Færsluflokkur: Bloggar
23.6.2018 | 03:30
21 degi eftir síðasta blogg var Frikki minn farin frá okkur <3
Mér datt í hug í kvöld að kíkja á síðasta bloggið mitt og þá sá ég svolítið sem kom mér á óvart,að ég hafði bloggað síðast aðeins 21 degi áður en elsku Frikki minn kvaddi okkur,þetta kom mér virkilega á óvart því að í minningunni var miklu lengri tími frá því að hann versnaði svona skyndilega og þangað til hann fór.
En í raun var gott að rifja þetta upp vegna þess að þessir síðustu dagar hans eftir að hann fékk aukna lyfjagjöf var hann alveg yndislegur börnin okkar komu að utan og úr Eyjum og við vorum mikið saman og í sitt hvoru lagi hjá honum,hann gat spjallað við okkur og grínast eins og honum var einum lagið,það var í raun ekkert sérstkt sem benti til að hann væri að fara þegar ég kvaddi hann að kvöldi 27. október það var samt búið að hvarfla að mér að ég ætti kanski að vera hjá honum þessa nótt en þar sem hann var bara hress og kvaddi mig með orðunum " elskjú"sem var orðið að vana hjá okkur þá ýtti ég þessari hugsun frá mér og ákvað að koma snemma morguninn eftir.Ég vaknaði svo um 8 og fer að taka mig til Laeila ætlaði að koma með mér en upp úr 8.30 er hringt í mig og mér sagt að hann hafi verið að skilja við,sú sem hringdi var alveg niðurbrotin og sagði mér að þær hafi verið nýbúnar að gefa honum morgunmat en þegar var kíkt á hann nokkrum mínútum síðan var hann farinn.
Þessi tími sem fór í hönd var frekar undarlegur það voru alskonar hugsanir á fullri ferð í hausnum á mér en ég hleypti þeim ekki að fyrr en allt var yfirstaðið,elsku Victoria mín brotnaði alveg niður því þó ég hafi verið búin að reyna að undirbúa hana eins vel og ég gat þá reif þetta upp allan sársaukan sem hún upplifði þegar mamma hennar dó,þannig að seinni partur vetrarins var henni virkilega erfiður en samt held ég að fermingarfræðslan hafi hjálpað henni mikkið bæði séra Erla og Fridz héldu vel utan um hana og reyndu að hjálpa henni í gegn um þetta ferli,síðan eftir fermingarnar bauðst okkur Laeilu að komast í sorgarhóp hjá honum séra Fridz og það hjálpaði okkur mjög mikið að vinna úr sorginni ekki bara vegna Frikka heldur líka Heiðu og Sylvíu litlu hennar Laeilu ég er svo endalaust þakklát fyrir þessa yndislegu presta sem eru hjá okkur í Keflavíkursókn þau gera allt sem þau geta til að hjálpa þeim sem til þeirra leita .
En nú er farið að byrta til hjá okkur Victoria fór með Lindu systir sinni og fjölskyldu til spánar og fer að koma heim eftir 18 daga í sólinni brún og sælleg og svo stendur til að við förum saman með Kistínu ömmustelpu til Noregs þar sem hún fer til mömmu sinnar og við verðum sennilega mest hjá Sigrúnu ég er ekki enn búin að ákveða heimferð,ég er eithvað svo treg að fara nokkuð langar helst bara að vera heima en á sama tíma langar mig til Sigrúnar ég hef aldrei verið svona einkennileg hef átt mjög erfitt með að ákveða nokkurn skapaðan hlut í sumar en nú ætla ég að taka mér taki veit vel að það gerir mér og okkur báðum mjög gott.
Ég held að þetta ástand sé mitt sorgarferli,ég sakna Frikka óskaplega mikið þó ég hafi beðið þess að hann fengi að fara áður en hann hætti að þekkja nokkurn mann,en við erum búin að vera saman í 55 ár og undanfarin ár hefur ekki liðið dagur þar sem líf mitt hverfðist um hann og hans líðan jafnvel þegar ég tók mér frí og fór til útlanda þá heyrði ég í honum á hverjum degi ég vona bara og bið að í haust verði ég orðin sjálfri mér lík og geti fundið mér einhver áhugamál það er nefnilega ekki líkt mér að vera svona óákveðin og geta ekki fundið mér eithvað að gera.
Það er búið að vera gott að koma þessum hugsunum frá mér,eins og altaf þegar ég blogga vona ég að bloggið mitt geti hjálpað einhverjum sem er að glíma við sorg og sorgarferli,það hefur stundum gerst að fólk hefur haft samand við mig eftir að hafa lesið það sem ég hef skrifað og á einhvern hátt hefur það hjálpað því,ég veit allavega að það hjálpar mér að skrifa mig frá erfiðleikum og svo í lokn er alltaf voða gaman ef þið kvittið þá veit ég að ég er ekki bara að skrifa fyrir mig.
#ELSKJÚ#
Bloggar | Breytt 29.6.2018 kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2017 | 03:45
Allt þetta óvænta sem við eigum eftir að gaga í gegn um <3 <3
Elsku ættingjar mínir og vinir sem nenna að lesa blogið mitt,ég ætla að reyna að koma frá mér því sem hvílir á mér akkúrat núna,það eru komnir 5 mánuðir síðan ég bloggaði síðast,þá var Frikki minn bara þó nokkuð með á nótunum þessi elska,síðan gerðist það að hann fór að verða skapstirður mjög kvalinn í skrokknum og bara leið alment mjög illa.Ég ræddi bæði við Þuru sem er yfir öllum deildum á báðum hrafnistuheimilunum og einnig við hana Siggu Rós sem er yfir hjúkrunnarforstjóri þær eru báðar eins og bestu vinkonur mínar ég get sagt allt við þær sem mér liggur á hjarta.Þeim fannst eins og okkur að það væri alveg kominn tími til að athuga lyfin hvort þau væru að vinna nógu vel á móti öllum þessum kvölum sem hann var að ganga í gegn um.
Það var ákveðið að gefa houm miklu sterkari verkjalyf og að ég held að minka aðeins við heilabilunnarlyfir því þau eru svo lítið eða ekkert að hjálpa sjúkdómurinn er komin á annað stig sem er því miður miklu grimmara,elsku Frikki minn vill helst bara liggja upp í rúmi og móka kanski eru alskonar myndir á fleigiferð í hausnum á honum en oftast nær þegar ég kem veit hann ekki hvar hann er,hann er hissa á hverig ég fann hann,en það sem ég þakka fyrir þekkir hann mig,Laeilu og Victoriu þar sem við komum oftast til hans.
Og nú ætla ég að tala um hvernig þetta allt hefur áhrif á mig,ég er að horfa upp á manninn minn til 53 ára við höfum gengið í gegn um alls konar hremminga en líka margar gleði stundir,okkur hefur tekist,þrátt fyrir mörg mjög slæm áföll,(sem ég hélt á tímabili að myndi rústa þessu hjónabandi)en einhvernvegin tókst okkur með Guðs hjálp og kanski okkar eigin styrk til að vinna rétt úr erfiðleikunum,og ég er svo endalaust stolt og þakklát fyrir það. Mig langar svo að segja við börnin mín og afkomendur að fyrst við gátum lagað okkar vandamál þá geta allir það fólk þarf bara að geta talað saman og treyst hvort öðru og það er það sem ég svo sannarlega bið fyrir mínum afkomendum sem kanski lesa þetta einhverntíma að tala saman leysa málin og finna ástina og traustið, í óljósri framtíð á ég kanski einhvertíma eftir að horfa á ykkur gullin mín frá þeim stað sem ég fer eftir dauðan og sjá að þið getið notað eithvað af þessum hugleiðingum mínum sem svo sannarlega myndu gleðja mitt hjart.
Ég get alveg viðurkent að þegar þessi breiting skall á var ég svo gjörsamlega óviðbúin,ég vissi þetta allt saman er búin að lesa um allt sem ég hef náð í, geri mér mjög góða mynd af því hvert þessi sjúkdómur leiðir EN samt sem áður þurfti ég nokkra daga til að átta mig á að maðurinn minn er að fjara út frá okkur,ég hef ekki hugmynd um hvað langan tíma það tekur ég veit bara að ég get tekið eitt í einu og þegar þorf er á því þá mun ég svo sannarlega standa keik í stafni og fylgja elskunni minni síðast spölin hvenær sem hann fer þessi elska mín 3 3
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2017 | 05:47
Mig langar að tala um ást umhyggju og kærleika og kanski að læra að takast á við erfiðleika .
Ég var að lesa yfir nokkrar af síðustu færslum hjá mér og sá þá að það eru að verða komin 7 ár síðan Frikki minn greindist með Levy Body sjúkdómin það sem tíminn flýgur frá manni.mér fannst þetta vera miklu styttra en auðvitað eru búin að vera ýmis áföll sem hafa gengið yfir á þessum árum og bara nóg að ger hjá mér.
þessi ár hafa auðvitað ekki verið neitt auðveld en ég finn svo vel að þau hafa verið auðveldari eftir því sem maður hefur getað sætt sig við áföllin,hann er á yndislegu heimili hjá Hrafnistu á Nesvöllum í Reykjanesbæ þar sem er dásamlegt starfsfólk sem tekur mér líka svo vel og er svo dásamlegt við okkur öll þó að vinnan hjá þeim sé að sliga þau oft á tíðum því það er því miður undirmannað miðað við hvað eru margir eru mikið veikir á deildunum.
Það gerðist um daginn að hann gleymdi að hann átti að hringja á hjálp ef hann þurfti að fara framm úr hann komst einhvernveginn einn fram úr rúminu og inn á bað þar sem hann datt illa henn fékk samfall í hryggnum en það sem ég var þakklát fyrir var að hann braut ekki á sér hálsinn í þriðja sinn því hann er svo mikið spengdur þar,en þetta fall hafði slæmar afleiðingar eins og öll áföll fyrir heilabilaða honum hefur hrakað hann er meira ruglaður og parkinsonið hefur versnað helling ég hef verið að spá í hvort við ættum að fá viðtal við lækni til að ræða um það vegna þess að hún Helga Hansdóttir sem var læknirinn hans áður en hann lagðist inn var búin að vara okkur við að þegar þyrfti að bæta við þau lyf þá hefði það óhjákvæmilega áhrif á heilabilunina þannig að honum myndi hraka,en hann er farinn að finna svo til í handleggjunum þegar skjálftinn verður mikillog hefur litla stjórn á þeim þegar hann er að borða.
En vitið þið það þetta er sko ekki tómt volæði langt frá því þrátt fyrir veikindin heldur þessi elska enn í húmorin og stríðnina hann elskar að stríð stelpunum sem eru að annast hann og ég held að þær elski hann líka þær eru allar upp til hópa svo yndislegar við okkur að það gæti ekki verið betra.
En auðvitað snýst líf mitt ekki bara um hann Frikka minn þó ég elski hann út af lífinu alveg eins og þegar ég var 18 haha,´þið sem hafið lesið bloggið mitt hafið eflaust séð að við mistum dóttir okkar fyrir tæpum 4 árum,hún var 48 ára með 8 ára stelpu hana Victoriu mína sem ég bókstaflega elska út af lífinu,ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið forræðið yfir henni,hún gefur mér ástæðu til að vakna á morgnana halda í húmorinn og bara ver saman hérna,ég hef oft hugsað að Guð leggur alltaf líkn með þraut,það var að sjálfsögðu gífulegt áffall að missa elsku Heiðu okkar á besta aldri og ég þurfti að sjálfsögðu að ganga í gegn um mitt sorgarferli og vinna úr því,en það var ómetanlegt að fá að ala upp stelpuna hennar og fá að berjast með henni í gegn um sárustu sorgina og horfa á hana þroskast og blómstra í skólanum og píanónáminu horfa á breytinguna á henni að komast út úr þeim skelfilega sársauka sem dauði mömmu hennar var og ekki síst áfallið við að koma að henni,hún varð að sofa inni hjá mér fyrstu tvö og hálfa árið en eins og ég hef áður sagt ef við hefðum ekki fengið þá frábæru sálfæðiaðstoð fyrir hana á HSS hjá frábærri konu sem svo sannarlega kom henni út úr þeim mikla aðskilnaðarkvíða sem hún var glíma við gagnvart mér og stóri sigurinn var þegar þessi gullmoli minn gat farið með skólanum sínum á Reyki í Hrútafirði í 6 daga og notið sín allan tíman og þá loksins gat hún farið og gist hjá vinkonu og hefur breist í káta og fjöruga stelpu sem elskar að vara með vinum sínum ýmist að sparka bolta eða kasta í körfu þó hún vilji ekki fara að æfa það en það er alveg hennar mál hún á góða vini er lífsglöð og skemtileg stelpa en jafnframt yndislega ljúf og góð við ömmu og afa.
Það sem ég er að reyna að segja og ég hef sjálf upplifað svo ótal sinnum er að þegar eithvað skelfilegt gerist í mans lífi þá gefur Guð manni eithvað til að létta manni sorgina.eitt sterkasta dæmið í okkar lífi var þegar tvíburabróðir Frikka tók sitt eigið líf á 17 Júní þeir voru eineggja tvíburar og voru svo nánir að ef annar meiddi sig gerði hinn það líka þó þeir væru á sitt hvorum staðnum,í þrjú ár var þessi dagur sorgardagur við vorum með 3 börn sem auðvitað vildu halda upp á 17. Júní en í 2 ár fór ég ein með þau í skrúðgarðinn og reyndi að skemta þeim á meðan hann sat heima og drakk og grét bróðir sinn,en til að gera langa sögu stutta þá varð ég ófrísk af yngstu stelpunni okkar og hún fæddist á 17. Júní og þar með breyttist 17.Júní í þvílíkann gleði dag ég reyndi allt sem ég gat til að gera hann að gleði degi og það var ekki erfitt því Friiki minn dýrkaði þessa litlu stelpu sem var skírð í höfuðið á elsku systir hans sem dó ung úr skralatsótt.
þannig að ég hef upplifað það í eiginn skinni hvernig góður Guð gefur manni líkn í hjartað ekki bara einu sinni heldur tvisvar svona sterkt þegar sorgin ætlar að rífa mann í tætlur.
Núna held ég að sé tími til að hætta eins og bloggvinir mínir vita elska ég að bloga ég elska að geta losað um það sem er að hrjá mig en mest af öllu elska ég að deila með ykkur vinir mínir því sem ég er að ganga í gegn um og kanski sýna einhvejum að það er hægt að ganga í gegn um mikla erfiðleika og sorgir með jákvæðni,ég nota trúna og bænina en eins og ein vinkona mín í Al-anon sagði einu sinni ég trúi ekki á Guð en ég get bara dýrkað klettana og fjöllin og ef það hjálpar einhvrjum þá er það gott mál.
Kærleikur og ást til ykkar vinir mínir sem nenna að lesa þetta og þið vitið auðvitað að ég ELSKA að þið kvittið því þá er ég ekki BARA að skrifa fyrir mig <3
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2016 | 04:17
Miningar um hetjuna hana Heiðu mína og líf okkar saman í 48 ár.
30 Júní á þessu ári voru 3 ár frá því að ég og fjölskylda mín upplifðum þá mestu sorg sem hægt er að hugsa sér.
Hún Heiða okkar lést sviplega heima hjá sér aðeins 48 ára gömul,mamma fjögurra stelpna og amma 4 barnabarna tvær dæturnar bjuggu í Noregi og öll barnabörnin Sigrún systir hennar og maðurinn hennar og börn,hún og Victoria yngsta stelpan hennar voru að undirbúa ferð til þeirra eftir bara nokkra daga.
Heiða mín var algjör baráttujaxl,hún var bara 16 ára þegar hún varð ófrísk af elstu stelpunni sinn henni Lindu Maríu hún fór fljótlega að búa með barnsföðurnum og eignaðist Lilju Rós og Guðný Ósk með honum,þau skildu og hún barðist áfram með stelpurnar sínar vann bæði í fiski og eins hjá Reykjanesbæ við garðyrkjustörf sem hún elskaði,leigubílaakstur og ýmislegt við gátum rétt henni hálparhönd og á einhverjum tímapunkti bjuggu þær mæðgur allar hjá okkur á milli íbúða sem var bara yndislegt það var líka alltaf alveg sérstkt samband á milli allra barnanna okkar þannig að þau voru alltaf tilbúin að hjálpast að ef eithvað bjáðai á hjá einhverju þeirra og þannig er það enn í dag.
Heiða flutti í Hafnafjörð og þar var hún þegar hún eignaðist yngstu dóttir sína hana Victoriu Rut eldri stelpurnar voru svo tilbúnar að vera í mömmu leik með hana þar sem þær voru allar svo miklu eldri,Vcitoria fór í fyrsta bekk í Hafnafirði en þá var heilsu Heiðu minnar farið að hraka svo að við fengum hana til að koma til Keflavíkur þar sem tvær dætur hennar voru fluttar til Noregs og ein var hér í bæ.
Við vorum svo lánsamar að ég gat útvegað henni íbúð í næstu blokk við okkur,Lilja og Laeila bjuggu báðar í minni blokk svo þetta var nánast eins og kommúna við hittumst á hverjum degiVictoria valsaðiá milliog gat sofið þar sen henni hentaði,við gerðum ýmislegt saman og þó það væri ekki anað en að grilla saman eða fara saman út í búð og versla í matinn hittast í kaffisopa hvor hjá annari það voru svo ótalmargir hlutir sumir yndislegir aðrir erfiðari eins og að fara með Heiðu fárveika á Heilsugæslustöðina og hitta á misvitra lækna sem ýmist töldu að hún væri að leita eftir Verkjastyllingu eða sáu hvað hún var veik og sendu hana inneftir í sjúkrabíl þar sem hún kanski endaði á gjörgæslu.þetta var svo sannarlegaerfitt en samt hefði ég ekki viljað missa af þessu,þvíaðþó hún væriveik eða glöð þá áttum við allar þessar stundir saman og ég er svo þakklát fyrir allan þennan tíma því þessi tími sársauki eða gleði eru allt minningar sem ég á um barnið mitt,sem fæddist 8 merkur var yndisleg og róleg alltaf átti bróðir sem elskaði hana út af lífinu og vildi allt fyrir hana gera alltaf átti tvær yngri systur sem elskuðu hana ekkert minna og eignaðist fjórar dásamlegar stelpur sem hún hefði fórnað lífinu fyrir,ég trúi því í dag að forlögin hafi stjórnað því að þær mæðgur fluttu til okkar á þessum tímapunkti því það hefði verið svo mikklu erfiðara fyrir okkur öll ef þetta hefði gerst öðruvísi,ef hún hefði verið ein í Hafnafirði með Victoriu,ef Victoria hefð þurft að flytja hingað án þess að þekkja nokkurn í skólanum og vegna þess að ég trú því að Guð eða forlögin eða hvað við viljum kalla það ráði örlögum okkar þá trúi ég því líka að eins skelfilegt og þssi atburðu var í okkar lífi þá var okkur hlíft við mörgu sem hefði getað orðið miklu verra sérstaklega gagnvart Victoriu,hún hefði getað verið ein með mömmu sinni þegar hún varð bráðkvödd 8 ára gamalt barn með engan nálægt sér sem hún gat leitað til,hún gæti hafa þurft að flytja hingað án þess að þekkja nokkra krakka í skólanum og að öllu leit hefði þetta getað orðið skelfilegra.
En ekki miskilja mig þetta er samt búið að taka 3 ár að geta bara farið frá mér,hún er búin að fá sálfæðiaðstoð frá fyrsta degi fyrst í skólanum sínum sem var ekki að skila neinu en svo hérna hjá Gosa teyminu hjá HSS og þó sálfræðingurinn hennar hún Íris sé hætt er hún enn í skyp sambandi við okkur til að fylgjast með hvort hún er að fylgja leiðbeinigunum sem hún gaf henni áður en hún hætti,og ég get sagt það með gleði í hjarta að loksins er þessari elsku að takast að fara frá mér þetta er önnur nóttin sem hún er frá mér hún fór í sumarbústð með Laeilu og Villa og við byndum miklar vonir við að henni takist að vinna bug á þessum ótta að ég deyji ef hún fer frá mér.
Ekkert foreldri ætti að þurfa að missa barnið sitt,náttúrulögmálið segir að þeir ungu eigi að lifa og þeir gömlu eigi að deyja enþví miður ræður þetta lögmál engu foreldrar missa börn sín og verða að lifa með því og það gerum við í flestumtilfellum en sá sársauki sem foreldri gengur í gegn um er ólýsanlegur og það er ótrúlega erfitt að sættast við þau örlög,en í mínu tilfelli get ég hugsað elsku Heiða mín þarf eki að þjást lengur,henni leið oft mjög illa hún var nýrnasjúklingur og líka mjög slæm af gigt,samt sem áður elskaði hún börnin sín og barnabörn hlakkaði óskaplega mikið til að fara og heimsækja alla í Noregi en svona gerist oft það er bar klippt á lífsþráðinn,ég mun aldrei gleima þessu augnabliki sem ég horfði á barnið mitt liggjandi á stofugólfinu reyna að blása í hana lífi vitandi innst inni að hín var farinn,örugglega á betri stað þar sem henni líður vel en var sannarlega ekki tilbúin að meðtaka það þá en ég held að ég geri það í dag vegna þess að ef maður ætlar að halda áfram að lifa og að vera til fyrir fjölskylduna sína þá verður maður að sætta sig við áföllin og ég trúi því einlæglega að elsku Heiða mín sé á betri stað laus við alla sjúkdóma ég trúi því líka að hún vaki yfir okkur og sé náægt okkur .
Kanski er þetta bara eithvað sem maður býr til þegar maður lendir í svona áfalli,en mér er alveg nákvæmlega sama vegna þess að þessi trú hjálpar mér að komast í gegn um sorgina og sökknuðinn og hjálpar mér líka að ala upp stelpuna hennar sem er svo mikið yndi en þarf svo ofboðslega á ást og öryggi að halda.
Ég veit að þetta blogg mitt er svolítið öðruvísi en sum önnur en ég þurfti að skrifa um þetta og af hverju ekki hér eins og annars staðar kanski eru einhverjir sem finna samhljóm í sökniði móður sem missir barnið sitt en allavega ætla ég að leyfa þessu að fara eins og hinum .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2016 | 02:09
52 ára brúðkaupsafmæli hrærir upp í minnigunum .
Í dag eigum við Frikki 52.ára hjúskaparafmæli.Ég gleymi aldrei þessum degi,við vorum ný búin að eignast frumburðinn okkar hann Gunna,sem var bara 2 mánaða og við ákváðum að láta skíra hann í leiðinni.Ég hafði búið heima hjá foreldrum Frikka alla meðgönguna,því foreldrar mínir voru að byggja og voru í bráðabyrgaðar húsnæði á meðan með tvær yngri systur mínar.
Við vildum hvorugt stóra veislu,en vorum með smá kaffiboð heima hjá tengdó,ég lét samt saumma á mig kjól ljósbláann blúdukjól og slör í sama lit og fékk meira að segja háa hanska í sama litnum hjá Báru sem var svona aðal tískubúðin í Reykjavík á þeim tíma,og svo klikti mágur minn,tvíburabróðir Frikka út með að gefa mér fallega sumarkápu í sama lit,mér fannst ég vera eins og prinsessa þegar ég var komin í skrúðan,en hvaða brúði finnst það ekki á þessum degi,ég var samt alveg hrikalega stressuð,mér var oft strítt á því að þegar pabbi minn leiddi mig inn kirkjugólfið þá skalf brúðarvöndurinn svo að það var heppni að blómin voru ekki dottin af haha,ég man bara hvað ég var ástfangin þennan dag og þegar ég gekk inn gólfið og horfði á Frikka standa þarna með tvíburabróðir sínum sem var hans svaramaður,þá trúði ég því að við yrðum hamingjusöm til æviloka alveg eins og í ævintýrunum,,,,við vorum gefin saman áður en sonurinn var skírður það var nefnilega þannig að ef hann hefði verið skírður á undan hefði hann verið skráður óskilgetin í kirkjubókum þó við foreldrarnir byggjum saman svona var nú margt skrítið í þá daga og við ætluðum sko ekki að láta son okkar og frumburð ganga í gegn um lífið með þann stimpil á sér!!!
Eftir athöfnin sem var á Útskálum og framkvæmd af séra Guðmundi ( sem mér fanst nú frekar ópersónulegur) og þar að auki ýtti hann svo fast á höfuðið á mér þegar hann var að blessa okkur að ég hélt að brúðarkórónan mundi skerast inn í höfuðleðrið á mér!!! en kansk fann hann hvað ég var stressuð og var að reyna að róa mig kallgreyið ..allaveg tókst þetta allt saman en þegar strákurinn var borinn til skírnar og kórinn var að syngja skírnarsálminn þá rak hann upp rammakvein og pabbi hans sagði að það hefði verið vegna þess hvað kórinn var falskur,en ég hef ekki gott tóneyra svo ég get ekki sagt um það!!
Svo var haldið í kaffiveislu heim til tengdó við höfðum bara boðið ömmum og afa foreldrum og systkinum og því allara nánasta og svo fengum við ljósmyndara heim sem tók af okkur brúðarmyndirnar við vorum nú frekar stíf á þeim myndum en samt gaman að eiga þær,en ég man hvað ég var dauðþreytt eftir þennan dag og svo daginn eftir fluttum við á okkar fyrsta heimili sem við leigðum í Njarðvík fram á haust,þá tók við ný lífsreynsla hjá ungu frúnni að fara að elda mat og sjá um ekki bara barn heldur heimili líka,allt hafðist þetta enda frúin húsmæðraskólagengin og mátti nú ekki láta um sig spyrjast að hún kynni ekki að elda nú ef ég var ekki viss var gott að eiga mömmu að það voru ófáar hringingarnar mínar til hennar þegar ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera.
Þegar ég sit hér og skrifa þetta sé ég þetta allt fyrir mér eins og bíómynd,mig langar til að börnin okkar eigi þessa mynd af brúðkaupsdegi okkar svo látlaus sem hann var,sem betur fer hafði hvorugt okkar grænan grun um allt það sem lífið átti eftir að skamta okkur,en ég er svo innilega þakklát fyrir að þrátt fyrir stundum nánast óyfirstíganlega erfiðleika þá þraukuðum við saman við gáfumst ekki upp þó oft hafi munað litlu,í dag skiptir það ekki nokkru máli heldur að okkur tókst að ala upp börnin okkar SAMAN og koma þeim til manns,njóta banabarnanna og núna 5 barnabarnabarna þó Frikki minn sé orðinn sjúklingur og geti ekki lengur búið heima þá er hann sami maðurinn sem ég giftist fyrir 52 árum og ég elska hann ekki minna núna en þá ástin er svo skrítin nefnilega manni finnst kanski þegar mestu erfiðleikarni ganga yfir mann að maður geti þetta ekki lengur og geti frakar bara verið einn með börnin en ef manni tekst að þrauka gegn um erfiðleikana saman og sigrast á þeim þá finnur maður að ástin er þarna enn og núna finn ég hvað við erum miklir sigurvegarar að hafa komist í gegn um brimrótið og á eins lygnan sjó og hægt er að tala um eins og aðstæður okkar eru og þó við búum ekki í sama húsi þá er ég búin að segja honum að við séum í fjarbúð og það finnst honum bara svolítið sniðugt.
Ég fann þörf hjá mér að skrifa þetta á bloggið mitt kanski hafa afkomendur okkar gott af því að sjá að það er ekki alltaf besta lausnin að gefast upp,ég er Guði svo þakklát fyrir að við erum hjón og að ég er fær um að sýna honum hvað hann er mér kær og það sem er yndislegast við þetta allt saman er að maðurinn minn sem var nú ekki mikið að tjá sig um að hann elskaði mig á okkar yngri árum tjáir mér ást sína oft á dag núna þegar hann er orðin heilabilaður og ég get sagt ykkur að það er dásamlegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2016 | 02:48
Lífið okkar Frikka saman
Það eru nú ekki nema um 2 mánuðir síðan ég bloggaði síðast sem telst bara gott hjá mér,það er ekki að ég hugsi ekki oft um að það væri kanski gott að setjast niður og skrifa en þá er ég einhvernvegin ekki tilbúin og þá geri ég það ekki,en í kvöld helltist allt í einu yfir mig löngun til að setjast niður og kanski bara sjá til hvað kemur,það er svo margt búið að vera að brjótast í mér,ekki bara veikindin hans Frikka í dag,heldur kanski lífið okkar saman síðustu 54 árin,ég áttaði mig á því fyrir nokkru að þetta er orðin meira en hálf öld,sem mér fannst þegar ég var yngri heilmikið.
Við Frikki kyntumst 1961 ég var þá ný búin að slíta trúlofunn við yndislegan strák sem mér fannst einhvernvegin ekki vera að ganga,ég var líka ný útskrifuð af húsmæðraskóla og langaði að vinna í einnhverju öðru en fiski,sem ég hafði gert frá 13 ára aldri,ég var svo heppin að fá vinnu á leigubílastöð hér í Keflavík,þetta var mjög skemtilegt líf ég var frí og frjáls eignaðist góðar vinkonur og við djömmuðum helling,svo var það einn daginn þegar ég var á vakt upp á flugvelli kom þessi strákur inn sem var reyndar næstum 9 árum eldri en ég,ég hafð séð hann áður með tvíburabróðir hans sem hét Niels og mér og vinkonu minni fanst þeir frekar stórir með sig og leiðinlegir,svo ég var nú ekki par hrifin þegar hann fór að keyra á stöðinni,en það æxlaðist nú svo að við urðum mjög góðir vinir hann keyrði mig oftast heim eftir kvöldvaktirnar og ég fann að ég átti mjög gott með að tala við hann og trúa honum fyrir ýmsu sem gekk á í mínu lífi og að lokum,mörgum mánuðum seinna urðum við par og þessi strákur var hann Frikki minn.
Ég flutti fyrst heim til hans þar sem hann var enn í foreldrahúsum,en eftir að við giftum okkur og eignuðumst frumburðinn hann Gunna minn fórum við að búa,ég ætla ekki að láta eins og það hafi verið eithvað auðvelt að búa með tvíbura sem var vanur að gera allt með bróðir sínum svo þeim fannst auðvitað alveg sjálfsagt að fara á dajmmið og skilja mig bara eftir heima með barnið og sérstaklega þegar ég varð svo ófrísk aftur þegar Gunni var 6 mánaða og Heiða mín fæddist þegar hann var 15 mánaða .+Eg varð ofboðslega veik fékk barnsfararsótt og var vart hugað líf í 3 sólarhringa,það breitti Frikka mínum svolítið hann minkaði djammið en kanski ekki drykkjuna,sex árum eftir Heiðu kom Sigrún og enn var ég ekki farin að kveikja á því að ég var gift alkahólista ég var alveg dæmigerður aðstandandi alaka ég laug fyrir hann þegar hann gat ekki mætt í vinnu afsakaði hann í fjölskylduboðum og meirra að segja reyndi að sýna honum hvernig væri að vera giftur drykkjumanneskju með því að vera full þegar hann kom heim en það fannst honum auðvitað alveg frábært því þá gat hann dottið í það með mér!!
Um þetta leiti gerðist sá skelfilegi atburður að tvíburabróðir hans og nánasti vinur svifti sig lífi,þetta var skelfileg lífsreynsla og ég hélt þá að við mundum aldrei eiga eftir að uppllifa neitt þessu líkt,eftir þetta jókst drykkjan til mikilla muna og varð svo mikil að um tíma fór ég heim til foreldra minna til að ná áttum og finna út hvað ég gæti gert með 3 börn,ég fann svo mikið til með honum en á sama tíma gat ég ekki boðið mér og börnunum upp á þessa geðveiki en ég var samt svo hrædd um hann að ég fékk prestinn okkar til að fara til hans og hann sat yfir honum heila nótt!!!
Ég fór svo heim aftur og enn og aftur reyndum við að laga það sem hafði farið aflaga ég varð ófrísk af yngstu stelpunni okkar henni Laeilu og við ætluðum að laga allt og gerðum það smá saman hann fór svo í meðferð og égí AL-ANON sem gjörsamlega bjargaði geðheilsu minni og ekki bara það enn í dag eru þessi fræði að hjálpa mér kanski ekki skrítið því ég var virk í þessum samtökum yfir 20 ár og ég fullyrði það að það er þeim að þakka að ég hef komið þetta heil út úr þeirri miklu og sáraukafullu lífsreynslu sem við höfum gengið í gegn um.
Frikki vann sem yfirverkstjóri hjá varnarliðinu á þungavinnuvélum í mörg ár og við höfðum það alveg ágætt þá varð hann fyrir því að hálsbrotna og var frá vinnu í eitt ár nokkrum árum seinna fór hann að keyra leigubíl og lenti þá í að það var keyrt aftan á hann og hann hálsbrotnaði aftur,eftir það smá saman versnaði heilsan hjá honum þar til hann varð að hætta að vinna um 65 ára.Hann var á mörgum sterkum lyfjum og í fyrstu kenndi ég því um að hann var orðin svolítið minnislaus,en á endanum fengum við tíma inn á landakoti til að tékka á honum en það kom ekkert út úr því annað en að þau héldu að hann væri þunglyndur og fyrverandi "alki".
Lífið hélt áfram hjá okkur og fjölskyldunni Gunni okkar fór í sýrimannaskólann í Eyjum og náði sér í yndislega konu þar,þau búa þar með þrjú börn og eitt barnabarn,Heiða okkar bjó með manni átti með honum 3 ydislegar dætur skildi flutti í Hfanafjörð en var orðin mjög heilsulaus hafði eignast Victoriu svo þær fluttu til Kefluavíkur,Sigrún giftirst líka og átti tvö börn,skildi er núna gift Hollending í hamingjusömu hjónabandi í Noregi Laeila giftist eignaðist andvana dóttur sem var mjög mikið áfall fyrir okkur öll,hún skildi en giftist áftur og á núna þrjú yndisleg fósturbörn.Þetta er fjölskyldan okkar í MJÖG stuttu máli,það eru svo margar gleði og sorgar stundir í þessari stuttu lýsingu minni á fjölskyldunni okkar,en svona var hún í mjög stuttu máli.
Svo breyttist allt á einu augnabliki Victoria fékk að gista hjá okkur vegna þess að mamma hennar var mjög lasin og ætlaði snemma að sofa þær voru að undirbúa Noregsferð,svo um morgunin vekur Victoria mig hafði hlaupið heim til að ná í föt og fann mömmu sína liggjandi á stofugólfinu,ég vakti dóttir hennar sem bjó í sömumu blokk og ég og við hlupum yfir þetta er það skelfilegasta augnablik í mínu lífi að koma að barninu mínu látnu og geta ekkert gert og að þurfa svo að segja heilabilaða manninum mínum frá því sem hafði gerst reyna að útskíra fyrir 8 ára stelpunni hennar hvað hafði gerst að reyna að skilja SJÁLF hvað hafði gerst.
Í dag eru næstum 3 ár frá þessum atburði sem gjörsamlega sundraði tilveru okkar,auðvitað stóðum við þétt saman fjölskyldan í gegn um þennan mikla harmleik og ég er óendanlega þakklát fyrir hvað við eigum yndisleg börn og barnörn sem eru tilbúin aðstiðja okkur og styrkja,ég fann það fljótlega eftir að Heiða dó að Frikka hrakaði,hann var í dagvistun sem var bara góð ég tók Victoríu til okkar það koma aldrei neitt annað til greina það var tvisvar búið að bjóða mér pláss fyrir hann bæði á Hlévangi og svo á Nesvölum ég sagði fyrst nei svo talaði ég við börnin mín og með tilliti til þess að ég var með litla stelpu sem þurfti stuning allan sólarhringin þá ákváðum við að taka boðinu á Nesvelli og við sjáum ekki eftir því.
Ég hef auðvitað oft hugsað eins og svo margir aðrir af hverju leggur Guð þetta á okkur versus kanski MIG eina sem ég veit fyrir víst er að enginn sleppur við sorg í lífinu og ég er búin að komast að því að Guð lagði vissulega mikið á okkur og það var erfitt fyrir MIG að Frikki greindist með heilabilun,en það var ekkert síður erfitt fyrir hann að flytja á stað sem er ekkiheima ,það var líka erfitt fyrir börnin hanns að vita að hann var orðin það slæmur að hann þurfti að flitja,en það sem ég hef uppgötvað í öllu þessu sorgarferli er að Guð leggur líka líkn með þraut og í mínu tilfelli er það VICTORÍA og kanski í hennar tilfelli líka ég vill allavega trúa því ég held við styrkjum hvor aðra með þeim kærleika sem við berum til hvor annarar.
Og núna held ég að ég hafi létt á hjarta mínu í bili,það sem mig langar að fólk skilji í þessari sögu okkar Frikka að það er engin lausn að gefast upp við hefðum svo sannarlega oft haft ástæðu til að skilja en ég er Guði svo þakklát í dag fyrir að við gáfumst aldrei upp á hvort öðru þrátt fyrir erfiðleika eru börnin okkar heisteipt og góðir þjóðfélagsþegnar sem við fáum óendanlega ást kærleik og styrk frá og fyrir það er ég mjög þakklát fyrir.
Ég veit að ég er búin að skrifa um sumt af þessu áður en nú hafði ég þörf fyrir að gera þetta aðeins öðruvísi bara fyrir mig .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2016 | 02:06
Ég hef tekið þá ákvörðun að blogga um veikindin hans Frikka og það sem við fjölskyldan erum að ganga í gegn um ..
Þessi ákvörðun er búin að taka nokkurn tíma til að þróast,ég hef alltaf notið þess að blogga og finn hvað það gerir mér gott,en á sama tíma er ég að hugsa að ég er ekki bara að tala um mitt eigið líf heldur manninn minn börnin mín og barnabörn.
En svo gerðist það að við Laeila fórum í Keflavíkurkirkju og hlustuðum á erindi hjá Vilborgu Davíðsdóttur þar sem hún var að lýsa sjúkdómsgreiningu mannsins síns og baráttu hans við heilakrabbamein og hvernig það hjálpaði henni að blogga um hvernig sjúkdómurinn þróaðist aðallega til að hún gæti haldið aðstandendum upplýstum án þess að það væri kanski endalaust verið að hringja til að fá fréttir.
Ég fór að hugsa að þó að ég geti alveg tekið á móti þessum spurningum frá börnunum okkar því það eru ósköp fáir fyrir utan þaug sem spyrja um hann þá mundi það gera mér gott að geta skrifað mig frá því sem hvílir á mér í sambandi við sjúkdóminn hans.
Eins og ég skrifaði um í síðustu færslu þá er hann með heilabilun sem kallast Lewy body hann er frábrugðin Alzheimer að því leiti að hann er sér svo hrillilega meðvitaður um hvað er að gerat hann veit að hann mun deyja úr þessum sjúkdóm ef hjartað gefur sig ekki áður og það sem er svolítið slæmt er að það eru svo ofboðslega miklar ofskynjanir sem hann upplifir sérstaklega í sambandi við þá sem eru farnir,ég stríði honum stundu með því að hann sé orðinn miðill :D það væri ekki hægt að komast í gegn um þetta öðru vísi en að taka smá húmor á þetta.
Hann er á allra besta stað sem hann gæti verið með þenna sjúkdóm ég veit að það er hugsað ofboðslega vel um han,ég er í eins góðu sambandi við yfirmennina og fólkið sem hugsar um hann og hægt er,ég reyni að taka hann heim um helgar svo hann geti notið þess að vera HEIMA en hann er alltaf sáttur að fara "heim", samt er ég alltaf með sektarkennd,mér finnst að ég ætti að geta haft hann heima,þó ég viti innst inni að ég gæti ekki hugsað eins vel um hann og gert er á hjúkrunnarheimilinu,suma daga er hann svo skír og getur alveg fylgt manni en svo koma auðvitað dagar sem segja mér að þetta gæti ekki verið í mínum höndum,sérstaklega þar sem ég er að ala upp barn sem er að glíma við skelfilega lífsreynslu,þar sem hún kom að mömmu sinni látinni á stofugólfinu heima hjá þeim þegar hún var bara 9 ára gömu,ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið fullt forræði yfir henni til 18 ára aldurs,þó ég geri mér fulla grein fyrir að þetta verður ekkert auðvelt en mér hefur takist að koma fjórum frábærum einstklingum til manns svo ég óttast ekki að okkur takist þetta ekki með börnin mín og og þeirra fjölskyldur til að styðja okkur <3
Victoría er í sálfræði meðferð hjá frábærum sálfræðingi hjá Hss og þó margt slæmt sé hægt að segja um heibrigðiskerfið þá er HSS að standa sig með þessa þjónustu fyrir börn og hún er ókeypis.
Jæja kanski líða nokkur ár eða mánuðir áður en ég blogga aftur en ég finn hvað þetta gerir mér gott svo elsku vinir ef þið þekkið einhvern sem er að glýma við heilabilun þá er ykkur meira en velkomið að hafa samband við mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2015 | 02:46
Saga mín í stuttu máli síðustu 3 árin .
Það eru komin 3 ár síðan ég hef bloggað og satt að segja var ég búin að gleima hvað bloggið getur gert manni gott.Á þessum þrem árum hefur líf mitt tekið alveg ótrúlegum breitingum,Frikka hefur versnað og núna er hann kominn á hjúkrunnarheimili,við erum búin að missa dóttir okkar og ég er orðin "einstæð amma" með ömmustelpuna mína hana Victoriu Rut,sem er að verða 11 ára.
Lengi vel var ég alveg ákveðin í því að Frikki færi ekki á hjúkrunnarheimili fyrr en ég væri orðin það léleg að ég gæti ekki hugsað um hann og þá færum við saman,en almættinu hefur ekki alveg hugnast þessi ákvörðun mín,því það sem gerðist var bæði óvænt og hræðilega sárt,hún Heiða okkar sem hafði flutt til Keflavíkur frá Hafnafirði til að vera nær okkur með litlu stelpuna sína hana Victoriu Rut sem var þá að byrja í 2. bekk,vegna þess að hún var svo mikill sjúklingur og þurfti mikla hjálp.
Það var alveg yndislegt að hafa þær mæðgur hér í næsta nágrenni,en mér hafði tekist að útvega þeim íbúð í næstu blokk við okkur,Victoria naut þess að vera nálægt fjölskyldunni sinni og geta gist þar sem hana langaði að vera hverju sinni,Heiða var líka alsæla að vera í örygginu í námundan við okkur og í rúmt ár eru þær saman með okkur,svo gerist það sumarið 2013 að þær eru búnar að panta sér far til Noregs þar sem tvær dætur Heiðu og öll barnabörn og systir hennar og hennar börn búa,að öllu er allt í einu lokið.
Victoria svaf hjá okkur þessa nótt því mamma hennar var mjög slöpp og ætlaði snemma að sofa,Victoria vaknar um 11 og vekur mig og segist ætla heim að ná í föt á sig,hún kemur til baka skelfingu lostin og segir að mamma liggji á gólfinu og vilji ekki vakna,við Lilja dóttir hennar hlaupum yfir og það er sú hræðilegasta stund sem ég hef upplifað,að koma að ástkæru barninu mínu andvana á stofugólfinu heima hjá sér,ég ætla ekkert að reyna að lýsa þeim dögum sem fóru í hönd,með heilabilaðan pabba sem samt skildi svo ósköp vel hvað var að gerast og barn sem var í taugalosti sem skildi ekki neitt af því sem var að gerast og með mig mölbrotna sem varð að ver sterk fyrir þau tvö og restina af fjölskyldunni.
Þetta áfall er auðvitað það lang erfiðasta sem ég hef nokkurntíma gengið í gegn um og ég bað Guð um að gefa mér styrk til að komast í gegn um og það gerði hann svo sannarlega,við jörðuðum Heiðu okkar,ég fékk sem betur fer forræðið yfir Victoriu sem vill hvergi nokkurs staðar annarstaðar vera,hún á langt í land með að finna öryggi aftur,hún getur hvergi sofið nema hjá mér,það er ekki möguleiki að hún geti gist einhverstaðar annarstaðar,hún verður helst að vita af mér 24 tíma í sólarhring.
Allt þetta álag gerði manninuum mínum ekki gott og það kom að því að ég þurfti að samþykkja að setja hann á hjúkrunnarheimili,ég var engan vegin tilbúin til þess og byrjaði á að segja nei,en sem betur fer hugsaði ég mig um og í samráði við hann ákváðum við að þetta væri besta lausnin,við bárum ábyrgð á brotnu barni sem þurfti á mér að halda allan sólarhringinn og ég fann að ég gat ekki sinnt Frikka mínum eins og hann þurft.Sem betur fer gerði hann sér alveg grein fyrir því líka að þetta var eina lausnin.Hann kemur samt í "heimsókn" um hverja helgi bæði laugardag og sunnudag og borðar með okkur kvöldmat,en er alltaf tilbúinn að fara "heim" þegar kvöldið kemur.
Þessar síðustu vikur er ég búin að vera að breyta heimilinu okkar meira fyrir okkur Victoriu,hún er að byrja í píanónámi,og Gunni sonur okkar og Siddý konan hans keyptu handa henni píanó,þá þurfti hún að fá stærra herbergi,svo við skiptum,hún fór í "hjónaherbergið" og ég í "barnaherbergið"Þetta hefði ekki tekist nema af því að Guðný næst yngsta dóttir Heiðu kom í heimsókn frá Noregi sem hún reynir að gera mánaðarlega,og hún tók sig til og málaði fyrir ömmu sína.
Ég verð að viðurkenna það að það kom mér á óvart hvað ég naut þess aað skipta um herbergi,Victoria var búin að sofa í afa rúmi síðan hann fór,og ég þurfti bara að venjast því að ver án hanns,en það gekk ekki fyrr en við vorum búnar að skipta um herbergi,og það fyndna er að þá rann allt í einu upp fyrir mér að ég hef ekki sofið ein síðan ég var 16 ára gömul!!!!!! og ég verð að viðurkenna að það er bar æðislegt!!!
Eins og ég sagði í upphafi er orðið ansi langt síðan ég hef bloggað var næstum búin að gleyma því vegna þess að maður er alltaf á facebook og getur ansi mikið tjáð sig þar,en sumt segir maður ekki þar,þetta er mín aðferð til að bæði losa mig og vonadi get ég með því að tjá mig svona opinskátt um það sem ég er að ganga í gegn um hjálpað einhverjum sem er að ganga í gegn um svipað,ég hef upplifað það að bloggið mitt hefur haft áhrif og jafnvel hjálpað fólki og þess vegna er ég tilbúin að tjá mig svona opinskátt,því ég veit að margir hafa gengið í gegn um svipað og jafnvel enn meiri erfiðleika en við,ég er bara Guði svo þakklát fyrir hvað allt gengur vel,auðvitað eru erfiðleikar en ég á svo dásamleg börn,tengdabörn og barnabörn sem eru endalaust tilbúin að hjálpa mér fyrir utan vini mína og ekki síður vini barnanna minna hvað í ósköpunum gæti ég beðið um meira <3 <3
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2012 | 02:25
Hinn hræðilegi sjúkdómur Lewybody
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2010 | 03:51
AF HVERJU??????
Elsku vinir,ég veit ekki hvort ég á að vera að blogga núna,ég er döpur og einmanna og þá er kannski ekki rétt að vera að úthella hjarta sínu,en það hefur bar hjálpað mér svo mikið í þessum erfiðleikum að skrifa mig frá þeim og ekki síður að fá viðbrögð frá ykkur kæru vinir sem nennið að lesa þetta
Það er eins að kljást við veikindi aðstandenda hvort sem það heitir alkahólismi eða minnistap eða bara hvað annað,maður er endalaust að berjast við efasemdir og samviskubit.Ég man þegar var búin að vera slæm drykkja hjá alkanum,þá var maður reiður vonlaus og lítill,svo komu auðvitað góðir dagar þegar hann reyndi allt sem hann gat til að gera manni til geðs og í nokkra daga var lífið bærilegt og maður fór að vonast eftir betri tíð og trúa því að maður hafi bara verið að gera úlfalda úr mýflugu,og samviskubitið var að drepa mann,en því miður,næsta helgi kom og hún var jafnvel verri en sú síðasta,svona er þetta líka núna,hann fær hryllilega slæma daga,oftast um helgi,þegar hann hefur ekki rútínuna sína,ég verð alveg eyðilögð,rýk með hann til læknis,ekkert nýtt kemur í ljós,jafnvel tekin heilasneiðmynd og allt er í lagi,svo heyri ég að allt gangi svo vel í dagdvölinni,hann er hrókur alls fagnaðar og enginn finnur að neitt sé slæmt,þá hugsa ég auðvitað,er það ég sem er biluð!!!það er ekkert að honum!!!!!En sem betur fer eru fleiri sem umgangast okkur,og auðvitað frétti ég að hann eigi sína slæmu daga í dagdvölinni líka,og jafnvel hann talar um það daglega að honum líði eins og hausinn sé tómur og hann viti ekkert í sinn haus og þá finn ég svo hryllilega til með honum,mér finnst hann allt of ungur til að finna þessa tilfinningu,hann er bara 74 ára gamall,ég á pabba sem er 96 ára og er komin á þetta stig og það er kannski eðlileg,en ekki Frikki minn!!!!það er bara ekki sangjarnt eftir allt sem hann hefur þurft að ganga í gegn um!!!Hann er búin að brjóta á sér bakið,búin að hálsbrotna ekki einu sinni heldur tvisvar,hann er búin að fá blöðruhálskyrtils krabbamein,hann er búin að missa eineggja tvíburabróðir sinn,sem var örugglega mesta áfallið,þeir voru eins og einn maður,enda vissi hann vel að það var eitthvað mikið að þegar bróðir hans skaut sig,því hann fékk engan frið,eftir það var líf okkar heilt helvíti,þangað til okkur féll sú blessun í skaut að eignast síðasta barnið okkar á dánardegi bróður hans á 17 Júní 3 árum síðar,nokkrum árum seinna fór hann í meðferð og lífið breyttist.
Við áttum dásamlegan tíma heil 8 ár,þá sprakk hann,drykkjan var aldrei eins slæm og hún hafði verið,hann fór svo í meðferð aftur það stóð nokkur ár,en í dag er það bara svoleiðis að hann er bara rosa sáttur ef hann fær tvö glös á laugardagskvöldi,sofnar sáttur og líður vel,en ef það klikkar þá er hann fúll,þetta gamla munstur er svakalega þrautseigt!!!
Ég hamast við að reyna að hugsa ekki hvernig þetta verði,á sama tíma og ég er að horfa upp á pabba minn komin töluvert lengra og ég væri víst ekki mannleg ef það hvarflaði aldrei að mér hvernig þetta á eftir að þróast,á sama tíma er ég að reyna að njóta augnabliksins,en stundum eru þessi augnablik ekki það sem maður væntir,vegna þess að maður fær engin viðbrögð við því sem er að gerast í lífi okkar,við eigum ekki lengur neina sameiginlega drauma,vegna þess að hann á enga.
En ég hef sem betur fer komið mér upp áhugamálum,ég er að læra lystmálun,þökk sé Sigrúnu minni,sem gaf mömmu sinni gjafakort í föndri hjá öldruðum,ég hefði eflaust falið mig á bak við að hafa ekki efni á þessu,en Guð hvað þetta er rosalega gaman ,ég reyni allt sem ég get til að hafa ekki samviskubit yfir að geta gert hluti sem hann getur ekki gert,en það gengur ekki vel,en ég veit líka að það er vegna þess að ég er svo svakalega meðvirk,ekki bara með honum,heldur öðrum fjölskyldumeðlimum,svo næsta skref er að koma sér út úr því...........sé samt ekki fyrir mér að mér takist að loka á fjölskylduna og fari að hugsa bara um mig........er ekki einu sinni viss um að ég vilji það
Nú er ég búin að úthella hjarta mínu einu sinni enn,þetta er í raun svakalega erfitt,mér finnst hálft í hvoru að ég megi ekki einu sinni hugsa svona hvað þá tala um það,en ég ætla að láta þetta fara,ég vona svo sannarlega að þessi reynsla mín geti hjálpað einhverjum,vegna þess að ég lærði það í AL-ANON að ef maður deilir reynslu sinni með öðrum,þá hjálpar það,svo ég vona svo sannarlega að einhver sem virkilega þarf á því að halda lesi þetta,,,,, en elsku vinir ég sendi ykkur mínar bestu kveðjur og vona að þið kvittið ef þið lesið,þá veit ég að ég hef úthelt hjarta mínu fyrir einhvern sem kannski þurfti á Því að halda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)