavega eftir stutt stopp á spítalanum hér var hann fluttur á bráðavaktina þar sem hausinn var skannaður og allavega fékk ég að vita að það er ekki blæðing,hann var svo þar í nótt og í morgun þegar ég var mætt á svæðið kom til okkar öldrunarlæknir,sem talaði smástund við okkur,en aðallega var hann svooooo spentur fyrir því að hafa hitt bróðir Engilberts JensenGasp bíddu ætli sé verið að reyna að hressa mann við með þessu eða hvaðErrm allavega vorum við ekki hress,vildum nú frekar fá að vita hvað ætti að gera .Blessaður maðurinn sagði mér svo að hann ætlaði að leggjast yfir lyfin hans og athuga hvort hægt væri að breyta einhverju þar,svo kæmi sjúkrabíll og færi með hann til Keflavíkur,á sjúkrahúsið hér það væri allt frágengið og mér væri alveg óhætt að fara ég gæti svo hitt hann suðurfráCooljæja ég kem heim einhverjum þrem tímum seinna og byrja á að hringja hingað niður eftir,en þar kannast engin við að von sé á kalliGasp ég fæ að tala við hjúkrunarfræðing og vaktstjóra og engin kannast við neitt,svo ég hringi í bæinn þar er mér sagt að hann sé farinn til Keflavíkur og hann hljóti að vera rétt ókominDevil þarna var nú svolítið farið að sjóða á mér,hringi aftur niður eftir og viti menn karl fundinn og verið að koma honum fyrir í bælinu Happy jæja þá hélt ég að væri komin smá pása hjá mér,en nei,nú kom í ljós að þessi blessaði aðdáandi mágs míns,hafði lagt til all rótækar breytingar á lyfjagjöfinni hans og þá fyrst sauð alveg upp úr á þeirri gömluDevilW00t það eru ekki nema í mesta lagi tvö ár síðan hann lá þarna inni síðast,til þess að breyta lyfjunum hans,sem notabeni var full þörf á þá,en síðan hafa þau bara verið að virka fínt GaspCrying ég er skíthrædd við þetta og er búin að biðja um að hitta lækninn í fyrramálið,búin að liggja yfir lyfjaskrám á netinu og prenta út allt sem ég finn um þessi lyf sem þeir ætla að taka hann afToungeég ætla allavega ekki að láta lækninn koma að tómum kofanum hjá mér og ég vil fá skíringar,ég er búin að þurfa að hugsa um lyfin hans í mörg ár og tel mig alveg vita hvernig hann þolir þau,ég fór til dæmis fram á að þau yrðu endurskoðuð síðast,því þá sá ég hvað þau voru að gera honum,en núna segir tifinning mín mér að þetta sé allt annað. Shocked 

Annars að allt öðru,ég var eitthvað voða rómantísk yfir haustinu á síðasta bloggi Raking Leaves en síðan hefur bara ekki stytt upp og allir fallegu haustlitirnir mínir fuku út í loftið,án þess að maður gæti nokkuð notið þeirra Windy og þó hún ladyvally segi að rigningin sé góð þá er nú hægt að fá nóg af ölluW00t .Og hér með slæ ég botninn í þetta blogg í bili,vona að hún Dóra mín sé sátt við mig núnaGrin ég ætla að fara að hvíla mig svo ég verði hress þegar ég hitti doksa í fyrramálið, ég bíð ykkur öllum sem þetta lesið góðrar og vætulítillar helgar og hafið það sem allra best Blow Kiss  Bouquet 





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Samma mín vona að þetta fari nú allt vel En ef við vitum ekki hvað er best fyrir kallana okkar hver þá  ,við þekkjum þá út og innOg vitum hvað þeir þola og þola ekki Kveðja rugludallur nr 3

Ólöf Karlsdóttir, 27.9.2008 kl. 17:23

2 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Takk elskurnar mínar er búin að tala við doksa og fá fullt af skíringum og þeir eru allavega ekki að fara að henda honum út en nú ætla ég að fara að snúa mér að Victoriu prinsessu hún er nefnilega hjá ömmu í heimsókn ekki leiðinlegt annars hundfúlt að fylgjast með Keflvíkingum tapa Íslandsmeistara titlinumen svona er fótboltinn Corner Kick 





Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 27.9.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Samma mín Konni biður að heilsa Hann var ekki kátur þegar leikurinn var búin En okkur var svo boðið í mat hjá Geira og co að það gladdi stráksaHann er rosalega ánægður með helgin þessi elskaJá og ekki nóg að muna afmælisdaga heldur mgetur hann sgt manni hvaða dag eftir 2 eða 3 ár 

Hann er gersemi  hann er gulldrengurinn okkar sammála   kveðja rugludallur

Ólöf Karlsdóttir, 28.9.2008 kl. 22:30

4 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Mikið vildi ég að ég gæti verið meyri hjálp við þig núna þegar svona er . Eina sem ég get gert fyrir þig er að biðja og lána þér eyra þegar þú vilt elsku mamma mín , veit að það er verið að gera allt sem hægt er fyrir pabba . Veit að Victoría ömmu stelpa skelpti sér rosalega vel hjá ömmu sinni um helgina skoða skessuhellirinn og allt leika við Kolbrúnu , Maríu og ekki sýst hundana Tuma og Jökul

Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og dætur mínar elska ykkur knúss og klemm

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 29.9.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband