20.9.2008 | 21:14
Haustið komið með öllum sínum kostum og göllum
já ég er voða mikil haust manneskja,ég elska að kúra inni í vondum veðrum,með góða bók,eða kúsa sig í sófanum og heyra regnið bylja á rúðunni ,eina sem ég á erfitt með að venjast við vondu veðrin,er þegar ég veit af stráknum mínum á sjó,annars hef ég nú lagast rosa mikið,miðað við hvernig ég var þegar hann var að byrja maður lærir með aldrinum að sumu stjórnar maður ekki og þá er bara að leggja aðstæðurnar í hendur þess sem öllu ræður Það var rosa léttir þegar mér lærðist það,fyrir mörgum árum,einmitt í sambandi við strákinn og sjóinn.Hann var ekki nema sextán ára þegar hann byrjaði á sjó,heilu og hálfu næturnar gekk ég um gólf ef það var vont veður og athugaði ekki alltaf að það gat svosem verið besta veður þar sem hann var Svo var ég svo heppin að kynnast félagsskap,sem heitir AL-ANON,og það breytti gjörsamlega sýn minni á lífið Eins og mörgum aðstandendum alka,var ég óhemju stjórnsöm,vildi hafa alla þræði fjölskyldunnar,alltaf,í hendi mér og helst vita hvað allir voru að gera eins og gefur að skilja er þetta ekki gerlegt til lengdar og ég var orðin gargandi meðvirkur og fárveikur aðstandandi,þegar ég var svo lánsöm að bjóðast námskeið hjá SÁÁ og í framhaldi af því fór ég í þessi dásamlegu samtök AL-ANON,þar lærði ég að taka bara einn dag í einu,að lifa og leifa öðrum að lifa og svo ótal margt annað,svo að í dag tel ég mig vera í forréttinda hóp,að hafa fengið að kynnast þessu lífsmunstri og er alveg viss um að ég væri annaðhvort dauð eða komin á geðdeild,hefði mér ekki veist sú hjálp sem ég fékk á þessum tímapunkti
Annars ætlaði ég að skrifa umhaustið og hvað mér líkar best við það.Það eru þessir dásamlegu litir sem náttúran skartar,á þessum árstíma,það er alltaf hlegið svolítið af mér,þegar ég missi mig ,á hverju einasta ári,yfir undrum náttúrunnar,litadýrðinni og öllum pakkanum,ég myndi helst vilja taka haustlitina ,þessa rauðu,gulu,brúnu og grænu og geyma þá inni í stofu hjá mér allan veturinnsvona er ég mikill rugludallur,en mér líkar það bara vel
Annars er ég búin að eiga góða helgi það sem af er,hitti gamlar AL-ANON vinkonur í gærkvöldi,kannski það hafi rifjað upp fyrir mér þessi ár,svo í dag var ditta mannsbarn,bloggvinkona mín,búin að blása til hittings bloggvina á kaffi Duus,en við mættum bara tvær,ég og hún það var samt alveg frábært,mér finnst nefnilega ansi gott að geta sett andlit og persónuleika ,á þá sem ég er að spjalla við allavega fór vel á með okkur og ákváðum við að reyna að hóa saman aftur eftir þrjár vikur mánuð,við sjáum bara til hvernig það gengur svo á morgun ætlum við hjónin að hitta þrenn önnur vinahjón okkar,sem við erum búin að vera í hóp með í 14 ár.Við hittumst öll á Lútenskri hjónahelgi og höfum haldið hópinn síðan,ég veit ég þarf ekki að útskíra fyrir neinum sem hefur farið á svona helgi,hvað hún gefur manni mikið. Allavega höfum við ekki eignast tryggari vinahjón en þessa vini okkar
Jæja þetta er nú bara orðið gott í bili,ætla að fara að kúsa fyrir framan imbann með kallinum mínum,eigið góða helgi vinir mínir og takk þeir sem hafa minnst Magga með mér,munið svo endilega eftir að kvitta, njótið haustsins
Athugasemdir
innlitskvitt
Sigrún Óskars, 21.9.2008 kl. 10:02
Takk fyrir bloggvináttu
Brynja skordal, 23.9.2008 kl. 01:24
Samma mín við skulum njóta haustsins það eru svo flottir litir í því
En hvar fékst þú þessar flottu m og m kúlur
Kveðja gamlan
Ólöf Karlsdóttir, 23.9.2008 kl. 23:56
Óla mín fékk þetta á einhverri síðu sem heitir smiley central
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 24.9.2008 kl. 13:35
Haustið er frábært eins og það er í dag heheh
Elska þig í haustlauf og mosa
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 25.9.2008 kl. 13:12
Ólöf Karlsdóttir, 25.9.2008 kl. 23:52
Ólöf Karlsdóttir, 27.9.2008 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.