2.4.2016 | 02:48
Lífið okkar Frikka saman
Það eru nú ekki nema um 2 mánuðir síðan ég bloggaði síðast sem telst bara gott hjá mér,það er ekki að ég hugsi ekki oft um að það væri kanski gott að setjast niður og skrifa en þá er ég einhvernvegin ekki tilbúin og þá geri ég það ekki,en í kvöld helltist allt í einu yfir mig löngun til að setjast niður og kanski bara sjá til hvað kemur,það er svo margt búið að vera að brjótast í mér,ekki bara veikindin hans Frikka í dag,heldur kanski lífið okkar saman síðustu 54 árin,ég áttaði mig á því fyrir nokkru að þetta er orðin meira en hálf öld,sem mér fannst þegar ég var yngri heilmikið.
Við Frikki kyntumst 1961 ég var þá ný búin að slíta trúlofunn við yndislegan strák sem mér fannst einhvernvegin ekki vera að ganga,ég var líka ný útskrifuð af húsmæðraskóla og langaði að vinna í einnhverju öðru en fiski,sem ég hafði gert frá 13 ára aldri,ég var svo heppin að fá vinnu á leigubílastöð hér í Keflavík,þetta var mjög skemtilegt líf ég var frí og frjáls eignaðist góðar vinkonur og við djömmuðum helling,svo var það einn daginn þegar ég var á vakt upp á flugvelli kom þessi strákur inn sem var reyndar næstum 9 árum eldri en ég,ég hafð séð hann áður með tvíburabróðir hans sem hét Niels og mér og vinkonu minni fanst þeir frekar stórir með sig og leiðinlegir,svo ég var nú ekki par hrifin þegar hann fór að keyra á stöðinni,en það æxlaðist nú svo að við urðum mjög góðir vinir hann keyrði mig oftast heim eftir kvöldvaktirnar og ég fann að ég átti mjög gott með að tala við hann og trúa honum fyrir ýmsu sem gekk á í mínu lífi og að lokum,mörgum mánuðum seinna urðum við par og þessi strákur var hann Frikki minn.
Ég flutti fyrst heim til hans þar sem hann var enn í foreldrahúsum,en eftir að við giftum okkur og eignuðumst frumburðinn hann Gunna minn fórum við að búa,ég ætla ekki að láta eins og það hafi verið eithvað auðvelt að búa með tvíbura sem var vanur að gera allt með bróðir sínum svo þeim fannst auðvitað alveg sjálfsagt að fara á dajmmið og skilja mig bara eftir heima með barnið og sérstaklega þegar ég varð svo ófrísk aftur þegar Gunni var 6 mánaða og Heiða mín fæddist þegar hann var 15 mánaða .+Eg varð ofboðslega veik fékk barnsfararsótt og var vart hugað líf í 3 sólarhringa,það breitti Frikka mínum svolítið hann minkaði djammið en kanski ekki drykkjuna,sex árum eftir Heiðu kom Sigrún og enn var ég ekki farin að kveikja á því að ég var gift alkahólista ég var alveg dæmigerður aðstandandi alaka ég laug fyrir hann þegar hann gat ekki mætt í vinnu afsakaði hann í fjölskylduboðum og meirra að segja reyndi að sýna honum hvernig væri að vera giftur drykkjumanneskju með því að vera full þegar hann kom heim en það fannst honum auðvitað alveg frábært því þá gat hann dottið í það með mér!!
Um þetta leiti gerðist sá skelfilegi atburður að tvíburabróðir hans og nánasti vinur svifti sig lífi,þetta var skelfileg lífsreynsla og ég hélt þá að við mundum aldrei eiga eftir að uppllifa neitt þessu líkt,eftir þetta jókst drykkjan til mikilla muna og varð svo mikil að um tíma fór ég heim til foreldra minna til að ná áttum og finna út hvað ég gæti gert með 3 börn,ég fann svo mikið til með honum en á sama tíma gat ég ekki boðið mér og börnunum upp á þessa geðveiki en ég var samt svo hrædd um hann að ég fékk prestinn okkar til að fara til hans og hann sat yfir honum heila nótt!!!
Ég fór svo heim aftur og enn og aftur reyndum við að laga það sem hafði farið aflaga ég varð ófrísk af yngstu stelpunni okkar henni Laeilu og við ætluðum að laga allt og gerðum það smá saman hann fór svo í meðferð og égí AL-ANON sem gjörsamlega bjargaði geðheilsu minni og ekki bara það enn í dag eru þessi fræði að hjálpa mér kanski ekki skrítið því ég var virk í þessum samtökum yfir 20 ár og ég fullyrði það að það er þeim að þakka að ég hef komið þetta heil út úr þeirri miklu og sáraukafullu lífsreynslu sem við höfum gengið í gegn um.
Frikki vann sem yfirverkstjóri hjá varnarliðinu á þungavinnuvélum í mörg ár og við höfðum það alveg ágætt þá varð hann fyrir því að hálsbrotna og var frá vinnu í eitt ár nokkrum árum seinna fór hann að keyra leigubíl og lenti þá í að það var keyrt aftan á hann og hann hálsbrotnaði aftur,eftir það smá saman versnaði heilsan hjá honum þar til hann varð að hætta að vinna um 65 ára.Hann var á mörgum sterkum lyfjum og í fyrstu kenndi ég því um að hann var orðin svolítið minnislaus,en á endanum fengum við tíma inn á landakoti til að tékka á honum en það kom ekkert út úr því annað en að þau héldu að hann væri þunglyndur og fyrverandi "alki".
Lífið hélt áfram hjá okkur og fjölskyldunni Gunni okkar fór í sýrimannaskólann í Eyjum og náði sér í yndislega konu þar,þau búa þar með þrjú börn og eitt barnabarn,Heiða okkar bjó með manni átti með honum 3 ydislegar dætur skildi flutti í Hfanafjörð en var orðin mjög heilsulaus hafði eignast Victoriu svo þær fluttu til Kefluavíkur,Sigrún giftirst líka og átti tvö börn,skildi er núna gift Hollending í hamingjusömu hjónabandi í Noregi Laeila giftist eignaðist andvana dóttur sem var mjög mikið áfall fyrir okkur öll,hún skildi en giftist áftur og á núna þrjú yndisleg fósturbörn.Þetta er fjölskyldan okkar í MJÖG stuttu máli,það eru svo margar gleði og sorgar stundir í þessari stuttu lýsingu minni á fjölskyldunni okkar,en svona var hún í mjög stuttu máli.
Svo breyttist allt á einu augnabliki Victoria fékk að gista hjá okkur vegna þess að mamma hennar var mjög lasin og ætlaði snemma að sofa þær voru að undirbúa Noregsferð,svo um morgunin vekur Victoria mig hafði hlaupið heim til að ná í föt og fann mömmu sína liggjandi á stofugólfinu,ég vakti dóttir hennar sem bjó í sömumu blokk og ég og við hlupum yfir þetta er það skelfilegasta augnablik í mínu lífi að koma að barninu mínu látnu og geta ekkert gert og að þurfa svo að segja heilabilaða manninum mínum frá því sem hafði gerst reyna að útskíra fyrir 8 ára stelpunni hennar hvað hafði gerst að reyna að skilja SJÁLF hvað hafði gerst.
Í dag eru næstum 3 ár frá þessum atburði sem gjörsamlega sundraði tilveru okkar,auðvitað stóðum við þétt saman fjölskyldan í gegn um þennan mikla harmleik og ég er óendanlega þakklát fyrir hvað við eigum yndisleg börn og barnörn sem eru tilbúin aðstiðja okkur og styrkja,ég fann það fljótlega eftir að Heiða dó að Frikka hrakaði,hann var í dagvistun sem var bara góð ég tók Victoríu til okkar það koma aldrei neitt annað til greina það var tvisvar búið að bjóða mér pláss fyrir hann bæði á Hlévangi og svo á Nesvölum ég sagði fyrst nei svo talaði ég við börnin mín og með tilliti til þess að ég var með litla stelpu sem þurfti stuning allan sólarhringin þá ákváðum við að taka boðinu á Nesvelli og við sjáum ekki eftir því.
Ég hef auðvitað oft hugsað eins og svo margir aðrir af hverju leggur Guð þetta á okkur versus kanski MIG eina sem ég veit fyrir víst er að enginn sleppur við sorg í lífinu og ég er búin að komast að því að Guð lagði vissulega mikið á okkur og það var erfitt fyrir MIG að Frikki greindist með heilabilun,en það var ekkert síður erfitt fyrir hann að flytja á stað sem er ekkiheima ,það var líka erfitt fyrir börnin hanns að vita að hann var orðin það slæmur að hann þurfti að flitja,en það sem ég hef uppgötvað í öllu þessu sorgarferli er að Guð leggur líka líkn með þraut og í mínu tilfelli er það VICTORÍA og kanski í hennar tilfelli líka ég vill allavega trúa því ég held við styrkjum hvor aðra með þeim kærleika sem við berum til hvor annarar.
Og núna held ég að ég hafi létt á hjarta mínu í bili,það sem mig langar að fólk skilji í þessari sögu okkar Frikka að það er engin lausn að gefast upp við hefðum svo sannarlega oft haft ástæðu til að skilja en ég er Guði svo þakklát í dag fyrir að við gáfumst aldrei upp á hvort öðru þrátt fyrir erfiðleika eru börnin okkar heisteipt og góðir þjóðfélagsþegnar sem við fáum óendanlega ást kærleik og styrk frá og fyrir það er ég mjög þakklát fyrir.
Ég veit að ég er búin að skrifa um sumt af þessu áður en nú hafði ég þörf fyrir að gera þetta aðeins öðruvísi bara fyrir mig .
Athugasemdir
Kæra systir .Það er ekki að spurja að því þegar þú tekur þig til og bloggar,kemst svo vel að
orði og skrifar svo fallega um lífið og allt það sem þið hafið gengið í genum og svo laus við
byturð eða reiði,sem er ekki sjáfsagt mál þegar erfiðkeikar eru til staðar,sem að ég held að
flestir þurfi ganga í gegnum í lífinu,og margir geta ekki höndlað það. Haltu áfram á sömu braut
elsku systir og kær kveðja til Frikka og ykkar allra og Guð geimi ykkur og veiti þér styrk til
að takast á við það sem frammundan er á komandi árum. knús og kossar
Kristín Rósa Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 09:18
<3
Takk fyrir að segja mér/okkur
Þú færð stórasta faðmlag í heiminum er við hittumst á næsta fundi
Þín vinkona Milla <3
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.4.2016 kl. 10:28
Kæra systir.Þaðer ekki að spurja að því þegar þú tekur þig til og bloggar,kemst svo vel að orði
og skrifar svo fallega um lífið sem þið hafið gengið í gegnum,og svo laus við byturð eða reiði, sem er ekkert sjálfsagt mál,þegar erfiðleikar eru til staðar, sem ég held að flestir þurfi að ganga gegnum í lífinu,og margir geta ekki höndlað það . Halltu áfram á sömu braut elsku systir og kær kveðja til Frikka og ykkar allra
og Guð geymi ykkur og veiti þér styrk til að takast á við það sem fammundan er á komandi árum Knús og kossar.
Þín systir Rósa.
Kristín Rósa Skarphéðinsdóttir, 2.4.2016 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.