7.11.2010 | 03:51
AF HVERJU??????
Elsku vinir,ég veit ekki hvort ég á að vera að blogga núna,ég er döpur og einmanna og þá er kannski ekki rétt að vera að úthella hjarta sínu,en það hefur bar hjálpað mér svo mikið í þessum erfiðleikum að skrifa mig frá þeim og ekki síður að fá viðbrögð frá ykkur kæru vinir sem nennið að lesa þetta
Það er eins að kljást við veikindi aðstandenda hvort sem það heitir alkahólismi eða minnistap eða bara hvað annað,maður er endalaust að berjast við efasemdir og samviskubit.Ég man þegar var búin að vera slæm drykkja hjá alkanum,þá var maður reiður vonlaus og lítill,svo komu auðvitað góðir dagar þegar hann reyndi allt sem hann gat til að gera manni til geðs og í nokkra daga var lífið bærilegt og maður fór að vonast eftir betri tíð og trúa því að maður hafi bara verið að gera úlfalda úr mýflugu,og samviskubitið var að drepa mann,en því miður,næsta helgi kom og hún var jafnvel verri en sú síðasta,svona er þetta líka núna,hann fær hryllilega slæma daga,oftast um helgi,þegar hann hefur ekki rútínuna sína,ég verð alveg eyðilögð,rýk með hann til læknis,ekkert nýtt kemur í ljós,jafnvel tekin heilasneiðmynd og allt er í lagi,svo heyri ég að allt gangi svo vel í dagdvölinni,hann er hrókur alls fagnaðar og enginn finnur að neitt sé slæmt,þá hugsa ég auðvitað,er það ég sem er biluð!!!það er ekkert að honum!!!!!En sem betur fer eru fleiri sem umgangast okkur,og auðvitað frétti ég að hann eigi sína slæmu daga í dagdvölinni líka,og jafnvel hann talar um það daglega að honum líði eins og hausinn sé tómur og hann viti ekkert í sinn haus og þá finn ég svo hryllilega til með honum,mér finnst hann allt of ungur til að finna þessa tilfinningu,hann er bara 74 ára gamall,ég á pabba sem er 96 ára og er komin á þetta stig og það er kannski eðlileg,en ekki Frikki minn!!!!það er bara ekki sangjarnt eftir allt sem hann hefur þurft að ganga í gegn um!!!Hann er búin að brjóta á sér bakið,búin að hálsbrotna ekki einu sinni heldur tvisvar,hann er búin að fá blöðruhálskyrtils krabbamein,hann er búin að missa eineggja tvíburabróðir sinn,sem var örugglega mesta áfallið,þeir voru eins og einn maður,enda vissi hann vel að það var eitthvað mikið að þegar bróðir hans skaut sig,því hann fékk engan frið,eftir það var líf okkar heilt helvíti,þangað til okkur féll sú blessun í skaut að eignast síðasta barnið okkar á dánardegi bróður hans á 17 Júní 3 árum síðar,nokkrum árum seinna fór hann í meðferð og lífið breyttist.
Við áttum dásamlegan tíma heil 8 ár,þá sprakk hann,drykkjan var aldrei eins slæm og hún hafði verið,hann fór svo í meðferð aftur það stóð nokkur ár,en í dag er það bara svoleiðis að hann er bara rosa sáttur ef hann fær tvö glös á laugardagskvöldi,sofnar sáttur og líður vel,en ef það klikkar þá er hann fúll,þetta gamla munstur er svakalega þrautseigt!!!
Ég hamast við að reyna að hugsa ekki hvernig þetta verði,á sama tíma og ég er að horfa upp á pabba minn komin töluvert lengra og ég væri víst ekki mannleg ef það hvarflaði aldrei að mér hvernig þetta á eftir að þróast,á sama tíma er ég að reyna að njóta augnabliksins,en stundum eru þessi augnablik ekki það sem maður væntir,vegna þess að maður fær engin viðbrögð við því sem er að gerast í lífi okkar,við eigum ekki lengur neina sameiginlega drauma,vegna þess að hann á enga.
En ég hef sem betur fer komið mér upp áhugamálum,ég er að læra lystmálun,þökk sé Sigrúnu minni,sem gaf mömmu sinni gjafakort í föndri hjá öldruðum,ég hefði eflaust falið mig á bak við að hafa ekki efni á þessu,en Guð hvað þetta er rosalega gaman ,ég reyni allt sem ég get til að hafa ekki samviskubit yfir að geta gert hluti sem hann getur ekki gert,en það gengur ekki vel,en ég veit líka að það er vegna þess að ég er svo svakalega meðvirk,ekki bara með honum,heldur öðrum fjölskyldumeðlimum,svo næsta skref er að koma sér út úr því...........sé samt ekki fyrir mér að mér takist að loka á fjölskylduna og fari að hugsa bara um mig........er ekki einu sinni viss um að ég vilji það
Nú er ég búin að úthella hjarta mínu einu sinni enn,þetta er í raun svakalega erfitt,mér finnst hálft í hvoru að ég megi ekki einu sinni hugsa svona hvað þá tala um það,en ég ætla að láta þetta fara,ég vona svo sannarlega að þessi reynsla mín geti hjálpað einhverjum,vegna þess að ég lærði það í AL-ANON að ef maður deilir reynslu sinni með öðrum,þá hjálpar það,svo ég vona svo sannarlega að einhver sem virkilega þarf á því að halda lesi þetta,,,,, en elsku vinir ég sendi ykkur mínar bestu kveðjur og vona að þið kvittið ef þið lesið,þá veit ég að ég hef úthelt hjarta mínu fyrir einhvern sem kannski þurfti á Því að halda
Athugasemdir
Elsku mamma mín ég vildi óska þess að ég gæti tekið þennan sársauka í burtu frá ykkur, ég get það því miður ekki þannig að ég reyni bara að vera til staðar fyrir ykkur bæði. Ég elska þig elsku mamma mín. ÞÚ ERT HETJA Í MÍNUM AUGUM!!!!!
Laeila Jensen Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 06:20
Eftir að hafa lesið þetta lít ég ennþá meira upp til þín. Þú ert svo dugleg! Hlakka rosalega til að hitta ykkur sem fyrst
Guðlaug (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 13:21
Elsku mamma mín , ég veit ekki hvað ég á að segja annað en að hjartað mitt blæðir fyrir sársauka ykkar og það sem þið hafið þurft að þola . Ég er alltaf hérna til staðar fyrir ykkur og ef þig vantar bara að tala , þó svo að þér fynist kanski að ég hafi nóg á minni könnu , þá get ég alltaf gefið mér tíma fyrir ÞIG . Þið eruð eitt af því besta sem ég á og mér finnst gott að þú færð útrás hérna til að tjá þig . ER SVO STOLT AF ÞÉR , ÞÚ ERT HETJA Og VERÐUR ÞAÐ ALLTAF , ELSKA ÞIG SVO MIKIÐ , það er ekki einu sinni nógu stergt orð .
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 7.11.2010 kl. 15:09
Elsku mamma þú ættir að hugsa meyra um hvað þú gerir dags daglega fyrir pabba með því að vera alltaf og ævinlega til staðar og sjá hvað hann getur þó enþá gert og hætta að hugsa um hvað hann gat gert, þá kanski minnkar samviskubitið yfir því að vera ekki jafn slæm til heilsunnar og hann. Þú ert hugrökk að geta talað svona opinskátt um lífið. Þið eruð hetjur fyrir það að hafa ákveðið að uppfylla eiðinn sem þið sóruð fyrir guði að standa saman í blíðu og stríðu þrátt fyrir nærri ómannlega erfiðleika á köflum. Margir hefðu valið að skylja fyrir löngu en þið ákváðuð að tækla vandamálin og það er afrek. Horfðu til þess með stolti hvað þið hafið afrekað og hvað þið getið gert þá hlýtur stoltið að kæfa samviskubitið. Ég elska ykkur að eilífu þinn Gunni
Gunnar Þór Friðriksson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 12:55
Elsku Laeila,Guðlaug,Heiða og Gunni,þakka ykkur fyrir elsku börnin mín ég veit þið trúið ekki hvað orð ykkar snertu mig,ég veit að öll mín börn og barnabörn elska okkur eins og við ykkur og það gefur mér svo sannarlega styrk til að berjast áfra,elska ykkur endalaust
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 10.11.2010 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.