Í minningu góðs vinar

Þann 7 September lést góður vinur og vinnufélagi okkar hjóna,hann og fjölskylda hans voru fjölskylduvinir sem við höfum þekkt hátt í 50 ár.Hann hét Magnús Ingiberg Jóhannsson ,hann var kafari,hann var vélsmiður,hann var leigubílstjóri,hann var þúsundþjala smiður,hann var frábær yfirmaður og hann var frábær og tryggur vinur.Heart

Fyrst þegar við kynntumst Magga  kom hann til að keyra leigubíl á B.S.K.síðar Ökuleiðum.Hann virkaði svaka töffari,alltaf til í að tuskast,stríðin með afbrygðum og forkur duglegur.Hann var kafari að atvinnu,með leiguakstrinum,og þeir voru ófáir dagarnir sem var ekki lagst til svefns í nokkra sólahringa á vertíðinni,brjálað að gera í köfuninni við að losa úr skrúfum hjá bátaflotanum sem mátti ekki stoppa meðan veður leifði,svo þegar kom landlega,var nóg að gera við að keyra sjóarana á böllin og út um allt land ef því var að skiptaTounge þetta var nefnilega á þeim árum sem Keflavík var stór útgerðarbær og maður sá ekki út fyrir höfnina fyrir möstrum í landlegumShocking nú er öldin önnur sést ekki koppur í höfninni lengurPinch

En aftur að Magga á þessum árum voru bæði við og hann og Habbý konan hans að byrja að búa og stækka fjölskyldurnar og á þessum tíma var mjög mikill samgangur á milli okkar,,enda báðir kallarnir leigubílstjórar og við "grasekkjurnar"þá frekar að skoða snið eða uppskriftir eða eitthvaðTounge við bjuggum við sömu götu í nokkur ár og alltaf þegar eitthvað þurfti að gera við bílinn,var farið í skúrinn til Magga og oftar en ekki var hann á kafi í bílnum,með FrikkaWinkMér er mjög minnisstætt eitt atvik,það var að koma verslunarmannahelgi,Frikki var hættur í leiguakstrinum og kominn í fasta vinnu.Við vorum með þrjú börn á aldrinum 3-7 ára og búið að lofa þeim að fara í Galtalæk þessa helgi,viti menn bíllin bilar þegar á að fara á stað,farið til Magga og kemur í ljós að þetta er eitthvað sem ekki var hægt að laga í hvelli,nema hvað Maggi gat ekki horft upp á börnin svikin um helgina,svo hann lánaði okkur bara leigubílinn sinn alla helginaGaspHalo þetta  var atvinnutækið hans svo hann hafði enga innkomu á meðan,en þetta var nákvæmlega Maggi,kannski með svolítið töff skráp en algjört ljúfmenni og mátti ekkert aumt sjáHeartég gæti sagt margar svona sögur af honum ,seinna þegar við urðum vinnufélagar aftur og hann þá yfirmaður minn sá ég enn nýja hlið á honum.Það var ekki hægt að hugsa sér sanngjarnari yfirmann,hann stóð alltaf með okkur "stelpunum"ef á okkur var hallað,sem var nú ansi oft,þetta var jú leigubílastöðDevil og ekki allir bílstjórarnir eða kúnnarnir alltaf lömb að leika sér viðW00t en alltaf stóð Maggi við bakið á okkur og ef okkur datt í hug að vera með vöfflur og súkkulaði á Þorláksmessu fyrir gesti og gangandi,hrærði Habbý allt deigið,Maggi sat á símanum á meðan við færðum fólkinu veitingarnar.Ég fullyrði það að hann Maggi hélt stöðinni gangandi miklu lengur heldur en nokkrum öðrum hefði tekist,enda var engin tilbúin að taka við þegar hann vildi hætta vegna heilsubrests og kannski bara eiga tíma með fjölskyldunni,ég veit að þessi síðust ár Ökuleiða hljóta að hafa tekið á hann eins og okkur öll.Þegar svo var búið að ákveða að loka stöðinni var ákveðið að halda lokaball fyrir starfsfólkið og öllu tjaldað til sem hægt var og var Maggi ekki síður hugmyndaríkur en við "stelpurnar"Tounge Eitt uppátækið hans var að fá hann Rikka á líkbílnum að koma á honum og leggja honum fyrir utan skemmtistaðin þar sem við vorum,þetta var jú jarðaför Ökuleiða og hún skyldi sko vera virðulegLoL svona var Maggi,með skemmtilegan húmor,reyndar fór þetta uppátæki eitthvað fyrir brjóstið á sumum,en honum gat heldur ekki verið meira sama,hann fór sínar eigin leiðir stóð fastur á sínu en var alltaf sanngjarnSmile

Ég ætlaði ekki að hafa þetta neina lofrollu um hann Magga,það hefði hann síst af öllu viljað,hann var ekkert gallalaus frekar en aðrir,hann var skaphundur og ef því var að skipta gat hann snúið hrjúfu hliðinni að viðkomandi,en aldrei nokkurntíma ,ef það var einhver sem var hjálparþurfi,bónbetri mann get ég ekki hugsað mér.Ég varð að koma þessu frá mér,mig langaði að skrifa minningargrein um hann en ég er ekki viss um að hann hefði kært sig um það,svo þetta er mín leið til að kveðja kæran vin,ég held að heimurinn væri betri ef til væru fleiri menn eins og hann Maggi kafariSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

jú ladyvally auðvitað vil ég hitta Dóru verð að skoða hana og gá hvort ég kannast við stúlkuna já kafarinn var ógleymanlegur sá gamli biður að heilsa

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 16.9.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Eitt kvöld sat ég uppi hjá Stínu minni ,þá kom Maggi minn upp og hann var eitthvað að láta Stínu hafa peninga , og svo lítur hann á mig og sagði þú færð enga peninga,og ég sagði ha fæ ég enga hann var fljótur að segja nei og svo brosti hann sínu blíðast kveðja Óla

Ólöf Karlsdóttir, 17.9.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Ekki veit ég alveg hvað ég á að segja , en Maggi á stórt plás í hjarta mínu og hans fjölsk og þótti mér erfit að geta ekki hvatt hann vegna veikinda sjálf .

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 17.9.2008 kl. 07:20

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ólöf Karlsdóttir, 18.9.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband