21 degi eftir síðasta blogg var Frikki minn farin frá okkur <3

Mér datt í hug í kvöld að kíkja á síðasta bloggið mitt og þá sá ég svolítið sem kom mér á óvart,að ég hafði bloggað síðast aðeins 21 degi áður en elsku Frikki minn kvaddi okkur,þetta kom mér virkilega á óvart því að í minningunni var miklu lengri tími frá því að hann versnaði svona skyndilega og þangað til hann fór.

En í raun var gott að rifja þetta upp vegna þess að þessir síðustu dagar hans eftir að hann fékk aukna lyfjagjöf var hann alveg yndislegur börnin okkar komu að utan og úr Eyjum og við vorum mikið saman og í sitt hvoru lagi hjá honum,hann gat spjallað við okkur og grínast eins og honum var einum lagið,það var í raun ekkert sérstkt sem benti til að hann væri að fara þegar ég kvaddi hann að kvöldi 27. október það var samt búið að hvarfla að mér að ég ætti kanski að vera hjá honum þessa nótt en þar sem hann var bara hress og kvaddi mig með orðunum " elskjú"sem var orðið að vana hjá okkur þá ýtti ég þessari hugsun frá mér og ákvað að koma snemma morguninn eftir.Ég vaknaði svo um 8 og fer að taka mig til Laeila ætlaði að koma með mér en upp úr 8.30 er hringt í mig og mér sagt að hann hafi verið að skilja við,sú sem hringdi var alveg niðurbrotin og sagði mér að þær hafi verið nýbúnar að gefa honum morgunmat en þegar var kíkt á hann nokkrum mínútum síðan var hann farinn.

Þessi tími sem fór í hönd var frekar undarlegur það voru alskonar hugsanir á fullri ferð í hausnum á mér en ég hleypti þeim ekki að fyrr en allt var yfirstaðið,elsku Victoria mín brotnaði alveg niður því þó ég hafi verið búin að reyna að undirbúa hana eins vel og ég gat þá reif þetta upp allan sársaukan sem hún upplifði þegar mamma hennar dó,þannig að seinni partur vetrarins var henni virkilega erfiður en  samt held ég að fermingarfræðslan hafi hjálpað henni mikkið bæði séra Erla og Fridz héldu vel utan um hana og reyndu að hjálpa henni í gegn um þetta ferli,síðan eftir fermingarnar bauðst okkur Laeilu að komast í sorgarhóp hjá honum séra Fridz og það hjálpaði okkur mjög mikið að vinna úr sorginni ekki bara vegna Frikka heldur líka Heiðu og Sylvíu litlu hennar Laeilu ég er svo endalaust þakklát fyrir þessa yndislegu presta sem eru hjá okkur í Keflavíkursókn þau gera allt sem þau geta til að hjálpa þeim sem til þeirra leita .

En nú er farið að byrta til hjá okkur Victoria fór með Lindu systir sinni og fjölskyldu til spánar og fer að koma heim eftir 18 daga í sólinni brún og sælleg og svo stendur til að við förum saman með Kistínu ömmustelpu til Noregs þar sem hún fer til mömmu sinnar og við verðum sennilega mest hjá Sigrúnu ég er ekki enn búin að ákveða heimferð,ég er eithvað svo treg að fara nokkuð langar helst bara að vera heima en á sama tíma langar mig til Sigrúnar ég hef aldrei verið svona einkennileg hef átt mjög erfitt með að ákveða nokkurn skapaðan hlut í sumar en nú ætla ég að taka mér taki veit vel að það gerir mér og okkur báðum mjög gott.

Ég held að þetta ástand sé mitt sorgarferli,ég sakna Frikka óskaplega mikið þó ég hafi beðið þess að hann fengi að fara áður en hann hætti að þekkja nokkurn mann,en við erum búin að vera saman í 55 ár og undanfarin ár hefur ekki liðið dagur þar sem líf mitt hverfðist um hann og hans líðan jafnvel þegar ég tók mér frí og fór til útlanda þá heyrði ég í honum á hverjum degi ég vona bara og bið að í haust verði ég orðin sjálfri mér lík og geti fundið mér einhver áhugamál það er nefnilega ekki líkt mér að vera svona óákveðin og geta ekki fundið mér eithvað að gera.

Það er búið að vera gott að koma þessum hugsunum frá mér,eins og altaf þegar ég blogga vona ég að bloggið mitt geti hjálpað einhverjum sem er að glíma við sorg og sorgarferli,það hefur stundum gerst að fólk hefur haft samand við mig eftir að hafa lesið það sem ég hef skrifað og á einhvern hátt hefur það hjálpað því,ég veit allavega að það hjálpar mér að skrifa mig frá erfiðleikum og svo í lokn er alltaf voða gaman ef þið kvittið þá veit ég að ég er ekki bara að skrifa fyrir mig.

#ELSKJÚ# 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband