Saga mín í stuttu máli síðustu 3 árin .

Það eru komin 3 ár síðan ég hef bloggað og satt að segja var ég búin að gleima hvað bloggið getur gert manni gott.Á þessum þrem árum hefur líf mitt tekið alveg ótrúlegum breitingum,Frikka hefur versnað og núna er hann kominn á hjúkrunnarheimili,við erum búin að missa dóttir okkar og ég er orðin "einstæð amma" með ömmustelpuna mína hana Victoriu Rut,sem er að verða 11 ára.

Lengi vel var ég alveg ákveðin í því að Frikki færi ekki á hjúkrunnarheimili fyrr en ég væri orðin það léleg að ég gæti ekki hugsað um hann og þá færum við saman,en almættinu hefur ekki alveg hugnast þessi ákvörðun mín,því það sem gerðist var bæði óvænt og hræðilega sárt,hún Heiða okkar sem hafði flutt til Keflavíkur frá Hafnafirði til að vera nær okkur með litlu stelpuna sína hana Victoriu Rut sem var þá að byrja í 2. bekk,vegna þess að hún var svo mikill sjúklingur og þurfti mikla hjálp.

Það var alveg yndislegt að hafa þær mæðgur hér í næsta nágrenni,en mér hafði tekist að útvega þeim íbúð í næstu blokk við okkur,Victoria naut þess að vera nálægt fjölskyldunni sinni og geta gist þar sem hana langaði að vera hverju sinni,Heiða var líka alsæla að vera í örygginu í námundan við okkur og í rúmt ár eru þær saman með okkur,svo gerist það sumarið 2013 að þær eru búnar að panta sér far til Noregs þar sem tvær dætur Heiðu og öll barnabörn og systir hennar og hennar börn búa,að öllu er allt í einu lokið.

Victoria svaf hjá okkur þessa nótt því mamma hennar var mjög slöpp og ætlaði snemma að sofa,Victoria vaknar um 11 og vekur mig og segist ætla heim að ná í föt á sig,hún kemur til baka skelfingu lostin og segir að mamma liggji á gólfinu og vilji ekki vakna,við Lilja dóttir hennar hlaupum yfir og það er sú hræðilegasta stund sem ég hef upplifað,að koma að ástkæru barninu mínu andvana á stofugólfinu heima hjá sér,ég ætla ekkert að reyna að lýsa þeim dögum sem fóru í hönd,með heilabilaðan pabba sem samt skildi svo ósköp vel hvað var að gerast og barn sem var í taugalosti sem skildi ekki neitt af því sem var að gerast og með mig mölbrotna sem varð að ver sterk fyrir þau tvö og restina af fjölskyldunni.

Þetta áfall er auðvitað það lang erfiðasta sem ég hef nokkurntíma gengið í gegn um og ég bað Guð um að gefa mér styrk til að komast í gegn um og það gerði hann svo sannarlega,við jörðuðum Heiðu okkar,ég fékk sem betur fer forræðið yfir Victoriu sem vill hvergi nokkurs staðar annarstaðar vera,hún á langt í land með að finna öryggi aftur,hún getur hvergi sofið nema hjá mér,það er ekki möguleiki að hún geti gist einhverstaðar annarstaðar,hún verður helst að vita af mér 24 tíma í sólarhring.

Allt þetta álag gerði manninuum mínum ekki gott og það kom að því að ég þurfti að samþykkja að setja hann á hjúkrunnarheimili,ég var engan vegin tilbúin til þess og byrjaði á að segja nei,en sem betur fer hugsaði ég mig um og í samráði við hann ákváðum við að þetta væri besta lausnin,við bárum ábyrgð á brotnu barni sem þurfti á mér að halda allan sólarhringinn og ég fann að ég gat ekki sinnt Frikka mínum eins og hann þurft.Sem betur fer gerði hann sér alveg grein fyrir því líka að þetta var eina lausnin.Hann kemur samt í "heimsókn" um hverja helgi bæði laugardag og sunnudag og borðar með okkur kvöldmat,en er alltaf tilbúinn að fara "heim" þegar kvöldið kemur.

Þessar síðustu vikur er ég búin að vera að breyta heimilinu okkar meira fyrir okkur Victoriu,hún er að byrja í píanónámi,og Gunni sonur okkar og Siddý konan hans keyptu handa henni píanó,þá þurfti hún að fá stærra herbergi,svo við skiptum,hún fór í "hjónaherbergið" og ég í "barnaherbergið"Þetta hefði ekki tekist nema af því að Guðný næst yngsta dóttir Heiðu kom í heimsókn frá Noregi sem hún reynir að gera mánaðarlega,og hún tók  sig til og málaði fyrir ömmu sína.

Ég verð að viðurkenna það að það kom mér á óvart hvað ég naut þess aað skipta um herbergi,Victoria var búin að sofa í afa rúmi síðan hann fór,og ég þurfti bara að venjast því að ver án hanns,en það gekk ekki fyrr en við vorum búnar að skipta um herbergi,og það fyndna er að þá rann allt í einu upp fyrir mér að ég hef ekki sofið ein síðan ég var 16 ára gömul!!!!!! og ég verð að viðurkenna að það er bar æðislegt!!!

Eins og ég sagði í upphafi er orðið ansi langt síðan ég hef bloggað var næstum búin að gleyma því vegna þess að maður er alltaf á facebook og getur ansi mikið tjáð sig þar,en sumt segir maður ekki þar,þetta er mín aðferð til að bæði losa mig og vonadi get ég með því að tjá mig svona opinskátt um það sem ég er að ganga í gegn um hjálpað einhverjum sem er að ganga í gegn um svipað,ég hef upplifað það að bloggið mitt hefur haft áhrif og jafnvel hjálpað fólki og þess vegna er ég tilbúin að tjá mig svona opinskátt,því ég veit að margir hafa gengið í gegn um svipað og jafnvel enn meiri erfiðleika en við,ég er bara Guði svo þakklát fyrir hvað allt gengur vel,auðvitað eru erfiðleikar en ég á svo dásamleg börn,tengdabörn og barnabörn sem eru endalaust tilbúin að hjálpa mér fyrir utan vini mína og ekki síður vini barnanna minna hvað í ósköpunum gæti ég beðið um meira <3 <3

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku fallega Sigga mín tárin mín renna niður kinnar, ég vissi um þetta allt en að sjá þetta á prenti er svo raunverulegt og minnir mig á að kannski er gott fyrir okkur að blogga um okkar líf.

Ég er afar þakklát fyrir þína hönd hvað allt gengur vel en eins og ég hef sagt áður þá uppskerum við eins og við sáum og þú sáir svo fallega elsku vinkona.

Fallega Viktoría er ljósið í þinni tilveru, þú veist að allt sem gerist hefur tilgang
Blessi þig og þína elskuleginnocent

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2015 kl. 09:17

2 identicon

Elsku systir .þú ert svo mikil hetja og duglega að koma orðum að því sem þú vilt koma á framfæri.það er ydislegt  hvað það gengur vel hjá þér að aðlagst breyttum aðstæðum,sem er ekki sj´´alfsagt ,ener varla hægt að komast hjá Viktoría er ljósið í lífi þínu og þið styrkið hvor annð <3 <3 

kveðja rósa 

Rósa Skarphéðinsdottir (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband