Sorgarferli

Mig langar að deila með ykkur því ferli sem ég er að ganga í gegn um,ekki til að þið vorkennið okkur,frekar ef okkar reynsla getur hjálpað einhverjum,ég hef upplifað það að bloggið mitt um ættleiðinguna mína hefur allavega hjálpað einni manneskju og því skyldi maður þá ekki deila meira með ykkur ef það hjálpar.

Ég skrifaði um það síðast hvernig væri að upplifa að maki mans gengur í gegn um eins mikla breytingu og minnistap er og hvernig er að vera makinn í því sambandi.Síðan þá bauðst mér að fara í þriggja daga frí að heiman,það var skrítið að kúpla sig svona frá aðstæðum,ég þurfti ekki að vakna til að koma honum í dagvist,ég þurfti ekki að vera heima þegar hann kom og ég þurfti ekki að passa upp á að hann tæki lyfin sín á kvöldin,ég þurfti ekki að hjálpa honum að baða sig.Ég var ekki á staðnum,en alltaf annað slagið með hugan heima,ég held að það sé ekki hægt að kúpla sig frá svona ástandi algjörlega,þó maður viti að allt sé í besta lagi,en þessir dagar gerðu mér gott að mörgu leiti,en að sama skapi hef ég upplifað,kannski vegna þess að ég fór frá aðstæðunum sem ég var föst í,að ég er að upplifa sorgarferli,ég sakna þess sem við áttum,ég syrgi það sem við fáum aldrei að njóta ég kvíði því sem framundan er,ég held ég hafi þurft að fara frá aðstæðunum til að skynja þær á raunhæfan hátt.Ég ætla ekkert að láta eins og þetta sé auðvelt,ég finn svo hræðilega mikið til með honum,þessi elska,hann finnur vanmátt sinn á hverjum degi,ég hef tekið þann pól í hæðina að tala við hann um hvað er að gerast,reyna að fá hann til að tjá sig um hvernig honum líður,ég skynja svo kvíða hans og vanmátt og mig langar svo að taka það frá honum,en ekki frekar en maður getur tekið sársauka sem börnin mans ganga í gegn um get ég tekið þetta frá honum,ég get verið til staðar fyrir hann,í dag veit ég ekki hvort við eigum eftir að upplifa það að hann hverfi inn í annan heim sem við hin höfum ekki aðgang að,en allavega ætla ég ekki að sitja bara og bíða eftir því,ég ætla að reyna að njót þess tíma sem ég á með honum núna,það er eini tíminn sem við eigum,við getum kannski ekki ferðast mikið en því meiri ástæða að njóta þess sem við getum gert saman.Núna um helgina ætlar kærleikshópurinn okkar að hittast,sem betur fer hérna hjá okkur,því ég finn að hann er svolítið kvíðinn fyrir hvort hann geti verið með okkur,hann getur þá bara farið inn og lagt sig ef hann getur ekki meðtekið þetta.Þessi hjónahópur samanstendur af fernum hjónum,við vorum saman á hjónahelgi fyrir bráðum11 árum síðan og höfum hittst með jöfnu millibili allar götur síðan,við höfum aldrei eignast kærari vini sem við höfum bæði átt og það hefur verið okkur mjög mikils virði að hitta þau,ég kvíði því vissulega ef að því kemur að við getum ekki hittist en það er seinni tíma vandamál.

Í dag tók ég stórt skref fyrir mig sjálfa,ég fór á kynningu hjá félagi eldri borgara sem var að bjóða upp á allskonar afþreyingu fyrir fólk í minni stöðu,Sigrún dóttir mín gaf mér gjafakort í þessari þjónustu,annars hefði ég sennilega falið mig á bak við það að ég hefði ekki efni á þessu,allavega skráði ég mig í tvennt sem mig langar alveg ofboðslega mikið að prófa,það er skartgripagerð og listmálun,ég er mjög spennt að byrja,svo sér maður bara til hvort maður hefur einhverja hæfileika.

Nú er ég búin að úthella hjarta mínu fyrir ykkur einu sinni enn elskurnar,sumum kann kannski að finnast þetta væl og það verður þá bara að hafa það,því ég finn hvað þetta hjálpar mér ofboðslega mikið,ég vil segja það enn og aftur,okkur er engin vorkunn,frekar ef einhver getur fundið  sig í okkar aðstæðum og ef svo er þá er minnsta mál að hafa samband við mig hér eða í gegn um facebook,ég fagna svo sannarlega ef einhver vill deila með mér sinni reynslu,þakka ykkur elskurnar  sem lesið þetta,eins og þið vitið,þá elska ég að þið kvittið,það er svo svakalega gott fyrir egóið.KÆRLEIKSKNÚS Á YKKUR ÖLL

 

 


Hugleiðingar um lífið......

Það er svo margt sem gerist í lífi mans á heilli mansæfi og þegar maður er ungur þá hugsar maður aldrei um hvað framtíðin geti borið í skauti sér,maður lifir í núinu og heldur að lífið sé leikur,auðvitað verður maður fyrir skakkaföllum, þá líka ,en maður tekur þau ekki mjög alvarlega,en svo gerist það einn góðan veðurdag að maður verður að fara að axla ábyrgð og svo heldur lífið áfram og alltaf verður ábyrgðin meiri og meiri og maður tekur ekki einu sinni eftir því að hún hafi aukist.

Ég er búin að vera að hugsa um hvernig líf mans virðist skyptist í kafla,fyrst er maður bara barn og einhverjir aðrir bera ábyrgð á manni,svo smá saman eykst ábyrgð mans á sjálfum sér,svo áður en maður veit af er maður komin með ábyrgð á öðru lífi og svo öðru og öðru,maður er komin með fjölskyldu sem maður verður að hugsa um,gæta þess að allt sé í lagi og öllum líði vel.

Ég er víst ein af þeim manneskjum sem hefur ofvirka meðvirkni ef hægt er að orða það þannig,ég varð ofurábyrg strax þegar við Friðrik byrjuðum saman og þessi ábyrgð jókst svo með hverju barni sem við áttum,ég setti mig strax í annað sætið og leið bara rosa vel með það,eftir því sem drykkjan óx hjá honum,því ábyrgari varð ég,og þó hann færi svo í meðferð og hæti að drekka,þá minkaði ábyrgðin ekki neitt,mér hefur ekki tekist nógu vel að vinna úr meðvirkninni,kannski vegna þess að þó hann hætti að drekka,var hann mjög mikill sjúklingur,hann hafði hálsbrotnað tvisvar,var undirlagður af gigt og svo fékk hann blöðruhálskyrtils krabbamein,svo ég gat alveg einbeitt mér að því að vera ávalt til staðar fyrir hann,þó krakkarnir færu að heiman.Í dag stend ég frammi fyrir því að hann er sennilega komin með elliglöp,orðin rosalega gleyminn og á köflum ruglar hann bara.

Það er svakalega erfitt að upplifa það,á þeim tíma sem hjón eiga loksins að fara að geta notið ávaxta erfiðisins,notið þess að sjá fjölskylduna vaxa,notið þess að gera hluti saman sem við gátum ekki áður ,notið þess að styðja hvort annað,þá er annar aðilinn ekki með,hann er ekki að fúnkera í þessu umhverfi,hann verður utan við sig,hann verður pirraður og jafnvel öskureiður yfir minnsta áreiti,maður verður hundfúll í fyrstu,skilur ekki alveg hvað er eiginlega í gangi,verður píslavottur og langar mest að labba í burtu frá þessu öllu saman,en þá allt í einu rennur upp fyrir manni ljós,það er eitthvað að,þetta er ennþá maðurinn sem þú elskar,hann er bara eitthvað veikur,hann er einhverra hluta vegna ekki að fúnkera eins og hann gerði,hann er ekki lengur sterki aðilinn í sambandinu og vitið þið,það er það sárasta af öllu,þessi maður sem þú gast stólað á hundrað prósent,þið gátuð alltaf tekið ákvarðanir saman,en í dag þarf ég að vera að segja honum sama hlutinn oft og hann gleymir jafn óðum hvað ég var að segja.

En vitið þið að ekkert er alslæmt,maður fær bænheyrslu ef maður bara biður og hlustar.Í mínu tilfelli var ég bara búin að gefast upp,ég gat ekki horft á manninn minn verða svona út úr heiminum og geta ekkert gert fyrir hann,ég gekk svo langt að biðja Guð að taka hann frekar til sín,heldur en að ekkert væri hægt að gera til að honum liði betur,viti menn daginn eftir fer ég með hann til læknis,sem sendir hann í sneiðmynd af heila,hann er ekki með heilablæðingu og læknirinn segir honum að hann verði að komast í dagvist ef hann eigi ekki að verslast upp,nokkuð sem við vorum búin að vera að segja honum,nema hvað,hann samþykkir,við  förum að skoða Selið og hann kemst þar inn strax og er alsæll,bíður á hverjum morgni eftir að verða sóttur.

Svo nú er komið að mér,ég þarf að læra að eiga tíma fyrir mig og NOTA hann fyrir mig,ég nefnilega geri mér svo svakalega vel grein fyrir því að ég hef fórnað hverjum frítíma sem ég hef haft fyrir hann og fjölskylduna,svo nú kann ég ekki að gefa mér tíma,en Sigrún og Ruud gáfu mér kort í frístundarstarfi aldraðra svo ég ætla svo sannarlega að finna eitthvað við mitt hæfi þar nú þegar ég hef nógan tíma,svo ég segi bara svo lengi lærir sem lifir ekki satt!!!

Þetta eru svona smá hugleiðingar frá mér,hef ekki bloggað lengi,en ef maður þarf að koma einhverju fá sér,þá er þetta ekki verri vetvangur en  hver annar,allavega hjálpar þetta mér .

Kæru vinir ég bið ykkur öllum Guðsblessunar,vona að ef þið lesið þetta þá kvittið þið líka altaf gott fyrir egóið að einhver sýni litHeart

 


Hvað er hamingja?

Þarftu að fá þér andlitslyftingu?Ein er sú andlitslyfting sem kostar ekkert,er alltaf til staðar,yngir þig upp og hefur engar óæskilegar aukaverkanir,Hún kallast bros.Grin

Þetta er fyrir 1.Maí í dagatalinu mínu góða,1.Maí er góður dagur í mínu lífi.Ég hef áður sagt ykkur frá því þegar ég var ættleidd og hvað ég er þakklát fyrir fjölskylduna sem ég var ættleidd í,en ég hef ekki sagt ykkur að ég var einbirni í næstum 10 ár og að ég þráði svo að eignast systkini að ég og vinur minn hann Lúlli Kalli fórum með jöfnu millibili að heimsækja ljósmóðurina hana Rakel,sem átti heima rétt hjá okkur og báðum hana að fara nú að koma með lítið barn heim til okkar,svo kom að því að Lúlli fékk lítinn bróðir,en ég ekki neitt Crying Mér fannst ég hafa verið svikin og ég er ekki frá því að ég hafi verið pínu abbó út í Lúlla vin minn,vegna heppni hans.En viti menn,þann fyrsta Maí árið 1954 eignaðist ég pínu litla systir,hún var bara 8 merkur,fæddist heima og ég elskaði hana óendanlega mikið,hún heitir Petrea og á afmæli í dag,til hamingju elsku systirInLove

Fyrir 20 árum eignaðist frumburður okkar hann Gunnar Þór sitt fyrsta barn,hana Guðlaugu Sigríði,hún á því líka afmæli í dag,til hamingju ástin mín,við erum óendanlega stolt af þér elskan og elskum þig óendanlega mikið,við biðjum þess að framtíð þín verði björt og falleg eins og þú ert yndið okkar InLove

Svo að ég hef mikið að vera þakklát fyrir,það vefst ekkert fyrir mér,Guðlaug er númer 5 af 10 barnabörnum,hún er dásamlega falleg og vel af Guði gerð,eins og allir okkar afkomendur eru,ég sit stundum agndofa og horfi á myndir af öllu þessu fallega og góða fólki sem af okkur eru komnir og ég á bara ekki orð,ég er Guði svo þakklát fyrir þessa afkomendur og vona svo sannarlega að mér hafi tekist að koma einhverju góðu til þeirra,mér finnst stundum ég ekki verðug þessarar blessunar,ég hef ekkert gert til að hljóta þessa náð,en ég er svo sannarlega þakklát og vona að mér takist að sýna það í verki.Heart

Þess vegna finnst mér við svo rík,af þeim auð sem ekki eyðist ekkert fær grandað,það er mannauðurinn,engin getur nokkurn tíma tekið það frá okkur,við eigum dásamleg börn,barnabörn og barnabarnabörn,meira að segja tengdabörnin eru dásamleg,eins og ég segi ég veit ekki hvað við höfum gert til að verðskulda þetta Heart

Svo að niðurstaða mín af þessum pælingum er,að þó að það sé þröngt í búi og lífeyririnn endist ekki nema rúmlega hálfan mánuð,þá finnum við alltaf lausn,við stöndum saman,við elskum hvort annað og þetta hlýtur að lagast það getur ekki versnað mikið úr þessu,svo brosum framan í heiminn,þá brosir heimurinn framan í okkur,til hamingju með daginn ÍslendingarInLove

 

 

 


Lífið og tilveran.

Ég er mikið búin að vera að skoða tilgang lífsins,af hverju fæðumst við,hvað skiljum við eftir og hvenær deyjum við????.Þegar stórt er spurt,þá er fátt um svör.

Ég til dæmis fæddist fyrir rúmu 65 árum,engum til gleði,til að byrja með,en svo fengu foreldrar mínir að ættleiða mig og þá breyttist tilvera mín í gleði.Ef ég hefði komið undir einhversstaðar annarstaðar á hnettinum,þá hefði tilvera mín eflaust orðið erfið,en ég var heppin og afkomendur mínir voru heppnir,því í dag,þó stundum blási á móti,þá eigum við hvort annað og það er ómetanlegt.InLove

Ég er búin að koma upp vegg,sem er með myndum af þeim stúlkubörnum,sem eru afkomendur mínir,og hafa verið skírðir í skírnakjólnum,sem móðir mín saumaði á mig árið 1944 og er enn heill,á þessum vegg hangir líka þessi fallegi kjóll,sem ég er svo óendanlega stolt afHeart.Hann er því miður bleikur,þannig að drengirnir í fjölskyldunni hafa ekki fengið að skírast í honum og þrjár elstu stelpurnar hennar Heiðu minnar ekki heldur,því þá héldum við að hann væri orðin ónýtur,en svo kom annað í ljós,þegar mamma hafði farið höndum um hann.Ég þreytist ekki á því að segja,hvað það undrar mig,að efnið í þessum kjól,sem var keypt á stríðs áunum skuli enn halda sér svona vel,en mikið svakalega er ég glöð með það.Grin

Ég horfi á þessar myndir af þeim 9 afkomendum mínum,sem hafa verið skírðir í þessum kjól,fyrir utan mig auðvitað og hugsa til þeirra 8 sem voru það ekki,þetta er stór og frábær hópur.Þessir krakkar hafa staðið sig vel,þau sem hafa verið fær um það.Sum þeirra haf auðvitað verið betur í stakk búin að bjarga sér,en öll höfum við staðið saman,á hverju sem gangur og ég held að það sé tákn fyrir fjölskyldu og kærleika sem nær út fyrir allt. InLove

Mín æðsta ósk er sú,að þessir afkomendur mínir,minnist þess,hvað við erum lánsöm að vera fjölskylda,hvað við erum lánsöm,að hafa hvort annað og að þegar við Friðrik erum fallin frá,takist þeim ÖLLUM að halda í þau tengsl sem blóðböndin tengja þau,ekkert annað er sterkaraHeart

Ég ætla ekkert að hafa þetta lengra,ég hafði bara þörf fyrir að koma þessu frá mér,kannski frekast til afkomenda minna,en ekki síður til ykkar vinir mínir,vegna þess að okkur hættir til að taka fjölskylduna sem sjálfsagðan hlut,sem hún er alls ekki,höldum því hvort um annað og verum ófeimin við að segja hvort öðru hvað við elskum þauInLove


Nýtt ár,ný tækifæri.

Viljirðu lifa hamingjuríku lífi skaltu byrja hvern dag á að minnast einhvers sem þú ert þakklátur fyrir.

Þetta kemur úr dagatalinu mínu góða,sem ég fékk í jólagjöf í fyrra,það er svo mikil speki í þessu dagatali og oft undanfarið ár,hefur það huggað mig og hughreyst,gefið mér kjark og hjálpað mér að sjá birtuna,þó mér hafi fundist allt vonlaust.Svona getur ritað mál hjálpað manni,ef maður er opin fyrir því sem maður les og nú er komið nýtt ár,með nýjum uppákomum og ég er sannfærð um að ég á eftir að finna huggun í orðum þessarar gjafar,sem heitir Vegur til farsældar og er alveg frábær lesning,ég held reyndar að ég hafi skrifað um það áður,en það sýnir bara  hversu mikils ég met það.

Mig langar kannski að gera upp árið 2009,árið sem ég varð 65 ára og það sem meira er elsti sonur minn 45 Crying það getur bara ekki verið,að ég eigi svona gamalt barn Gasp haha,ein að þykjast vera svo ungWink.En í alvöru,það er nú ekki svo gamalt að vera 65,ég á pabba sem er 95 og það kallast að vera komin á virðulegan aldur,annars er ég ekkert að velta fyrir mér hvað ég er gömul,ég veit að ég er miklu yngri en skrokkurinn minn sýnir og það er það sem skiptir máli,ekki einhver talning á árum.Ég varð líka langamma í þriðja sinn á árinu,en það segir heldur ekkert um hvað ég er gömul,ég varð nefnilega svo ung amma,bara 38 ára sem er auðvitað enginn aldur,svo þið sjáið að ég er enn kornung og ætla mér að halda mér þannig eins lengi og ég lifi Tounge

Fyrripartur ársins var frekar slappur heilsufarslega fyrir okkur,mikið slen og slappleiki.Ég lét mér ekki einu sinni detta í hug að það tengdist eitthvað íbúðinni sem við bjuggum í,sem var full af raka og sveppum,ég bara skrúbbaði og þreif alla sveppi jafnóðum og tengdi ekkert hvað var í gangi.En þá greip almættið inn í,sá auðvitað að ég ætlaði bara að gera gott úr öllu og sætta mig við þetta Halo Okkur bauðst ný íbúð,á besta stað í bænum að mínu mati,mér fannst ég vera komin heim og það var eins og við manninn mælt að heilsufarið tók stóran kipp hjá okkur öllum,ég varð full af orku og fór að geta gert hluti sem ég hef ekki gert í mörg ár,Friðrik fór að ganga út nánast á hverjum degi,enda staðsetningin frábær til slíks og veðrið dásamlegt í allt sumar,Laeila losnaði við nýrnaverkina og aðra kvilla sem voru búnir að hrjá hana,hún fékk herbergi með sér inngangi og baði í sömu blokk og íbúðin okkar er,svo ég segi að þetta hafi svo sannarlega verið bænasvar,jafnvel þó ég hafi ekkert endilega verið að biðja um ÞETTA,þá var það nákvæmlega það sem við þurftumInLove

Heilsufarinu á Frikka hefur nú hrakað smávegis í haust,hann þurfti að leggjast tvisvar inn á sjúkrahús út af hjartaveseni,en það er allt í áttina,vona ég.Hann hefur þjáðst af svokölluðum kransæðarkrampa í mörg ár,svo fór hjartað að taka upp á því að slá í vitlausum takti og þurfti að koma því í réttan takt aftur,það er enn verið að vinna með þetta,en mér finnst hann hressari og vona að þetta taki bara smá tíma,er að vonast til að heyra í hjartalækninum hans á miðvikudaginn og fæ þá vonandi einhverjar skíringar.

Nú fer að koma að því að báðar mömmur langömmubarnanna minna flytji,önnur fer með stelpurnar sínar austur á firði,þar sem maðurinn hennar er búin að fá vinnu í álverinu á Reyðarfirði og systir hennar flytur til Noregs með litlu snúlluna sína og mann,þau ætla að búa hjá Sigrúnu og Ruud til að byrja með sem er auðvitað hellings öryggi,en mikið svakalega eigum við eftir að sakna þeirra,þær eru báðar búnar að búa hér í Keflavík og hafa verið rosalega duglegar að koma til okkar með stelpurnar,en ég skil  þær vel,það er bara því miður ekki hægt að bjóða ungu fólki upp á það sem er í boði hér á suðurnesjum,engin vinna,allt hækkar nema framfærslan,auðvitað reynir fólk að bjarga sér,ég myndi gera það líka ef ég væri ung og heilsuhraust.

Svo það er bara að bíta á jaxlinn og böðlast áfram,við höfum auðvitað Victoriu litlu,en hún missir líka rosalega mikið,þær eru svo miklar vinkonur eldri hennar Lindu og hún,en við verðum bara að vera dugleg að gera eitthvað með henni þegar hún kemur í ömmu og afa helgi,það er bara ekkert öðruvísi.

En áfram með uppgjörið á árinu.Það að flytja var náttúrulega hápunkturinn á árinu fyrir okkur,en við gátum ekkert leyft okkur að fara neitt í sumar.Það var í sjálfu sér allt í fína,við vorum svo ánægð að vera komin hingað og svo var veðrið svo dásamlegt að maður þurfti bara að fara aðeins út fyrir dyrnar til að njóta sumarsins.En peningaleysið var ansi slæmt,ég held ég hafi talað um það áður,hvað var rosalega erfitt þessi skipti sem við urðum að leita til fjölskylduhjálpar,mér hefur aldrei nokkurn tíma liðið eins ömurlega,hélt reyndar að sá dagur ætti aldrei eftir að koma,sem ég þyrfti að betla mér til bjargar,en það var nákvæmlega tilfinningin sem ég hafði,ég hef skammast mín svo fyrir þetta að hvorki börnin mín né systur hafa vitað af þessu,en það er kannski bara komin tími til að viðurkenna að maður er orðin ölmussumanneskja Frown Við tilheyrum þeim hópi fólks hér á landi,sem töldumst miðstéttar fólk,höfðum það alveg þokkalegt,áttum íbúð og bíl,en fórum ekki mikið til útlanda,ferðuðumst meira innanlands og vorum bara sátt við það.Svo missti Frikki heilsuna og stuttu seinna lenti ég í árekstri og missti líka heilsuna,þannig að við enduðum með að selja íbúðina okkar,fara að leigja hjá bænum og fyrr en varði var andvirði íbúðarinnar,sem átti að vera varasjóðurinn okkar farinn og við höfðum bara bæturnar okkar,sem eru svosem ekkert til að hrópa húrra fyrir,en við skrimtum alveg og allt í lagi með það.En síðasta ár fór allt rass yfir haus,lyfin okkar hækkuðu upp úr öllu valdi,lækniskostnaður,matvara og þjónusta hækkaði og allt í einu voru peningarnir búnir um miðjan mánuð og þá voru góð ráð dýr.Ég vil ekki að nokkur maður misskilji hvað ég er að segja,ég er ofboðslega þakklát fyrir fjölskylduhjálpina og alla þá hjálp sem er í boði fyrir fólk eins og okkur,það er bara ég sem á svo svakalega erfitt með að sætta mig við að vera komin svona langt niður að þurfa að þiggja þessa hjálp,hélt alltaf að það væri bara "fátæka" fólkið sem "var á bænum" sem þyrfti svona hjálp,kannski er Guð að kenna mér auðmýkt,hvað veit ég,allavega held ég að við eigum að læra eitthvað mikið af þessu.

Svo að þessu leiti hefur árið verið alveg ferlega töff,það var líka rosalega erfitt að sætta sig við að við gætum ekkert komist til að heimsækja Sigrúnu og Ruud í Noregi,en æðislegt að hún og krakkarnir komu í sumar,sakna þess samt að hafa ekki hitt uppáhalds tengdasoninn minn þetta árið,en svona er þetta bara.Við fórum heldur ekkert til Vestmannaeyja í allt sumar,en þau voru dugleg að koma til okkar,bæði að hjálpa okkur að flytja og svo á Ljósanótt eins og Sigrún,en það er samt ekki eins og að fara til þeirra,mér finnst ég vera að missa af krökkunum,bæði í Eyjum og Noregi,en svona er lífið,börnin mans ákveða sína vegferð og við verðum að sætta okkur við hana og reyna að gera eins gott úr henni og hægt er

En svo ákváðum við bara að hætta þessu volæði,skella okkur til Eyja um jólin og njóta þess að vera með fjölskyldunni þar.Það var dásamlegur tími,við nutum hverar mínútu,það var svo gaman og yndislegt hvað þau voru ánægð að hafa okkur,vildi svo sannarlega óska að við ættum eftir að eiga jól í Noregi einhveratíma líka og hver veit kannski verður það ef Guð lofar.Síðan komum við heim á þriðja í jólum og virkilega búin að njóta jólarestarinnar með Laeilu,Heiðu og dætrum,við héldum áramótin saman,það verður allt svo miklu léttara þegar allir hjálpast að og kaupa inn saman og njóta samvista hvert með öðru.

Í samræmi við orðin á dagatalin mínu góða ætla ég að íhuga hvað það er sem ég get verið þakklát fyrir og það er sko ekkert smáræði.Ég er svo heppin að eiga tvær dásamlegar fjölskyldur,þá sem ég fæddist í og þá sem ól mig upp og til að kóróna allt saman er ég í frábæru sambandi við þær báðar.Ég á góðan mann og dásamleg afkomendur,ég er í þeim skilningi mjög rík kona og þegar svo er hvað er maður þá að væla yfir einhverjum peningum,það er ekkert meiri auður en mannauðurinn og þó ég segi sjálf frá,þá erum við alveg óskaplega heppin með börnin,tengdabörnin,barnabörnin og nú síðast barnabarnabörnin.Mér er full ljóst að það er ekkert sjálfgefið að heppnin fylgi manni þegar kemur að afkomendunum,en ég get sagt með sanni að þau eru öll svo góð við okkur og umhyggjusöm að á betra er ekki kosið,þetta er mannvænlegt og gott fólk og ég er ekki bara að segja þetta af því ég á þau,þetta er bara satt og hvað er maður þá að kvarta þó mann vanti pening og geti ekki veitt sér það sem mann langar í,hei skammastu þín Sigga og þakkaðu fyrir það sem þú áttCrying og já ég geri það svo sannarlega.Ég vona að síðasta ár hafi kennt mér þá auðmýkt sem ég þarfnast,ég vona að ég hafi styrk til að taka á móti,ef á móti blæs og ég vona að mér auðnist að sýna hversu ofboðslega ég er þakklát fyrir fjölskyldurnar mínar,afkomendur mína og að ég skuli þrátt fyrir allt vera fær um að hugsa um og hlúa að þeim sem ég elskaInLove

Elsku vinir mínir,sem nennið að lesa þetta,endilega skiljið eftir kvitt,það er svo gott fyrir egóið að vita að einhver nennir að lesa það sem maður er að koma frá sér,ég bið þess að þið eigið gleðilegt og gæfuríkt ár og þakka ykkur fyrir bloggvináttu undanfarinna ára,Guð veri með ykkurHeart

 

 


Aðventan,tími til að hlúa að kærleikanum í hjartanu.

Mig langar ekkert til að vera væmin,en akkúrat svona líður mér núna,mér finnst í fyrsta skipti í mörg ár,aðventan og jólaundirbúningurinn,sé eitthvað svo dásamlegt,að ég megi ekki missa af neinu.Wink

Það eru mörg ár síðan mér hefur liðið svona rosalega vel á þessum árstíma og það einkennilega er að ég hef aldrei á ævinni verið eins blönk,ég hef ekki hugmynd um hvort ég á fyrir jólagjöfum handa barna og barnabörnum,en vitið þið að það er ekki aðalatriðið hjá mér í dag.Það sem skiptir mig mestu máli er að vera MEÐ börnunum,barnabörnunum og barnabarnabörnunum,það er nefnilega ekki sjálfgefið.Bráðum flytja litlu langömmubörnin mín í burtu,en ég mun halda sambandi við þau eins og ég get,þrjú af börnunum mínum fjórum,búa ekki hér í Keflavík og þar af leiðandi sé ég hvorki þau eða fjölskyldur þeirra oft,nema Heiðu minnar,því hún er í Hafnafirði,en hin eru í Vestmannaeyjum og Noregi.InLove

Það urðu svo mikil þáttaskil í lífi okkar Frikka,þegar við fluttum úr rakabælinu sem við bjuggum í og var að gera útaf við heilsuna okkar,í þessa dásamlegu íbúðGrin.Það er ekki bara það,að ég er full af orku,flesta daga,það er helst ef ég er í slæmu gigtarkasti að ég geri ekki mikið,mér líður bara svo vel innra með mér,ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta,ég er bara miklu sáttari við tilveruna,þrátt fyrir kreppu og dýrtíð,maður verður bara að lifa í deginum og sætta sig við það sem maður getur ekki breytt,en breyta því sem hægt er að breyta og ég held að loksins eftir öll þessi ár hafi mér takist að tileinka mér þessi sannindi.

Það eru 30 ár síðan ég kynntist Al-anon samtökunum og loksins núna,þegar ég er löngu hætt að fara á fundi,tekst mér að lifa eftir þessum sannindum,sem sýnir að hafi maður kynnst þessu prógrammi,þá situr það í manni ævilangt.Tounge

En það sem ég vildi semsagt deila með ykkur í dag vinir mínir,er þessi gleði yfir því sem ég á,sem er alveg ofboðslega mikið,ég á fjögur börn,sem eru öll dásamleg (að sjálfsögðu)ég á10 barnabörn,eitt þeirra Sylvia Lind er engill hjá Guði og vakir yfir okkur öllum,en hin eru á aldrinum 5 ára til 27,svo það er öll flóran og rosalega gaman að fylgjast með þeim öllum,þau eru öll svo svakalega dugleg og eru endalaust að fást við einhverja áfanga í lífinu og óendanlega gaman að fylgjast með því.Svo eru litlu langömmu stelpurnar mínar þrjár,tvær eru að flytja til Egilstaða,en ein er að fara til Noregs,auðvitað er söknuður,en það er svo langt frá því að vera heimsendir,við höfum síma,tölvur,internet,skype og Guð má vita hvað,svo hvað þýðir að kvarta.Það er bara gott mál að unga fólkið hefur kjark til að prófa nýjar slóðir og láta reyna á að bjarga sér,ég myndi gera það sama ef ég væri ung og hraustGrin.

Svo niðurstaðan af þessari hugleiðingu er sú,að ég er sátt,auðvitað vildi ég hafa meira fjárhagsöryggi,en það er ekki í boði,þá gerir maður það besta úr því sem maður hefur.ég hef ekki hugmynd um hvernig Desembermánuður kemur út fjárhagslega,veit reyndar að það verður halli á fjárlögum,en geri mitt besta til að láta enda ná saman,nú ef það gengur ekki,verð ég að leita á náðir kirkjunnar eða Rauða krossins,eða fjölskylduhjálpar,það kemur bara í ljós,en ég veit að ég ætla að njóta þess að vera til,það er ekki sjálfgefið,við ætlum að reyna að komast il Eyja og vera hjá fólkinu okkar þar um þessi jól og vera svo um áramót með restinni að fjölskyldunni,en ef það gengur ekki einhverra hluta vegna,þá bara tekur maður því. InLove

Mig langaði bara að deila þessu með ykkur,ég hef ekki grænan grun um af hverju mér líður svona vel,en ég þakka Guði á hverjum degi,fyrir að gefa mér alla þessa orku sem ég hef,alla þessa hamingju í hjartanu og fyrir dásamlegu fjölskylduna mína,ég vona bara og bið að sem flestum skiljist að peningar skipta engu máli ef maður á ekki frið í hjartanu sínu.Heart


Kvennasveitin,björgunarsveitin og unglingasveitin.

Fyrir nokkrum árum missti ég vinnuna þegar fyrirtækið sem ég vann hjá lokaði,ég var komin á sexstgs aldur og ekki mjög heilsuhraust,svo það var ekki um auðugan garð að gresja með vinnu,enda fór svo að ég fékk enga vinnu og er bara á bótum.Um svipað leiti hafði vinkona Sigrúnar dóttur minnar samband við mig og bauð mér að ganga í kvennasveit,sem tengdist björgunarsveitinni Suðurnes,hún sagði mér að þetta væri nokkurskonar slysavarnafélag og ég þyrfti í raun ekki að gera nokkurn skapaðan hlut,annað en að vera félagi,það væri jú alltaf gaman að vera stofnfélagi!!!Ég var nú frekar efins í fyrstu,þar sem ég hafði tvisvar brennt mig á því að félög sem ég var í höfðu í raun gleypt mig og ég endaði með því að hafa engan tíma fyrir migGetLost En á endanum ákvað ég að prófa og fékk Laeilu dóttur mína til að koma með mér og ég get sko sagt ykkur það að ég sé ekki eftir því.Fyrir utan að þetta er frábær félagsskapur,þá bara gefur þetta manni svo svakalega mikið.Ég er ein af þeim sem hef tekið björgunarsveitirnar sem sjálfsagðan hlut,einhvern vegin var maður bara ekkert að pæla í því,að fjöldi manns var að setja sig í hættu,fá frí í vinnu og bara allt sem tengist því að vera virkur í björgunarsveit.En þetta álit mitt átti svo sannarlega eftir að breytast,auðvitað var ég ekki óvirkur félagi í kvennasveitinni,það er bara ekki égJoyful svo fljótlega sá ég hvað þetta starf sem björgunarsveitirnar vinna er ótrúlegt!!!!Bara í gegn um það sem við í kvennasveitinni gerum,hef ég fengið að sjá hversu ótrúlega óeigingjarnt starf þetta er.Það sem við gerum er allskonar sjálfboðastarf líka,til að safna peningum til að styrkja þaug,við höfum verið með kaffisölu og fleira á ljósanótt,við höfum tekið að okkur pökkun fyrir jólin fyrir fyrirtæki,við höfum líka séð um mat fyrir þá þegar hafa verið útköll og við höfum selt neyðarkallinn með þeim öll þessi fjögur ár sem hann hefur verið seldur.Með alls konar fjáröflunum hefur okkur tekist að gefa þeim sjógalla,talstöðvar,björgunartöskur og hjálpa þeim að kaupa síðasta bílinn þeirra.En nú er stærsta verkefnið hjá okkur,því haust varð sveitin fyrir því stóra áfalli að tapa björgunarbátnum sínum í ofsaveðri.Báturinn var tryggður fyrir þrjár miljónir,en annar bátur fengist ekki fyrir minna en 11- 15 millur,svo að í ár fer öll okkar vinna í að hjálpa þeim að fjármagna það.Þau geta ekki skuldsett sig,þess vegna verður að safna fyrir öllu sem þarf að kaupa og þess vegna er nauðsynlegt fyrir alla suðurnesjamenn að kaupa af okkur neyðarkallinn í ár.Reykjanesbær hefur ekki efni á því að hafa ekki björgunarbát á svæðinu.það er marg búið að sanna sig,svo allir vinir mínir sem lesið þetta blogg,KAUPIÐ NEYÐARKALLINN!!!!Að lokum langar mig líka að segja öllum konum sem lesa þetta að ganga í kvennasveitina,það er svo ótrúlega gefandi starf og það fær mann til að leggja sitt af mörkum 100% það er bara ekkert annað hægt og það er bara svo ótrúlegt,að þegar maður gefur sig í þetta getur maður svo miklu meira en maður heldur að maður geti,til dæmis í dag,stóð ég inn í Bónus í 6 klukkutíma og seldi neyðarkallinn,ég er öryrki,mjög slæm í fótum og mjöðmum,á meðan ég var þarna var allt í lagi,þegar ég kom heim var ég frekar slæm,fór í heitt og gott bað og líður frábærlega núna,Ég gæti samt ekki selt á morgun,en ég er búin að leggja mitt á vogarskálarnar til að hægt sé að kaupa þennan bát og þegar fleiri gera það verður þetta ekkert málGrin Ég vil líka segja ykkur,að þrátt fyrir allt það mótlæti sem við Íslendingar höfum gengið í gegn um ,fengum við ótrúlega jákvæðar mótökur,fólk var almennt jákvætt,sumir gáfu pening en vildu ekki kallinn ,sögðu okkur að selja hann aftur,meira að segja ein útlensk kona,sem talaði bjagaða íslenski,sagðist vilja styrkja okkur og að við skyldum selja kallinn aftur,ótrúlegt!!!

Svo kæru vinir sem nennið að lesa þetta og hafið tök á,endilega styrkið ykkar björgunarsveit,því þær eru allar að vinna frábært starf og það eru kvennasveitirnar og unglingasveitirnar að gera líka.Ég varð bara að deila þessu með ykkur elskurnar,endilega kvittið ef þið lesið þetta.

 Dagatalið mitt í dag sagði:Viltu fá lykilinn að hverju hjarta?Reyndu kærleikann!!Guð veri með ykkur vinir mínir.InLove


Yfirlit yfir sumarið

Kæru vinir,nú er haustið komið með öllum sínum fallegu litum,en líka öllum sínum hræðilegu lægðum,sem ætla mann lifandi að drepa ,ef maður er gigtarskrokkur.GetLostEn það er ekki á allt kosið,maður verður bara að sætta sig við allt sem lífið færir manni gott og vont.Ég hef fengið góðan skammt af hvorutveggja,stundum var ferlega sárt að sætta sig við það sem manni var úthlutað,en svo komu líka tímar það sem hamingjan réði ríkjum og maður trúði varla hvað maður væri lánsamur.Í mínu lífi eru nokkur svona tilvik,þar sem ég tel að ég hafi verið mjög heppin.

Fyrst af öllu,fyrst það þurfti að gefa mig á annað borð,þá var ég auðvitað ofboðslega heppin að hafa fengið að fæðast ,og að hafa fengið þá fjölskyldu sem ég fékk.Ég held ég hafi einu sinni áður,sagt frá því hér á blogginu,að þegar kom að því að velja mig,þá tók mamma mín,mömmu sína með sér á fæðingardeildina á Landspítalanum,þar sem barnavöggurnar voru í röðum (þetta var á skíðsárunum og nóg úrval) amma mín gekk um með mömmu,þangað til hún stoppaði allt í einu og sagði"þú tekur þessa, hún hefur svo fallegan hnakka" og mamma fór að hennar ráðum og það var gæfa mín.InLove

Að hitta manninn minn og eignast öll þessi börn með honum var gæfuspor,ekki spurning.Auðvitað var oft erfitt,en við yfirstigum það og urðum sterkari fyrir vikið og ég get sagt ungu kynslóðinni,sem heldur að lausnin á vandamálinu sé að skilja og byrja upp á nýtt , er í flestum tilfellum rangt,fyrst við gátum yfirstigið okkar erfiðleika,þá geta það allir,því þeir voru svo sannarlega miklir,en ég er svo stolt af því í dag að hafa yfirsigið þá og það veit engin nema sá sem hefur gert það,hversu mikill sigur það er.

 Auðvitað var rosalega erfitt að kljást við alkahólisma Friðriks,vinnuslysin hans,sem gerðu það að verkum að smá saman dró úr getu hans til að vera virkur í þessu samfélagi sem við búum í,en við áttum fjögur dásamleg börn,sem ég elska út fyrir allt og svo sannarlega var ég tilbúin að berjast fyrir tilveru okkar,það var ekkert alltaf auðvelt,en það hefur svo sannarlega skilað sér,í dásamlegum börnum,tengdabörnum(þau tvö gætu svo sannarlega verið fædd  í þessa fjölskyldu) og ekki síst barna, barnabarna og barnabarnabarna,við erum svo ofboðslega rík að engin kreppa gæti nokkurntíma rýrt þaðInLove.

Í dag eru auðvitað erfiðleikar,rosalega erfitt að láta enda ná saman og nánast ómögulegt,það hafa komið tímar þar sem ég hef orðið að leita til fjölskylduhjálparinnar,það er nokkuð sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég þyrfti að gera,en stundum verður maður bara,og þá verður maður að geta þakkað fyrir að það skuli vera til svona öryggisnet og það geri ég svo sannarlega.Það er engin skömm af því að þiggja hjálp,það er ekki mér að kenna að ég get ekki lifað í þessu samfélagi án þess.Ég fór í apótekið um daginn að sækja blóðþrýstingslyfið mitt,sem ég verð að taka,mér var sagt að næst þegar ég sæki það verður það 15000 kr,er að undra þó manni blöskri og ég get sagt ykkur að það er MJÖG erfitt að vera jákvæður í þessu hlutverkiPinch

Ennnn ég ætla að vera jákvæð,við vorum svo ofboðslega heppin í sumar að vera boðin ný íbúð í félagslega kerfinu,það frábæra er,í fyrsta lagi,þá var íbúðin sem við vorum í,svo svakaleg,að hún var ekki einu sinni íbúðahæf,ég var bara svo hræðilega mikil Polyanna að ég sætti mig við hana(svona getur maður gengið langt í Pollýönnu leiknum)það var svo rosalega mikill raki í henni að við vorum öll orðin meira og minna veik.En svona grípa forlaugin stundum í tauamana,og þau gerðu það svo sannarlega hjá okkur.Fyrir 6 árum síðan áttum við dásamlega íbúð hérna í Heiðarholti 36,við urðum því miður að selja hana og sækja um íbúð hjá félagsþjónustunni,við fengum úthlutað íbúð og eins og ég sagði áðan var ég í FEITUM Pollýönnuleik,en alavega um mánaðarmótin Maí, Júní,var ég svo heppin að hitt á hana Sigurbjörgu hjá félagsþjónustunni og hún bauð mér þessa íbúð sem við erum í núna,og það fyndna er að þegar við bjuggum hér í Heiðarholtinu,áttum við heima í hinum endanum á þessari sömu blokk,það var eins og að koma heim að koma hingað,og ég get sagt ykkur að í raun skiptir kannski engu að vera stoltur eigandi að íbúð(sem maður á bara að hluta)eða að vera leigjandi og vera öruggur um að fá að vera á sama stað!!! 

Þetta semsagt gerðist í sumar,þar að auki eignuðumst við alveg splunkunýtt barnabarnbarn í bland við þau tvö sem við áttum fyrir,Svo í dag eigum við Guðrúnu Kolbrúnu og Aðalheiði Maríu, Lindu og Gabríelsdætur og Kristnu Sigrúnu,Guðnýjar og Ólafsdóttir,semsagt Heiðu barnabörn,en þar sem Sigrún dóttir mín á helling í Guðný og litli engillinn var skírður  í höfuðið á henni þá er hún líka amma,svo það sé á hreinu.

Þetta yfirlit mitt spannar sumarið svona að mestu,við höfum haft það fínt,þó við höfum ekki enn haft efni á að fara til Vestmannaeyja,en það stendur til bóta,ætlum síðustu helgina í þessum mánuði.

Ég vona að ég verði dugleg að skrifa um það sem mér liggur á hjarta,vegna þess að maður getur ekki sagt allt á facebook,en ég hef ríkulega þörf fyrir að tjá mig og mér finnst að bloggið sé rétti vetvangurinn fyrir það ,kæru vinir þið sem nennið að lesa þetta,endilega skiljið eftir fingrafar,ég elska ykkurInLove

 

 


Komin í Sumarfrí!!!!!

Bara nokkrar línur vinir og vandamenn,þar sem sumar fer í hönd og ég reikna nú frekar með að halda mig úti við á góðviðrisdögum,þá nenni ég ekki að spá í bloggið.Þar að auki hefur megnið af þeim tíma sem ég eyði í tölvunni verið varið á Facebook og þar er hægt að hitta á migTounge Ég vil þakka öllum bloggvinum sem hafa nennt að kíkja á það sem ég hef tjáð mig um,kærlega fyrir innlitið,ég er afskaplega þakklát fyrir þann hóp af bloggvinum sem ég hef eignast og sumir hafa fylgt mér á facebook,þetta er virkilega skemmtilegur miðill og ég er alveg viss um að ég á eftir að blogga aftur og ég mun að sjálfsögðu kíkja á ykkur áfram vinir mínir sem eruð hér enn.Með kærri kveðju og ósk til ykkar allra um gleðilegt og gæfuríkt sumar,sjáumst svo vonandi í haust hress og kátHeart


45 ár það er ekki lítið!!!!

14.Mai:Hugleiddu hvað heimurinn væri miklu betri ef allir verðu fimm mínútum á hverjum degi til bæta líf annara.

Þetta var hugleiðingin á dagatalinu mínu á giftingardaginn okkar Frikka.Mér finnst hún svolítið mögnuð!!!Við vitum að jákvæðar hugsanir virka,það er ekki spurning.Af hverju í ósköpunum notum við ekki aðeins meiri tíma til að senda jákvæðar bylgjur til allir þeirra sem eru að reyna að gera eitthvað gott fyrir okkur hin,sem engu ráða en vitum auðvitað hvernig á að leysa málin,málið er bara að engin hefur spurt okkurTounge

Annars ætlaði ég aðeins að líta yfir farin veg,þessi 45 ár sem ég er búin að vera í hjónabandi,ef einhver heldur að ég ætli að fara að skrifa einhvern fagurgala um hjónabandið,þá misskilur hann málið.....Guð hefur aldrei lofað okkur að lífið væri dans á rósum,einhver sagði reyndar við mig um daginn að engin rós væri án þyrna,svo kannski er það málið.Allavega langar mig að skoða þessi ár svona í stuttu máli.Þegar ég kynntist Frikka var ég ný komin úr þriggja ára sambandi,sem reyndi ansi vel á taugkerfið,þó hann væri dásamlegur drengur og það væri ég sem sliti því sambandi.Samband okkar Frikka var frekar stormasamt í byrjun,sem var eitthvað sem ég hafði ekki kynnst,við vorum sundur og saman fyrsta árið,inn í það spilaði að hann var eineggja tvíburi sem var mjög nátengdur bróður sínum.Ég var líka meðvirk frá mínu uppeldi svo ég var tilbúin í slaginn.Fyrstu tvö árin voru ansi erfið,við bróðir hans vorum að berjast um athygli hans og hann vissi ekki alveg hvar hans tryggð var,svo sem ekki öfunds verður,þegar ég hugsa um það,þeir voru búnir að vera saman ALLTAF,svo kom ég og eyðilagði allt og þar sem þeir voru virkir alkar var ekki við því að búast að þeir eða ég,sem kem frá alkahólísku heimili,vissum hvernig ætti að höndla þetta ástand Pinch En sem betur fer tókst okkur að lifa saman í nokkurn vegin sátt og samlyndi,við Frikki eignuðumst 3 börn,bróðir hans varð góður heimilisvinur sem börnin okkar dýrkuðu,,,,en drykkjan jókst hjá þeim báðum og lífið varð svolítið töff W00t svo gerðist það á 17 Júní 1971 að tvíbura bróði mannsins míns framdi sjálfsmorð.þetta setti tilveru okkar á hvolf og meira en það,ég held að engin geti skilið það sem við gengum í gegn um næstu árin,nema að hafa  upplifað það á eigin skinni.Friðrik lenti í einhverju ástandi þar sem engin var nema hann og sú kvöl sem hann var að ganga í gegn um,á sama tíma,af því ég var svo svakalega meðvirk,reyndi ég að hlífa honum,fór meira að segja í yfirheyrslu hjá löggunni,vegna þess að þetta var sjálfsmorð var það rannsakað sem sakamál og þess var krafist að hann mætti á löggustöðinni,ég veit ekki enn þann dag í dag hvers vagna,en með hjálp prestsins fékk ég það í gegn að fá að mæta í staðin fyrir hann,var ekki alveg að sjá fyrir mér að hann myndi lifa það af að fara þangað.Allavaga það var erfitt ,næstu þrjú árin voru skelfileg,ég reyndi meira að segja að fara frá honum,en fékk samt prestinn til að sitja hjá honum fyrstu nóttina,því ég var svo hrædd um að hann myndi gera það sama og bróðir hans.En hann gerði það ekki,ég kom heim aftur og varð svo ófrísk af fjórða barninu okkar og það dásamlega var að hún fæddist á 17 Júní árið 1974,nákvæmlega þrem árum eftir að Níels framdi sjálfsmorðið.Þessi dagur hafði í þrjú ár verið okkar versta martröð,en við fæðingu Laeilu breyttist þetta,við vorum aftur fjölskylda og svo sannarlega höfum við veri samheldin fjölskylda eftir þaðInLove Ástæðan fyrir því að ég er að rifja þetta upp núna er auðvitað fyrst og fremst það að við höfum haft það af að vera saman þrátt fyrir allt sem við höfum gengið í gegn um og treystið mér,þó þetta hafi verið það erfiðasta kannski,þá auðvitað voru miklir erfiðleikar eftir það,Frikki þurfti að fá hjálp við sínum alkahólisma,ég þurfti að læra að vera ekki svona meðvirk(hef ekki enn náð tökum á því) en hef samt lært helling.Í dag erum við kannski ekki svona hoppandi hamingjusöm eins og er alltaf verið að reyna að segja manni að lífið sé,það er oft ansi töff,hann er mikill sjúklingur,hefur tvisvar hálsbrotnað,búin að fara í tvær stórar bakaðgerðir,mun aldrei fá fullan mátt í fótinn,þarf hjálp við að fara í bað,klæða sig í sokkana,klæða sig í skóna,ég þarf að skammta honum lyfin hans og get ekki með góðu móti skilið hann eftir í langan tíma,því hann er svo gleyminn.En þrátt fyrir allt þetta elska ég þennan mann,hann er sá sem hjálpaði mér að eignast þessi dásamlegu börn og þar af leiðandi alla þá sem af okkur eru komin og það er ekki lítið é er svo þakklát fyrir að hafa hitt hann og að líf okkar tvinnaðist svona saman.Ég er Guði svo þakklát fyrir að vera fær um að hjálpa honum í gegn um þennan erfiða tíma sem hann er að ganga í gegn um með heilsuna,auðvitað væri ég ekki mannleg ef mér þætti þetta ekki erfitt,ferlega fúlt og óréttlátt,en sem betur fer tekst mér að vinna bug á sjálfsvorkunni og það er mjög auðvelt,ég þarf bara að hugsa að ég vildi ekki vera að ganga í gegn um það sem hann er að ganga í gegn um,svo ég þakka fyrir að geta stutt hann og þurfa ekki sjálf að þiggja þennan stuðning.Ég er svo þakklát fyrir fjölskylduna okkar. Ég er alveg ofboðslega þakklát fyrir alla afkomendur okkar,það er eitthvað sem ég gat ekki ímyndað mér þegar ég var bara ættleidd stelpa,sem var samt rosalega heppin að lenda hjá dásamlegri fjölskyldu,en þráði alltaf að eignast fjölskyldu sem var bara MÍN,það í raun breyttist ekki þó ég hitti mína blóðfjölskyldu,ég hafði samt þessa rosalega djúpu þörf fyrir að eiga eitthvað sem tilheyrði MÉR.Þetta er örugglega eitthvað sem bara tökubörn og einstæðingar upplifa.Allavega þegar ég varð ásfanginn af manninum mínum, þá bara breyttist allt mitt líf og þó það hafi oft verið ferlega töff,þá er ég rosalega þakklát fyrir að við höfum hangið saman öll þessi ár og ég veit að hann er það líka,við munum þakka fyrir hvert ár sem við eigum saman héðan í fráInLove'Ég á bara eina ósk og hún er sú að afkomendur mínir eigi eftir að öðlast þann skilning að ástin er ekki bara dans á rósum,hún er fórnfús,hún er vinátta,hún er að vera til staða hvernig sem þér sjálfum líður,hún er ólýsanleg í sjálfri sér og ég vona og bið að börn mín og  aðrir afkomendur finni hana, læri að meta hana og hlúa að henni því hún er ekki sjálfsögðHeart

16.Maí.Skilirðislaus ást er besta gjöfin sem hægt er að þiggja.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband