Færsluflokkur: Bloggar

Besta sumargjöfin ;)

Í morgun fékk ég bestu sumargjöfina,þá fæddist langömmubarn númer tvöGrin stúlkubarn sem þurfti að taka akút með keisara,hún var fjórtán og hálf mörk og 51 cm.og allt virðist vera í fína lagiWink ég er núna að passa systir hennar,svo ég ætla bara að hafa þetta stutt,varð bara að monta mig svolítið,

Annars bara gleðilegt sumar,nær og fjær og takk fyrir veturinnGrin


Er að fara í frí jubbí

Já við hjónakornin erum að fara til Vestmannaeyja í fyrramálið og komum heim á mánudag,við ætlum að heimsækja soninn og fjölskylduna hans,það er ótrúlegt en við höfum ekki komið til þeirra síðan í September,þetta er náttúrulega til skammar,en svona er þetta baraGetLosten við ætlum svo sannarlega að njóta þess að slappa af og vera með krökkunumSmilekveðja til allra sem nenna að lesa þetta og en betri kveðja til þeirra sem nenna að kvittaKissing


Loksins tími til að blogga ;)

Jæja þá er loksins smá pása búið að vera mikið um veikindi og svoleiðis vesen,Heiða lenti inn á sjúkrahúsi og þar sem Lilja var líka lasin var ekki um annað að ræða en taka hana og Victoriu prinsessu heim til ömmu og afa,hvað annaðJoyful

Eins og lög gera ráð fyrir hjá löggiltum ömmum og öfum,þá á tilveran að snúast um ömmu börnin þegar þau eru í heimsóknWink og í þessu tilfelli gerðum við okkar besta til að standa okkur,en þar sem þessi heimsókn varði í nánast viku,þá voru bæði prinsessan og öldungarnir orðin svolítið dösuðWhistlingen í morgun kom mamma LOKSINS heim og sú stutta gat loks farið að tala við hana aftur og ég tala nú ekki um að knúsa hana,hún nefnilega setti mömmu sína í straff,vildi hvorki knúsa hana á spítalanum eða tala við hana í símaAngryhún var bara ösku reið yfir þessu vesen í mömmuWoundering Svo nú er allt vonandi á leið til bata í HafnafirðinumSmile

Ég hef verið að hugsa í tengslum við þessi veikindi núna,svo oft verð ég svo þreytt á þessu heilsuleysi á þeim sem ég elska mest,og jafnvel á sjálfri mér líka,mér finnst oft ég geti ekki meir,en þá,undantekningarlaust,er eins og ég fái spark í afturendann og búum! ég er tilbúin að hjálpa þeim eins og ég get,oft getur maður svosem ekki mikið meira en staðið við bakið á þeim,og sýnt þeim þann stuðning sem maður getur,en stundum er það nógSmile Ég er svo þakklát fyrir að vera,þrátt fyrir allt,fær um að veita einhverja hjálp,og ég er ekki síður þakklát fyrir hvað þessi börn mín stand saman og hvert með öðru ef eitthvað bjátar á og ekki síður með okkur ef eithvað er aðKissing

Ég er kannski meira í þessum hugleiðingum í kvöld,vegna þess að ég var á jarðaför í dag,að fylgja gamalli skólasystur og vinnufélaga síðasta spölinn.Það var margt sem presturinn sagði,sem kom við mig, einmitt kannski þetta ,að vera tilbúin fyrir fjölskylduna sína,og að vera þakklátur fyrir það sem maður á,vegna þess að auður minn felst ekki í peningum heldur öllum afkomendum mínum,það getur ekki nokkur maður tekið frá mérGrin

JÆJA þetta er nú að verða svolítið háfleygt,held bara að það nálgist heimspekiUndecided svo held ég hætti þessu,komið nóg.

Ég er rosalega ánægð með viðtökurnar á blogginu mínu,held ég sé strax orðin húkt á þetta,gríp mig í því að hugsa,"ég þarf að blogga um þetta" og það er svolítið gaman,ég held þessi blogg heimur sé svolítið spes og ég hlakka til að kynnast honumW00t

Ég læt þetta gott heita í bili og bið guð að blessa ykkur öll,sem nennið að lesa þettaKissing

Já ég er ofsalega ánægð með að hún Sigrún mín er að far aftur til Taílands,þær hafa gott af þessu vinkonurnarGrin


Loksins búin að láta verða af því

Tounge Jæja loksins lét ég verða af því að opna bloggsíðu,búin að hugsa um þetta í smá tíma,veit svosem ekkert hvort ég á eftir að skrifa eitthvað hér en mér finnst þetta mjög spennandi leið,til að koma hugsunum sínum og skoðunum á framfæri.Ég hef svosem rekið mig á þann hugsanagang hjá jafnöldrum mínum,að maður eigi ekkert að vera að bera skoðanir sínar á torg,en ég er ekki sammála því,ef ég hef eitthvað að segja,þá er þetta alveg jafngóður vettvangur og hver annar,ekki satt? Allavega finnst mér þaðWink

Svona svolítið að sjálfri mér, eins og ég sagði í kynningunni er ég 63 ára,gift,á fjögur auðvitað dásamleg börn,tvö eru gift og gáfu okkur þar með tvö dásamleg tengdabörn,samtals eiga þaug 10 börn, þar af er ein lítil stúlka engill á himnum,eitt þeirra er í sambúð á litla stelpu og aðra á leiðinniGrinsemsagt ættmóðir bráðum 16 einstaklinga,ekki slæmt haJoyful

Í dag er ég öryrki og maðurinn minn er fyrrverandi öryrki,núverandi ellilífeyrisþegiGasp já það er nefnilega ekki hægt að vera hvortveggja á Íslandi,eða bara halda áfram að vera öryrki,því það er nefnilega hægt að lækka bæturnar þínar pínupons,ef þú gerist ellilífeyrisþegiGasp

Jæja þetta er nóg um okkur í bili ,ég vona að ég eigi eftir að nota þessa síðu mikið,og ekki væri verra að fá kannski einhverjar heimsóknir og kvitt.  Bless í biliTounge


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband