14.2.2016 | 02:06
Ég hef tekið þá ákvörðun að blogga um veikindin hans Frikka og það sem við fjölskyldan erum að ganga í gegn um ..
Þessi ákvörðun er búin að taka nokkurn tíma til að þróast,ég hef alltaf notið þess að blogga og finn hvað það gerir mér gott,en á sama tíma er ég að hugsa að ég er ekki bara að tala um mitt eigið líf heldur manninn minn börnin mín og barnabörn.
En svo gerðist það að við Laeila fórum í Keflavíkurkirkju og hlustuðum á erindi hjá Vilborgu Davíðsdóttur þar sem hún var að lýsa sjúkdómsgreiningu mannsins síns og baráttu hans við heilakrabbamein og hvernig það hjálpaði henni að blogga um hvernig sjúkdómurinn þróaðist aðallega til að hún gæti haldið aðstandendum upplýstum án þess að það væri kanski endalaust verið að hringja til að fá fréttir.
Ég fór að hugsa að þó að ég geti alveg tekið á móti þessum spurningum frá börnunum okkar því það eru ósköp fáir fyrir utan þaug sem spyrja um hann þá mundi það gera mér gott að geta skrifað mig frá því sem hvílir á mér í sambandi við sjúkdóminn hans.
Eins og ég skrifaði um í síðustu færslu þá er hann með heilabilun sem kallast Lewy body hann er frábrugðin Alzheimer að því leiti að hann er sér svo hrillilega meðvitaður um hvað er að gerat hann veit að hann mun deyja úr þessum sjúkdóm ef hjartað gefur sig ekki áður og það sem er svolítið slæmt er að það eru svo ofboðslega miklar ofskynjanir sem hann upplifir sérstaklega í sambandi við þá sem eru farnir,ég stríði honum stundu með því að hann sé orðinn miðill :D það væri ekki hægt að komast í gegn um þetta öðru vísi en að taka smá húmor á þetta.
Hann er á allra besta stað sem hann gæti verið með þenna sjúkdóm ég veit að það er hugsað ofboðslega vel um han,ég er í eins góðu sambandi við yfirmennina og fólkið sem hugsar um hann og hægt er,ég reyni að taka hann heim um helgar svo hann geti notið þess að vera HEIMA en hann er alltaf sáttur að fara "heim", samt er ég alltaf með sektarkennd,mér finnst að ég ætti að geta haft hann heima,þó ég viti innst inni að ég gæti ekki hugsað eins vel um hann og gert er á hjúkrunnarheimilinu,suma daga er hann svo skír og getur alveg fylgt manni en svo koma auðvitað dagar sem segja mér að þetta gæti ekki verið í mínum höndum,sérstaklega þar sem ég er að ala upp barn sem er að glíma við skelfilega lífsreynslu,þar sem hún kom að mömmu sinni látinni á stofugólfinu heima hjá þeim þegar hún var bara 9 ára gömu,ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið fullt forræði yfir henni til 18 ára aldurs,þó ég geri mér fulla grein fyrir að þetta verður ekkert auðvelt en mér hefur takist að koma fjórum frábærum einstklingum til manns svo ég óttast ekki að okkur takist þetta ekki með börnin mín og og þeirra fjölskyldur til að styðja okkur <3
Victoría er í sálfræði meðferð hjá frábærum sálfræðingi hjá Hss og þó margt slæmt sé hægt að segja um heibrigðiskerfið þá er HSS að standa sig með þessa þjónustu fyrir börn og hún er ókeypis.
Jæja kanski líða nokkur ár eða mánuðir áður en ég blogga aftur en ég finn hvað þetta gerir mér gott svo elsku vinir ef þið þekkið einhvern sem er að glýma við heilabilun þá er ykkur meira en velkomið að hafa samband við mig.
Athugasemdir
Elsku vinkona þó ég viti allt sem þú skrifar hér þá takk fyrir að skrifa svo aðrir geti skilið, en gullið mitt þakkaðu og elskaðu sjálfan þig fyrir þá ákvörðun að létta á þér og þú mátt ekki hætta.
Sjáumst fljótlega
Þín vinkona Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2016 kl. 08:38
Elsku mamma min, eg stid tig heilshugar i ad gera hvad sem er til ad hjålpa ter i gegn um tessa såru og erfidu adstædur sem tid finnid ykkur i. Eg veit ad tad hefur alltaf hjalpad ter ad skrifa og ef tu getur deilt af reynslu ykkar og tad gæti hugsanlega hjalpad fleirum ta er tad ekta tu. En mikilvægast er ad tad hjålpar ter !!! Tu ert alveg otruleg hetja og stor fyrirmynd, (to eg reyni stundum ad ala tig upp, eg hef gert tad fra tvi eg byrjadi ad tala :) ) Elska ykkur pabba alveg otrulega mikid og vildi ad eg gæti verid meiri hjlp <3 <3 <3
Sigrun Fridriksdottir (IP-tala skráð) 14.2.2016 kl. 12:47
Kæra systir .Mér finnst rétt hjá þér að blogga um það sem þér liggur á hjarta,það er gott að geta skrifað sig frá
því sem maður er að kljást við,það fannst mér á þeim tíma sem ég var í sömu stöðu.'Eg bloggaði ekki en ég hélt dagbók í gegnum Heimsókn .is sem var alveg frábært, og þar kom framm hverjir komu til hans í heimsókn og svo skráði ég hvenig líðan og annað var ,alla daga sem ég var hjá honum.sem voru eitthað flesta daga.Mér fannst það gott fyrir mig .einnig höfðu krakkarnir og þeir sem komu helst til hans aðgang að þessari síðu.Einnig á ég bók sem ég byrjaði að sktifa í fyrir meira en 20 árum ,en hef ekki skrifað nokkuð lengi en þegar viðtalið kom við mig í Dagblaðinu á sínum tíma ,þá fannst mér svo mikið koma þar fram að ég eiginlega soppaði. En ég
ættla að byrja aftur,og halda áfram sem frá var horfið.Allavega langar mig tl þess.Ég hvet þig til að halda áfram,og vona að það fari að koma að því að ég komist til þín .Knús á ykkur elsku systir.Rósa
Kristín Rósa Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2016 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.